Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1068 15 ERLENT YFIRLIT H Dubcek hótar að segja af sér H Rússneskir hermenn í Búlgaríu iV Wallace talinn hœttulegur 21. september, að hún hefði af- hent búlgörsku stjórninni orð- sendingu, þar sem þess hefði ver ið krafizt, að fjölmennt so- vézkt herlið, sem dregið hefði verið saman í Búlgaríu, yrði flutt á brott. Albanir lýstu opin berlega yfir því, að þeir hefðu ..óyggjandi sannanir" fyrir því að rússneskar hersveitir væru komnar til Búlgaríu og sögðu að þ;ssi iiðssafnaður þjónaði ár- ásartilgangi. Nokkrum dögum síðar vísaði hin opinbera fréttastofa í Búl- garíu ásökunum .Albana á bug og sagði að þær væru „upp- spuni“. Hernámsliðið kyrrt I iLEIðTOGAR Tékkóslóvakíu hafa enn neyðzt til að láta und- an ofurvaldi Rússa. Viðræður Alexanders Dubcek, aðalleiðtoga kommúnistaflokksins, Oldrich Cernik forsætisráðherra og Gu- stavs Husak, leiðtoga kommún- istaflokks í Slóvakíu við leið- Wallace: Tekinn alvarlega. toga Sovétríkjanna í Moskvu á dögunum leiða til þess,að sov- ézkt herlið verður til lang- frama í Tékkóslóvakíu og að drottinvald kommúnista- flokksins ' verður endurreist. Hert verður á eftirliti með blöð um, útvarpi og sjónvarpi, og samskipti Tékkóslóvakíu við önnur Austur-Evrópuríki verða efld, Rússum hefur að öllum lík indum tekizt að grafa undan á- hrifum Dubceks, og hann veld- ur þeim greinilega ekki eins miklum áhyggjum og áður. Að því er fréttir frá Prag herma hafa Dubcek, Cernik, Jos ef Smrkovsky þingforseti og Ludvik Svoboda forseti hótað að segja af sér í stað þess að ganga að kröfum þeim, sem Rússar gerðu í viðræðunum, og mun fundur sá, sem boðaður hefur verið í miðstjórn . flokksins, væntanlega leiða í Ijós, hvort þeir láta verða af hótun sinni. Fjórmenningarnir telja sér naumast annað fært en að segja af sér vegna kröfu Rússa um áframhaldandi dvöl hernáms liðsins, kröfu þeirra um hreins- un menntamanna og stjórnmála- manna, sem gagnrýnt hafa inn- rásina, og kröfu þeirra þess efn is, að „ráðunautar" verði skip- aðir í helztu ráðuneyti. „EÐ1 TLEGT ÁSTAND" í Moskvu-viðræðunum hótuðu bæði Dubcek og Cernik að segja af sér, en Husak vildi ekki ganga eins langt, þótt hann neit aði að ganga að kröfum Rússa. f raun og veru er hið nýja sam- komulag, sem gert var í Moskvu aðeins staðfesting á hinu svo- kallaða samkomulagi, sem tékkó slóvakískir leiðtogar voru neyddir til að samþykkja sex dogum eftir innrásina. Rússar neita enn sem fyrr að flytja herliðið úr landi fyrr en „eðli- legt ástand“ kemst á. Þótt sam- komulag næðist um brottflutn- ing „stig af stigi“, er ekkert um það sagt, hvenær brottflutning- urinn skuli hefjast, og ljóst er, að Rússar geta alltaf lengt dvöl liðsins á þeirri forsendu, að „eðlilegt ástand“ sé ekki komið á. í viðræðunum settu Rússar auk þess fram kröfu um, að gerður yrði samningur, þar sem gert yrði ráð fyrir, að so- vézkt herlið dveldist í landinu um óf "rirsjáanlega framtíð, en í lokayfirlýsingunni sagði aðeins, að nýr samningur um hernáms- liðið ði gerður bráðlega. Við- ræði um þennan samniing eru nú h’ >ar í Moskvu. Ljóst er, að þótt Dubcek segi af sír verður honum kennt um að látið hafi verið und- an kröfum Rússa og hann getur hæglega orðið skot- mark þeirrar miklu reiði, sem Tékkóslóvakar hafa bælt með sér á undanförnum vikum. En fréttaritari brezka blaðsins Ob- servers í Moskvu segir að þótt Rússar séu vafalaust ánægðir með að hafa grafið undan áhrif- um Dubceks, hafi þeir engar á- hyggjur af honum lengur, þar sem þeir hafi fengið alla helztu leiðtoga Tékkóslóvaka til að ganga að kröfum sínum. Því telji þeir sig engu skipta, hvort hann verður áfram leiðtogi Tékkóslóvaka eða ekki. En ljóst er, að