Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1908
Utgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltríu
Fréttastjóri
Auglýsingast j óri
9itstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
t lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjamason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innaniands.
Kx. 7.00 eintakið.
UNGT FÓLK MEÐ
NÝJAR HUGMYNDIR
'k hverju ári kemur fjöldi
** ungs fólks heim frá námi
erlendis. Þetta unga fólk
hefur dvalizt í öðrum lönd-
um um nokkurra ára skeið
og kynnzt þar þjóðfélagshátt-
„um og siðum, það hefur
drukkið í sig erlenda menn-
ingarstrauma og öðlazt
ákveðnar skoðanir á því, sem
betur mætti fara hér heima.
Þegar heim kemur hverfur
þetta unga fólk til þeirra
starfa, sem það hefur aflað
sér menntunar til, en í fæst-
um tilvikum tekst því að
koma hugmyndum sínum um
þjóðmál í framkvæmd.
Nú er um það deilt, hvort
unga kynslóðin, sem lætur til
sín heyra í vaxandi mæli,
hafi ákveðnar hugmyndir
um þjóðfélagsumbætur eða
ekki. Víst er, að þær hafa
ekki komið fram í æskulýðs-
samtökum stjómmálaflokk-
anna svo nokkru nemi. Þar
með er ekki sagt, að hug-
myndir séu ekki fyrir hendi
hjá einhverjum hópum ungs
fólks og má þar sérstaklega
benda á ungu menntamenn-
ina, sem hafa verið langdvöl-
um í öðrum löndum.
Við þurfum að virkja hug-
myndir og skoðanir þessa
unga fólks til hagsbóta fyr-
ir land og þjóð. Það er ekki
nóg, að sérmenntun þess nýt-
ist, heldur þurfa hugmyndir
þess um þjóðmál að komast
á framfæri. Ungir Sjálfstæð-
ismenn munu innan skamms
koma saman til aukaþings.
Sérstök ástæða er til, að sá
_ vettvangur verði notfærður
fyrir unga fólkið, sem numið
hefur í öðrum löndum, og
Sjálfstæðisflokknum er bent
á, að þarna er óvirkjaður
kraftur, sem ekki má fara til
ónýtis.
VIÐREISNIN NÁÐI
SETTU MARKI
Viðreísnarstjórnin setti sér
það markmið í upphafi
stjórnarferils síns að byggja
upp verulegan gjaldeyris-
varasjóð og lækka greiðslu-
byrðina vegna erlendra lána.
Þetta tókst. Gjaldeyrisvara-
sjóðurinn náði nær 2000
milljónum króna og greiðslu-
byrðin var lækkuð í 8—9%.
Vinstri stjórnin hafði leyft
eftirlitslausar lántökur er-
lendis sem leiddu til þess að
fyrirsjáanlegt var að greiðslu
byrðin yrði óeðlilega mikil.
Á tveim árum hafa gjald-
eyristekjur þjóðarinnar dreg-
izt saman um 40%. Gjald-
eyrisvarasjóðurinn hefur
gert þjóðinni kleift að stand-
ast þessi áföll þennan tíma
án mjög alvarlegra aðgerða.
Með minnkandi gjaldeyris-
tekjum hefur greiðslubyrðin
auðvitað aukizt hlutfallslega
og er það eðlileg afleiðing
þeirra áfalla, sem þjóðarbúið
hefur orðið fyrir og enginn
gat vitað um fyrir fram.
Framsóknarmenn halda því
nú fram, að Viðreisnin hafi
mistekizt, vegna þess að
greiðslubyrðin hefur aukizt
sökum samdráttar í gjaldeyr-
istekjum. Þetta er fjarstæða.
Viðreisnin náði einmitt þeim
markmiðum, sem hún setti
og sá árangur hefur komið
þjóðinni að góðum notum sl.
tvö ár.
VILJA KOMMÚN-
ISTAR HER?
Tnnrásin í Tékkóslóvakíu hef
*■ ur gert það að verkum,
að almenningi í aðildar-
ríkjum Atlantshafsbanda-
Iagsins er nú betur ljós en
áður nauðsyn þess að halda
áfram samstarfi Atlantshafs-
þjóðanna í vamarmálum og
efla það samstarf fremur en
að draga úr því. Kommún-
istar syngja hins vegar dag-
lega ástarsöngva til sænskra
jafnaðarmanna og telja kosn-
ingasigur þeirra sýna, að al-
menningur vilji hlutlausa ut-
anríkisstefnu.
