Morgunblaðið - 28.09.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.09.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1&68 19 - BREIÐHOLT Framhald af hls. 11 ar 767 þús. kr. 98 ferm. ibúð við Eyjabakka kostar 850 þús. kr., en fullfrágengin 97 ferm. íbúð F.B. 1097 þús. kr. Við Jörfabakka 12—.6 eru einn ig til sölu 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir. Þær eru einnig tilbúnar undir tréverk. Múrhúð un er lokið inni og úti og máln- ingarvinnu úti Gangstígar eru Steyptir og búið er að ganga frá lóðinni og skipta um jarðveg í bílastæði. 64 férm., 2ja herbergja íbúð kostar 570 þús. kr. 77 ferm. 3ja herbergja íbúð 690 þús., og 98 ferm., 4ra herbergja íbúð kost ar 850 þús. kr. Hvað tréverkið kostar í þess- ar íbúðir fer að sjá'lfsögðu mest eítir smekk eigandanna, en aug- ljósLga væri hægt að fullgera í- búðirnar fyrir þann verðmismun sem er á þeim tilbúnum undir Iréverk og frágengnum íbúðum F.B. Þannig mætti tréverkið í 2ja herb. íbúðunum kosta 167— 197 þús., og í 4ra herb. íbúð- unum 247 þús. krónur. HEILDARKOSTNAÐUR f ARSLOK 1967 149,2 MILLJ. KR. Mestan hluta af sínum fram- kvæmdafé hefur F.B fengið frá Húsnæðismálastofnun ríkisins eða sama sjóði og veitir hin alm. húsnæðislán. Á árinu 1967 veitti stofnunin lán til F.B., samtals að upphæð kr. 86,4 milljónir. f ársskýrslu veðdeildar Landsbank ans eru upplýsingar um hvað búið var að veita miklu fé til Breiðholtsframkvæmdanna í árs- lok 1967. Þar segir svo: Heild- arkostnaður allra framkvæmd- anna voru í árslok 1967 149,2 milljónir króna. Skuld nefndar- innar við byggingarsjóð ríkis- ins var í árslok 127,7 milljónir At vinnuleysistryggingasj. keypti skuldabréf af byggingaráætlun- inni fyrir 30 milljónir króna. í efnahagsreikningi kemur fram, að kostnaður framkvæmdanna skiptist þannig í meginatriðum: Kyndistöð, skálar og fl. 19,6 mill. kr. Fasteignir, birgðaskáli 4,6 millj. kr., og byggingarkostnað- ur söluíbúða 125 millj. króna. Hversu mikið fjármagn hetfur runnið til framkvæmdanna á þessu ári mun hinsvegar ekki koma nákvæmlega fram fyrr en um áramót, þar sem F.B. gerir ekki upp reikninga sína nema einu sinni á ári. Á hinum þrönga markaði hús- næðislána munar mjög verulega um það fjármagn sem veitt hef- ur verið til Breiðho'ltsframkvæmd anna og hefur það óhjákvæmilega komið niður á húsbyggjendum, sem þurft hafa að bíða miklu lengur í von og óvon en áður, Um tíma voru lánamál Húsnæð- ismálastjórnar komin í mjög við- unandi horf, þannig að aldrei dróst lengi að þeir umsækjendur sem uppf. skilyrðifengju lán sín. En svo miklu munar um það fjármagn Sem lagt hefur verið í Breiðhoitsframkvæmdirnar, að umsækjendur verða nú að bíða í marga mánuði áður en þeir fá lánið. Þannig voru lánsumsókn- ir Húsnæðismálastjórnar t.d.,1002 talsins um mánaðarmót júní — júlí. Af framangreindum tölum er ljóst, að beint hefur verið til Breiðholtsframkvæmdanna upp- hæð sem svarar til rúmlega 1/3 heildarútlána Húsnæðismádastj. árið 1967. Fyrir það hafa þeir, sem eru að reyna að bjarga sér á eigin spýtur, orðið að gjalda. Það er ekki nema rétt og sjálf- sögð stefna, að þeir sem verstu aðstöðuna hafa ti'l að koma sér upp íbúðarhúsnæði, fái mestu hjálpina frá því opinbera, en hitt skapar svo jafnvel meiri félags- leg vandamál heldur en leys- ast, að mismuna fólki stórkost- lega í lánveitingum. HAGHÐ SKILYRÐI Framkvæmdanefnd byggingar áætlana hafði öll skilyrði til þess að Breiðhóltsframkvæmdirnar heppnuðust vel og ibúðirnar yrðu til muna