ef Dubcek segir af sér, getur svo íarið að eining þjóð- arinn-ar fari út um þúfur og að bilið milli flokksins og þjóðar- innar breikki. Þess hefur þegar orðið vart í Slóvakíu, þar sem Husak þykir hafa gengið of langt til móts við Rússa og menntamenn telja að honum sé það síður en svo þvert um geð að herða á ritskoðun og eftir- liti með dagblöðum, þótt hann segist neyðast til þess að herða á eftirliti vegna þrýstings frá Rússum. VONSVIKIN ÞJÓÐ Fréttaritari Observers í Prag hverfa á aftur *til skrifstofuveld is Novotny-tímans. Gefa á allar vestrænar tilraunir upp á bát- inn og loka Tékkóslóvakíu bak við járntjaldið. f utanríkismál- um verður forðazt að hafa of náið samneyti við vestræn ríki, ef til vill í viðskiptum engu síð ur en á stjórnmálasviðinu. Nýja samkomulagið getur leitt til þess, að nokkrir hinna gömlu íhaldssömu stalínista verði hækkaðir í tign, segir fréttarit- arinn, en ekki margir, þar sem Rússar hljóta að gera sér grein fyrir að þeir hafa engin áhrif og að aðeins 2 af hundraði þjóðar- innar fylgja þeim að málum, þar af margir óánægðir flokksstarfs- menn og embættismenn, sem um bætur Dubceks hafa bitnað á. Ef tékkóslóvakískir leiðtogar hafa neyðzt til að ganga að ó- þolandi skilmálum, glata þeir stuðningi þjóðarinnar í einu vet fangi. Ef þeir hafa neitað að fara yfir þau mörk, sem þeir hafa sett sér, heldur þjóðin á- fram að vona, segir fréttaritári Observers. Uggur rikjandi á Balkanskaga TALSVERÐS uggs gætir á KINVERJAR SAMMALA Fyrir rúmri viku lýsti Chou En-lai forsætisráðherra Kína, yf ir stuðningi við ásakanir Albana og sagði í ræðu: „Sovézka end- urskoðunarklíkan hefur ný- lega safnað liði í Búlgaríu und- ir merki Varsjárbandalagsins til þess að herða eftirlit sitt með búlgörsku þjóðinni og auka rán sitt í landihu og hefur þar með stofnað öryggi sósíalistaríkisins Albaníu og þjóðum Balkanskaga í alvarlegá hættu.“ Seta rússnesks herliðs í Búl- garíu mundi fyrst og fremst ógna grannríkjunum Rúmeníu og Júgóslavíu. Albanía er ekki í eins mikilli hættu, þar sem Jú- góslavía skilur landið frá Búl- garíu. Þessar fréttir bárust um sama leyti og Ivan Yakubovsky, yfir- maður herliðs Varsjárbandalags ins, ferðaðist um höfuðborgir Austur-Evrópu. Hann kom sein- ast við í Rúmeníu, og hafa rúm- enskir leiðtogar ekkert viljað segja um heimsókn hans. Það eina sem er vitað um heimsókn hans, er að hann ræddi við aðal leiðtoga rúmenskra kömmúnista, Ceusescu, um „sameiginleg á- hugamál", er snertu Varsjár- bandalagið. Josef SmrKovsky, forseti tékkóslóvakiska þingsins, tekur á móti Alexander Dubcek við komu hans frá Moskvu. segir, að ástandið í Tékkósló- vakíu sé komið á nýtt stig. Landsmenn finni, að þeir muni bíða ósigur fyrir Rússum. Misk- unnarleysi Rússa hefur valdið vonbrigðum, og vonbrigðin eru enn meiri vegna þess að forystu menn Tékkóslóvaka neyddust til að ganga að hinum hörðu skil- málum þeirra. Daginn eftir komu Dubceks frá Moskvu birtist í Rude Pra- vo grein, sem Rússar geta ver- ið hæstánægðir með. Höfundur greinarinnar var Josef Spacek, sem talinn hefur verið einn helzti umbótasinninn í Prag, og lagði hann áherzlu á forystu- hlutverk kommúnistaflokks- ins. Á þetta atriði Moskvu-sam komulagsins leggja Rússar meg- ináherzlu, en það táknar að Balkanskaga vegna fregna um, að Rússar hafi sent hersveitir til Búlgaríu. Einkum eru Júgóslavar uggandi vegna tilkalls þess, sem Búlgarar gera til allrar Makedó- níu, sem að mestu leyti tilheyrir Júgóslavíu. Að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph herma áreiðan- legar heimildir í Austur-Evrópu að tvö sovézk fallhlífahérfylki séu í Búlgaríu. Auk þess er sagt, að rússneskar „fjarskiptasveit- ir“ hafi nýlega komið til