Morgunblaðið - 28.09.1968, Page 18
t
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPT. 1&68
Júlíus Jónasson
Minningarorð
Vorið 1911 fluttu hjón úr
Fjallasveit til Vopnafjarðar. Þau
keyptu Ytra-Núp, eða Gnúp
eins og í gömlu máli stendur.
Þetta voru hjónin í Fagradal,
Jónas Kristjánsson og Sigríður
Jóhannesdóttir. Sigríður var
seinni kona Jónasar, og enn ung
að árum. Jónas var hátt á fimm-
tugsaldri og átti uppkomin börn
af fyrra hjónabandi. Þeim
fylgdu 5 drengir þeirra og sá
elsti á 11. ári. Jónas var stór-
huga bóndi og taldist frekar
efnamaður, og hans fyrsta verk
á Núpi var að leggja af gamlan
bæ og byggja myndarlegt timb-
urhús. En sumarið 1913, 5. júní,
bárust þær hörmunga fréttir frá
Núpi, að konan hefði orðið bráð
kvödd að störfum. Hún var
myndarkona, eyfirzk að ætt, syst
ir Dómhildar er var kona Magn-
úsar, er var alþm. og ráðherra,
Kristjánssonar. Drengirnir vöktu
allir athygli fyrir gerfileika.
Þreklegur vöxtur þeirra, svo til
allra eins, vakti athygli manna,
og nú voru þeir orðnir móður-
lausir í blábemsku.
Atburðurinn varð yfirnáttúru
legur í sveitinni og góðir hugir
manna fylgdu drengjunum fram
á lífsbrautina. Jónas brá búi ár
ið eftir og drengirnir fóru í fóst
ur og þrír þeir elztu upp í Fjalla
sveit og mun þó Júlíus, sem var
elztur, hafa farið í Möðrudal
Eigi leið á löngu er þeir fóru
að koma sem fullgildir lesta-
menn ofan í Vopnafjörð og sást
þá hversu þeim var í skinn kom-
ið og þeir létu sér fátt fyrir
brjósti brenna. Júlíus varð þegar
lesta og fiaÞamaður frá Möðru-
dal. þrekið óbilandi, kunni ekki
allra manna beztur félagi fyrir
að villast í hríðum, kappsamur
og afkastamikill til vinnu og
lundprýði og ósérh'lífni. Þótti og
öllum mikið til hans koma, sem
kynntust honum og einhvernveg
inn fékk hann það orðspor og
álit, að sem maður væri hann
bjarg er á mætti byggja, og bil-
aði eigi. Hann var fæddur í
Fagradal 26. nóv. 1900. Jónas
t
Ólafía Kristín
ólafsdóttir
frá Ósi í Bolungavík,
andaðist á Elliheimilinu
Grund 24. september. Útför-
in ákveðin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 1. októ-
ber klukkan 3. Bióm og
kransar afþakkað.
Aðstandendur.
t
Móðir mín, tengdamóðir og
amma,
Guðríður Þorsteinsdóttir
Lindargötu 30,
ssm andaðist 23. sept. verður
jarðsungin í Fossvogskirkju
laugardaginn 28. sept. kl.
10.30.
Sonja Valdimarsdóttir,
Erlingur Herbertsson,
og bamaböm.
t
Systir okkar,
Jakobína Björnsdóttir
kennsiukona
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 30.
þ.m. kl. 1,30.
Ólöf Björasdóttir,
Unnur Björnsdóttir,
Indriði Björnsson.
faðir hans var sonur Kristjáns
ríka á Fjöllunum, Jóhannssonar
frá Holtastöðum í Laugadal.
Kristján var margfrægur mað-
ur, og hefur nú á síðari tímum
komið margt fram til skýringar
á persónu hans og æviferli, en
hér var um hinn merkasta mann
og enda merkilegastan að ræða.
Verður hér engu við það bætt
nema því, sem satt er, að Krist-
ján var skörungur, vitur maður,
afkastamaður til allra verka, og
fyrst og fremst sómakær maður
og hélt ætíð, hvar sem hann bjó,
fyrirmyndarheimili. Sama mátti
segja um Jónas son hans, föður
Júlíusar, en eftir lát konu sinn
ar hafði hann jafnan eigi mikið
umleikis, en var jafnan vel met-
inn maður.
Júlíus fór frá Möðrudal í Ei-
ríksstaði á Jökuldal. Þar var
hann enn sem í Möðrudal, fyrir-
maður í öllum erfiðustu störfum,
eins og lestaferðamenn tfl Vopna
fjarðar. Var það eitt sinn að
hann fór með yfir 20 hesta í lest
yfir Tunguheiði, og er það mesta,
sem ég hef heyrt ge«tið um að
hestamaður færi með. En Júlíusi
var ekkert ófært, sem til þrek-
rauna kom. Ein lítil saga frá
Eiríksstaðadvöl Júliusar sannar
mál mitt. Hann fór úr Fljóts-
dal að vetrarlagi með um 100
punda bagga á baki. Hann fór
Bessagötur, sem leið liggur
og er leiðin þvert yfir heiðina í
Klaustursel, sem er um 14 km.
utar í dalnum en Eiríksstaðir og
lá þangað vanaleið yfir heiðina.
