Morgunblaðið - 22.09.1968, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1968
af nærfærna og lifandi mynd
af plágunni Gilmore og Oliver
veltist um af hlátri. En það var
eins og þetta orkaði ekki neitt
á Graham.
— Og finnst yður líka þessi
kona vera svona afskapleg?
spurði hann Jill, þegar Sandra
sneri sér að sælgætisfatinu, sem
dökki þjónninn var að bjóða
henni.
— Nei, ekkert sérstaklega.
Hún er vitanlega að gegna
skyldu sinni. Það er hennar
starf að líta eftir okkur.
— Haldið þér þá, að þér ílend
ist hérna? Kunnið þér vel við
vinnuna?
Jill fannst rétt eins og hann
hefði enn einhverja von um að
ráða hana fyrir eldabusku. Hun
svaraði lágt: — Ennþá líkar mér
allt vel. Mér finnst Beirut töfr-
andi staður, með öll þessi blóm
og kaktusa og fiðrildi. Svei mér
ef ég sá ekki tíu Rauð Aðmírála
á akasíutré fyrir utan skrif-
stofugluggann í morgun. Tíu! Og
sman! Ég taldi þá til þess að
vera aldeg viss!
Graham leit fast á hana. —Ef
þér eruð svona góð að þekkja
fiðrildi, eruð þér ekki borgar-
barn, dettur mér í hug, sagði
hann.
— Það er ég heldur ekki,
sagði Jill. Ég ólst upp á bónda-
bæ í Lincolnshire. Og ég var
vön að fást við garðyrkjuna, af
því að mamma var ekki vel
hraust. Hún þagnaði snögglega,
Það var eins gott að fara ekk-
ert að tala um gamla daga.
En þá tók hún eftir því, að
Graham Duncan var farinn að
brosa að henni. — Ég er sjálf-
ur sveitadrengur, sagði hann.
Ég á heima í Fife. Það er mesti
fjárbúskapur en líka dálítil ak
uryrkja. En þér verðið að fara
varlega. Sjávargolan hér getur
stundum verið skaðleg. Þann-
ig talaði hann áfram og nú var
honum orðið liðugt um mál. Jill
fannst hann orðinn allt öðru-
vísi og brátt fékk hún svarið við
spurningunni, sem hún hafði ver
ið að velta fyrir sér.
— Ég veit, að ég er býsna ófróð
um þessa hluti, sagði hún, — og
mér þætti vænt um ef þér gætuð
frætt mig betur um þá. Hvað er
eiginlega þessi Fallowman-leið
angur?
— Það var gott, að þér skyld-
uð spyrja að því, svaraði Grah-
am. — Mér hefur fundizt þér
væruð í einhverri óvissu um
það. Henni Söndru þarna finnst
líklegast, að þetta sé einhver
skemmtiferð út í eyðimörkina.
Hann leit yfir til hinna, en
Sandra virtist niðursokkin í sam
tal við Oliver, og ekki hafa heyrt
þegar nafn hennar var nefnt.
Graham hélt áfram: — En ef
hún hefði einhverntíma komið
þangað, þá mundi hún vita, að
eyðimörkin er ekki beinlínis
neinn leikvangur, og verður ekki
tekin nema alvarlega.
Hann sagði henni þvínæst frá
þessu fyrirtæki, sem var kostað
af auðugu verksmiðjufélagi, með
aðstoð hins opinbera. Fallowman
sjálfur var félagi í konunglega
vísindafélaginu og heimsþekktur
vísindamaður. Fyrsti og fremsti
tilgangurinn með leiðangrinum
var að rannsaka námuauðgi fjar
lægs svæðis, sem kallað var Khal
ida, með tilliti til málmnáms eað
olíu.
— Þetta er einkennilegur stað
ur Jill. Mest sandur. Þarna eru
smábyggðir en engin akuryrkja
möguleg, svo að fólk hefur sjaldn
ast ofan í sig, utan borganna.
Þær eru þarna nokkrar, en við
mundum nú varla kalla þær borg
ir. Ef við skyldum finna olíu
eða silfur, fá höfðingjarnir á hin
um ýmsu stöðum sinn hluta þess
greiddan í peningum og öll lífs-
skilyrði fólksins gætu stórbatnað
Jill reyndi að hugsa sér lands
lag, sem væri ekkert nema sand
ur.
— Er það flatt? spurði hún.
— Svona rétt eins og fjörusand
ur?
Graham hristi höuðið. Það eru
bæði hæðir og dalir í sandauðn
inni. Sumstaðar sandsteinn —
stórir klettar með hellum í. Og
þar verðum við að grafa. Tveir
af mönnum okkar. Hammond
Barker og Davíð Game, eru
jarðfræðingar með mikla reynslu
af svona stöðum. En ungfrú Cat-
er fæst eingöngu við fornleifa-
rannsóknir. Því að þarna eru
einhverjar leifar af gamalli
mannabyggð. Sýnilega hefir land
ið verið byggt einhverntíma aft-
GETIÐ ÞÉR GERT BETRI
INNKAUP?
Aðeins kr. 14,50 í smásölu
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG - RAFVIRKJAR
Við bjóðum yður norsku
neOex
ljósaperurnar, sem endast 2 sinnperur (2.500 klst.)
