Morgunblaðið - 22.09.1968, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.1968, Side 1
32 SIÐUR OG LESBOK Kúbumenn skila stolnu flugvélinni — Farþegarnir eftir í Havana ' SMÍÐI „Queen Elizabeth 11“ I ‘ er Iangl; komið, og siglir skip-1 | ið fyrstu Atlantshafsferð sína/ í í janúar. Á skipinu verðurr ’ 906 manna áhöfn, 300 mönn-1 ' um færri en á fyrri drottn-1 | ingarskipum Cunard-skipafé-1 i lagsins, en það getur flutt* [ jafnmarga farþega, 2.000. * Skipið er smíðað í Clydeskipa | 1 smíðastöðvunum í Glasgow. Þrjdtíu fumst í júrnbruuturslysi Djakarta, 21. september. NTB. ÞKJÁTÍU manns biðu bana og rúmlega 150 slösuðust þegar tvær járnbrautarlestir rákust á skammt frá Djakarta í gær- kvöld, að því er skýrt var frá í dag. Líðan 50 þeirra sem slös- uðust er sögð alvarleg. Margir vagnar fóru út af sporinu við áreksturinn, og farþegarnir í fremsta vagninum lokuðust inni. Margir þeirra sem fórust og særð ust voru hermenn og stúdentar. Ekki er vitað um orsök slyssins. Líðun Suluzurs ðbreytt í gær Lissabon, 21. september. NTB-AP. Engin breyting hefur orðið á líðan dr. Antonio Oliveira Sal- azars forsætisráðherra, en orð- rómur er á kreiki um að honum hafi hrakað. Þessi orðrómur komst á kreik þegar líflæknir Salazars, Anton- io Vasconcelas Marques, ók á ofsahraða til sjúkrahússins í nótt en þegar hann fór aítur frá sjúkrahúsinu sagði hann að eng in breyting hefði orðið á líðan sjúklingsins. Miami, 21. september. NTB. YFIRVÖLD á Kúbu skiluðu í nótt flugvélinni frá Eastern Air- lines, er rænt var á leið frá San Juan á Puerto Rico til Miami, og kom flugvélin í morgun til upphaflega ákvörðunarstaðar en án farþeganna, sem voru 46 tals- ins. Sjö manna áhöfn flugvélar- innar var leyft að fljúga til Miami, en eins og oft áður þegar flugvélum hefur verið rænt og flogið til Kúbu, er farþegunum haldið eftir um óákveðinn tíma. Venjulega afsaka kúbönsk Leiötogar Tékkóslóvakíu fara senn til nýrra viöræöna í Moskvu — Talið að þeir muni krefjast að byrjað verði á brottflutningi hernámsliðsins PRAG, 21. sept. - AP - NTB. Ludvik Svoboda, forseta Tékkó slóvakíu og Alexander Dubcek leiðtoga kommúnistaflokks- ins ásamt fleirum helztu leiðtog- um landsins var fagnað ákaft á götum Brno á föstudag, er þeir komu þangað á alþjóðavörusýn- ingu þá, sem nú stendur þar yfir. Þúsundir manna fögnuðu þeim þar eins og í Ostrava, en þangað komu þeir í morgun. Ostrava er helzta borgin á kola- og járniðnaðarsvæðinu í þeim hluta Slésíu, sem Tékkóslóvakía ræður yfir. Talið er, að tékkó- slóvakísku leiðtogarnir hafi far- ið í ferðalag til þessara staða í þvi skynj að sýna Rússum fram á þann stuðning og samstöðu, sem þeir njóti á meðal þjóðar- innar, áður en til nýrra við- ræðna, sem á döfinni eru, kemur í Moskvu. Þessar viðræður áttu að hefj- ast nú um helgina, en þeim hefur verið frestað. Er haft eftir áreið- anlegum heimildum, að Duhœk muni fara ásamt nefnd fulltrúa úr kommúnistaflokknum og rík- isstjóm til Moskvu annað hvort á mánudag eða þriðjudag og þá fara þess á leit, að Sovétríkin byrji brottflutning á þeim yfir 500.000 hermönnum, sem hex- námu Tékkóslóvakíu fyrir mán- uði. Pravda, málgaign sovézka kommúnistaflokksins, bar í dag fram þær ásakanir á hendur æskulýðshreyfingunni í Slóvak- íu, að hún eitraði hugi æskufólks með lygum og rógburði, sem beint væri gegn Sovétríkjunum. Samtímis heldur blaðið því fram, að ritari æskulýðshreyf- ingar Slóvakíu, B. Borolavtsjak, loki augunum fyrir hættunni á gagnbyltingu í Tékkóslóvakíu. Skrifar fréttaritari blaðsins, að margir ungir Ték'kóslóvakar, sem hann hafi hitt, hafi enga raun- verulega þekkingu á grundvall- arreglum sósíalismans. yfirvöld sííka kyrrsetningu með því, að flugskiilyrði leyfi ekki að flugvélar fari frá Havana fullskipaðar farþegum, og venju- lega hafa flugfélög neyðzt til að senda aðrar flugvélar tiil þess að sækja farþegana. Talsmenn Eastern Airiines telja, að sami háttur verði hafður á að þessu sinni og hefur flugvélar til taiks til