Morgunblaðið - 22.09.1968, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968
Vaktmaður
Vaktmaður óskast til að gæta iðnaðarhverfis hér í borg.
Maður sem ætti varðhund gengi fyrir starfinu.
Umsóknir sendist til Morgunblaðsins merktar:
„Næturvakt — 2308“.
FÍFA auglýsir
Mjög ódýrar úlpur, peysur, raolskinnsbuxur,
terylenebuxur, einnig eru komnar hinar
eftirspurðu ódýru japönsku stretchbuxur,
einnig regnkápur og regnúlpur.
Munið okkar lága verð.
Verzlunin FÍFA,
Laugavegi 99.
ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
AU STURBÆ J ARBÍÓ
DAISY CLOVER
(Inside Daisy Clover)
Kæra Öskubuska.
Nú er orðið nokkuð langt lið-
ið síðan ég sá þig á ferð í kvik-
myndahúsi, og man ég ekki í
fljótu bragði í hvaða gerfi þú
varst þá.
Ég hef svolitlar áhyggjur af
þinni framtíð, eftir að hafa séð
Verksmiðjuatvinna
Stúlkur vanar verksmiðjuvinnu óskast í eftirfarandi
störf:
LÍFSTYKKJAVÖRUSAUM
BUXNASAUM
FATAPRESSUN
Upplýsingar hjá verkstjórum (ekki í síma).
VERKSMIÐJAN DÚKUR H.F.
Skeifan 13 (Iðngörðum).
1
| l
;
i
*
þessa mynd, sem bendir greini-
lega til að þú hafir lent í vond
um félagsskap. Leiðin frá tötr-
um til auðs, eftir framaleiðum
Hollywood, hefur venjulega
ekki verið þér nákominn, en hér
er ekki um að villast. Þetta er
sagan þín í einni útgáfunni enn.
En hvílík útgáfa.
Að Öskubuska eigi illskeytta
systur, er ekki nema sj álfsagt og
nauðsynlegt, en að hún eigi geð-
bilaða móður er ekki venjulegt.
Og nú er svo komið að Ösku-
buska er farin að reykja fimm-
tán ára gömul.
Á meðan þú ert ennþá í tötr-
unum og nýtur lífsins, fyrstu 40
mínútur myndarinnar, er allt í
gengi. En þá kemur fyrsta gus-
an af tilfinningasemi, með kæf-
andi andrúmsloft. Og ekki bætir
úr, að síðan koma satirukaflar
og hreinir „slapstick“ kaflar. Og
öllu svo blandað inn í furðu-
lega einfeldningslegan melo-
drama.
Var nú nauðsynlegt að nota
Christopher Plummer í svona
hlutverk. Hann er svo góð-
ur leikari, að mann grunar
stundum að hann meini þessar
furðulegu setningar, sem hann
er látinn segja. Það er líka erf-
itt að sætta sig við að hann
leiki kvikmyndaframleiðanda,
þegar Robert Redford á að leika
kvikmyndaleikara. Plummer leik
ur alla í hel, hvenær sem hann
sézt á tjaldinu.
Var ekki líka hægt að komast
hjá að hafa manngerð eins og
eiginkonu framleiðandans (Kath
arine Bard) og ef hún þurfti
endilega að vera þarna, gat hún
þá ekki heitið eitthvað annað en
Melora. Önnur eins vinnukonu-
melodrama-gervipersóna hefur
ekki, sézt í kvikmyndum, síðan
Ross Hunter valdi síðast her-
bergisþernu til að halda við son
Lana Turner, eða eitthvað því
líkt.
En þú mátt ekki missa alveg
hugrekkið, Öskubuska mín. Þó
að þú hafir lent í því að giftast
kynvillingi, sem stakk af á brúð-
kaupsnóttina, hlýtur þú að geta
fundið hamingjuna, ef ekki í
faðmi miðaldra kvikmyndafram-
leiðandans, eins og þú reynir,
þá með einhverjum öðrum.
Það er heldur ekki allt for-
kastanlegt um þessa mynd.
Andre Previn sannar enn einu
sinni ágæti sitt með tónlistinni.
Klæðnaður, senur, bílar o.s.frv.
er glæsilegt af bestu Holly-
wood rausn.
Natalie Wood er tæplega
nógu ung til að vera 15 ára. En
þó er hún skemmtileg, sem hömlu
laus stelpukrakki, en miklu síðri
sem kvikmyndastjarna.
Kæra Öskubuska. Það hefði
bætt þessa mynd til mikilla
muna, ef höfundur, leikstjóri og
framleiðandi, hefðu komizt að
niðurstöðu um hvað þeir voru
að gera, áður en þeir byrjuðu.
Myndin sem heild er verri en
einingarnar í henni, vegna þess
að engin heildarstefna er á ferð-
inni.
Umferðnrljós við
slökkvistöðinn
EFTIR helgina verða nýju um-
ferðarljósin við slökkvistöðina
á Reykjanesbraut tekin í notk-
un. Verður það gert í samræmi
við þar að lútandi greinargerð,
sem birt verður í Lögbirtingar-
blaðinu í næstu viku.
Br þessum ljósum komið upp
til að bílar slökkviliðsins verði
ekki fyrir neinni hindrun, er
þeir þurfa að f-ara í útkall.
RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA’SKRIFSTOFA
SÍMI 10«100