Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
Persdnur sögunnar eiga
aliar hlut í sjálfum mér
Rœtt v/ð nýjan skáldsagnahöfund,
Arthur Knut Farestveit
— Grundvallarhugsunin í sög
unni er sú, að mér finnst þess
gæta óeðlilega á meðal okkar,
að þeir sem einhverra hluta
vegna hafa ekki haft kjárk og
þor til að verða leiðandi í starfi,
eyði tíma sínum og orku í að
halda mönnum sér fremri niðri
í stað þess að styrkja þá og
hvetja til dáða. Þeir sem vilja
komast áfram og hafa margt til
að bera, þurfa á styrk að halda.
— Maðurinn getur ekki staðið
einn.
Þetta segir nýr ungur höfund
ur, Arthur Knut Faresveit, sem
kvatt hefur sér hljóðs með skáld
sögunni Fólkið á ströndinni, sem
kom út hjá Almenna bókafélag-
<« inu fyrir nokkru. Eftir Arthur
hafa birzt nokkrar smásögur í
blöðum og tímaritum undanfarin
ár.
— Hvernig vannstu að sög-
unni?
— Hugmyndina fékk ég upp-
haflega fyrir allmörgum árum, en
þá vann ég á veghefli skammt
frá Stokkseyri og sá sjógarð-
inn þar. En þegar ég leit þetta
mikla mannvirki fannst mér ein-
hvernveginn eins og sagan lægi
opin fyrir mér. Síðar lagði ég
grunnkaflana niður fyrir mér.
Sögunni er skipt í 2 megin-
kafla, sá fyrri heitir að morgni
og hinn síðari að kveldi. Þetta
að skipta sögunni þannig í tvo
höfuð kafla tel ég vera mikils-
vert atriði. Með því vil ég leggja
áherzlu á að þó sagan spanni
yfir um 50 ára tímabil þá séu
50 ár á ströndinni, sem dagur
ei meir. Allt hefur einhvernveg-
inn staðið í stað þrátt fyrir fram
vindu tímans.
— Þú virðist hafa gott vald
og þekkingu á tungutaki per-
sónanna. Varla hefurðu numið
í Reykjavík?
— Ég er alinn upp að miklu
leyti á Hvammstanga, og lagði
mig snemma í líma við að hlusta
á og ræða við gamalt fólk. En
auðvitað ætti að vera þarflaust
að taka það fram að ég styðst
hvergi við ákveðnar fyrirmynd-
ir hvorki að norðan né héðan
að sunnan. Hinsvegar játa ég
fúslega að persónur sögunnar
eiga allar vissan hlut í mér sjálf
um.
— Hvað vakir fyrir þér með
nauðgunarsenunni í lokin? Býr
einhver sérstakur boðskapur þar
að baki?
— Eiginlega túlkar nauðgunin
ósigur stúlkunnar, sem heldur
uppi þeim eina kjark, sem enn
eimir eftir af í þorpinu. Stúlk-
an í sögunni er ímynd þeirrar
framtíðar, sem hægt hefði verið
að færa þorpinu, en er misþyrmt
og fótum troðin.
— Varstu lengi að vinna að
sögunni?
— Ég skrifaði að minnsta kosti
fimm uppköst að henni. Vetur-
inn 1965—66 var ég við nám í
leikhúsfræðum við háskólann í
Osló og vann ég mikiS þá að
henni. Eg hafði þá allgóðan tíma
auk þess þótti mér gott að vera
í fjarlægð frá sögusviðinu. Síð-
an lagði ég handritið fyrir Al-
menna bókafélagið. Tómas Guð-
mundsson las það yfir, tók í
hnakkadrambið á mér og sagði
að fólk væri steinhætt að nenna
að lesa langar skáldsögur. Ég
settist því niður og skar söguna
niður um allt að því helming.
Ég er þeirrar skoðunar að hún
hafi grætt mikið á þvL
— Ertu með fleiri verk í smíð-
um?
