Morgunblaðið - 22.09.1968, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 19&8
31
Ákveðin stofnun Sambands
íslenzkra verktaka
I FYKKAKVÖLD var hald-
inn undirbúningsfundur að
stofnun Landssambands ís-
lenzkra verktaka að Hótel
Loftleiðum. Til fundarins
boðaði undirbúningsnefnd,
sem fyrir nokkrum mánuð-
um hafði verið valin til þess
af fundi nokkurra verktaka.
í þeirri nefnd áttu sæti Leif-
ur Hannesson verkfræðingur,
Jón Bergsson verkfræðingur
og Guðmundur Gunnarsson
verkfræðingur.
Nefnd þessi kom til fundar-
ins í fyrrakvöld með uppkast að
lögum fyrir væntanleg samtök,
en þau eru að mestu staðfærð
hér eftir lögum Verktakasam-
bands Noregs.
Guðmundur Gunnarsson bauð
fundarmenn, sem voru nimlega
60 talsins, velkomna og nefndi
til fundarstjóra Pál Hannesson
verkfræðing, en fundaxritara
Andrés Svanbjömsson verkfræð
ing.
Fyrsta mál á dagskrá fundar-
ins var stofnun Landssambands
íslenzkra verktaka og skýrði
Leifur Hannesson frumvarp að
lögum fyrix sambandið. Nokkr-
ar umræður urðu um þennan
dagskrárlið og var að þeim
loknum samþykkt að stofna
samtökin og auk fyrrgreindra
þriggja manna í undirbúnings-
nefndinni, voru eftirtaldir
menn kjörnir til að vinna að
undirbúningi endanlegs stofn-
fundar, sem haldirm yrði svo
fljótt, sem verða má:
Halldór Guðmundsson, bygg-
ingameistari, Þórður Finnboga-
son rafvirkjameistari, Guð-
mundur Einarsson verkfræðing-
ur, Björn Emilsson bygginga-
meistari, Einar Ágústsson bygg-
ingameistari, Svan Magnússon
málarameistari og Jón Kristins-
son j árnsmíðameistari.
Allmiklar umræður ur’ðu um
störf erlendra verktaka í land-
inu, en það var annar dagskrár-
liður. Þriðji dagskrárliðurinn
var fregnir um samninga . við
íslenzka aðalverktaka um vega-
gerð í Vesturlandsvegi.
Miklar umræður urðu um það
mál, en fundurinn taldi að ekki
væri ástæða til ályktunar um
það mál fyrr en Samband ís-
lenzkra' verktaka hefði endan-
lega verið stofnað.
Hagræöing er ekki allsherj-
armeöal fyrir ísl. iönaö
Rœtt við Jón Böðvarsson, iðnaðarverkf rœðing
Hagræðing er eitt af nýju slag
orðunum hjá íslendingum. Við
hittum um daginn að máli Jón
Böðvarsson iðnaðarverkfræðing,
en hann hefur um þriggja ára
bil unnið við slík störf h já stóru
fyrirtæki í Bandaríkjunum. Áð-
ur hafði hann stundað slík störf
á íslandi. Við spurðum nokkuð
um hagræðingarmál og þýðingu
þeirra fyrir atvinnurekstur.
„Starf mitt vestra er aðallega
fólgið í ráðleggingum, t.d. hvern
ig breyta skuli framleiðsluhátt-
um til að auka framleiðni, eða
hvort henda skuli gamalli vél og
fá nýja. í raun og veru er allt,
sem orðið getur til þess að nýta
vléar og mannafla, starfssvið
okkar, sem vinnum í þessari hag
ræðingardeild. Oft er það ekki
vélin eða hráefnið, sem skapar
erfiðleikana, heldur það, að rang
ur maður er á röngum stað. Slík
ur maður getur haft mjög slæm
áhrif, — hann er aldrei ánægð-
ur, gengur illa, af því að hann
kann ekki við sig, og slík óán-
ægja getur eitrað ótrúlega mik-
ið út frá sér.
Þetta er oft hægt að laga með
því að skipta um stöður og þrátt
fyrir það, að það sé ekki bein-
línis á vegum verkfræðideildar-
innar að laga svona hluti, er
það hægara fyrir menn, sem
koma utan að að finna slíkt og
benda á það.“
„Ég vann við svipuð verkefni
hér heima áður en ég fór vestur.