Utanríkisstefna Svía bygg-
ist á vissum forsendum, m.a.
á tilvist Atlantshafsbanda-
lagsins. Utanríkisstefna Svía
byggist einnig á því að halda
uppi gífurlegum vopnabún-
aði og herjum fyrir svo til-
tölulega fámenna þjóð. Þeg-
ar því kommúnistar halda
því fram að við eigum að
taka utanríkisstefnu Svía okk
ur til fyrirmyndar, eru þeir
um leið að segja, að við eig-
um að koma á fót öflugum
her til varnar landi okkar og
þjóð. öðru vísi verður ekki
skilinn hinn skyndilegi stuðn
ingur þeirra við utanríkis-
stefnu sænskra jafnaðar-
manna.
aemm
Sovétríkin hefja vígbún-
aðarkapphlaupið
SOVÉTRÍKIN minnka stöð
ugt forskot Bandaríkjanna í
smíði langdrægra eldflauga
og geta ef til vill brúað bilið
á nokkrum mánuðum.
Sovétríkin hafa aukið fjár-
veitingar til hermála og verja
nú jafnmiklu fé til þeirra og
Bandaríkjamenn, ef kostnað-
ur við styrjöldina í Víetnam
er undanskilinn.
Sovétríkin vinna að því að
koma sér upp nýjum hraðfara
hersveitum, sem eiga að geta
háð stríð utan landamæra
Sovétríkjanna, bæði venju-
Iegt stríð og kjarnorkustríð.
Fyrsta æfing þeirra var
leiftursóknin inn í Tékkó-
slóvakíu.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá brezkri rannsókn
astofnun um vígbúnaðarjafn-
vægið í heiminum. Hér á eftir
verða birtar ýmsar fleiri upp-
lýsingar úr skýrslunni.
Gífurleg fjölgun eldflauga
Á síðastliðnu ári hafa Rúss-
ar fjölgað langdrægum eld-
flaugum, sem skotið er af
landi, úr 450 í 800. í lok þessa
árs verða þær orðnar um eitt
þúsund.
Bandaríkjamenn eiga hins-
vegar 1064 slíkar flaugar.
Þeim hefur ekki fjölgað að
undanförnu, en unnið hefur
verið að nýjungum.
Yfirburðir Bandaríkjanna
eru meiri hvað snertir eld-
flaugar í kafbátum. Nú ei.ga
Bandaríkjamenn 41 kjarn-
orkukafbát og eru þeir vopn-
aðir með alls 650 langdrægum
eldflaugum. Sovétmenn eiga
25 kjarnorkukafbáta og 20
venjulega, vopnaða me'ð alls
125 skammdrægum eldflaug-
um.
Nú er hafin framleiðsla
nýrra kjarnorkukafbáta í
Sovétríkjunum, en hún geng-
ur mjög hægt. Þessir bátar
eru talsvert svipaðir banda-
rísku Polaris-kafbátnum og
geta borið 16 eldflaugar, sem
unnt er að skjóta úr kafi.
Bandaríkjamenn hafa þrátt
fyrir þetta góða von um að
halda enn um sinn forystu í
kjarnorkuvopnabúnaði. Sú
von byggist á þeirri uppfinn-
ingu, að hafa margar sprengj
ur í hverri eldflaug og er
hægt að skjóta hverri í sína
áttina.
Endurskipulagning Rauða
hersins
Á síðustu tímum hefur verið
lögð siaukin áherzla á að
gera herafla Sovétríkjanna
jafnfæran um að heyja kjarn-
orkustríð og venjulegt stríð.
Mikil rækt er logð við efl-
ingu sjóhers og lofthers
Sovétríkjanna. f sjóliðinu,
sem nýlega hefur verið endur
skipulagt, eru ennþá aðeins
um 8000 manns, en stefnt er
að mikilli fjölhæfni þess. Ný-
lega hafa borizt þær fregnir,
að í flota Sovétríkjanna á
Miðjarðarhafi séu í fyrsta
skipti skip sem geta sett skrið
dreka í land.
f flugher Sovétríkjanna
eru nú um 50000 manns i sjö
deildum. Herinn ræður yfir
flutningavélum, sem geta
flutt þriðjung alls liðsins í
Sovézkar eldflaugar.
senn. Flughernum var beitt í
innrásinni í Tékkóslóvakíu og
átti hann mikinn þátt í því
hversu fljótt hún gekk.