Júlíus var stutt kominn er brast
á hann fárviðri að norðan. Júl-
íus tók þá stefnuna inn og vest-
ur heiði á Eiríksstaði og hafði
þá veður haminn á móti. Svo var
veðrið hart, að hund hans sleit
frá honum í náttmyrkrinu fyrir
norðan miðheiði. Hundurinn kom
að morgni í Staðlafoss, og varð
uppi fótur og fit á bæjum þar
í kring, því allir þóttust skilja
hvaða frétt hundurinn sagði.
Sendur var maður í Eiríksstaði
til að láta vita hvað komið væri.
Sá kom í Grund til Páls Vigfús-
sonar og sagði tiðindin, en Páll
og Júlíus voru gamlir félagar úr
Möðrudal. Páll sagði aðeins
„Júlli dauður uppí heiði! Nei,
þá frétt þarft þú ekki að segja
mér. Júlli er sjálfsagt heima á
Eiríksstöðum“. Og Júlli var
heima á Eiriksstöðum.
Júlíus var einhver ár á Hákon
arstöðum, fyrirvinna hjá ekkj-
unni Guðnýju Torfadóttur. Júl-
íus breytti ráði sinu árið 1934
og fluttist af dalnum út í Tungu
hrepp, og árið eftir 5. júli gekk
hann að eiga Jónínu, dóttur Ás-
mundar bónda á Vífilsstöðum,
t
Innilegar þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför
elsku dóttur okkar, systur og
frænku,
Margrétar Þórarinsdóttur
Litlu-Tungu.
Sérstakar þakkir færum
við læknum og hjúkruar-
fólki, deild 8, Landspítalan-
um, sem stundaði hana í lang-
varandi og erfiðum veikind-
um hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
Þórarinn Vilhjálmsson,
Karl J. Þórarinsson,
Þórdís T. Þórarinsdóttir,
Vilhjálmur Þórarinsson,
Vigdís Þórarinsdóttir,
Þorsteinn G. Þórarinsson,
Sigríður Tyrfingsdóttir.
Þórarinssonar, mikla atgervi og
dugnaðarkonu. Ásmundur lét
þau hafa hluta úr Vífilsstaða-
landi og þar reistu þau nýbýli
og nefndu Vífilsnes. Varð það
mikið myndarbýli að byggingum
og þau ræktuðu gott tún. Jafn-
framt fór Júlíus að stunda vega
vinnu og varð verkstjóri við þá
vinnu mörg ár. Kom sér þar vel
verkhyggni Júlíusar og trú
mennska í srtörfum og lagði
hann góða vegi og tryggilega
vegarstæði, þegar hann mátti
þar ráða. Þau Júlíus og Jónína
eignuðust 4 börn, er öll eru á
lífi og hið gjörvilegasta fólk.
Eru það þrjár stúlkur, Sól-
veig Ása, Sigríður og Þorbjörg
og einn sonur, Jónas Frímann.
Gerir hann ráð fyrir að taka við
jörðinni, og var á leið austur,
er hann frétti lát föður síns, en
Júlíus gékk frá bæ sínum í leiti
nokkurt stutt frá, þar hneig
hann örendur niður, laugardag-
inn 21. þ.m. Hafði hann undan-
farið kennt veilu við hjarta, og
er hann fjórði bóndinn af Núps-
drengjunum 5, sem kveðja lífið
á sama hátt og móðir þeirra.
Árið 1953 breytti Júlíus ráði
sínu, leigði jörðina og fluttist til
Reykjavíkur. Keypti hann gam-
alt hús í Háagerði, og litlu síðar
byggði hann á lóðinni myndar
hús, kjallara, hæð og ris, sem
nú stendur fullbúið og er Háa-
gerði 59. Eftir að suður kom
stundaði hann vegavinnu á sumr
um, en vann í áhaldahúsi vega-
gerðarinnar á vetrum, og naut
þar þess að vera í besta lagi
lagtækur til smíða. Stundaði
hann vegagerðina á Austurlandi,
og m.a. lagði hann vegarkafla á
Möðrudalsfjöllum. Þarna átti
Júlíus heima og hann lagði
snildarveg í Víðidalnum og í
einskonar framhaldi af vegagerð
Júlíusar, er nú kominn einn
besti vegur landsins yfir Möðru
dalsfjöll. Austan við austari fjall
garðinn lagði Július líka veg, en
þetta er á eina vatnasvæðinu,
sem til er á þessari leið, og kem
ur Lindará vestan úr fjallgörð-
um en Lómakíll sunnan heiði.
