Morgunblaðið - 22.09.1968, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968
I gær og í dag
— Ljóðabók eftir Þórhildi Sveinsdóttur
NÝLEGA er komin út ljóða-
bók er heitir „í gær og í dag.“
Höfundur hennar er Þórhildur
Sveinsdóttir húnvezk að ætt og
uppruna Mér fannst strax, er
ég leit bókina að hún bera með
sér einhvern listrænan þokka
bæði hvað nafn og útlit snerti,
og það álit mitt styrktist við
að kynnast innihaldi hennar,
það er eitthvað notalega hlýtt
og fágað við flest kvæðin.
Bókin lætur að vísu ekki mik
fð yfir sér, en við lestur kvæð-
anna færist einkennileg vellíð-
an yfir mann, sem einungis gjör
ir vart við sig, við lestur góðra
bóka. Ljóðin eru 97, og fjalla
um allt milli himins og jarðar.
Þarna er t.d. að finna mörg ætt
jarðarljóð og virðist mér skáld-
konan bera mjög gott skyn á feg
urð íslenzkra sveita.
Mér hlýnaði um hjartarætuxn
ar er ég las: ,,Óður til Skaga-
fjarðar", enda er ég gamall
Skagfirðingur Mér fannst kvæð
ið koma syngjandi til mín eins
og gamall kunningi. Á einum
stað í kvæðinu fer hún þess-
um orðum.
„Á tjörnum fannhvítir svan-
ir sungu en sólin logaði um óttu
bil, og margir fóru þá seint að
sofa
þeir sáu ei daga og næturskil".
Þá hefur kvæðið Dásamlega
Dalabyggð, hlotið verðugt lof,
því það mun nú strax vera orð-
inn kjörsöngur Dalamanna. Hug-
þekkt finnst mér kvæðið um
„Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna." Þar segir skáld-
konan meðal annars.
.JKambanna hljóð ég mam,
kátlegan snælduþyt,
háværa hesputréð,
höföld er þræddu glit.
Róandi rokkhljóð
raulaði kvöldin löng,
Þórhildur Sveinsdóttir.
meðan náfrétt napra
norðanátt sömg“.
Kvæðið er allt ágæt þjóðlifs-
lýsing sem endar með því, að
„stórhyrna garnla" stekkur yfir
tungarðinn, því henni þykir
töðuilmurinn góður.“
Það er ekki ætlan mín að fara
hér mörgum orðum um hvert
kvæði fyrir sig, eða leggja dóm
á þau, það læt ég væntanlegum
lesendum eftir, en þó get ég
ekki stillt mig um að benda hér
á nokkur sem mér virðast bera
af og vera með bestu ljóðum
bókarinnar, eins og kvæðið: „Út
laginn“ „Krækilöpp", ,,Vogrek“
og „Hin litlu spor“ Oll þessi
ljóð eiga það sameiginlegt, að í
þeim finnum við glöggt samúð-
ina, sem skáldkonan hefur með
öllu og öllum sem misgengizt
hafa og útundan orðið á leik-
sviði lífsins. Hún endar kvæðið
„Krækilöpp" á þennan fallega
hátt:
„Því meinvættið stærsta er
myrkrið í sál
er mennirnir hlúa að,
Þeir eiga sér drauga um and-
vökunótt
og angistin vitnar um það.
Ó bjóð þú ljósinu í bæinn þimn
og búðu því sama stað.“
Smá prentvillur munu hafa
læðzt inn í bókina, en hvergi
áberandi. Ég óska höfundi til
hamingju með þessa fyrstu bók
sína, og það er álit mitt, að hún
hafi farið vel á stað.
‘Sigríður Björnsdóttir.
Þýzkunámsbók
dr. Jóns Gíslasonar
f endurskoðaðri og myndskreyttri útgáfu
Útför mannsins míns og föður
Jóns Guðmundssonar
er lézt 1 Landspítalanum 16.
þ.m. fer fram frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 24. sept.
kl. 1,30 e.h. Þeir sem vildu
minnast hins látna láti líkn-
arstofnanir njóta þess.
Matthildur Kristófersdóttlr
Matthea Jónsdóttir.
Útför eiginkonu minnar,
móður og ömmu
Asthildar Vilhelmínu
Guðmundsdóttur
Háteig 3, Akranesi,
fer fram 23. þ.m. kl. 2 e.h.
frá heimili hennar.
Blóm og kransar afbeðnir.
Þeir sem vildu minnast henn-
ar er bent á Sjúkrahús Akra-
ness.
Bjarni Kristmannsson
börn og barnaböm.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA gef
-ur að vanda út ýmsar nýjar
kennslubækur í haust. Ein þess-
ara bóka er Þýzkunámsbók dr.
Jóns Gíslasonar, sem væntanleg
er á markaðinn undir mánaða-
mótin næstu I endurskoðaðri og
myndskreyttri útgáfu.
Mestar breytingar hafa verið
gerðar á lesköflunum, sagði dr.
Jón, er blaðið átti tal við hann.
Hafa ýmsir kaflar eldri útgáf-
unnar verið felldir niður, en
mikið af nýju lestrarefni verið
tekið inn í staðinn. Nýju kaflam
ir flytja á léttu og lipru nútíma-
máli ýmsan gagnlegan fróðleik
um land og þjóð á líðandi stund.
Má óhikað fu'llyrða, að þeir,
sem tileinka sér orðaforða og
annað efni þessarar bókar, muni
eiga tiltölulega auðvelt með að
afla sér frekari þekkingar á
þýzkri tungu.
