Morgunblaðið - 20.09.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968
Viö viljum siðbdt í stjórnmálum
— segir Jón E. Ragnarsson, varaformaður SUS í viðtali
við Mbl. um aukaþing samtakanna
Jón E. Ragnarsson, 2.
varaformaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna er
einn þeirra ungu Sjálfstæð
ismanna, sem vinna að und
irbúningi aukaþings sam-
takanna, sem hefst um
aðra helgi. Veitir Jón for-
stöðu undirbúningsnefnd,
sem vinnur að undirbún-
ingi umræðna og ályktana
um stjórnmálaflokkana,
störf þeirra og skipulag.
Mbl. sneri sér til Jóns E.
Ragnarssonar í gær og
beindi til hans nokkrum
spurningum um viðhorfin
í hópi ungs fólks um þess-
ar mundir og störf nefnd-
arinnar.
— Nú eru uppi kröfur um
kynslóðaskipti í stjórnmála-
flokkunum. Hvað vilt þú
segja um þær ogr samband
yngri og eldri manna innan
flokkanna yfirieitt?
— Forustumenn núverandi
stjómmálaflokka voru flestir
hverjir mjög ungir menn, þeg
ar þeir komu fram á sjónar-
sviðið á stríðsárunum. 'Á þess
um aldarfjóröungi hafa orðið
litlar sem engar breytingar
meðal þjóðmálaleiðtoganna.
Þetta er ekki athugunarvert
um einn og einn stjórnmála-
mann, en þegar þessi þaul-
seta á við um stjórn allra
flokka, um Alþingi, flestar
þýðingarmeiri opinberar stofn
anir, nefndir og ráð, er ljóst,
að eitthvað hefur farið úr-
skeiðis. Það hefur ekki verið
gætt eðlilegra kynslóðaskipta
og samvinnan milli aldurshópa
í þjóðfélaginu hefur rofnað.
Hverju þetta er að kenna læt
ég liggja milli hluta en af
þessu hefur orðið augljóst
vandamál um samhengi í
landsstjórninni. Þetta kerfi
hefur t.d. drepið tvær kyn-
slóðir dugmikilla manna, eins
og sjá má af því, áð þegar
okkar ágætu landsfeðra nýt-
ur ekki lengur við, en þeir
eru flestir rúmlega hálfrar
aldar gamlir, skortir fólk á
„bezta aldri" 35—50 ára, sem
fengið hefur tækifæri og
reynslu til þess að taka við.
í mínum augum ræður aldur
manna engum úrslitum í
stjórnmálum, heldur að eðli-
leg og greið samvinna og skiln
ingur ríki milli hópa í þjóð-
félaginu þ. á m. eftir aldri.
Krafa yngri manna nú, um auk
in áhrif og völd, er aðeins
krafa um að fá að ráða sjálfir
sínum eigin málum. Ungt fólk
er meira en helmingur þjóð-
arinnar og það er unga fólkfð
sem mest á í húfi hvemig til
tekst með landsstjómina í dag
og á morgun.
— Hver er að þínum dómi
orsök þess, að ungt fólk hefur
verið fráhverft stfjórnmálum
og krefst nú víðtækra breyt-
inga?
— Unga fólkið skiptist í
stjórnmálaflokka eftir grund-
vallarskoðunum þeirra og lífs
skoðun, t.d. hvort menn setja
ofar einstaklingshyggju eða
félagshyggju. Unga fólkið er
óspillt og er ekki rígbundið
ýmis konar hagsmunasjónar-
miðum og klíkuskap. Þegar
það sér, að hin yfirlýstu
stefnumál skipta litlu, þegar
stjómmálaforingjarnir rotta
sig saman, þegar það horfir
upp á spillinguna í fjármálum
og menningarmálum, er ekki
áð undra, að sökinni sé skellt
á þá, sem ábyrgð bera, þ.e.
landsstjórnina, ríkisstjóm, A1
þingi, stjórnmálaflokkana o.
s. frv. Það er erfitt að ætlast
til þess, að ungt fólk berjist
fyrir hugsjónum, og stjóm-
Jón E. Ragnarsson.
málastefnum, þegar því síðar
virðist þessi yfirlýsta stefna
engu ráða um gerðir stjórn-
málaflokkanna. Þegar það
virðist ekki .ikipta neinu hverj
ir eru í stjóm hverju sinni
en höfuðatriðið er að skara
eld að sinni köku. Nú krefst
unga fólkið breytinga. Þáð
vill heilbrigða stefnufestu,
opnari stjómmálastarfsemi,
það vill spillinguna burt og
það vill sjálft fá að ráða
meiru um eigin framtíð.
