Morgunblaðið - 20.09.1968, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968
Ég skal koma þér inn í þetta,
væna mín, svo að þú skalt engu
kvíða sagði Katie glaðhlakkan-
lega.
Síðan settust þær allar við
matarborðið. Tvær rosknar kon-
ur báru á borð girnilegan fisk
og grænmeti, en settu síðan föt
með appelsínum og litlum kök-
um á borðið og gengu svo út.
Sandra var næstum alveg þögul
enda þótt þarna væri mikið skraf
að við borðið. Eftir mat tilkynnti
INNI-
HURÐIR
SIGURÐUR
BTJASSON%
AUÐBREKKA 52-54
KÓPAVOGI
SÍMI 41380 OG 41381
hún, að hún væri þreytt og ætl-
aði upp í herbergi sitt, og lét
eins og hún sæi ekki setustof-
una með sjónvarpinu og tímarit-
unum á litlu borðunum, sem hin
ar stúlkurnar sóttu í. Jill sagði
við Katie, að réttara væri, að
hún fylgdi vinstúlku sinni.
— Sofðu þá vel, sagði Katie.
— Á morgun er sunnudagur og
þá förum við allar að synda.
Vagninn fer klukkan tíu, svo að
ef þú villt koma með okkur . .
þú færð kaffi og brauð í rúmið
klukkan átta. Hérna er ekki
borðaður neinn reglulegur morg
unverður . . . ef þú villt láta
greiða þér eða fara í búðir,
þá er skrá yfir staði, sem mælt
er með, á auglýsingatöflunni í
forsalnum.
— Það er þó væntanlega alls-
staðar lokað á sunnudögum, sagði
Jill, en Katie hristi höfuðið. —
Nei, hvergi lokað. Það er aldrei
lokað í Beirut. Verzlað alla daga
vikunnar. Það er hægt að fara
í búðir, dag og nótt ef vill. En
það verður bara að komast fram
hjá dyrunum hennar ungfrú G.
þegar þú kemur inn. Annars fer
allt í háaloft.
Sandra spurði: — Er hún ekki
bölvaður illhryssingur? Það
mætt segja mér.
— Jæja, hún gætir okkar að
minnsta kosti fyrir félagið. En
það er nú hennar starf hér.
Golíatfélagið er afskaplega
strangt að halda uppi virðingu
sinni og allt það. Maður verður
að fara afskaplega varlega, ekki
sízt í sambandi við karlmenn.
Og það er reyndar ekki að öllu
leyti svo slæmt, því að hér er
mikið af óþokkum samankomið.
Þeir geta varla varrd verið ann-
arsstaðar.
Meðan stúlkurnar bjuggust til
sængur, dró Sandra enga dul á,
að hún væri vonsvikin og nið-
urdregin. — Ég vildi að við
hefðum aldrei komið hingað, Jill,
sagði hún. Ég er viss um, að
mér finnst staðurinn hreinasta
andstyggð. Hann er leðinlegur,
hrottalegur og bölvaður í alla
stað.
Aldrei þessu vant vildi Jill
ekki vera á sama máli. — Þér
líður betur þegar þú ert búin að
fara út að borða með honum
Oliver Whitmore, sagði hún. —
Og ef vð förum í sjó á morg-
un, geturðu vígt nýju Bikini-
sundfötin þín. Ertu til? Þá ætla
ég að slökkva. Góða nótt og
sofðu rótt.
Jill svaf vel og vaknaði al-
hress til að byrja nýjan dag.
Sandra settst upp geispaði og
kvaðst vona, að dagurinn yrði
ekki sem bölvaðastur. Ein stúlk
an kom inn með bakka með kaffi
og nýbökuðum snúðum og svo
smjöri og hunang. — Það er
naumast þetta er allt upp á
frönsku, sagði Sandra. Þær fóru
síðan í bómullarkjóla, tóku sund
fötin sín og slógust svo í hóp-
inn, sem ætlaði niður á bað-
ströndina. Stór bíll var kominn
í götuna, merktur olíufélaginu á
báðar hlðar og allur hópurinn
steig upp í hann.
Jill sat hjá Katie Mayer og
fór að virða Beirut fyrr sér.
Hún komst að þeirri furðulegu
niðurstöðu, að hún kynni vel við
borgina. Hún var töfrandi á ein
hvern hátt, sem hún hefði aldrei
getað hugsað sér, og það sem hún
sá og heyrði, var svo gjörólíkt
öllu, sem hún hafði hingað til
séð eða heyrt.
Vagninn klifraði upp snar-
brattan hallann upp á hæðrinar
þar sem hvít háhýsi með nýtízku
legum íbúðum gnæfðu við bláan
GETIÐ ÞÉR GERT BETRI
INNKAUP?
NET WT
3 v«02 £
..... s
KingOscar
KIPPER SNACKS
FILLETS OF HERRING • LI6HTLY SMOKEO
Woeuor O» wttAN0 mckio rem ch». ijuund 4 co. a« ctavanmr, nomwav
J
AÖeins kr. 14,50 í smásölu
fHeimdallur FUS
KLUBBFUNDUR
Gesíur fundarins: prófessor Ólafur Jó-
hannesson, formaður Framsóknar-
flokksins, ræðir um VIÐHORF
FRAMSÓKNARFLOKKSINS til þjóð-
mála í dag.
N.k. laugardag 21. sept. verður klúbbfundur í Tjarnarbúð, niðri, og
hefst hann kl. 12,30. Gestur fundarins verður prófessor Ólafur Jó-
hannesson, form. Framsóknarflokksins, og mun hann ræða um við-
horf Framsóknarflokksins til þjóðmála 1 dag.