— Ég er að leggja síðustu
hönd á ská'ldsögu, sem enn hefur
ekki hlotið endanlegt nafn. f
handritunum hef ég þó kallað
hana Lífssekt. Þetta er frekar
stutt saga og alger andstæða við
Fólkið á sbröndinni.
Arthur Faretveit
f vetur eða vor hef ég svo
hugsað mér að dvelja um hríð í
Kaupmannahöfn ásamt konu
minni og halda þar áfram að
vinna að bók, sem lengi hefur
leitað á huga minn. Sú saga fjall
ar að nokkru um afdrif íslend-
inga á Græníandi. Ég mun því
verja tíma mínum í að sækja
söfn í Kaupmannahöfn og kynna
mér efnið eftir því sem tök eru
á. Síðar býst ég við að ég verði
að dvelja eitthvað á GrænJandi
til þess að komast í snertingu við
mér öllu óþekkta náttúru.
Eins og er virðist mér þetta
ætla að verða mikið verk, þar
sem sagan verður að spanna yfir
að minnsta kostilOO ára tíma-
bil eigi hún að geta gefið nokkra
hugmynd um afdrif fslending-
anna og þá baráttu sem þier
háðu. Ég hef samit ekki í huga
að skrifa skáldsögu, sem flokk-
azt gæti undir orðið sagnaskáld
saga, heldur gefur þetta við-
fangsefni mér tækifæri til að seil
ast inn í vandamál einstaklings-
ins, fólksins og þjóðanna í dag,
það er, kærleikann til náungans
hvort sem hann er svartur, gul-
ur eða hvítur. Ég hef um nokk-
urt skeið verið að viða að mér
persónum og efni í söguna, en
vantar að sjálfsögðu heildar-
bygginguna. Ég hef einnig reynt
að viða að mér bókum um Eski-
móamenningu og reynt að kynna
mér allt tiltækt efni um þá. Þá
gæti einnig verið að sitthvað
kæmi upp úr dúrnum, sem við
höfum ekki enn lagt nógu mikið
upp úr hvað snertir Eskimóana.
En hafa ber í huga að þeir réðu
yfir margs konar tækni, sem
norðurlandabúar þekktu ekki til
og þeir áttu rætur sínar í nátt-
úrunni sjálfri.
— Hefurðu lengi fengizt við
að skrifa?
— Ég hef skrifað síðan ég var
í menntaskóla og nokkrum árum
betur. Þegar ég var í þriðja
bekk var ég hinsvegar svo hepp
inn að fá 1. verðlaun í smásagna
samkeppni, sem efnt var til á veg
um Framtíðarinnar. Það var ta'ls
verða uppörvun. Síðan hef ég
haldið áfram og birt nokkrar
smásögur í blöðum tímaritum og
útvarpi.
— Þú sagðist hafa verið við
nám í leikhúsfræðum, hefurðu
kannski sérstakan áhuga á leik-
ritagerð?
— Já, ég hef vissulega áhuga,
en ekki veit ég hvort hyggilegt
er að fara út í þá sálma að
sinni. Ég var aðeins einn vetur
við nám í leikhúsfræðum, en það
var mér mjög gagnlegur tími.
Norski skólinn er nýr en skip-
aður afbragðs mönnum. Viðfangs
efnin voru tekin til meðferðar og
krufin til mergjar og komið var
inn á flestar greinar leikhúsvís-
inda, sálarfræði leikara hvað þá
meira.
— Finnst þér þú vera kröfu-
harður við sjálfan þig?
— Ég get ekki dæmt um það.
Hinsvegar byrja ég ekki áneinu
fyrr en ég er búiran að ganga
það lengi með hugmyndirnar, að
ég tel mig ráða viðunandi við
þær. Og þegar ég byrja á annað
borð að skrifa hef ég varla und-
an að festa það á pappírinn sem
ég vildi sagt hafa. Síðan kemur
úrvinnslan. Nú og ef mig brest-
ur ekki hörku, tíma og hæfileika
til að virana úr þeim hugmyndum,
sem sækja á mig, vonast ég tfl.
að geta haldið áfram að skrifa.
