Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 19«8 Með lögreglunni i ökuhraðamælingu „Komið þið bara strax“, sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn þegar við hringdum í hann og spurðum, hvort ekki væri mögu leiki á að fá að fljóta með í öku hraðamælingu hjá umferðarlög- reglunni. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar og eftir Kristinn Ólafsson, fulltrúi. skamma stund vorum við komn- ír í bækistöðvarnar við Snorra- braut. „Hann Magnús er einmitt að fara í mælingu núna og hann tekur ykkur með“, sagði Óskar. Magnús Einarsson, varðstjóri, tók strax vel í þetta og skömmu síðar lögðum við af stað í lög- reglubíl ásamt Sigurði Sigur- geirssyni, en Snæbjörn Aðal- steinsson kom á mótorhjólinu á eftir. „Við skulum fara á Vestur- landsveginn“, sagði Magnús við Sigurð. Þegar við ókum út úr borginni varð okkur hugsað til þess, að einhvers staðar var nú ökumaður að stíga upp í bíl sinn grunlaus um það að innan lítillar stundar stæði radarinn hann að ólöglegum akstri. Þegar við komum á móts við Korpúlfsstaði stöðvaði Sigurður bílinn og Magnús litaðist um. „Hér er ágæt aðstaða", sagði hann svo og Sigurður ók bíln- um út af veginum. Skömmu síðar kom Snæbjörn og þeir fóru strax að setja upp radarinn. Radarinn er eiginlega í þrennu lagi. Fyrst skal telja geislasend inn, en honum er komið fyrir á staur við veginn. Lengd geislans var ákveðin um 40 metrar að þessu sinni. Frá geislasendinum liggur svo kapall í mælitæki í lögreglubílnum sem sýnir hraða allra bíla, sem kljúfa geislann frá sendinum. Við mælitækið er svo tengdur riti, sem býr til línurit yfir umferðina. Nokkur umferð var um veg- inn. Greinilegt var, að flestir ökumannanna vissu, hvað þarna var á seyði, enda voru lögreglu mennirnir ekkert að fara með undirbúninginn í launkofa Einn ökumaður glotti og veifaði til okkar. Hann var greinilega án- ægður með að sleppa fram hjá áður en mælingarnar hófust. „Allt tilbúið", tilkynnti Snæ- björn og snaraðist upp á mótor- hjólin. Hann ók góðan spöl frá okkur: tók sér það stöðu og beið Gátum við greinilega séð til hans. Meðan radarinn var að hitna, tók Sigurður fram dag- bókina og bjó sig undir að færa bókhaldið. Á fremstu síðu bókarinnar voru skrifuð þessi orð: „Allur vafi á að vera þeim Magnus fylgist talstoðinni með (Ljosm. Mbl Sv Þorm) samtali Snæbjarnar við okumannmn Mælitækið, sem sýnir hraða bílanna, er haft inni í lögreglu- bílnum og er það tengt við geislasendinn með kapli. Hér er Magnús að ganga frá tengingunni. grunaða í hag“. Síðan hófust radarmælingarnar. Nokkrir bílar höfðu farið Snæbjörn Aðalsteinsson geislasendinn. Sigurður Sigurgeirsson setja upp fram hjá okkur, þegar Sigurður kallaði allt í einu: „Hver kemur þarna á 84 km?“ Við horfðum niður á veginn. Inn í radargeisl- ann var kominn leigúbíll og mátti sjá, að ökumanninum lá mikið á. Hann sló ekkert af og mælitækið sýndi yfir 80 km hraða á bílnum allan tímann, sem hann var inni í geislanum Fyrsta fórnarlamb okkar var komið. Magnús tók talstöðina, og kall aði í Snæbjöm: „Viltu stöðva Toyota leigubílinn, sem er að koma að þér núna. Við mældum hann á 84 km. Hafðu talstöðina opna svo að við getum heyrt, hvað ykkur fer á milli.“ Við sáum Snæbjörn ganga út á veginn og stöðva leigubílinn. „Góðan dag“, heyrðum við hann segja. „Hér fer nú fram radar- mæling og sýndi hún að þér ók- uð á 84 kom hraða. Má ég sjá ökuskírteinið". Ökumaðurinn var ekkert nema kurteisin og þeg ar Snæbjörn spurði hann, hvort hann teldi mælinguna rétta, heyrð um við að hann svaraði: “Satt að segja fylgdist ég bara ekkert með hraðamælinum". Nú leið nokkur stund. Magn- ús sagði okkur ýmsar sögur úr 10 ára lögreglumannsstarfi sínu og var einmitt að segja okkur frá líflegum slagsmálum í Vest- mannaeyjum, þegar Sigurður kall aði: „Þarna kemur einn á 80“. Þetta reyndist vera rauður vöru bíll. Magnús aðvaraði Snæbjörn og við heyrðum sama formálann og fyrr. En nú var ökumaðurinn ekki á þeim buxunum að viður- kieinna brot sitt. „Þetta getur ekki verið“, heyrðum við hann segja. „Ég ók rétt á eftir öðr- um bíl og ef ég hef verið á 80, þá hefur hann verið það líka. Því tókuð þið hann ekki?