STJÓRNIN.
— Fyrir alla muni skelltu ekki hurðinni.
himininn, og teygðu sig þvínæst
alla leið niður að ströndinni, en
til beggja handa voru veitinga-
hús, skemmtiklúbbar og röð smá-
hýsa. Þau fóru gegn um hlið, þar
sem enginn hafði aðgang nema
starfsfólk olíufélagsins, og stönz
uðu þar sem helzt virtist vera
eitthvert sumarbústaðahverfi,
þar sem voru langar raðir af
smáhýsum, innan um græna gras
bletti og svo löng fjara, umgirt
stólpagirðingu, Þar beið þeirra
þ;gar annar vagn frá félaginu,
og við hann stóð hópur ungra
manna. Það glaðnaði strax yfir
Söndru er hún kom auga á þá.
— Þeir eru líka frá félaginu,
sagði Katie. — Góðir strákar,
svona yfirleitt. Flestir þeirra
syndir eins og selir og dansa
auk þess vel. Þetta verður allt
í lagi hjá ykkur.
Eftir stutta stund var allur
hópurinn kominn í eina háværa
þvögu. Jill og Sandra voru
kynntar bæði Joe og Harry og
A1 og Dan og mörgum fleirum,
sem þær gétu ekki greint nöfn á.
Karlmennirnir voru alltir amer-
ískir, og Jill fannst þeir eins og
allir steyptir í sama mótið. Þeir
voru allir með stuttklipt hár,
frísklegan hörundslit, og svipur
inn dugnaðarlegur og sjálfsör-
uggur. — Þetta er skárra, taut-
aði Sandra við Jill, er þær
gengu inn í einn skúrinn til þess
að hafa fataskipti. — En ég er
bara hrædd um, að mér takist
aldrei að þekkja þá í sundur.
Jill fór í sundbolinn sinn, en
Sandra gat státað af nýjum bik-
inisundfötum, isem voru það fyr-
irferðarlítil, að ungfrú Gilmore
hleypti brúnum, er þær stöll-
ur komu niður í fjöruna. — Þetta
er ekki siðlegt, ungfrú James,
sagði hún. — Þessi sundföt eru
öll oflítil, á alla kanta.
Sandra reiddist og roðnaði. —
Þau eru fullkomlega siðleg, svar
aði hún. — Margar stúlkur eru
í ennþá minnu en þetta er. Þér
þurfið ekki annað en líta á þessa
. . . og þessa . . . og þessa! Hún
benti niður í fjöruborðið, en ung
frú Gilmore lét ekki svo lítið að
líta í þá átt.
— Þessar stúlkur eru olíufé-
laginu óviðkomandi, svarað hún
— Þær eru allt öðruvísi. Við
verðum að standa á virðingu okk
ar ungfrú James. Það munuð þér
skilja, þegar þér hafið verið hjá
okkur um tíma. Mér kæmi ekki
á óvart þó að vara-stjómarfor-
maðurinn okkar, hr. Van Loren-
son kæmi hingað með konunni
sinni og yrði hérna í svo sem
klukkutíma. Og hvað mundu
þau hugsa að sjá stúlku frá fé-
laginu svona ósiðlega klædda?
— Það veit ég ekki, enda er
20. SEPTEMBER.
HRÚTURINN, 21 marz — 19 apríl
Það er ekkert verra að fara sér hægt. Gættu að tækifærum
seinna i dag.
Nautið, 20. apríl — 20 maí.
Forðaz'.u erjur heima fyrir, því að töluð orð eru ekki aftur
tekin. Komdu heim með eitthvað fallegt.
Tvíburai nir, 21. maí — 2. júní.
Gefðu gott fordæmi. Gerðu eitthvað til skemmtunar heimilis-
fólki þínu.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þér sækist róðuirnn seint í dag, þótt allt virðist á ferð og flugi í
kringu n þig. Þér getur reynst þetta arðsamt, ef þú kemst á sporið.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Stolt pitt leiðir þig í ógöngur. Samgangur við aðra virðist áfátt
í einhverju. Bíddu átekta.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Hafðu bugfast, að aðrir eru ekki eins nákvæmir og þú. Ættingj
um ber ekki saman við þig, markmið virðast önnur. Reyndu að
finna tækifæri til samvinnu.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Hver er sjálfum sér næstur í dag. Ef þú lætur ekki ánetjast,
muntu vafalaust bera sigur úr býtum.
Sporðdrckinn, 23. okt. — 21. nóv.
Þig langar að reyna eitthvað nýtt. Gættu heislu þinnar og
öryggis.
BOGMAðURINN, 22. nóv. — 21. des.
Góðar nýjar hugmyndir eru sterkar í dag. Þér gengur vel, ef
þú ert 4 réttri braut Gættu þín i umferðinni.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Hrakfarir dagsins eru aðeins stundarfyrirbrigði. Ef þú ert réttu
megin, munu málin snúast þér í vil fyrr en varir. Bíddu rólegur
átekta.
Vatnsbeiinn, 21. jan. — 18. febr.
Ef þú getur haldið þig í fjarlægð frá samstarfsmönnum þínum,
mun það verða þér til góðs. Togstreita getur orðið, þar, sem fólk
vinnur of náið saman.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Ef þér er hælt um of, kann það að valda þér örðugleikum. Eitt-
hvert hlé verður á samstarfi seinna í dag, sem aðeins verður um
tíma, ef þú tekur málið réttum tökum.