Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 196«
15
„Banakossinn". (Ölafur Lilj urós og álfamærin)
urnar báðu Guð að hjálpa sér
yfir óhljóðunum, en ég kallaði
í sömu tónhæð og ég hafði notað
í smalamennskunni forðum.
um stöðum. Aðalkennari minn
þar var Edvard Eriksen, en eitt
hans frægasta verk er „Den lille
Havfrue“ á Löngulínu, eða litla
hafmeyjan. Ég og skólabróðir
minn Jakobsen, lentum í að
hamra misfellur óg samskeyti,
þegar styttan var steypt í eir“.
Ég spyr Ríkharð um líf ís-
lendinga í Höfn á þessum árum
og hann segir mér margar sögur
um landann, kenjar, gleði og
sorgir, ,,en ég hafði svo mikið
að gera“ heldur hann áfram, „að
ég hafði bara andskotann ekki
tíma til þess að kynnast fólki.
Yfirleitt fór nú frekar lítið fyr-
ir landanum í höfn, en þó komu
sveiflur í þetta og mér dettur í
hug, er Einar Benediktsson
skáld var í Höfn á sama tíma og
ég. Það var ekkert verið að
læðast með veggjum, þegar Ein-
ar var á ferðinni, en honum hafði
ég kynnst svolítið heima á ís-
landi hjá Stefáni Eiríkssyni.
I Höfn leigði ég herbergi um
Skáphurð
Hjá Stefáni var ég í 3 ár og
á tvítugu hélt ég utan til Kaup-
mannahafnar og þar stundaði ég
fyrst nám hjá Einari Jónssyni og
á Teknisk Selskab-skole, en síð
an nam ég á akademíunni.
Þar kom eitt sinn til mín
skólabróðir minn og sagði að for
eldrar sínir hefðu keypt ljón úr
steini, gert af íslenzkum dreng,
en ljónið höfðu þau keypt á sýn-
ingu í Höfn. Ég fékk að sjá
ljónið og þar var kominn einn
gripurinn, s m ég hafði tálgað
austur í Berufirði.
Ég var í 6 ár í Kaupmanna-
höfn og við nám á 3 fyrrgreind
skeið hjá gamalli konu, sem
leigði mörg herbergi. Svo var
það einn sunnudagsmorgun, þeg-
ar ég var nýkominn á fætur, að
sú gamla kemur inn til mín með
einkennilegum svip og miklu fasi
og segir mér að það sé ákaflega
fínn maður í bíl fyrir utan að
spyrja eftir mér. Yfirleitt var
sú gamla nokkuð snúðug í fasi
og frá því að vera kumpánleg,
en þarna var henni mikið niðri
fyrir að svo fínn maður skyldi
vera að spyrja eftir mér.
Ég dreif mig niður stigann og
þessi fíni maður var þá hvorki
meira né minna en Einar Bene
diktsson, sem var þ* kominn til
þess að bjóða mér í miðdags-
veizlu á Palads Hóteli, sem var
þá nýtt og þótti ákaflega fínt.
Einar hafði þá nokkra bíla í
gangi út um alla Kaupmanna-
höfn til þess að safna saman í
veizluna bæði stúdentum og öðr-
um íslendingum í Höfn.
Áður en við fórum frá húsinu
þar sem ég bjó bað Einar mig
að ná í frúnna og þegar hún
kom rétti hann hunni 10 kr. seð-
il, sem hún þáði með þökkum.
Á leiðinni í veizluna náðum við
í tvo og í bæði skiptin gaf Einar
þeim 10 kr. er sótti viðkomandi
fyrir hann.
Þarna mun Einar hafa safnað
saman á milli 20 og 30 manns og
ekki þurftu aðrir að hafa fyrir
því að halda ræður, því að það
gerði Einar sjálfur. Hann var
furðulega mælskur maður, eins
og allir vita, sem kynntust hon-
um og þarna talaði hann svo til
samfellt í 3 tíma um íslenzka
fossa og verklegar framkvæmd-
ir og framfarir á íslandi og
minntist aldrei á skáldskap eða
bókmenntir. Þó var ,það eitt
sem truflaði Einar í mess-
unni, en það var að hann
var alltaf öðru hverju að
tala við símastúlku á Kaup-
mannahafnarsímstöðinni til að
reyna að ná sambandi við ein-
hvern burgeis í Svíþjóð. Eftir
allmargar tilraunir hjá stúlk-
unni náði hún loks sambandi við
þennan mann, þá tók Einar sím-
ann og fór inn í næsta herbergi
til þess að tala þar við þennan
ákveðna mann. Síðan kom hann
fram fyrir aftur með símann og
náði þá sambandi aftur við sima
stúlkuna og bauð henni í matar-
veizluna. Einhverjar vöflur voru
á meyjunni og sagði Einar henni
þá að hún gæti tekið einhvern
með sér og svo sendi hann bíl
eftir símastúlkunni. Eftir
skamma stund birtist ung og lag
leg stúlka og hafði hún með
sér roskna mey sér til fulltingis.
