Morgunblaðið - 22.09.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968
11
Hringsjá á Gríms■
hóli á Vogastapa
1 GREIN, sem birtist í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 25. ágúst
síðastL með yfirskriftinai
„Hringsjá á Stapa“, er skýrt frá
>ví, að sett hafi verið upp hring-
sjá á Grímshól á ,,Stapa“, og að
gestum hafi verið boðið að skdða
hana hinn 20. ágúst s.l. Er mér
það fagnaðarefnL að gömul hug-
mynd mín er hér með orðin að
veruleika.
>að vill svo til, að nú eru lið-
in rétt 20 ár síðan ég kom fyrst
fram með hugmyndina um að
sett yr'ði upp hringsjá á Gríms-
hóL en það var í grein, sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins
sunnud. 29. ágúst 1948 og ber
yfirskriftina Suðumes — Land-
kynning. I grein þessari segir
meðal annars: „Af honum (þ.e.
Grímshóli) er útsýn víð og fög-
ur, og ætti þar að koma útsýn-
isskífa.“
Á aðalfundi Ferðafélags Is-
lands árið 1954 minntist ég á
þessa hugmynd mína frá árinu
1948, og í fundargerð aðalfund-
ar segir meðal annars: „Egill
Hallgrímsson kennari mælti
með því, að félagið léti reisa út-
sýniskringlu á Grímshóli á Voga
stapa. Hét forseti að athuga það
mál.“ Þá mætti eimfremur geta
þess, að ég minntist á þessa hug-
mynd í Morgunblaðinu á árun-
um 1954 og 1955.
Eins og fram kemur í grein-
inni teiknaði Jón J. Víðis um-
rædda hringsjá, og gerði hann
það af sinni alkunnu snilld.
Bauð hann mér að koma með sér
suður á Grímshól árið 1962, þeg-
ar hann fór þangað til þess að
teikna hringsjána og tók ég því
með þökkum.
Ég get ekki lokið við þennan
greinarstúf án þess að varpa
fram þeirri spumingu, hvemig
á því standi að sumir hinir
ágætu Suðumesjamenn eru hætt
ir að nefna Vogastapa sínu rétta
nafni, en hann dregur nafn sitt
af Vogunum (sbr. Landnámabók
íslands). Það lítur helzt út fyr-
ir að Njarðvíkingar og Keflvík-
ingar vilji ekki sætta sig við
nafnið Vogastapi og því nefna
þeir hann nú í seinni tíð aldrei
nema Stapa, en stapar em víð-
ar á landinu en á Suðurnesjum
(sbr. Stapi á Snæfellsnesi). I
þessu sambandi minnist ég þess,
að ágætur Njarðvíkingur og vin-
ur minn spurði mi'g einhverju
sinni, skömmu á'ður en hinu
glæsilega félagsheimili þeirra
Njarðvikinga var gefið nafnið
Stapi, hvort ég hefði aldrei
Trillubátur
Til sölu er trillubátur 3 tonn með universal vél, raf-
lýstur. Skipti á bíl koma til greina. Mynd liggur
frammi hjá hjá Bílasölu Björgúlfs, Borgartúni 1.
heyrt nafnið Njarðvíkurstapi.
Svaraði ég því neitandi og benti
honum á að kynna sér Land-
námabók Islands.
Ég sé enga ástæðu til að
breyta þessu ágæta nafni, enda
datt Jóni J. Víðis það ekki í
hug þegar hann teiknaði hring-
sjána, því að á uppdrætti hans
stendur með skírum stöfum:
„Grímshóli á Vogastapa."
Með beztu kvéðjum til Suð-
urnesjamanna.
Egill Hallgrímsson
frá Vogum.
Tónlistarfélag Garðahrepps
Aðalfundur verður haldinn í Barnaskóla Garðahrepps
þriðjudaginn 24. þ.m. og hefst kl. 8,30.
Allt áhugafólk um tónlistarmál er hvatt til að mseta.
STJÓRNIN.
oiivetti SKÓLARITVÉLAR
YFIRBURÐAGÆÐI OG SKRIFTHÆFNI
OLIVETTI SKÓLARITVÉLA SKIPA
ÞEIM í FREMST'A SÆTI Á HEIMS-
MARKAÐINUM.
TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ.
FULLKOMIN VIÐGERÐ ARÞ J ÓNU STA
Á EIGIN VERKSTÆÐI.
G. Helgason & Melsteð hf.
Rauðarárstíg 1 — sími 11644.
VANDIÐ VALID -VELJID
VOLVO
Nýir VOLVO
142, 144, 145 árgerd 1969
Með stærri vél — 2ja lítra
Útblásturshreinsun
Forhituru
Riðstraumsrufal
Nýtt áklæði
Kynnið yður nú nýjungar í 140 fjölskyldunni. Skoðið nýju Volvo 142, Volvo 144, eða Volvo 145 Station. Ytra útlit er
hið sama og áður, en skoðið innréttinguna. Áklæði, sem mjög auðvelt er að þrífa. Svalt á sumrin, en heitt og notalegt
á veturna. Opið vélarhlífina. Ný 2ja lítra 90 ha. B20 vél. Mjög hentug fyrir nútímaumferð. í B20 vélinn er út-
blásturshreinsari, enn ein nýjung frá Volvo, skrefi á undan. Aðrar nýjungar: Forhitari, rafall.
unnai cS$>£ehóóan Lf
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volyer< - Sími 35200