þess að fljúga til Havana. Flugfélagið gerir ekki ráð fyrir . að erfitt muni reynast að fá far- þegana framselda, en venjulega fá þeir góðan aðbúnað á flug- vellinum meðan þeir bíða þess að verða sóttir, að því er sagt er í Haivana. Liðsauki til Sabah Kuala Lumpur, 21. sept. AP. MALASÍUMENN sendu í dag liðsauka til Bomeó-héraðsins Sabah vegna tilkalls þess sem Filippseyingar hafa gert til hér- aðsins. Hert hefur verið á öryggisráðstöfunum í héraðinu á undanförnum mánuðum þar sem Fillippseyingar hafa komið upp búðum fyrir sérþjálfaða her- Framh. á bls. 31 Búizt við að Zonda 5 myndi lenda í gærdag Greinileg merki bárust frá geimfarinu Jodreli Bank og Mosikvu, 21. september. AP—NTB. VÍSINDAMENN í Jodrell Bank athugunrstöðinni í Bretlandi urðu varir við greinileg merki frá sovézka tunglfarinu Zond 5 í dag og gaf það til kynna, að geimfarið væri á leið tl jarðar. Sagði Sir Bernard Lovell, yfir- maður athugunarstöðvarinnar, að sovézkir vísindamenn myndu reyna að láta geimfarið lenda mjúkri lendingu í dag. Hraði þess á leið til jarðar var áætl- aður um 40.000 km. á klukku- stund. Gera má ráð fyrir, a<5 silíkur hraði kurani að valda talsverðum hemlunarörðugdeiikum og öðrum Misklíð Júgóslava og Rússa magnast enn Belgrad, 21. september NTB. Spennan í sambúð Júgóslavíu og Sovétríkjanaa hélt áfram að aukast í dag þegar aðalmálgagn júgóslavneska kommúnistaflokks ins, Borba, veittist harðlega að Rússum fyrir herferð þeirra gegn Titó forseta. Jafnframt í- trekaði Borba algeran stuðning Júgóslava við Tékkóslóvakíu og baráttu þeirra fyrir varðveizlu þjóðlegs sjálfstæðis. f forystugrein í Borba segir, að Rússar, hafi augsýnilega séð sig tilneydda að gagnrýna allt það sem Júgóslavar berðust fyr ir í alþjóðamálum — friðsamlega sambúð, hlutleysi og alþjóðasam vinnu — þar sem Tito forseti hefði ótvírætt lýst yfir stuðn- ingi sínum við verkalýðsstétt, kommúnistaflokk og löglega kosna leiðtoga Tékkóslóvakíu. „Líkist kennslu í matargerð" f ræðu sem júgóslavneski kommúnistaleiðtoginn Veljko VI hovic, hélt í borginni Nis í Aust Framhald á bls. 31 erfiðleikum, er geimfarið kemur inn í lofthjúp jarðar. Lovell isagði, að hraði geimfarsiins væri tvisvar sinnum sá hraði, sem verið hefði á mönnuðum geim- förum, er þau hefðu lent. Sovézkir vísindamenin skýrðu frá því á föstudaig, að geimfarið hefði farið í innan við 2000 km. fjarlægð frá tunglinu. Áður 'höfðu þeir neitað því, að það hetfði átt sér stað, eins og Lovell héit fram. Lovell skýrði fréttamönnum frá því, að tækist að ná geim- farinu til jarðar aftur, þá myndu Rús'ser eignast fyrstu kvikmynd ina, sem tekin er tiltölulega ná- læg-t yfirborði tung'lsins. Sagði hann ennfremur, að það myndi óhjákvæmilega verða meira virði en sjónvarpsmyndir, sem sendar hafa verið til jarðar í fyrri tilraunum. Tækist að ná geimfarinu aftur, myndi það verða mikilvægt skref fyrir So- vétríkin í átt til þess að senda mann til tunglsins. í AP-frétt er haft eftir Lovelil, að hann hafi fengið símhring- iingu frá sovézku fréttastofunmi TASS í morgun, þar sem hann var spurður að því, hvernig so- vézka geimfarinu gengi? — Ég sagði þeim, að geimfarið þeirra Framh. á bls. 31 Sovézkar flug- vélar njósna um flotaæfingar IXIATO London, 21. september AP. SOVÉZKI herinn hefur aukið njósnaaðgerðir sínar gegn flota- æfingum Atlantshafsbandalags- ins, sem nú fara fram á Norður- Atlantshafi. Kemur þetta fram í yfirlýsingu, sem gefin var út af hálfu NATO í dag. Flotaæfingum þessum, en þær bera mafnið Silfurturninn, er ætlað að reyna viðbraigðsgetu NATO, ef tilraun er gerð til hern aðarlegra og stjórnmálalegra að-’ gerða gegn þeim meðlimaríkjum bandalagsins, sem norðarlega eru. í yfirlýsingu frá upplýsinga- skrifstofu yfinstjórnar flotans í London segir, að sovézkar njósna þotur hefðu fylgzt með flotaæf- inigunum í fyrsta sinn á föstudag. Áður hafði sovézkur togari fylgt skipunum eftir í fimm daga á æf- ingum þeirra. «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.