(2.500 klst.).
Norsku NELEX ljósaperuverksmiðjumar hafa framleitt ljósa-
perur síðan 1916 og hafa nú hafið útflutning til íslands.
Hafið þið ekki orðið varir við að fólk kvartar
undan því að ljósaperurnar endist stutt? —
NELEX perurnar endast yfir 2500 klukku-
stundir við eðlilegar aðstæður.
Athugið: Noregur er eina landið í Evrópu þar
sem landslög mæla svo fyrir að ljósaperur
verði að endast að meðaltali meir en 2500
klukkustundir.
Bjóðið viðskiptavinum yðar einnig það bezta — bjóðið þeim
NELEX — 2500 klukkustunda lýsing.
Heild söl ubir gðir:
Einar Farestveit & Co. h.f., Bergstaðastræti 10 A Sími 21565.
— Nei, mamma, komdu og sjáðu pabba í sjónvarpinu.
ur í grárri forneskju.
Jill hlustaSi á þetta allt stór-
hrifin. — Hver er þessi ungfrú
Cater? sagði hún. — Jú, annars
Nú man ég, að þú sagðir mér, að
hún væri systir frú Fallowman.
— Stendur heima. Enid Cater.
Lagleg kona og bráðvel gefin.
Og íþróttakona í þokkabót. Þú
ættir bara að sjá hana taka þátt
í úlfaldakappreið.
— Þið ríðið þá úlföldum? sagði
Jill.
— Það verður maður að gera
sumstaðar í eyðimörkinni. Ann-
arskonar flutningur kemur ekki
til greina. En þetta venst fljótt.
í stóru aðalstöðinni höfum við
líka hesta. Og svo vörubíla.
— Er það þar, sem þið hafið
eldhús? spurði Jill.
— Já, þar er allur útbúnaður
inn okkar. Við tökum með okkur
nesti, hver fyrir sig eftir þörf-
um. En í stöðinni er allur ný-
tízku útbúnaður. Við höfum raf-
magn og ferskvatnsbirgðir og
færanlega kofa, sem eru mjög
þægilegir. Svo að ef þú ert eitt-
hvað að hugsa um. . .
— Nei, ekki er það nú, er ég
hrædd um. Ég er á samningi hjá
olíufélaginu, eins og ég hef sagt
þér.
— Það er nú verst fyrir okk-
ur, því að annars var ég að
vona, að ég gæti talið þig á að
koma með okkur ef þú værir
laus. En skilst mér það rétt, að
þú sért dálítið hrifin af svona
starfi, eins og við erum að vinna
að? Það, sem ég hef verið að
segja þér af því, virðist vekja
einhvern áhuga hjá þér.
— Já, mér finnst það töfrandi
Öll gamla Arabía eins og þú
sagðir. Ég ætla að ná mér í bæk
ur um sögu Sýrlands og Jordan
Glæsileg 4ra herb. endoíbúð
á 6. hæð við Ljósheima.
5 herb. íbúð við Bergstaðastræti.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Báðar íbúðirnar lausar nú þegar.
Upplýsingar gefur Gunnlaugur Þórðarson í síma 16410.
2? SEPTEMBER
Hrúturinn, 21 marz — 19 apríl.
Farðu þér hægt. Þú hittir mislita sauði. Gerðu ráð fyrir ýmsu
cvæntu.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú hefur minna þrek en fyrr. ýmsar gátur verða lagðar fyrir
þig. Seinna mun þér verða ljóst, að þú hefur breytt um stefnu í
lífsstarfi.
Tvíburartiii, 21. maí — 20. júní.
Straumhvörf verða í líif yngra fólks. Gerðu þitt til að það verði
fyrir beztu. Smá fjárfesting verður seinna afar arðsöm.
Krabbinn, 21. júní — 21. júlí.
Miklar breytingar heima fyrir. ýmislegt óvænt kemur fyrir,
reyndu að vera á undan. Hugsaðu ráð þitt vandlega.
Ljónið, 23. júlí — 22.ágúst.
Þú færð óvæntar fréttir frá ættingjum og vinum og verður margs
vísari
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Þú ert eitthvað þvingaður. Hugsaðu þig vel um og breyttu um
stefnu, ef með þarf
Vogin, 23. sept. — 22 okt
Fylgzt er með flestu, sem þú gerir Vertu mjög háttbundinn, og
þá hefur þú frjálsari hendur.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Tími er kominn til að kanna jarðveginn meðal vina og ættingja
Einhverjir hverfa, að þvi er virðist úr tilveru þinni. Vertu
kurteis.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des
Vertu við ýmsu búinn Láttu ekki taugarnar spilla fyrir þér.
Farðu varlega i uinferð.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Þér er ráðlagt að fara i kirkju. Fólk virðist óvenju hlédrægt.
Sláðu ferðalögum á frest
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Fjármál kunna að Skapa erfiðleika. Farðu varlega með raf-
knúin tæki
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz.
Heimurinn virðist gjörbreyttur Furðulegar kringumstæður
valda þér áhyggjum. Slys geta alls staðar skeð, hvort sem þau
stafa af strákskap eða mannvonzku.