Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 19««
„Þakklæti er mér efst í huga“
— sagði Kristján R. Sigurðsson eftir að
hann hafði fengið bátinn sinn aftur
— ÞA8 fyrsta sem kom í
huga minn þegar ég fékk
fréttina, var þakklæti til
þeirra manna sem mest og
bezt hafa unnið að þessum
málalokum, sagði Kristján
Ragnar Sigurðsson, eigandi
vb. Ásmundar, sem gerður
var upptækur vegna Ásmund
arsmyglsins, er blaðamaður
Mbl. ræddi við hann á heim-
ili bróður hans í Hafnarfirði
í gærkvöldi.
— Fréttina' um „uppgjöf
sakar“ fékk ég um sjö-leytið
í kvöld. Hún kom mér vissu-
lega á óvænt. Reyndar var ég
búinn að heyra á ferð minni
til Reykjavíkur í dag, að eitt-
hvað stæði til að gera í mál-
inu, en hvað það var vissi ég
ekki.
— Þetta breytir náttúrlega
geysimiklu hjá manni og
verður til þess að ég fer að
líta bjartari augum á tilver-
una, en satt að segja var ég
orðinn all svartsýnn.
— Nei, það er alveg öruggt
að ég ætla ekki að eiga þenn-
an bát lengur, svo fremi sem
nokkur vill kaupa hann, sem
ég vona að verði, því að vb.
Ásmundur er afbragðs sjó-
skip, svo sem kom fram þeg-
ar smyglararnir stálu honum
í Holllandsferðina. Ég hefði
ekkert á móti þvi að vera viff
útgerð, en held samt að ég
haldi mig í þeirri vinnu, sem
ég er í núna hjá Hraðfrysti-
húsi Þórkötlustaða.
Fjölskyldan var að vonum eitt sólskinsbros yfir málalokun-
um. Kristján Ragnar Sigurðsson ásamt konu sinni Ingey Arn-
kelsdóttur og einum syni þeirra, Sigurði Herði.
Páll ísólfsson.
- PHANTOM
Framhald af bls. 1
Rusk, utanrikisráðherra, að
hefja samninga við stjóm fsra-
els um sölu þangað á bandarísk-
um orustuþotum af gerðinni
Phantom F4.
Hafa ísraelsmenn lengi haft
hug á að kaupa 50 þotur af þess-
ari gerð, en Bandaríkin ekki
viljað selja vegna ástandsins fyr
ir botni Miðjarðarhafsins. Nú
hefur bandaríska þingið nýver-
ið heimilað forsetanum flugvéla
söluna, og báðir forsetaframbjóð
endur stóru flokkanna, þeir Ric-
hard Nixon og Hubert Hump-
hrey, hafa lýst sig samþykka
sölunni.
Phantom F4 þoturnar eru
álitnar hraðfleygustu þotur sinn
ar tegundar í heiminum.
Hátíðatðnleikar á af-
mæli Páls ísólfssonar
TÓNLISTARFÉLAGIÐ gengst
fyrir hátíðatónleikum á 75 ára
afmæli Páls ísólfssonar nk. laug-
ardag 12. þ.m. kl. 3 e.h. í Aust-
urbæjarbíói.
Á undan tónleikunum flytur
Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld
ávarp. Efnisskráin sem eingöngu
er skipuð verkum eftir Pál, er
þannig: Fyrst syngur Þuríður
Pálsdóttir með undirleik Jórunn-
ar Viðar þessi lög: Sáuð þið
hana systur mína, Kossavísur,
Heyr það er unnusrti minn, Sum-
ar, Tveir vikivakar og Vöggu-
vísa. Þar næst leikur Jórunn
Viðar einleik á píanó Fimm
Athugosemd
KRISTJÁN Ragnar Sigurðsson
eigandi Ásmundar GK 30 hefur
beðið Mbl. að láta það koma
fram í sambandi við viðtal við
hann í blaðinu í gær, að hann
hafi ekki haft samband við leigu
taka bátsins um tíma og geti
því ekkert fullyrt um vanskil
frá hans hendi, enda átti endan-
legt uppgjör milli þeirra ekki
að fara fram fyrr en 31. októ-
ber næstkomandL
svipmyndir. Síðan syngur Krist-
inn Hallsson þessi lög: Fyrr þín
gæðin fýsileg, Jarpur skeiðar
fljótur frár, Ég reið um háar
heiðar, Söknuður og Heimir.