lands- ins. Sovézkt herlið er í Austur- I Þýzkalandi, Póllandi, Ungverja- landi og nú í Tékkóslóvakíu, en opinberlega er sagt, að ekkert j sovézkt herlið dveljist í Búlgar- íu. ' Albanska stjórnin tilkynnti RETTLÆTING PRAVDA Rússar hafa stöðugt aukið á þrýstinginn á Rúmena, sem for- dæmdu innrásina í Tékkóslóvak íu, eins og sjá má á grein, sem birtist í Pravda einum sólar- hring áður en Yakubovsky mar skálkur kom til Búkarest. f greininni var reynt að finna rök fyrir rétti Rússa til að hlutast til um innanríkismál annarra kommúnistalanda. Þar með var beinlínis afneitað hinni mikil- vægu sjálfstæðisyfirlýsingu rúm enskra leiðtoga frá apríl 1964. Þar var skýrt tekið fram, að so- vézki kommúnistaflokkurinn hefði engan rétt til að líta á sig sem æðsta kommúnistaflokk heims og telja sig hafa rétt til að neyða óæðri flokka til að lúta vilja sínum. Tito: Liðssafnaður í Búlgaríu vekur ugg. Óvild i garð menntamanna SÚ ákvörðun George Wallace að velja Curtis LeMay hershöfð ingja varaforsetaefni sitt hefur vakið undrun og ugg blaða í Bandaríkjunum. New York Tim es segir, að val varaforsetaefnis ins sýni, að Wallace sé ekki hæf ur til að stjórna kjarnorku- vopnaforðabúri Bandaríkjanna. Baltimore Sun segir, að fram- boð Wallace og Le May geti valdið sprengingu, sem stofnað gæti framtíð landsins í hættu. Talsvert ber á því, að Wall- ace og stuðningsmönnum hans sé líkt við fasista. Þótt þeir séu ekki beinlínis kallaðir því nafni er sagt, að þeir séu á góðri leið með að verða fasistar. Josep Al- sop, hinn kunni stjórnmálafrétta ritari, segir, að tími sé kominn til að taka Wallace alvarlega, en hingað til hafa margir neitað að . gera það þrátt fyrir það mikla fylgi sem hann nýtur samkvæmt skoðanakönnunum. AFTURHVARF Alsop segir, að raunverulegt skotmark Wallace séu ekki blökkumenn heldur miklu frem- ur frjálslyndir menn, sem mótað hafi þá stefnu sem fylgt hefur verið í Bandaríkjunum síðustu þrjá áratugi. Með ræðum sínum hverfi Wallace þrjátíu ár aftur í tímann og gefi í skyn að pró- fessorar og blaðamenn sitji á svikráðum við heiðarlega verka menn og að leiðtogar stóru flokk anna hafi brugðizt þeim með því að fara að vilja stjórnleysingja og kommúnista. Raunar telur A1 sop, að meirihluti frjálslyndra manna geti að miklu leyti kennt sjálfum sér um þessa þróun, þar sem þeir hafi sýnt ofstopa vinstrisinna og öfgasinnaðra blökkumanna kjánalegt umburð arlyndi. HATUR Á ANDMÆLENDUM Alsop segir, að á kosn- ingafundum Wallace, megi finna hatur múgsins í garð hinna fáu blökkumanna og stúdenta, sem þangað koma til að mótmæla og grípa fram í, liggja í loftinu. En hann segir að framíköll þess ara andmælenda séu ómissandi liður í kosningabaráttu Wallace, því að þau stappi stálinu í stuðn ingsmenn hans. Enn sé þróunin ekki komin á það stig, að Wall- ace láti stormsveitir halda uppi röðum og reglu á fundum sín- um, en Alsop gefur í skyn að það geti gerzt áður en kosn- ingabaráttunni lýkur. Mikið er um það rætt hvaða áhrif varaforsetaframboð Le Mays muni hafa. Sumir telja, að það muni sameina Demókrata- flokkinn og jafnvel tryggja hon um sigurinn. Repúblikanar gera aftur á móti ráð fyrir, að fram- boð LeMays auki enn sigurlík- ur þeirra. Þeir segja, að kjós- endur, sem langi til að kjósa Wallace en geti ekki fengið sig til þess, muni sætta sig við Nix on. Báðar þessar tilgátur byggj- ast á þeirri almennu skoðun, að framboð LeMays í varaforseta- framboðið spilli fyrir Wallace. En aðrir segja, að þeir sem ityðji Wallace séu í senn öfga- fullir þjóðernissinnar og óánægð ir þjóðfélagsþegnar og menn eins og Le May kunni að njóta miklu meiri virðingar en gera megi ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.