ódýrari en íbúð- ir, sem einstaklingar eða bygg- ingameistarar byggja. Aldrei þarf að standa á fjármagni hjá henni, og ætti öllum að vera ljóst hvers mikið hagræði er að sliku. F..B hafði nægilega stórt verkefni til þess að ná fram hagstæðustu innkaupum á innfluttri bygginga vörur og skiptum sínum við verk taka. Þrátt fyrir þessi ákjósanlegu skilyrði hefur FB. hingað til ekki tekist að byggja ódýrari íbúðir en einstaklingum og bygg ingameisturum. Hún hefur ekki 'lækkað byggingakostnaðinn. Það hefur oft viljað brenna við, þeg- ar hið opinbera stendur beint að framkvæmdum, að kostnaður inn reynist það mikill, að hann éti upp hagkvæmnina. Það er til að mynda mjög athyglisvert, sem kemur fram í skýrslum Lands- bankans, að í árslok 1967 nam byggingarkostnaður söluíbúðana 125 milljónum króna, en kostnað ur við tækjakaup, birgðaskála, kyndistöð o. fl., nam 24,2 millj. króna. Þennan kostnað hefði ver ið hægt að minnka verulega hefði verkið verið boðið þannig út, að byggingameistarar hefðu getað tekið það að sér, eða íbúðir hefðu verið keyptar af þeim. En ætlun in er að F.B. haldi sínu striki éfram og ljúki byggingu ibúðanna 1250. Nauðsynlegt er, að árang- ur af nýjungum, tilraunum og aðstæðum fari að koma í ljós. Ekki væri úr vegi fyrir F. B. að færa tilraunastarfsemi sína út á þann hátt, að byggingameist- arar byggi þótt ekki væri nema eitt fjölbýlishúsa nefndarinnar, og láta þá njóta sömu aðstöðu og nefndin hefur. Á þann hátt yrði bezt skorið úr þeim deilu málum sem uppi hafa verið. NIÐURSTÖÐUR Ef niðurstöður eru að lokum dregnar saman í stutt mál eru þær þessar: Framkvæmdanefnd bygginga- áætlana tókst ekki að ná meiri byggingarhraða i framkvæmdum sínum, heldur en álmennt gerist. Tilraunin með einbýlishúsin FÉLAGSLÍF Í.R. körfuknattleiksdeild. Æfingatafla veturinn 1968-’69. Mfl. og 1. fl. karla: Mánud. kl. 18,00—19,40 Hálogaland. Þriðjud. kl. 19,40—20,30, Laugardaláhöll. Miðvikud. kl. 19,50—22,40, (.R.-hhús. Föstud. kl. 18,50—19,40, Hálogaland. 2. fi. drengja: Sunnud. kl. 18,00—18,50, Réttarholtskóli. Mánud. kl. 21,30—22,20, Í.R.-hús. Föstud. kl. 19,40—20,30, Hálogaland. 3. fl. drengja: Sunnud. kl. 17,10—18,00, Réttarholtsskóli. Mánud. kl. 20,40—21,30, Í.R.-ihús. Föstud. kl. 17,20—18,10, Í.R.-hús. 4. fl. drengja: Þriðj'ud. kl. 19,40—20,30, Langholtsskóli. Fimmtud. kl. 19,40—20,30, Langfaoltsskóli. 5. fl. drengja: Þriðjud. kl. 18,50—19,40, Langholtsskóli. Fimmtud. kl. 18,50—19,40, LangholtsskólL Fimmtud. kl. 16,30—17,20, Í.R.-hús. 2. fl. stúlkna: Þriðjud. kl. 17,20—18,10, Í.R.-hús. Fimmtud. kl. 17,20—18,10, I.R.-hús. Æfimgar hefjast mánudag- inn 1. okt. samkvæmt töflu þessari. Nýir fólagar vel- komnir. Stjómin. var mjög einhæf og misheppn- aðist Nýjungar F.B. í byggingar- tækni hafa ekki reynzt sem skyldi, enda er ætlunin að hverfa frá mörgum þeirra á síðari byggingarstigum. Verð íbúðanna fór töluvert fram úr áætlun og er yfir vísi- töluverði fjölbýlishúsa. Byggingameistarar byggja og selja íbúðir, sem eru sízt dýrari en íbúðir F.B. Hyggilegast væri að bygginga meistarar tækju að sér a.m.k. hluta framkvæmdanna við sömu skilyrði' og F.B. svo að sjá megi hver árangur yrði. Stjl. Blóðbað í Kwantungi — Cengið milli bols og höfuðs á Rauðum varðliðum Hong Kong, 24. sept. — AP NÆR allir Rauðir varðliðar í Huang Pi i Norður Kwang- tun voru drepnir í júní af um 500 verkamönnum, bændum og pólitískmn útsendurum. Kemur þetta fram í bæklingi Rauðra varðliða, sem barst til Hong Kong í dag. Er þessi bæklingur nefndur: „Hið dýr- mæta blóð Huang Pi“ og var hann gefinn út í júlí. Segir þar, að menn vopnaðir byss- um og rýtingum hafi drepið Rauða varðliða „á sérstaklega grimmdarlegan hátt og hróp- uðu hefnd um leið.