Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
Kikna Tékkóslóvakar undan ofurvaldi Rússa?
— þeir urðu að ganga að nýjum
afarkostum á Moskvufundinum
Alla síðustu viku héldu Tékk-
óslóvakar áfram baráttu sinni
gegn hernámsliðinu. Meðan boð-
uðum viðræðum tékkneskra og
sovézkra leiðtoga var frestað æ
ofan í æ, sýndu Tékkóslóvakar
sovézka hernámsliðinu háðslega
fyrirlitningu og lítilsvirðingu.
Sovézku hermerr irnir sem komu
til Prag í leyfum sínum frá búð-
um utan stórborganna reyndu að
vingast við borgarbúa, með því
að kjassa smábörn og bjóða upp
á einn umgang af öli á krám.
Öllum slíkum vinahótum var tek
ið af þrjózkulegum kulda.
Þegar Kuznetsov aðstoðarutan
ríkisráðherra var í heimsókn í
Tékkóslóvakíu til að undirbúa
viðræðurnar, hugðist hann meðal
annars sitja fund í tékknesk-
sovézka félaginu, sem er sagt
hafa um miíljón félagsmenn inn-
an vébanda sinna. Þegar ráð-
herrann kom til aðalstöðva fé-
lagsins á bökkum Moldár, var
þar ekki hræða fyrir, allir þeir
sem höfðu starfað á skrifstofu
félagsins voru á bak og burt,
og engir gestir komu á fundinn.
Sömu móttökur fengu sovézkir
ráðgjafar, sem voru sendir í verk
smiðjur og fyrirtæki og inntu
menn eftir því, hvort þeir ættu
ekki að liðsinna þeim á einn eða
annan hátt.
Borgarar Tékkóslóvakíu fylgd
uat af lifandi áhuga með undir-
búningi Moskvuviðræðnanna.
Margir voru kvíðnir og óttuðust
allt hið versta. Aðrir staðhæfðu
að Rússar treystu sér ekki til að
beita leiðtogana frekari kúgun,
þar sem þjóðin stæði einhuga
að baki þeim. En menn áttu eftir
að reka sig harkalega á að í aug
um sovézkra skiptir þjóðarhugur
ekki máli, þegar um er að ræða
að „vernda hagsmuni sósíalism-
ans.“
Þegar Alexander Dubcek flokks
leiðtogi, Cemik forsætisráðherra
og Husak, ritari flokksdeildar-
innar í Slóvakíu, sneru heim til
Tékkóslóvakíu á föstudagskvöld
ið eftir tveggja daga viðræður
í Moskvu, var Ijóst að þeim
höfðu verið settir úrslitakostir.
og að þeir höfðu gengið að þeim.
Þeir urðu að falíast á þá kröfu
Rússa að hernámsliðið yrði um
kyrrt í Tékkóálóvakíu, unz á-
standið væri komið í eðlilegt horf
eins og það heitir á máli Rússa.
Að sjálfsögðu veita foringjarn-
ir í Kreml sjálfum sér umboð
til að meta og vega, hvort og
hvenær þetta eðlilega ástand
kemst nokkurn tíma á áð nýju.
Viðræðurnar höfðu verið í und
irbúningi um allíanga hríð. Hvað
eftir annað var þeim frestað.
Augljóst er, að það eins og ann-
að var gert að undirlagi Rússa.
Margir voru þeirrar skoðunar,
að töfin benti ti'l, að Rússar væru
að reyna að fá því framgengt
að Dubcek léti af völdum og
þeir fengju aðra viðráðanlegri
viðmælendur til Moskvufundar-
ins. Það kveikti nokkra von með
mönnum, að svo virtist sem Tékk
óslóvakar reyndu enn að spyrna
við fótum. Þegar Alexander Du-
bcek varð að lokum formaður
tékknesku sendinefndarinnar, sem
fór til Moskvu, héídu ýmsir að
það bæri vott um, að Rússar
treystu sér ekki til að beita
Tékkós'lóvaka þeim þvingunum,
sem þeir höfðu ætlað fyrir fund
inn.
Stjómmálafréttaritarar eru á
einu máli um, að Alexander Du-
bcek líafi vonazt eftir því, að
hann og félagar hans fengju lof-
orð fyrir brottflutningi hernáms
liðsins, gegn því heiti að þeir
beittu sér fyrir að koma á marg
nefndum eðlilegu ástandi, og að
þeir skyldu sjálfir fá að vera
með í ráðum um að segja til um,
hvenær það hefði gerzt. Hvaðan
slík bjartsýni var sprottin var
ekki ljóst, enda kom brátt á
daginn, að Dubcek og félagar
hans fóru mjög hall'loka. Eng-
um kröfum Dubceks var sinnt,
heldur bornar fram gagnkröfur,
sem í augum hans hljóta að
hafa verið óviðunandi og óað-
gengilegar, þótt hann neyddist
til að samþykkja þær.
