Morgunblaðið - 20.09.1968, Qupperneq 17
MORGUN’BLAfMÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1908
17
„Þnð má bregða betur við”
Síðdegi í Grindavík
Við brugðum okkur til
Grindavíkur í fyrradag og
fórum auðvitað niður á
bryggju, því að þar er alltaf
eitthvað um að vera. Bátarnir
voru að koma og fara, og þeir
voru ýmist á fiski eða humar
trolli. Mesta athafnasvæðið
og byggðin er í Járngerðar
staðahverfinu og þar er einn-
ig höfnin.
Áður fyrr var útræði í Þór-
kötlustaðahverfinu, en nú eru
hátar hættir að landa þar og
fiskinum í Frystihús Þór-
kötlustaða er ekið þessa stuttu
leið, sem er á milli Járngerð-
arstaða og Þórkötlustaða, en
er nógu löng til þess að Þór-
kötlustaðahverfið er eigin-
lega heimur út af fyrir sig
með mjög fögru útsýni. Þriðja
hverfið í Grindavík er Staða
hverfið.
Við vorum svona að kanna
hversdagsleikann og þá lá bein
Guðmundur Sigurgeirsson
ast við í sjávarplássi að rabba
við þá er við fiskinn fást.
Ólafía GK. var að leggjast
að bryggju þegar við komum
og við hittum Guðmund Sig-
Guðmundur Kristjánsson.
urgeirsson skipstjóra í brúnni.
— Þú ert með fiskitroll,
Guðmundur?
— Já, við höfum verið með
fiskitroll síðan við hættum á
netum 8. maí s.l.
— Hvernig hefur gengið?
— Það hefur gengið frek-
ar illa, við erum búnir að fá
um 200 tonn í sumar.
— Hafið þið verið djúpt?
— Við höfum verið mest út
af Eldeynni á 70-90 föðmum.
Þetta hefur verið mest þorsk
ur, karfi og ufsi, nú og svo
smávegis af smáýsu.
— Hvað hafa margir bátar
róið héðan í sumar?
— Það hafa 10 bátar róið
héðan á fiskitrolli, en í allt
hafa um 20 bátar róið héðan
í sumar, að ég held. Ég held
að það hafi aldrei verið jafn
margir á fiskitrolli og í sumar.
— Hvenær var bezti aflinn
í sumar?
— Það var bezt í júní og
og ágúst, en reyndar misst-
um við þrjár vikur úr þar sem
við vorum í slipp. Upp á síð
kastlð hefur v.rið austan
bræla og með austan áttinni
er svo mikill straumur að það
hefur verið fjandi erfitt að
eiga við þetta undanfarið.
— Hvað verður svo í haust?
— Það stendur til að vera
á trollinu fram undir eða yfir
áramót. Svo má búast við að
netin verði tekin um borð um
mitSjan febrúar.
I Hraðfrystihúsi Þórkötlu-
staða hittum við að máli verk
stjórann Guðmund Kristjáns
son, en hann hefur unnið í
frystihúsinu s.l. 13 ár.
— Hvernig hefur gengið
hjá ykkur í áu'?
—f vetur var alveg sæmi-
leg vinnsla. Við tókum fyrst
fisk af 5 bátum, sem voru
með línu, net og troll.
Síðan um miðjan maí höf-
um við haft 4 báta á humar-
trolli, en það hefur verið mun
tregara hjá þeim í sumar, en
undanfarin sumur. Þeir eru
komnir með liðlega 30 tonn
samanlegt, en sá hæsti er með
um 10 tonn.
— Er búið að verka þenn
an humar að fullu?
— Það er búið að verka
hann að mestu leyti. Við er-
um að skelbrjóta núna hum-
ar, sem hefur verið brotinn
og ekki nógu góður til þess
að pakkast í skelinni.
—Nú eru humarbátarnir að
hætta og hvaða vinnsla tekur
þá við?
—Ég held að það sé í bí-
gerð, þegar humarbátarnir
hætta um mánaðamótin að 3
þeirra fari á fiskitroll og einn
Sildarnótin tekin um borð í Þórkötlu II.
Séð yfir hluta af höfninni í Grindavík.
á línu. Undanfarið hefur afli
í trollið verið mjög tregur, en
væntanlega verður fisknara,
þegar líður á haustið.
Skipverjar á Þórkötlu II.
voru að taka síldarnótina um
borð og ætluðu að lialda á
miðin fyrir austan í gærkvöldi.
Þórkatla II. var m.a. á Græn
landsveiðum í sumar og sigldi
síðan út með aflann. Við röbb
uðum við skipstjórann, Erling
Kristjánsson.
— Hvernig hefur þetta ár
verið hjá ykkur?
— Við vorum fyrst á þessu
ári á línu og vorum þá í úti-
legum. Síðan tóku netin við
og við vorum með þau fram
yfir miðjan.maí, en þá fórum
við á línuveiðar við Græn-
land. Við fórum í fyrri túr-
inn 10. júní á Austur- Græn-
land og það gekk vel í þeim
túr. Við vorum 8 daga á veið-
um í þeim túr, en 12 daga í
þeim seinni, en hann var lé-
legur og erfitt að stunda veið
ar vegna mikils íss.
Við söltuðum þorskinn um
borð en við vorum einnig með
ís um borð og ísuðum og heil-
frystum sumt af lúðunni, sem
við fengum. f þessum tveim
túrum fengum við um 20 tonn
af lúðu og 30 tonn af keilu
og stórkarfa. f seinni túrnum
fóru heilir dagar í að sigla
fyrir ísspangir, en reyndar
höfðum við nokkurt gagn af
Fiskinum Iandað í netastroffu, sem hann er lagður í við
lestun. Fljótvirkari löndun. Ljósm. Mbl. Árni Johnsen.
ísnum, því að þegar við vor-
um orðnir íslausir hífðum við
ísjaka um borð og brutum þá
niður til þess að ísa lúðuna
og verja hana skemmdum.
— Hélduð þið áfram línu-
veiðum á heimamiðum?
— Já, við fórum tvo túra á
línu suðaustur fyrir land, en
það var lítið fiskirí.
Saltfiskurinn var alltaf um
borð og í ágúst sigldum við
með saltfiskinn til Esbjerg í
sölu. Þar fengum við gegnum
sneitt um 20 ísl. kr. fyrir kg.
af þessum 70 tonnum, sem við
vorum með.
— Hvað voruð þið margir
á?
— Við voru 15 á, en t.d.
Færeyingar eru venjulcga 24
á línuveiðum á sams konar
skipum. Þetta var þræla-
vinna og við höfðum ekki
nema liðlega tryggingu út úr
þessu að jafnaði.
— Hvað beittu margir um
borð?
— Það beittu 5 menn um
borð og að jafnaði beittum við
40 bjóð á sólarhring, en þau
komust þó upp í 60. Við gát-
um lagt meira á grunnsæv-
Framhald á bls 18
A / r , ■' m
/ S/ti/M
Erling Kristjánsson