Að mörgu leyti er hér mjög
ólíku saman að jafna. Hagræð-
ing er hér svo til ný af nálinni
og að mörgu leyti er andrúms-
loftið ekki sem bezt fyrir hana.
Ekki svo að skilja, að menn séu
á móti henni, en ef menn ætla
að flytja inn bíla, verður að
hafa vegi til að aka eftir. Eins
er með hagræðingu, — hún verð
ur að hafa eitthvert svið til að
verka í
Hagræðing er svo nýtilkomin
hér, að það eru ekki nema helztu
og stærstu fyrirtækin, sem hafa
skapað sér aðstöðu til að njóta
hennar, og þar er líka að vænta
árangurs. En margar upplýsing-
ar, sem þarf til að vinna að
hagræðingarstörfum skortir
gjörsamlega. Það þarf kannski
að kaupa vél og þá að athuga,
hvaða verkefni séu fyrir hana.
í mörgum tiifellum eru nauðsyn
legar upplýsingar ekki fyrir
hendi, — ekki í því formi, sem
þarf. Þetta er mjög eðlilegt, því
að menn safna ekki upplýsing-
um eingöngu til þess að geta
hugsanlega notað þær einhvern
tíma og einhvern tíma. Menn
safna ekki upplýsingum til hag-
ræðingarstarfa, ef þeir huga
ekki á hagræðingu. Hér þarf því
oft að byrja á því að safna sam-
an upplýsingum um fyrirtækið á
þann veg, að það komi að gagni.
Vestra eru allar slíkar upplýs
ingar fyrir hendi, enda er þar
fylgst mun nánar með framleiðsl
unni en hér. Víða eru meira að
segja til skýrslur um framleiðsl
una frá degi til dags, enda eru
þar margir, sem sífellt eru að
biðja um þessar upplýsingar.“
„Hefur ,þessi upplýsingasöfn-
un mikið gildi?“
„Já, það er ákaflega leiðinlegt
og óhagkvæmt að eyða kannski
80% af tíma sínum í að safna sam
an upplýsingum fyrir verk, sem
í sjálfu sér er mjög fljótunnið
ef upplýsingar lægju fyrir En
þetta er eðlilegt eins og ég sagði
áðan. Verst er þó að margar upp
lýsingar er ekki hægt að fá.t.d.
um dagframleiðslu fyrri ára eða
dags.“
breytingar á lager frá degi til
„Um leið og eitt fyrirtæki fer
að nota hagræðingu sem þátt í
rekstri þarf það að fara að
safna saman svona upplýsingum
Til þess að geta þetta þarf fyr-
irtækið að vera af vissri stærð.
En sum fyrirtæki hafa ekki efni
á að fá menn til að finna leiðir
til meiri framleiðni, en hafa þó
um leið ekki efni á að fara á
mis við iþessa þjónustu.
Þetta vandamál mætti vel
leysa með því að hagnýta hag-
ræðingarsérfræðingana á annan
hátt. Þeir ættu að geta unniðhjá
mörgum fyrirtækjum í einu,ann
að hvort sem sjálfstæðir einstakl
ingar eða hjá fyrirtæki, sem ein
göngu fengist við hagræðingar-
málefni. Þessir menn tækju þá að
sér ákveðin verkefni, en eru
ekki við eitt fyrirtæki, sem tæp
lega hefur efni á að borga þeim
kaup, þar sem það getur ekki
nýtt starfskraftinn til hlítar.
Slíkan hátt á hefur fyrirtæki
það sem ég vinn hjá. Eg fer í
eitthvert dótturfyrirtækið, leysi
mitt verkefni og siðan líða
annski fimm ár, áður en ég
kem þangað aftur.“
„Er hagræðingarleysi mikil
tneinsemd í íslenzkum iðnaði?“
„Það er erfitt að svara þessu,
enda eru vandamál íslenzks iðn-
aðar margþætt. Það er í raun-
inni alveg sama hvað við hag-
ræðum mikið hjá einu fyrirtæki
eða í einni framleiðslugrein, ef
grundvöllur er ekki fyrir fram-
leiðslunni. Það sem mestu máli
skiptir er verðmyndun vörunn-
ar, hvað liggur í hráefni, hvað
í flutníngskostnaði og hvað í
beinum vinnukostnaði. Ef vinnu
aflíð er helmingi dýrara hér, en
annars staðar, getum við að öðru
jöfnu ekki staðizt neina sam-
keppni.“
„Hagræðing er þá engin „Pat-
entlausn“ fyrir iðnaðinn?“
„Nei, síður en svo, Þarna er
margt, sem kemur til, ekki sízt
útlit vörunnar. Það er til lítils
að framleiða bíl með mjög góðri
vél, ef hann lítur út eins og hamr
að járn. Það þýðir heldur ekk-
ert að reyna að keppa á heims-
markaði, ef grundvöllur er ekki
fyrir hendi, — þá er alveg sama
hvað hagræðingin er mikil. En
satt er það, að margir virðast
halda, að hagræðing sé einhvers
konar alsherjar læknislyf við
öllum meinsemdum. En það er
hagræðing alls ekki. Hagræðing
er starf, sem aldrei tekur enda,
— ekki fyrr en fyrirtækið legg
ur upp laupana, og hún verður
í rauninni úrelt um leið og búið
er að koma henni í kring.