Áður en fundurinn hófst, með-
an hann stóð yfir og ekki síður
eftir að honum var lokið, með
Ljósaúrval
Nýkomið mikið úrval af dönskum loftljósum.
Opið á laugardögum til kl. 4.
Raftækjaverzlun H. G. GUÐJÓNSSONAR,
Suðurveri, sími 37637, gegnt Kringlumýrairbraut.
Njarðvíkingar
Skrifstofa Njarðvíkurhrepps er flutt í eigið húsnæði
að Fitjum, þar sem áður var Vélsmiðja Njarðvíkur h.f.
Sveitarstjórinn Njarðvíkurhreppi.
Dngur Leifs Eiríkssonor
Árshátíð íslenzka-ameríska félagsins verður haldin
að Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 11. október 1968
kl. 19.30.
Borðapantamir í síma 20221 fimmtudag milli kl. 5—7,
og föstudag eftir kl. 4 e.h. — Dökk föt eða smoking.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar.
Dubcek og félagar við brottförina til Moskvu. Ýmsir háttsettir tékkneskir foringjar fylgdu
þeim til flugvallar.
fulíkominni uppgjöf Tékkóslóv-
aka, héldu sovézk blöð áfram
linnulausum árásum á ýmsa leið-
toga Tékkóslóvakíu, án þess þó
að nafngreina þá og báru þeim
í brýn sinnuleysi og seinagang í
því að færa landið aftur inn á
brautir réttlínukommúnisma í
anda þeirra Marx og Lenins.
Rauða stjarnan, málgagn sov-
ézka hersins, sagði a'ð
menn yrðu að horfast í augu
við þá mikilvægu staðreynd, að
sósíalisma væri ekki hægt að
byggja upp án þess að kommún-
istaflokknum væri tryggt algert
forystuh'lutverk.
Sovézk blöð báru það einnig
á borð fyrir lesendur sína, að
öruggar ráðstafanir til að efla
sósíalismann, vald alþýðunnar,
verkalýðsstéttarinnar og forystu
hlutverk kommúnistaflokksins í
þjóðlífinu í því skyni að efla
vinsamleg samskipti við þjóðir
Sovétríkjanna og allan hinn sósí
aliska heim.
Þess hefur áður verið getið
hér í blaðinu, að það þótrti ekki
spá góðu um viðræðurnar, er
fréttir bárust af kuldalegu við-
móti, sem sovézku leiðtogarnir
sýndu hinum tékknesku við kom
una til Moskvu. Að vísu fóru
þeir Brezhnev, Kosygin og Pod-
gornu til fluigvallarins og tóku á
móti þeim. En blaðamönnum var
ekki leyfður aðgangur, mynda-
Sovézkir hermenn í skemmtig arði í Prag, ungur tékkneskur
maður horfir tómlátlega á þá.
Rússar hefðu í hvívetna staðið
við samkomulagið, sem var gert
í Moskvu í ágústlok. Ekki nóg
með það, heldur reyni
Sovétmenn daglega að auð-
velda Tékkóslóvakíu þróunina
til eðlilegs ástands. Sanníeikur-
inn sé þó sá, að sumir aðilar í
Tékkóslóvakíu hafi ekki áhuga
á að skipta á glamuryrðum um
þróun tíl eðlilegs ástands og
raunverulegra athafna. Sovézk
blöð sögðu, að þetta ylli tékk-
neskum verkalýð þungum áhyggj
um. Eins og undanfarnar vikur
hafa og birzt bréf og yfirlýs-
ingar frá „heiðarlegum" tékkn-
eskum borgurum, þar sem her-
námsliðinu eru færðar þakkir og
það beðið að yfirgefa ekki bræð
ur sína í þrengingum.
Daginn sem viðræðurnar hóf-
ust sagði Pravda í grein:
„Grundval'larmunur er á milli
túlkunar Rússa og Tékkóslóvaka
á því hvað hugtakið „eðlilegt á-
stand“ felur í sér. Margir Tékkó-
slóvakar segja: „Flytjið herliðið
burtu og þá verður ástandið eðli
legt á ný.“ En Pravda bætir
við að það sé greinilegt að ef
ástandið eigi að komast í raun
og veru í samt far verði að gera
tökur voru bannaðar og strax
eftir komu Dubceks og félaga
hans var brunað inn í borgina
í stórum lokuðum bílum. Nú var
engum fánum veifað og blómum
kastað, eins og þegar Rússar
tóku á móti Svoboda í ágúst s.l.