— Hvað er til úrbóta?
— Stjómmálaflokkarnir eru
stjórnunartæki almennings,
kjósendanna, í okkar lýðræð-
isskipulagi, en núverandi
stjórnmálaflokkar hafa ekki
aðeins lítil tengsl við kjós-
endur. Þeir hafa einnig lítil
tengsl við forustumenn sína.
Það verður að opna stjórn-
málaflokkana fyrir aukinni
þátttöku og framkvæma lýð-
ræði innan þeirra, bæði við
stefnumörkun og fulltrúaval.
Núverandi stjórnmálaflokkar
eru vafalaust orðnir staðnaðir
og lokaðir og stjórnað af hug
sjónalitlum og þreyttum valda
klíkum. Ég skora á almenn-
ing, einkum ungt fólk að gera
nú þegar innrás í stjórnmála-
flokkana og taka sér það vald,
sem þeim ber. Þá er bráð-
nauðsynlegt að meiri hreyfing
sé á fulltrúavali stjórnmála-
flokkanna. Seta á Alþingi er
ekki endi'lega ævistarf eða at
vinnuvegur og atvinnustjóm-
málamenn verða að rýma eitt
hvað til fyrir ,,fulltrúum fólks
ins,“ sem með skammri þing-
setu í senn geta fært með sér
ferskan blæ og skapað nánari
tengsl stjómmálanna við at-
vinnu- og menningarlíf lands
ins. Síðast en ekki sízt er nauð
synlegt að draga úr ríkisbákn
inu og valdi stjórnmálamann
anna, einkum í atvinnu- og
menningarmálum. Fjármagn-
ið á að vera í höndum þeirra,
sem afla þess en ekki póli-
tískra bankastjóra, nefnda og
rá’ða og hvað þetta heítir allt
saman. Stjórnmálamennimir
eiga að lina tökin á hinu þjóð
nýtta menningarlífi og fjöl-
miðlunartækin eiga að á-
stunda frjálsa hugsun og skoð
anaskipti.
— f hverju er fólgin störf
þeirrar nefndar, sem þú veit-
ir forstöðu?
— Við munum fjalla um
starf stjórnmálaflokkanna og
þjóðmálin, í stuttu máli, þetta
sem ég hef verið að rekja hér
að framan. Þá munum við
fjalla sérstaklega um Sjálf-
stæðisflokkinn og skipulags-
mál hans og ungra Sjálfstæð
ismanna. Vi'ð viljum opna
flokkinn og gera starf hans
líflegra og ábyrgara. Þá mun-
um við fjalla sérstaklega um
einmenningskjördæmi og í því
sambandi nauðsyn þess að
flokksræði í landinu linni og
að það sé raunverulega fólk-
ið í landinu sem kýs fulltrúa
sína en ekki stjómmálaklíkur
í Reykjavík. Ég vil þó geta
þess, áð höfuðverkefni þings
ins eru þjóðmálaverkefni
næstu ára og það er auðvitað
þýðingarmesti þáttur þess.
I lok viðtalsins sagði Jón:
Þetta þinghald okkar er til-
raun í góðri trú til þess að
opna samtök okkar og jafnvel
augu okkar sjálfra fyrir kröf
um nýs tíma um raunhæfara
lýðræði, stefnufestu og ábyrg
ari stjómmálastarfsemi. Við
bjóðum velkomna til sam-
starfs alla þá, sem efla vilja
einstaklingsframtakið í land-
inu, frjálsa verzlun, frjálsa
mienningarstarfsemi og ábyrga
utanríkisstefnu. Við gerum
enga kröfu til þess að menn
séu sammála i einu og öllu.