Undirleik annast Árni Kristjáns-
son og loks leikur Rögnvaldur
Sigurjónsson einleik á píanó, Til-
brigði um stef eftir ísólf Pálsson.
Að tónleikunum loknum munu
vinir og aðdáendur Páls ísólfs-
sonar hylla hinn dáða organleik-
ára, stjórnanda, kennara og tón-
skáld á 75 ára afmæli hans, en
Páll verður viðstaddur tónleik-
Tónleikarnir verða endurtekn-
ir á sunnudag kl. 3.
MUNNLEGUR málflutningur
í máli ákæruvaldsins gegn Þor-
valdi Ara Arasyni hófst í gær-
morgun í Hæstarétti og lauk síð
degis. Er dóms að vænta í máli
þessu alveg næstu daga.
Lík Jörundar
Sveinssonor
hindið
SL. SUNNUDAG fannst lík
Jörundar Sveinssonar loft-
skeytamanns á b.v. Víking, í
(Siglufjarðarhöfn. Jörundur féll
milli skips og bryggju, er hann
var á leið um borð í skip sitt í
vonsku veðri, og fannst lík hans
ekki fyrr en nú, þrátt fyrir í-
trekaða leit.
Munchen-
samkomulugið
ÞANN 29. sept. sl. birti Morgun-
blaðið fróðlegt yfirlit um hinn
fræga sáttmála, sem gerður var í
Munchen þann 30. sept. 1938.
Morgunblaðið telur að Sovétrík-
in hafi ekki átt neina aðild að
sáttmálanum, en viss andi sveif
þó yfir vötnunum í Munchen.
Þarna hittust fjórir af þekktustu
stjórnmálamönnum Evrópu, þeir:
Mussolini
Hitler
Chamberlain
Daladier
Friður var umræðuefnið.
Munehen var fundarstaðurinn.
Til þess að finna rauða þráðinn
í ráðstefnunni getur maður lesið
niður þriðja stafinn í þessum sex
orðum.
Aron Guðbrandsson.
Þjóðslfórn og lausn
elnahagsvandans1
99
— til umrœðu hjá Stúdentafélagi Rvíkur
Sérfræðingar fást við
lærbrot arnarins
NÁTTÚRUFRÆÐISITOFNUN-
INNI barst um helgina slasaður
örn frá Helgafelli í Helgafells-
sveit á Snæfellsnesi. Kom í ljós
við rannsókn að hann var lær-
brotinn.
Örninn hefur síðan verið í
höndum færustu sérfræðinga
íslenzkra laeknavísinda, og er
beðið með mikilli eftirvæntingu
eftir því hver árangurinn verð-
ur, því að algert nýmæli er, ef
það tekst að gera að sárum arn
arins.
Rötgenmyndir voru teknar af
fæti arnarins strax í upphafi, og
hann hefur síðan verið
meðhöndlaður af læknum,
eins og um mann væri
að ræða. Lærbrotið er ekki
mjög slæmt, og væri auðvelt við
ureignar á mönnum, en illmögu
legt er að eiga við slík sár, þeg-
ar um dýr eða fugla er að ræða,
vegna þess hversu mikið þau
brjótast um. Fótur arnarins ér
nú kominn í gips, og er örninn
reirður niður til þess að hann
brjótist ekki um. Mata verður
hann daglega.
Íslendingur sögufróði
— Bók í tilefni sjötugsafmœlis Hagalíns
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá í
Hafnarfirði hefur gefið út bók
er nefnist íslendingur sögufróði,
— úrval úr ritverkum Guðmund
ar Gíslasonar Hagalíns. Er bók-
in gefin út í tilefni sjötugsaf-
mælis höfundar, sem er í dag.