Viðræ'ðumar voru að sjálfsögðu
haldnar fyrir luktum dyrum og
samræður fóru fram á rússnesku.
Á föstudagskvöld lauk fundar
höldum og niðurstöður fundarins
voru birtar í rúsisneska útvarp-
inu og síðan í blöðum og þær
flugu von bráðar um alla heim.
Hvarvetna voru menn felmtri
slegnir. Fram að þessu höfðu
áreiðanlega flestir haldið dauða
haldi i þá von, að harka og ein-
beitni Dubceks, svo og að hann
hefur sýnt og sannað að þjóð
hans stendur einhuga að baki
honum og stefnu þeirri sem hann
barðist fyrir, myndi verða til að
Bovézku foringjamir dirfðust ekki
að setja Tékkóslóvakíu slíka af-
arkosti. En sú von varð að
engu.
Niðurstöður fundarins voru eins
og fyrr segir, að sovézka her-
liðið verði um kyrrt í íandinu
um óákveðinn tíma. Tékk-
nesku leiðtogamir hétu því
að gera auknar rá'ðstafanir
til að öll fjölmiðlunartæki
landsins héldu sig innan æski-
legra marka. Tass fréttastofan
sagði einnig, að sovézku fulltrú-
amir hefðu fullvissað tékknesku
sendinefndina um að þeir væru
reiðubúnir að veita tékkneskum
bræðrum sínum aíla þá hjálp er
þeim mættu, í því 'augnamiði að
koma ástandinu innan flokksins
og í landinu í eðlilegt horf.
Daginn sem Moskvufundurinn
hófst birti dagblað tékknesku
verzlimarsamtakanna orðsend-
• ingu frá atkvæðamiklum ítölsk-
um kommúnista, Luciano Lama,
formanni ítölsku verkalýðssam-
takanna, og vakti birting hennar,
ekki sízt athygli fyrir það að rit
skoðað tékkneskt blað fékk að
birta hana. 1 yfirlýsingunni
segir hann meðal annars: „Hver
og einn vilt taka þátt í þeirri
þróun sem hafin er, á einhvern
hátt, jafnvel þó að við erfiðar
aðstæður sé. Mér virðist að
reynsla ykkar undangengnar vik
ur staðfesti að það er erfitt að
svipta þá frelsi, sem vilja ekki
glata því.“ Lama ásakar Rússa
fyrir að hafa veikt alþjó'ðakomm
únismann og æsa upp neikvæð
öfl í Evrópu og víðar í heim-
inum. „Við heyrum vopna-
glamur. Það er hættu-
'legt og við eigum að berjast
gegn því. Sé lifið hlutlægt á mál
in hefur ófriðarhættan verið auk
in með hernaðaríhlutuninni í
Tékkóslóvakíu."
Háværar raddir eru nú uppi
um, að Alexander Dubcek vilji
segja af sér. Ekki aðeins vegna
þvingcina Sovétstjórnarinnarheld
ur og vegna þess að honum hef-
ur áreiðanlega skilizt, að hann
á engra kosta völ. Sovétmenn
herða stöðugt tökin á tékknesku
þjóðinni. Ef hann situr áfram
hlýtur hann óhjákvæmilega að
glata vinsældum sínum og trausti
| fólksins. Tékkóslóvakar hafa áft
erfitt með að sætta sig við þá
tilhugsun að missa Dubcek úr
íeiðtogasæti, þar sem hann hefur
verið þjóðinni ómetanlegt eining
artákn ekki sízt þann tíma sem
liðinn er frá innrásinni. Og f
nokkra mánuði var hann boð-
beri nýrra og betri tíma í Tékkó-
slóvakíu.
En þeim hefur orðið ljóst, síð-
ustu vikur, að til þessa kynni
að draga. Sumir vona innst
inni, að Dubcek segi af sér.
Með því leysir hann þá að nokkru
undan þeim loforðum, sem þeir
hafa orðið að gefa. En það sem
þeir telja mikilsverðara er
að með því að segja af sér
sýni hann fram á, að hann fær
ekki varið fyrir samvizku sinni
a'ð sitja áfram, eftir að hlutskipti
hans hefur orðið að vera áhrifa-
laus leikbrúða í höndum sov-
ézkra drottnara.