Við þurfum hagræðingu, ef
við ætlum að verða samkeppnis-
færir, en miklu meira skiptir, að
stjórnun fyrirtækjanna sé í góðu
lagi.“
AUGLYSINGAR
SÍMI 22'4*BO
Búrfellsvirkjun og miðlunar virki við Þórisvatn, sem nú verð-
ur tekið í seinni áfanga virkj unarinnar.
- BURFELL
Framhald af bls. 32
véla og stækkun spennistöðvar
sé að sjálfsögðu miklu minna
verkefni en núverandi mann-
virkjagerð.
— Þéss má geta hér, að á und-
anförnum árum hefur Lands-
virkjun í samráði við orkumála-
stjóra gert undirbúningsrannsókn
á virkjun hjá Sigöldu við Tungna
árkrók og Landsvirkjun er nú að
gera áætlun um slíka virkjun.
Yrði hún svipuð að stærð og öll
Sogsvirkjunin. Þetta er einn lið-
ur í áætlun Landsvirkjunar á
framtíðarvirkjun Þjórsársvæðis-
ins. En nauðsynlegt er að hafa
áætlanir um nýjar virkjanir til-
búnar, svo að hægt sé að ráðast
fljótt í framkvæmdir, strax og
orkumarkaðuT er fyrir hendi. En
eins og kunnugt er, þá er verið
að ljúka við brú yfir Tungnaá
hjá Sigöldu, en hún er liður í
miðlunarframkvæmdum og ra-nn
sóknum á nýjum virkjunum.
FYRST LAXA?
— Það hefur nýlega komið
fram í fréttum, að þú hafir ver-
ið í Japan og m.a. rætt við
Showa Denko-fyrirtækið um raf
orkusölu til efnaiðna'ðar?
— Eins og kom fram í viðtali
við iðnaðarmálaráðherra í einu
dagblaðanna á föstudaginn, þá
hefur Vilhjálmur Þór átt frum-
kvæði að því að ræða við jap-
anska félagið Showa Denko um
möguleikana á orkufrekum iðn-
aði á íslandi, svaraði Eiríkur
Briem. Þetta vaið til þess að
verkfræðingur frá fyrirtækinu
heimsótti ísland í maí sl. og
spurðist fyrst og fremst fyrir
um Dettifoss og vatnsafl í Jök-
ulsá á Fjöllum yfirleitt. Vil-
hjálmur mun fyrst og fremst
hafa haft Dettifoss í huga í v4ð-
ræðum sínum við fyrirtækið. I
júní sl. fór ég til Japan til við-
ræðna um vélakaup fyrir Búr-
fellsvirkjun og hitti þá um leið
verkfræðinga Showa Denko.
Mér skildist, að athugun þeirra
á möguleikum á að nytja orku
frá Dettifossvirkjun væri enn á
algeru frumstigi. Þeim hafði
komið til hugar að e.t.v. mætti
koma upp iðna'ði í minni stíl og
nefndu sem dæmi silikon- eða
silisíummálma, sem notaðir
væru í ýmsar málmblöndur.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
EKIÐ var á R-21766, sem er ljós-
blár Renault, þar sem bíllinn
stóð í Skuggasundi við Eddu'hús
miðvikudaginn 18. sept. Vinstri
afturhurð var skemmd mikið og
í skemmdunum fannst rauð
málning.
Rannsóknarlögreglan skorar á
ökumanninn, sem tjóninu olli,
svo og vitni að gefa sig fram.