Þá skal getið einnar höfuð-
prýði þessarar útgáfu bókarinn-
ar, myndanna, sagði dr. Jón. Er
það kunnara en frá þurfi að
segja, að á síðari tímum hefur í
tungumálanámi, einkum byrj-
enda, verið reynt að tengja sam-
an í eina samverkandi heild hið
prentaða orð og myndir. Halldór
Pétursson, listmálari, hefur lagt
til myndirnar í þessa bók og
leyst það verkefni snilldarlega
af hendi.
Með fremstu köflunum eru ein
faldar myndir af hlutum, sem um
getur í textanum, þannig að nem
andinn sér samtímis hluitinn og
Innilegar þakkir til barna og
tengdabama okkar og allra
þeirra, sem glöddu okkur á
ýmsan hátt á gullbrúðkaups-
degi okkar 15. sept. síðastl.
og gerðu okkur daginn 6-
gleymanlegan. Guð blessi
ykkur öll.
Margrét Sigmundsdóttir
og Finnbogi Sigurðsson,
Boiungarvík.
^3>SKÁLINN
Bilar of öllum gerðum til sýnis og sölu ( glæsilegum sýningarskólo
okkar oð Suðurlandsbraut 2 (við Hallormúlo). Gerið góð bílakaup —
Hagstæð greiðslukjör —• Bílaskipti. Tökum vel með forna bíla ( um-
boðssölu. Innanhúss eða utan. MEST ÚRVAL—MESTIR MÖGULEIKAR
Þökkum meðlimum Fíla-
delfíusafnaðarins, vinum og
vandamönnum hlýhug og
vináttu við andlát og jarðar-
för
Margrétar Gísladóttur.
Jón Jóhannsson
og aðstandendur.
m> KOHI5TJANS50N H.F.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM Pil jP
hið þýzka nafn á honum. Síðar
koma bráðskemmtilegar myndir
af ýmsum atvikum, sem fyrir
koma í sögum og skrítlum bók-
arinnar.
En þessum myndum er ætlað
annað og meira hlutverk en að-
eins að prýða bókina og skemmta
nemendum — þótt það sé líka
mikilvægt. Þær eru jafnframt á-
kjósanlegt efni til að koma af
stað samtölum milli nemenda og
kennara — auðvitað á þýzku —
um söguna eða skrííluna, sejn
verið er að lesa. Einnig eru í bók
inni allmargar ágætar ljósmyndir
af ýmsum þekktum stöðum og
landslagi í Þýzkalandi.
Stefán Már Ingólfsson, þýzku-
kennari við Verzlunarskólann
hefur aðstoðað dr. Jón Gíslason
við endurskoðun bókarinnar Og
prófarkalestur.
ÉG er ósköp venjulegur maður og hef engar sérstakar
gáfur. Hvað getur Kristur gert fyrir mig?
ÞJÓNUSTA Krists á jörðunni beindist að mestu leyti
að venjulegu fólki. Bíblían segir: „Alþýða manna hlýddi
fúslega á hann“ (Mark. 12,37, ensk þýð.)Hann hlýtur
að hafa sagt við það uppörvandi orð, annars hefði það
ekki hlustað fúslega á hann.
Hvaða orði beindi hann til þeirra? Hann bauð þeim
fyrirgefningu. Okkur segir öllum svo hugur, að við
séum sek, því að „allir hafa syndgað". Ekkert sviptir
manninn eins lífsgleði og sek samvizka. Enginn getur
orðið reglulega hamingjusamur, fyrr en þessi byrði
syndarinnar er burt numin. Kristur býður mönnum
fyrigefningu syndanna.
Því næst bauð hann frið í hjarta. Hann lætur okkur
ekki eftir tómleika í hjarta. Hann sagði: „Minn frið gef
ég yður“. Hann getur gert okkur friðflytjendur og sátt
við okkur sjálf. Hann leysir þann vanda, sem veldur
átökum í huga okkar og hjarta.
Þá gefur hann lífi okkar tilgang. Hann leggur merk-
ingu og þunga í lífið. Hann tekur lífsleiða í burtu og
löngun til þess, sem veitir aðeins sýndargleði. Þess í
stað veitir hann okkur gleði og ró.
Loks hefur hann okkur upp yfir okkur sjálf, eigin-
gimi okkar, og hjálpar okkur til að hjálpa öðrum. Hann
getur gert allt þetta fyrir venjulegan mann eins og
yður, því að hann hefur gert það fyrir mig.
10 ARA ABYRGÐ
TVÖFALT
EINANGRUNAR
nsla hérlendis
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF
f
10 ÁRA ÁBYRCÐ
Skólapennar
Rainbow
lindarpennar
kr. 75.00
.■iiomimiNiinmi
aNHHMtÚ............
aiHMMIIUll
JHIIMIIIIIIII)
flHHHHIIIIim
IHMHHIHIIIII]
HIIHIHIIIIIIHl
IM111111111111111
MHHHHHHH
IIIIIHHM.
IIIIIHHIHH.
IIHIHIIUHH,
HHIIIHHHHH
lllHllHIIHHIH
IIIHIHIHHHIH
•HMMHMHMH
IIHIIHHMIIIII
.........| ^_IHHHMHHH*
‘MHtHiUntð'SHHuHHHHHHHlHlllllltl^g ^HhHUHIIHH*
‘MM4HUHWIINVNIS<lHIIMiliMHiiiiHIHIliaAiiailllHHHH*
....'HMMHHHHMHIHHMIHMMMHmiHIIIIIIHHMH
II M H (1 fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMULA
U líl D U 9 I II S(MAR 3S300 (35301 _ 35302).
AUGLYSINGAR
5ÍMI SS*4«8Q