— Og hafa skal orð Ibsens
gamla í huga: at dikte — det er
að holde dommedag over seg
selv.
— Kvíðirðu gagnrýni?
Nei, ég hlakka frekar til að
sjá hvað gagnrýnendurnir hafa
um bókina að segja. Þó vona ég
að þeir láti ekki standa sig að
því að vinna flausturslega að
verkefni sínu og misskilji þá
kannski stórlega ýmis atriði. Það
er vandaamt að vera gagnrýn-
andi og starf þeirra er mikilvægt
Ég er viðbúinn að taka við holl-
um leiðbeiningum en sparðatín-
ing hirði ég ekki um.
Steinn Jónsson hdL
Lögfræðiskrifstofa.
Fasteignasala.
Til sölu m.a.
2ja herb. jarðhæð við Brekku-
stíg í góðu standi, útb. 350
þús.
3ja herb. jarðhæð á Seltjarn-
arnesi.
4ra herb. hæð við Víðihvamm,
útb. aðeins kr. 300 þús.
5 herb. hæð í blokk í Vestur-
borginni, endaíbúð. Suð-
vestursvalir.
5 herb. hæð við Álfheima, sér-
lega vönduð íbúð.
7 herb. hæð í nýju húsi ásamt
bílskúr. Teppalagt, sérlega
vandað eldhús. Eignaskipti
möguieg.
Einbýlishús við Lyngás í
Garðahreppi.
Einbýlishús við Hrauntungu í
Kópavogi.
Einbýlishús við Sogaveg, útb.
aðeins 200 þús.
Höfum kaupanda að einstakl-
ingsíbúð í skiptum fyr-
ir 3ja herb. íbúð í Holtun-
um.
Hafið samband við okkur, ef
þér þurfið að kaupa eða
selja íbúð.
Steinn Jónsson hdl.
Kirkjúhvoli.
Símar 19090 - 14951.
Kvöldsími 36768
ÍBÚÐIR — ÍBÚÐIR
í BYGCINGARSAMVINNUFÉLAGI
Til ráðstöfunar eru nú aðeins tvær 3ja herb. íbúðir
(90 ferm.) í stigahúsum sem verið er að byggja við
Maríubakka í Breiðholti. Þvotta- og vinnuherb. er
sér inn af eldhúsi, (4x1,7 m.)
Baðherbergi er með glugga.
í kjallara eru geymslur og sameign.
6 íbúðir eru í hverju stigahúsi. Búið er að sækja um
húsnæðismálastjórnarlán.
Verðið á þessum íbúðum verður mjög hagstætt.
Byggingarkostnað má greiða á árunum 1968, ’69
og ’70.
Teikningar og allar upplýsingar er að fá hjá Sigurði
Pálssyni, byggingarmeistara, Kambsvegi 32, símar:
34472, 38414.
Leiguíbúd
íbúð óskast til leigu í Kópavogi eða ÁrbæjarhverfL
Upplýsingar í síma 40054.
Bifvélavirki
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða ungan bifvéla-
virkja með meistararéttindum.
Tilboð er greini aldur og fyrri störf leggist inn á
afgreiðslu blaðsins fyrir 25. okt. n.k. merkt: „Bifvéla-
virkjameistari — 2149“.
f Vesturbœnum
Til sölu er nýleg, mjög stór (tæpir 80 ferm.) 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð í sambýlishúsi við Meistara-
velli. Stórir suðurgluggar. Sérhiti. Sérþvottahús.
Harðviðar- og plastinnréttingar af beztu gerð. Teppi
á gólfum. Teikning hér á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími 14314.
Kvöldsími 34231.