Morgunblaðið - 10.10.1968, Side 1

Morgunblaðið - 10.10.1968, Side 1
28 SÍÐUR 122. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. [Sjá einnig grein á bls. 14 (Úr ýmsum áttum)] Osló, 9. október — NTB NOBEL-NEFND norska Stórþingsins samþykkti í störf hans að mannrétt- indamálum á alþjóðavett- vangi. Verðlaunin nema að þessu sinni 350.000 sænskum krónum (tæp- lega 3,9 milljónum ís- lenzkra króna). Nefndin samþykkti á sama fundi, að veiting friðarverðlauna fyrir 1967 skyldi niður falla. dag að veita Frakkanum René Cassin friðarverð- laun Nobels 1968 fyrir René Cassin er 81 árs að aldri, fæddur 18'87 í Bayonne. Hann natn lögfræði í Aix og París og varð doktor í þeirri grein 1914. Hann barðist í fyrri haimsstyrjöldinni og særðist hættulega. Cassin var prófessor í Lille 192'0—1929 og í París 1929—1960. Hann var í sendinefnd Frakka hjá Þjóðabandalaginu 1024—1988. Árið 1940 fór hann til Lund- úna og gekk í lið de Gaulle. Hann varð lögfræðilegur ráð- gjafi frönsku útlagastjórnar- innar og fulltrúi hennar á ýmsum ráðstefnum, m.a. við stofnun Menningar- og vís- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNBSCO). Árið Framhald á bls. 27 Kené Cassin ÞÚSUNDIR FARAST Calcutta, Indlandi, 9. ok,t. (AP) STANZLAUS úrkoma hefur valdið miklum flóðum í ám, sem eiga upptök sín í Hima- layafjöllum, og er óttazt að þúsundir manna hafi farizt í flóðunum og aurskriðum í indversku héruðunum Bihar, Vestur-Bengal og Assam, og í konungsríkjunum Sikkim og Bhutan í Himalayaf jöllum. Blaðið „Hindusthan Standard“, sem gefið er út á ensku í Cal- cutta, hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að um 30 þús- und manns sé saknað í Darjee- ling og öðrum héruðum Vest- ur-Bengal, og telur öruggt að um þrjú þúsund manns a'ð minnsta kosti hafi farizt í þrem- ur fylkjum Indlands. Opinber- lega hefur verið sagt að eitt þús- imd manns hafi farizt á þessum slóðum, en stöðugt berast fregn- ir um mannfall, og erfitt er að fá fréttir frá sumum héruðun- um, sem eru einangruð vegna flóðanna. Fjöldi hermanna og borgara vinnur að því að koma vistum og læknishjálp til bágstaddra á I flóðasvæðinu, og að gera við brýr og vegi. Auk mannfallsins J er talið að um ein milljón naut- | gripa hafi farizt í fló'ðunum. Frá Bhutan berast fregnir um að þar hafi um 200 manns farizt í flóðum og aurskriðum. Höfuð- borgin Thimpu er nú sambands- laus við umheiminn, nema hvað unt er að senda þaðan loftskeyti. Hafa flóðin skipt borginni í þrjú hverfi, sem eru aðskilin hvert frá öðru. Þá er sagt að um 100 manns hafi farizt í flóðunum í Sikkim. Flóðin hafa einniig náð til Austur-Pakistan, og þar hafa 175 manns farizt, en hundruð þúsunda eru einangrúð á flóða- svæðinu. MiIIjónatjón varð í stórbruna að Þórustöðum í Ölfusi í gær. Tæplega 300 svín brunnu inni, 1200 hestar af heyi eyðilögðust og fimmtíu kúa fjós brann til ösku. Frétf um brunann er á baksíðu, og viðtal við Ingólf Guðmundsson, bónda. Phontom F4 til ísroels Washington, 9. okt (AP) LYNDON B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, fól í dag Dean FramJiald á bls. 27 Kerfi, sem byggir á ofbeldi og lyg- um, fær ekki staðizt Norðmenn votta Tékkóslóvökum vinarhug með því að hvetja landsmenn til að bera tékkneska fánann þann 28. okt. n.k. Oslo 9. okt. NTB. NÝSTOFNUÐ samtök í Noregi „Frelsisfáninn“ hafa ákveðið að gangast fyrir því að 28. októ- ber n.k. verði sérstaklega minnzt þar í landi, en þann dag eru fimmtíu ár liðin síðan Tékkósló vakía hlaut sjálfstæði. í stjórn samtakanna eiga sæti ýmsir