Tékknesk kvikmynda-
hátíð í Litlabíó
STARFSEMI Kvikmyndaklúbbs-
ins í Litlabíó hófst að nýju eft-
ir sumarfrí hinn 7. þ.m. með
tékkneskri kvikmyndahátfð og
eru þar sýndar nýlegar tékk-
neskar kvikmyndir. Aðsókn hef-
ur verið mjög góð. Síðustu viku
hefur verið sýnd kvikmynd
Milosar Formans, „Svarti Pét-
ur“ og verður hún sýnd áfram
næstu viku vegna mikillar að-
sóknar. Aukamynd með henni
er ný íslenzk kvikmynd eftir
Þorstein Jónsson og heitir
„Höfnin.“ Er það hans fyrsta
kvikmynd.
Sýningar eru daglega kl. 9
nema fimmtudaga.
Fyrst í stað mundi slík iðja ekki
þurfa nema 2i0—40 Megawatt.
Gg gæti t.d. Laxárvirkjun vel
fullnægt þeirri þörf. Ef iðjuverk
af þessari stærð fengi orku sína
úr Laxá, gæti hún ef hún þró-
aðist í framtíðinni yfir í fleiri
greinar fengið orku í stæri stíl
úr Jökulsá. Að sjálfsögðu gæti
Landsvirkjun einnig annazt hér
fyrir sunnan orkuöflun þá, sem
að framan greinir, ef hentugra
þætti.
Er spurt var nánar um hvað
þetta silikon væri, vísaði Eiríkur
í útskýringu Baldurs Líndal, efna
verkfræðings, sem heldur vill
nota orðið silisium um þetta efni.
Segir að það sé unnið úr kvarz-
sandi og koksi með raforku. Koks
yrði flutt inn og þar sem lítið
er um kvarzsand hér, yrði vænt-
anlega einnig að flytja hann inn.
En hann er ódýr og algengur víð
ast erlendis, og þyrfti því aðal-
Iega að hugsa um flutningskostn-
að. En að sjálfsögðu væri það
ódýr raforka sem rnestu máli
skipti í silisiumframleiðslu. Til-
tölulega hreint silisium er svo
notað í málmblöndur með öðr-
um málmum.
í lok samtalsins tók Eiríkur
Briem fram, að mál þetta væri
á algeru byrjunarstigi, svo og at-
huganir allar í því sambandi.
- ZONDA 5
Framh. af bls. 1
væri að nálgast jörðu, svaraði
Lovell.
Gert var ráð fyrir, að reynt
yrði að láta geimfarið lemda svo
nefndri mjúkri lendiingu ein-
hvers staðar í Sovétríkjunum í
dag og er haft eftir heimildum
í Moskvu, að ef þetta takist, þá
miuni Sovétríkin hafa náð góðu
forskoti fram yfir Bandaríkin í
því skyni að senda mann til
tunglsins.
- LIÐSAUKI
Framh. af bls. 1
menn á Corregidor-eyju, og
segja Malasíumenn að búðirnar
séu notaðar til að lauma mönn-
um og vistu mtil Sabah.
Um 400 stúdentar séttust í dag
um sendiráð Filippseyja í Kuala
Lumpur, og hrósaði Tunkiu
Abdul Rahman forsætisráðherra
þeim fyrir mótmælaaðgerðir
þeirra. Stjórn Filippseyja hefur
sent Malaysíus'tjóm harðorða
orðsendingu þar sem mótmælt
er umsátrinu um sendiráðið.
- MISKLIÐ
Framh. af bls. 1
ur-Júgóslavíu í gærkvöld gerði
hann harða hríð að Rússum.
Hann sagði, að það form komm-
únisma, sem ríkti í Sovétríkjun-
um leiddi til árárarstefnu og
heimsvaldastefnu og efldi áhrif
vraunverulegra gagnbyltingar-
afla.
Vlahovic hélt því fram, að til
raun Sovétríkjanna og fylgi-
ríkja þeirra ti'l að kenna Tékkó
slóvökum kommúnisma væri
helzt hliðstæð því að Rússar,
Pólverjar, Þjóðverjm og Búlg-
arar reyndu að kenna Tékkósló
vökum að búa til bæheimskar
pönnukökur en það er tékkn
eskur þjóðarréttur.
Vlahovic hélt ræðu sína á æsku
lyýðsfundi í iðnaðarbænum Nis,
sem er skammt frá landamærum
Búlgaríu.