Það er heldur ekki sáluhjálp
aratriði að samtök ungra Sjálf
stæðismanna stýðji SjSlfstæð-
isflokkinn í hverju máli eða
ríkisstjórn, sem flokkurinn
hefur aðild að. Við teljum
okkur standa á tímamótum og
um leið og við krefjumst sið-
bótar í stjórnmálum teljum
við nauðsynlegt að efla á þess
um síðustu og verstu tímum
samstöðu þess unga fólks, sem
ekki óskar þess að vera tann
hjól í ríkismaskínunni en trú
ir á mátt sinn og megin, á
framtak einstaklingsins, frelsi
hans og land sitt og þjó'ð.
- ÍÞRÖTTIR
Framhald af bls. 30
fyrir óvæntu hnossi. Að þessu
sinni voru það Valsmenn sem
hlutu „happið“. Þeir fengu gott
og frægt félag, þeir hlutu gott
og næsta óvenjulegt veður mjög
góða forsölu og áhuginn á leikn-
um barst út eins og smitandi far-
sótt. Þetta er algert einsdæmi í
sögu íþrótta á íslandi.
Oft hafa iþróttafélögin barizt
f bökkum —næstum alltaf. Fáir
hafa rokið til og öskrað hátt ef
forystumenn eins félag hafa ver-
ið djarfir og teflt á tvær hættur.
Valur hefði getað lent á norsku
meisturunum eða þeim sviss-
nesku og aðsókn orðið svona 3—
4000 manns og Valur tapað 100—
200 þús. kr. á Evrópuþátttöku
sinni. Enginn hefði þá komið til
hjálpar. f þetta sinn voru Vals-
menn heppnir. Þeir hlutu nokk-
urn gróða, sem áTeiðanlega kem-
ur félagslífinu þar til góða —
kemur æskumönnum í Reykjavík
til góða. Vonandi verða fleiri fé-
lög — eða Vaismenn aftur —
jafn heppin. Úti í löndum sækja
vellina kannskf 40—100 þús
manns slíkan leik sem þennan.
Þar talar enginn um ofsagróða.
Kostnaðurinn þar er þó minni
en hér. Hví ekki að láta af smá-
borgarahættinum.
— A.St.
- RUSK
Framhald af bls. 1
herzlu í dag, að Rússar hefðu
rétt til hernaðaríhlutunar í Vest
ur-Þýzkalandi, ef vestur-þýzka
stjórnin tæki upp árásarstefnu,
samkvæmt 53. og 107. grein sátt-
mála SÞ. Um leið gagnrýndi blað
ið vesturveldin fyrir yfirlýsing-
ar þeirra um að þessar tvær
greinar sáttmálans hafi ekki leng
ur gildi og sagði að í Bonn og
öðrum vestrænum höfuðborgum
skyldu menn muna að Vestur-
Berlín hefði aldrei verið hluti af
og yrði aldrei hluti af Vestur-
Þýzkalandi.
Rússar vísuðu fyrst til hinna
tveggja greina sáttmálans 5. júlí
og í Moskvu benda kunnugir á,
að sovétstjórnin hafi lengi var-
að Bonnstjónrina við því, að
ekki verði hikað við að láta til
skarar skríða ef nauðsynlegt
verði talið og slíkar aðgerðir
reynist eiga sér lagalega stoð. í
Moskvu er ekki talið að afstaða
Rússa feli í sér hættu fyrir
Vestur-Þjóðverja, en tilgangur-
inn sé að draga úr tilraunum
Bonnstjórnarinnar til að auka
samskiptin við Austur-Evrópu.
Fréttaritari Reuters í Moskvu
segir, að sovézkir leiðtogar ótt-
ist í raun og veru Austur-Ev-
rópustefnu Bonnstjórnarinnar
vegna atburðanna í Tékkósló-
vakíu.
UNGIR SJALFSTÆÐISMENN
Á NORÐURLANDI
Samband ungra Sjáltstœðismanna á
Norðurlandi boðar til framhaldsþings
á Sauðárkróki 21. september nk. í
Félagsheimilinu Bifröst, og hefzt kl. 15
Dagskrá:
f. Stjórnarkjör
2. Nefndarstörf
3. Frjálsar umrœður
UM KVÖLDIÐ VERÐUR DANSLEIKUR
Hljómsveitin HRÍM frá Siglufirði leikur