“ Þá segir í blaðinu „Austan- vindur", að byltingarnefndin í Kwangtung hafi starfað með njósnurum kínverskra þjóðernissinna, komið upp fangelsis- og pyndingarklef- um í háskólanum og kynt undir mikla bardaga þar 3. júni sl. Haft er eftir flóttamönnum, að menn úr kommúnista- flokknum í Yang Chiang hér- aði í Kwangtung ofsæki nú fjölskyldumeðlimi þeirra fiskimanna, sem flýðu til Hong Kong fyrir skömmu, en þessir fiskimenn voru yfir 250. Þannig var fiskimaðW tekinn af lifi, en hann var ákær’ður fyrir að hafa hvatt konu sína og dóttur til þess að flýja með framangreindum flóttamannahópi. Síldarstúlkur óskast strax til söltunar, flökunar og pökkunar á síld og fl. Mikil vinna. Unnið í upphituðu húsnæði. HRÓLFUR H/F., Seyðisfirði. Uppl. í síma 35709. Viðskiptafræðingiu með mikla starfsreynslu óskar eftir góðri atvinnu, helzt hjá hinu opinbera. Tilboð merkt: „2039“ sendist á afgr. MbL fyrir 5. október. Trésmiðir — iðnverkamenn Suðurnesjum Vantar trésmiði og iðnverkamenn. TRÉIÐJAN H.F., Ytri Njarðvík, sími 1680, og 1744. IBÚD ÓSKAST Alþingismaður óskar eftir 4ra—5 herb. íbúð á leigu til vors, með eða án húsgagna. Upplýsingar í síma 24515. Opnum í dag Blóma- og gjafavöruverzlun að Laugavegi 30 BLÓMACLUGGINN BLÓMLAUKAR Pöntunarseðill Vinsamlegast sendið mér neð- angreinda blómlauka: TÚLÍPANAR Single Early: kr. 6,50 — Oharles — Rauður Triumf: kr. 6.00 Blandaðir Triumf: kr. 6.50 — Golden Trophy — Gulur — Blenda — Bleikur — Paris — Rauður og gulur — Elmus — Rauður og hvítur — Pax — Hvítur Darwin: kr. 9.00 — Apeldoorn — órans — Mamassa — Djúpgulur - Triumph: kr. 9.00 — Olaf — Scarlet — Rosa Perle — Rauður Double Early — Lág- vaxnir: kr. 10.00 — Crimsonia - Criimsonrauður — Hytuna — Butteroup-gulur — Carlton — Djúprauður — Bonanza - Carmine-rauður Hybrid: kr. 10.00 — Diplomate-Vermilion- rauður — Jewel of Spring —■ Gulur — Oxford — Rauður Lily — Flowered kr. 10.00 — Red Shine — Djúprauður — Wh. Triumfator — Hrein- hvítur — Mariette — Satin-Rose — Queen af Sheba — Gló- andi rauður Botaniskir: kr. 14.00 — Yellow Dawn — Rauðir — gulir — Princeps — Rauðir — Peacocks — Blandaðir — Rodluvan — Rauðir PÁSKALILJUR kr. 20.00 — King Alfred — Golden Yellow — Selma Lagerlöf — Hvít- órans — Flower Record — Hvít-gul- órans — Carlton — Jafngulur kr. 15.00 Hyacinthur kr. 20.00 — Anna Marie — Bleik — Jan Bos — Rauð — Carnegie — Hvít — Delft Blue — Blá Jóla-Hyacinthur kr. 32.00 — Pink Pearl — Hrein-bleik — Anna Marie — Djúp-bleik — Ar. Arendse — Hvít — Carnegie — Hvít — Bismarek — Blá — Delft Blue — Blá — Hyacinthu-glös kr. 28.00 CROCUS kr. 5.00 — Gulir — Bláir — Röndóttir — Hvítir — Blandaðir — Perlu hýacinthur kr. 5.00 — Vetrargosar kr. 5.00 — Scilla sibirica kr. 7.00 — Eranthis hyemalis kr. 5.00 — Anemónur De Caen 4.00 Væntanlegir eru: IRIS kr. 5.00 — Imperator — Blár — Exelsior — Hvítur — Golden Harvest — Iris reticulata kr. 4.00 Einnig væntanlegar fleiri teg. af túlípönum og páskaliljum. ATHUGIÐ að allir laukarnir eru af beztu gæðaflokkum og verðsamanburður því oft óraunhæfur. Geymið auglýsinguna. Greiðsla hjálögð og því burð- argjaldsfrítt. Sendist í póstkröfu. Nafn: ..................... Heimili: Gróðarstöðin við Miklatorg, Rvík. Símar 22822 og 19775.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.