Aukin útgjöld til hermála
Útgjöld Sovétríkjanna til
hermála hafa verið aukin um
15 af hundraði og eru þau þá
jafnmikil fjárveitingum
Bandaríkjamanna til hermála,
að undanskildum kostnaði
við stríðið í Víetnam. Til
samanburðar mó geta þess, að
þjóðarframleiðsla Sovétríkj-
anna er aðeins 40 af hundraði
af þjóðarframleiðslu Banda-
ríkjanna.
Þegar litið er á málin í
heild, sést að Bandaríkja-
menn hafa enn allmikla yfir-
burði yfir Sovétríkin í vopna
búnaði. En Sovétríkin leggja
allt kapp á að ógna þeim yfir
burðum, einmitt þegar Vestur
veldin hafa á ný verið minnt
á hættuna á ágangi Sovét-
ríkjanna.
(U.S.News
port)
og World Re-
Lýst yfir innlimun
Sabah í Filippseyjar
Manila, 18. sept. NTB-AP. ..
FERDINAND Marcos, forseti Fil-
ippseyja. undirritaffi í dag laga-
frumvarp, þar sem lýst er yfir
innlimun Sabah, eins af Borneó-
héruffum sambandsrikisins Mal-
aysíu.
Filippseyjar og Malaysía hafa
átt í hörðum deildum um Sabah,
síðán samningaviðræður fulltrúa
landanna fóru út um þúfur í
Bangkok fyrir tveimur mánuð-
um. Þá vísuðu Malaysíumenn
kröfum Filippseyinga umsvifa-
laust á bug.
f Kuala Lumpur 'kallaði Tunku
Abdul Rahman, forsætisráð'herra
Malaysíu, helztu ráðherra sína
saman til skyndifundar í dag til
þess að fjalla um frumvarp Marc
os forseta. Forsætisráðherrann
hefur farið hörðum orðum um
frumvarpið og kallað það ábyrgð
arlaust og ögrandi.
Marcos, forseti, undirritaði lög
in að loknum fundi með utanrík-
ismálaráði Filippseypa. Talsmað-
ur forsetans sagði, að ráðið hefði
mælt með því að forsetinn und-
irritaði frumvarpið.
Krafa Fillppseyja til Sabah er
byggð á því, að soláninn af Sulu,
sem réði yfir Saba'h, hafi selt
landsvæðið Bretum 1878 fyrir
570 pund. Filippseyingar neita
því að hér hafi verið um sölu
Námsstyrkur
ÍSLENZKUM stúdent eða kandi-
dat verður veittur stýrkur árið
1969 úr Minningarsjóði Olavs
Brunborgs stud. oecon til náms
við norskan háskóla.
Styrkurinn er að þessu sinni
8000 norskar krónur og skulu
umsóknir sendar skrifstofu Há-
skóla íslands fyrir 15. október
n.k. Æskilegt er að umsækjend-
ur sendi með umsókn skilríki um
námsferil sinn og ástundun.
(Frá Háskóla íslands.)
að ræða, heldur leigu. Sabáh er
75.000 ferkílómetrar og auðugt af
málmum, timbri, gúmí og tóbaki.
Báðir aðilar hafa lagt áherzlu á
friðsamlega lausn.
íslundsalmun-
ukið 1969
ÍSLANDSALMANAKIÐ 1969 er
komið út og flytur að venju marg
víslengan fróðleik. Auk dagatals
ins eru í ritinu stjörnufræðileg-
ar upplýsingar s. s. um sólargang
á ýmsum stöðum á landinu, flóð
og fjöru, myrkva, reikistjörnur,
gervitungl o. fl. Af öðru efni má
nefna ve’ðurfarstöflur, vega-
lengdaskrá og yfirlit um mæli-
einingar.
Hið íslenzka Þjóðvinafélag gef
ur almanakið út á vegum Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins. Prófessor Trausti
Einarsson og dr. Þorsteinn Sæm-
undsson sáu um útgáfuna.