Einar reis þá þegar úr sæti sínu
og þauð þeim að setjast hið
næsta sér.
Þegar Einar gekk á móti kon w;
unum fannst mér eins og að Drott wv- ' mmmm
inn hefði aldrei skapað glæsi- |
legri mann og að jafnvel hefði
verið um prófsmíð Drottins að
ræða. Svo glæsilegur var Einar 1 y’";'
Benediktsson.
Veizlan var að öllu leyti hin
glæsilegasta og menn sksmmtu
sér án víns og þó var ekkert gef- W v ^
ið isftir. Þegar stúlkan og konan I -
voru á förum rétti Einar stúlk- m ...
unni 500 kr. seðil og urðu allir
mjög undrandi yfir þessari rausn
þar sem 500 krónur voru mörg mánaðarlaun stúlk- unnar. Þar með var þeýs-
Askur.
Ljósberi.
ið, nema hvað Einar bauð okkur
öllum með sér til Hamborgar um
kvöldið, en að vísu voru fæstir
sem gátu tekið því boði, þar
sem þeir voru bundnir við nám
og vinnu, en nokkrir fóru þó.
Nú, ég kom svo heim 26 ára
gamall og setti þá strax upp
vinnustofu. Ég var þá nýkvænt-
ur Maríu Ólafsdóttur frá Dal-
landi í Húsavík austur. Vinnu-
stofan var á Smiðjustígnum og
þar var ég þangað til, . . .Nei,
bull og slúður, ég setti fyrst
upp vinnustofu á Laufásvegi 42
og var þar þangað til ég fór
Ítalíuferðina, sem tók um ár. Á
Ítalíu gekk ég á söfn og grand-
skoðaði þar aftur og aftur ótal
söfn.
Þegar ég fór svo heim úr þess
ari ferð fékk ég ferð beint frá
Kaupmannahöfn til Djúpavogs,
þar sem kona mín var fyrir með
2 elztu börnin. Þar var ég svo
með vinnustofu í 2 ár og þar
þótti konunni minni bezt að
vera af öllum þeim stöðum, sem
hún hafði verið á. Það er svona
frjálslegur og fallegur staður og
skemmtilegt að vera þar .
Eftir dvölina þarna fór ég aft
ur til Reykjavíkur og það var þá
sem ég fékk vinnustofuna hjá
Gísla gerlafræðing á Smiðjustígn
um. Gísli var einn af beztu vin-
um, sem ég hef átt og hann bjó
okkur hjónunum góða, aðstöðu
á Smiðjustígnum. Þegar við kom
um fyrst á Smiðjustíginn var bú
ið að koma fyrir fínu svefnher-
bergissetti í hjónaherberginu og
það var brúðargjöf Gísla til okk
ar hjóna. Þessu rúmi sef ég í
ennþá.
Árið 1927 keypti ég svo húsið
að Grúndarstíg 15 og hér hef ég
átt heima síðan og haft vinnu-
stofur bæði fyrir myndskurð og
höggmyndir."
„Ef hægt er að segja það um
nokkurn mann að hann hafi unn
ið og starfað í brauðstritinu, þá
er það hægt um Ríkarð Jónsson,
því að eftir hann liggur svo mikið
í myndlist, myndskurði og högg
myndum að ótrúlegt er og í raun
liggur alls ekki fyrir hvað það
er í raun og veru mikið. Verk
hans eru dreifð út um allt land
og eru þar hjá stofnunum og
heimilum. Þegar ég spurði Rík-
arð að því fyrir hverja hánn
hefði helzt unnið, svaraði hann.
„Ég hef unnið fyrir almenn-
íslenzkur bóndi.
ing í landinu fyrst og fremst,
en einnig mikið fyrir stofnanir
og félög. Það eru margir, sem
spyrja mig af hverju ég hafi
ekki safn og þá segi ég alltaf
að ísland allt sé mitt safn, og
það er nokkuð mikið réttmæli,
því að mur.irn'r eru át um allt.
Ég hef t.d. unnið skreytingar í
yfir 40 kirkjur og sumar þeirra
eiga fleiri en einn hlut eftir mig
Skólinn á Laugum í Þingeyjar-
sýslu á til að mynda yfir 20
Framhald á bls. 21
• »•».,•••».,.» • ■»,,!,•!!,!,••••••»|,|»*••«'••»>•;!!!!*,,,!».»•••»** •!!,!•«,.'»••••■•;*;!,,#,»,»»•••••'••»••<•,•«••»••»•«»•»••.»•»•»»•-••*««!,!,!;••*•»•«,•íí!!!;'•»•»•»•».
»"•»■•••••<•«. »,,.»!,:;: •;*• *;• »••#*...*•••»••;::.•'•■'!!;!;:.:,.•'.:••»••••.»•»'•••'.»•••»< :•*•'»•••..;.;.:!:*•••• ■ »••
IWIWM—BH—M
um
É lólzah
é
ynmn^u
»-».».«,».»,,»
é
••» »»•«•«».,,
Ck
ymuni
lóóonar,
hiallc
aranum