“. Við brostum, þegar við heyrð um þetta, því allir höfðum við séð, að enginn bíll var rétt á undan þessum. „Segðu ökumann inum, að þetta sé ekki rétt hjá honum“, sagði Magnús við Snæ- björn. „Segðu honum, að enginn annar bíll hafi verið samtímis honum í geislanum og að mæling in sé rétt. Ég harma það, ef hann vill ekki viðurkenna brot sitt, en hann sleppur ekki við kæru.“. Bílstjórinn hugsaði sig dálítið um. „Þetta er samt ékki rétt. Ég vissi vel af ykkur: var búinn að mæta sendiferðabíl, sem blikkaði á mig með Ijósunum, svo ég vissi vel, hvað framundan var. Auk þess kemst þessi bíll ekki upp í 80 km.“ Þetta síðasta sagði bílstjórinn sigri hrósandi og var greinilega á honum að heyra, að þarna hefði hann aldeilis snúið á verði laganna. En Snæbjörn lét engan bilbug á sér finna. „Ef þú kemur þess- um bíl ekki í 80 km á þessum slétta kafla, þá kemstu aldrei með þetta hlass, þangað sem þú ætlar þér“. Við heyrðum bílstjór ann bölva kröftuglega, en þar með var uppreisn hans lokið. Hann tók þegjandi við ökuiskLrt- eininu aftur og ók á brott. „Nú fáum við ekki fleiri vöru bíla“, sagði Magnús og brosti. „Þeir aðvara hvern annan iþess- ir karlar.“ Þetta reyndist rétt. Hver vöru bíllinn af öðrum ók á sléttum 60 km fram hjá okkur. Á mæli tækinu gátum við séð, að hraða- mælirinn var rétt stilltur hjá þeim öllum. Nokkrir fólksbílar óku fram hjá og við sáum á mælitækinu, að þeir voru sumir rétt yfir löglegum hraða. En ekkert gerðiisit. „Við erum eikki eins smásmugulegir og sumir halda“, sagði Magnús til skýr- ingar. Allt í einu sáum við, hvar lít- ili Fíait kom á miikilli ferð. „Þessi er á yfir 80,“ sagði Magnús og mælitækið sýndi 88. Um leið og bílinn þau fram hjá okkur, sá- um við ungan mann við stýrið og unga konu við hlið hans. Þau virtust áhyggjulaus með öllu: ung hjón á leið úr borginni. ökumaðurinn viðurkenndi strax brot sitt og við heyrðum nann biðja Snæbjörn afsökunat á því. Vonandi hefur þetta ekki eyðilagt ökuferð þessa kurteisa fólks, heldur aðeins orðið þeim holl lexía. „Það er ekki beint hægt að ætlast til þess, að öku mennirnir hlaupi upp um háls- inn á okkur fyrir mælingarnar" sagði Magnús“ En það er alltaf ánægjulegt að hitta fyrir gott fólk.“ Við höfðum nú verið þarna I tæpan hálftíma og Magnús sagði að þetta færi nú að verða gott í bili. Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar mælitækið sýndi bíl í geislanum á 80 km hraða. Við sáum, að í bílnum sátu tveir eldri menn. Ökumaðurinn kvað mæling- una ekki ótrúlega. Hann hafði ekkert fylgzt með hraðanum. „Við vorum að ræða um mikil- vægt málefni", sagði hann af- sakandi. En Snæbjörn tjáði hon um, að mælingin hefði verið greinileg og Magnús útskýrði í talistöðina, hvernig geislinn lægi og hvernig mælingin fór fram. „Radarinn skrökvar ekki“, sagði Magnús að lokum og öku- Það er hægt að stilla geisl- ann frá útsendaranum á ýmsan hátt. Hér er Magnús að stilla geislann. maðurinn bar ekki brigður á það. „Nú skulum við hætta“, sagði Magnús við Sigurð, en hann kall aði ekki í Snæbjörn fyrr en bíll inn var horfinn úr augsýn. „Það hefur slæm áhrif á ökumanninn, ef við látum hann sjá, að hann er sá síðasti, sem við tökum. Þá fer hann að hugsa um óheppni sína: að hann skyldi nú ekki hafa verið aðeins seinna á ferð- inni og það gerir ekkert nema koma honum í vont skap. Það er óþarfi." Þeir voru handfljótir við að Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.