í formála bókarinnar segir út-
gcfandinn Oliver Steinn, m.a.:
„í þessa bók, sem út er gefin í
íilefni sjötugsafmælis Guðmund-
í KVÖLD efnir Stúdentafélag
Reykjavíkur til almenns um-
ræðufundar í Sigtúni við Austur-
völl um efnið: „Þjóðstjórn — og
lausn efnahagsvandans". Fram-
ar Gíslasonar Hagalíns, hafa
þrettán vinir hans, skáld, rithöf-
undar og unnendur verka hans,
valið hver sinn kaflann til birt-
ingar og Hagalín sjálfur loka-
kaflann. Veljendum voru gefnar
frjálsar hendur um hvaða eða
hvers kyns kafla þeir veldu.
Þegar á val þeirra er síðan lit-
ið sem heild, hefur það orðið að
skemmtilegri sýnisbók, sem
kynnir hinn fjölþætta rithöf-
undarferil Hagalíns, allt frá
æskuljóðum hans til lokakafla
síðustu bókar hans“.
Kaflarnir sem valdir eru í bók
ina eru eftirfarandi: Tómas Guð-
mundsson, skáld, velur ljóð frá
æskuárum úr bókinni Blindsker,
er kom út 1921; Hannes Péturs-
son, skáld, velur kafla úr Þætti
af Neshólabræðrum úr bókinni
Veður öll válynd, er út kom
1925; Matthías Johannessen,
skáld, velur kafla úr Kristrúnu
í Hamravík er út kom 1933; Dr.
Sigurður Nordal velur kafla úr
sögunni Förunautum er út kom
1943; Jónas Árnason, rithöfund-
ur, velur kafla úr Virkum dög-
um, er kom út 1936; Ólafur Jóns
son, bókmenntagagnrýnandi, vel
ur kafla úr Sturla í Vogum er
út kom 1938; Dr. Björn Sigfús-
son velur kafla úr Sögu Eldeyj-
ar-Hjalta er út kom 1939; Helgi
Sæmundsson, ritstjóri, velur
kafla úr bókinni Úr blámóðu ald
anna er út kom 1952; Indriði G.
Þorsteinsson, rithöfundur, velur
kafla úr bókinni Konan í daln-
um og dæturnar sjö er út kom
1954; Dr. Steingrímur J. Þor-
steinsson, prófessor, velur kafla
úr bókunum Hér er kominn
Hoffinn og Hrævareldar og
himinljómi er út komu 1954 og
1955; Erlendur Jónsson, bók-
menntagagnrýnandi, velur einn-
ig kafla úr Hrævareldum og
himinljómi; Eiríkur Hreinn
Finnbogason, borgarbókavörður,
velur kafla úr bókinni Fíla-
beinshöllin er út kom 1959; Dr.
Sigurbjörn Einarsson, biskup,
v:lur lokakaflann úr Márus á
Valshamri og meistari Jón, er út
kom 1967 og loks velur höfund-
urinn, Guðmundur G. Hagalín,
lokakaflann úr Gróðri og sand-
foki er út kom 1943.
Bókin er 216 blaðsíður, prent-
uð í Alþýðuprentsmiðjunni.
sögumenn eru tveir úr hópi
yngri stjórnmálamanna, þeir
Árni Grétar Finnsson, hæsta-
réttarlögmaður, og Ólafur Ragn-
ar Grímsson, hagfræðingur.
Philip prins til Is-
lands á föstudag
PHILIP prins, eiginmaður
Elísabetar Bretadrottningar,
kemur til fslands næstkom-
andi föstudag.
Kemur prinsinn í þotu frá
brezka flughernum og lendir
hún síðdegis á föstudag á
Keflavíkurflugvelli.
Prinsinn stanzar hér í tæp-
an klukfeutíma, en hann kem-
ur hér við á leið sinni til
ólympíuleikanna i Mexikó.