Þessi vötn renna saman nokkru
utar, en farið var yfir þau á veg
inum, brúarlaus. Nú átti að
breyta veginum og brúa vötnin
í einu lagi, þar sem þau voru
komin saman. Júlíusi fannst þetta
ofmikill krókur og upp á sitt
einsdæmi gróf hann Lindará far
veg í Lónakfl, stytti með því veg
inn og fékk betra brúarstæði.
Júlíus langaði til að leggja veg
yfir Möðrudalsfjöll, og hann
benti á betra vegarstæði yfir
fjallgarðana, en þar sem vegur-
inn liggur. Því var ekki
anzað. í Áhaldahúsinu starfaði
hann, en er kom á sumar fram,
fóru þau hjónin austur í Vífils-
nes, og Júlíus gerði jarðabætur,
en ýmist leigði túnið eða heyj-
aði það sjá'lfur og seldi hey, en
átti þó alltaf fáeinar kindur.
Vegna sjúkdóms varð hann að
hætta vinnu og vann ekki síðast
liðinn vetur og þá var að leggja
leiðina í átthagana, og nú ber
hann þar beinin.
Júlíus hafði ekki ástæður á
skólagöngu, en hann var vitur
maður að eðlisfari og svo gjör-
hugull á lífsins fyrirbæri, að ó-
víða var komiS að tómum kof-
unum hjá Júlíusi, og var hann
einn hinn besti viðræðumaður,
talaði aldrei hégóma né um hé-
sjálfur á ég að sjá á bak órjúf-
andi vini og málsvara í öllu.
Hann er jarðsunginn á eyðibýl-
inu, Kirkjubæ, í dag.
Benedikt Gíslason.
frá Hofteigi.
góma, minnugur og kunni frá
mörgu að segja. Athygli hans
hafði ekki verið ónýt á Möðru-
dals og Brúaröræfum, en þar
var hann allra manna kunnugast
ur og var meiningin að rita eft-
ir honum athuganir hans. Hann
fann bæjarrústir, sunnan í Gnúp
staðarnúpnum, stutt þar upp frá,
sem Skarðá fellur í Jökulsá á
Fjöllum og víða sýndist honum
líkur fyrir bæjarrústum á þess-
um slóðum. Júlíus var trölltrygg-
ur maður, tilfinningaríkur og
sveið undan heimsins ranglæti.
Gjörði hann ekki á hluta ann-
arra manna, og var óhlutdeil-
inn um annarra ráð, en boðinn
og búinn til liðsemdar góð-
um mönnum og málefnum.
Mannskapar og ævistarf móð-
uriausa drengsins frá Ytri-Núpi
er eitt af ævintýrum sögunnar á
íslandi. Minning þessa manns er
óbrotgjörn, meðan þeir menn
lifa er sáu „handtök hans“ og
nutu artarsemi hans og mann-
kosta og verk hans tala lengi.
Konu og börnum Júlíusar flyt
ég innilega samúðarkveðju, og
Víðir Sveinsson
skipstjóri
Fæddur 6. ágúst 1930.
Dáinn 19. september 1968.
Kveðja frá skipshöfninni m/b Jóni Garðari.
Óvænt horfinn ertu, vinur,
eftir hljóðir stöndum hér.
Við, sem með þér sæinn sóttum,
samstarf áttum gott méð þér.
Ungur stýrðir fríðu fleyi,
fram á djúpa Ránarslóð.
Gæfan bjarta stóð í stafni,
störf þín blessun færðu þjóð.
Gulli dýrri í dagsins önnum,
drengskap þann, er aldrei brást.
Áttir þú að aðalsmerki,
í orði og hverju verki sást.
Okkur sannur vinur varstu,
vakti traust þín prúða lund.
Allt hið bezta vildir veita,
væri leitað á þinn fund.
Drottinn huggun sendi sína,
sorgin dýpst þá slær á streng.
Ætíð mæta munurn geyma,
minningu um góðan dreng.
Kynnin ljúfu þér við þökkum,
Þína traustu samfylgd hér.
Megi ísland eignast marga,
óskasyni líka þér.
I 0~ 0~
BLAÐBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverfi:
Lambastaðahverfi — Hjallavegur
Talið við afgreiðsluna i sima 10100
Lokað í dag
Skrifstofur vorar verða lokaðar
í dag vegna jarðarfarar.
I. PÁLMASON H.F.
Innilegar þakkir færi ég
hér með öllum þeim, sem á
einn eða annan hátt sýndu
mér vinarhug á sjötugsafmæli
mínu.
Stefán Pjetursson.
Innilega þakka ég öllum
þeim, sem glöddu mig með
gjöfum og heillaóskum á 70
ára afmæli mínu þann 8.
september síðastliðinn.
Ingvar Jónsson,
Þrándarholti.