kunn ir norskir borgarar úr röðum stjórnmálamanna og mennta- manna og hverskonar félagssam taka. Nefndin sendi frá sér ávarp í dag, þar sem tilgangi hreyfingarinnar er lýst. Þar seg ir meðal annars að markmiðið sé að gefa norsku þjóðinni tæki- færi til að votta tékknesku þjóðinni samstöðu hennar með frelsi og mannréttindum. Svo og að vekja athygli Norðmanna á því frelsi, sem þeir fái sjálfir að njóta. Nefndin hefur látið gera eina milljón tékkneskra fána og verða þeir seldir nokkra síð- ustu dagana fyrir afmælið. Ágóð inn rennur til tékkneskra flótta- manna. í ávarpinu segir, að von azt sé eftir því að þetta mál fái góðan stuðning, en allt skuli fara fram með sæmd og virðu- leika og án mótmælaaðgerða, óspekta eða ræðuhalda. Þá segir að vonazt sé til að Norðmenn ungir sem gamlir sýni þessu móli stuðning í verki með því að bera tékkneska fánann á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu, svo og að norski fóninn verði dreginn að húni um gervallt landið þann dag og skuli það vera talandi tákn um afstöðu Norðmanna til þess, sem gerzt hefur og til að sýna von og trú um framtíð Tékkóslóvakíu ti'l handa. Að lokum segir í ávarpinu: „Við erum þeirrar skoðunar, að ekkert kerfi — hvar sem er í heiminum — sem byggir á lyg- um og ofbeldi fái staðizt þegar fram í sækir. Við lifum á um- brotatímum og Tékkóslóvakía er í dag tákn vona um sigur and- ans og sannleikans. Við trúum því að sameiginleg yfirlýsing Norðmanna sem nái eyrum tékknesku þ j óðarinnar, sé drýgsti skerfur, sem við getum lagt fram.“ Undir ávarpið rita flestir helztu forystumenn Noregs bæði úr hópi stjórnmálamanna, menntamanna og verkalýðssam- taka. Meðal þeirra má nefna Halvard Lange, fyrv. utanríkis- ráðherra, Tarje Vesas, dr. theol Kristian Schelderup og próf. Harald Schjelderup, Tryggve Lie, fyrrum framkvæmdastjóra S.Þ. og marga fleiri. agremmgur ríkjandi í upphafi Rhodesíu-viðrœðna Gíbraltar, 9. okt (AP-NTB) í K V Ö L D hófust viðræður þeirra Harolds Wilsons, forsæt- isráðherra Bretlands, og Ians Smiths, forsætisráðherra Bhode- siu, um borð i brezka herskipinu „Fearless“, sem liggur við akkeri í höfninni í Gíbraltar. Áður en viðræðurnar hófust héldu báðir forsætisráðherrarnir fundi með fréttamönnum og ræddu samkomulagshorfurnar. Ber þar mikið á miklli, og sér- staklega varðandi réttindi blökkumanna í Rhodesíu. Wil- son og brezka stjórnin krefjas þess að blökkumenn fái sömi réttindi og hvítir þar í landi, ei Smith og stjórn hans vilja haldi blökkumönnum réttindalausum. Wilson segir, að skilyrði fyri samningum sé að komið verði meirihlutastjórn blökkumanna Rhodesíu, en blökkumann eri þar rúmar fjórar milljónir o lúta algerri stjórn 220 þúsun hvítra manna. Aðspurður hvor líkur væru fyrir því að meiri hlutastjórn tæki við völdum Framhald á bís. 27 Kosygin frá Finnlandi Helsingfors 9. okt. NTB-AP ALEXEI Kosygin foirsætisráð- herra Sovétríkjanna, fór í dag flugleiðis frá Helsingfors eftir þriggja daga skyndiheimsókn í Finnlandi, Kekkonen, Finnlands forseti var í för með Kosygin alla dagana og áttu þeir viðræð- ur saman um borð í ísbrjót á Finnska flóa. Stuttorð yfirlýsing var gefin út um fundinn, þar sem segir að Kosygin hafi komið til lands- ins í boði Finnlands forseta og hafi viðræður þeirra leiðtoganna • verið sérlega vinsamlegar. Þeir ‘ segjast fagna góðri og traustri | sambúð landanna, sem byggð sé á vináttusamningnum frá 1948. i Hvað alþjóðamálum viðkemur, | er lögð áherzla á það í orðsend- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.