Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
- BÖKMENNTIR
Framhald af bls. 13
skáldsöguimi Töfrar draumsins,
þar sem karlmaðurinn gufar upp
og verður að reyk — draumi í
huga konu sinnar. En hún stendur
állan tímann í forgrunni sög-
unnar, holdi klædd, svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
VI
Hverfum frá manngerð og
einstaklingi til samfélags. Sér-
hver höfundur mótast af sam-
félagi sínu. Samfélagið leggur
honum svo aftur verkefni i hend
ur, sem hann vinnur úr sam-
kvæmt viðhorfi sínu og reynslu.
Ritferill Hagalíns sem ungs
höfundar er samfelldur um-
brotatími í þjóðfélaginu. Sundr-
ung geysar, stéttastríð eru háð,
rithöfundar fylkja sér í and-
stæðar pólitískar raðir. Nýjar
stjórnmálastefnur róta upp í
þjóðfélaginu, sem er að umbreyt
ast úr bændaþjóðfélagi í borg-
araþjóðfélag.
Fyrsta skáldsaga Hagalíns,
Vestan úr Fjörðum, fjallar um
félagsleg vandamál.
Brennumenn koma út sama ár-
ið og Vefari Laxness og er í
tölu fyrstu skáldverka ís-
lenzkra, sem fjalla um verklýðs-
baráttu, beinlínis. Brennumenn
er engan veginn hagalínsk saga,
stíllinn er fremur ópersónulegur
miðað við aðrar bækur höfund-
arins, efnið ferskt og lítt gerj-
að til skáldskapar. Engu að síð-
ur verður að hafa hliðsjón af
þeirri sögu, þegar reynt er að
gera sér hugmynd um samheng-
ið í verkum Hagalíns og sam-
kvæmni hans í skoðunum fyrr
og síðar. Hagalín er frá fyrstu
tíð höfundur „vinnandi stétta“ í
þjóðfélaginu, ekki þarf að-
fengna pólitík til að beina hon-
um inn á þá brautina. En hann
gerist aldrei maður kreddu og
kennisetningar.
Á milíistríðsárunum, þegar
stéttabaráttan stendur sem hæst,
er krafizt af rithöfundum, að
þeir taki hreina „afstöðu" með
eða móti þeim kennisetningum,
sem á loft er haldið. Hagalín
verður dauflega við slíkum kröf
um. Hann tekur manngildið
fram yfir kennisetninguna án
þess þó að hafna kenningunni
skilyrðislaust. Hún er réttlæt-
anleg, þegar hún greiðir fyrir
samskiptum einstaklinganna í
samfélaginu, en skaðleg vita-
skutd.þegar hún spillir þeim.
Márus á Valshamri, síðasta
og ef til vill einnig’ bezta skáld-
saga Hagalíns, telst ekki til
verklýðsbókmennta, enda sam-
in löngu síðar tímabiti þeirra.
Þar fjallar Hagalín þó um sam-
félagið af meiri festu, yfirsýn og
alvöru en nokkru sinni fyrr og
skírskotar jöfnum höndum til
fortíðar og líðandi stundar.
Sé Kristrún í Hamravík
skemmtilegasta dæmið um öfg-
arnar í skáldskap Hagalíns, má
Márus á Valshamri á sama hátt
vera samnefnari fyrir allt, sem
hann hefur skrifað sannast og
hófsamast.
VII
Um stít Hagalíns hefur vitan-
lega verið skrifað margt og mik-
ið fyrr og síðar.
Þegar Hagalín byrjar að
skrifa skáldsögur, er sveitasag-
an næstum eina fyrirmyndin í
íslenzkum sagnaskáldskap. Að
segja frá sjómönnum í verbúð-
um og verkamönnum í litlum
þorpum er því nýjung, sem
krefst endurnýjumar á formi,
þar á meðál stíl. Efni þau, sem
Hagalín tekur öðru fremur til
meðferðar, eru ekki „þjóðleg* í
líking við efni sveitalífssagn-
anna. Þeim byrjar því annars
konar mátfar.
Jóni Thoroddsen tjóaði ekki
að skrifa fornsagnastíl, þegar
hann sagði frá lífinu í Reykja-
vík í Pilti og stúlku, þó hann
gæti á hinn bóginn leyft sér að
líkja eftir stíl íslendingasagna í
Manni og konu, sem er hrein
sveitasaga.
Málvöndunarstefnan er enn
lögmál, sem sumir höfundar
höfðu raunar fylgt sér til tjóns,
þegar Hagalín gerist rithöf-
undur.
Hagalín telur sig ekki geta
fylgt þeirri stefnu, treystir sér
blátt áfram ekki til þess, brýt-
ur hana ekki af sér þegar í stað,
að vísu, og varla gagngert fyrr
en með Kristrúnu í Hamravík,
en fylgir eftir það þeirri stíl-
fyrirmynd, sem hann hefur sjálf
ur fundið upp með þeirri sögu.
Stefán Einarsson segir um stíl
inn á Kristrúnu í Hamravík:
Þessi stíll er fullur af litotes
og undirmati . . . En auk þess
er hér fullt af alþýðuoröum og
útlendum or&um, sem ekki hafa
komizt á bœkur fyrir áhrif frá
málhreinsunarmönnum. Og loks
eru áhrif 17. aldar höfundanna
og guðs-orðabókanna. Þaðan
stafar eflaust sumt af dönsku-
slettunum, og sennilega það
dansk þýzka stílbragð að setja
eignarfall á undan orðinu sem
það stýrir. fslenzkan hefur það
öfugt að öllum jafnaöi, en þessi
forstaða Ijœr ákvœðisorðinu
áherzlu.
Ekki hafa gagnrýnendur ver-
ið á einu máli, hvort talmál það,
sem Hagalín leggur í munn
Kristrúnu í Hamravík og mörg-
um fleiri söguhetjum sínum, sé
„vestfirzka" það er að segja
málfar sérkennilegs kjiarna-
fólks, sem höfundur hafi numið í
uppvexti, eða þá „hagalínska11 —
mál, sem höfundur hafi búið til
að mestu leyti sjálfur. Hagahn
hefur leitazt við að skera úr
þessu — hann segir:
Ýmsir hafa talið, að ég hafi
búið til margt af þeim orðum,
sem ég nota * Kristrúnu í
Hamravík. En sannleikurinn er
sá, að mikinn meginhluta orð-
anna hafði ég heyrt vestra, en
ekki af munni eins manns,
karls eða konu.
Að sjálfsögðu mótast stíll
Hagalíns af öðrum vinnubrögð-
um hans. Hann hefur numið
margt af munnlegri frásögn ann
arra og er sjálfur snillingur að
segja frá Hann er afkastamikill
rithöfundur, þar af leiðandiorð-
margur. Ógjarnan lætur hann
stuttorðum og neyðarlegum
skeytum í knöppum málsgrein-
um þyrma yfir lesandann, en
lumar þeim mun oftar á lúmsku
tvíræði undir hálfgerðu sýnd-
arorðagjálfri. Tilfærum lítið
dæmi — Bessi skytta, sá dóma-
dags kotungur og kjaftaskur,
heilsar Márusi bónda á Vals-
hamri með þessum orðum:
„Sigursœll, höfuðkempa og
höfðingi okkar útverja í þess-
um noröurhreppum. . . og marg
launuð veri þín rausn og
vernd. . . mér og mínum til
handa — svo vel ferfættum
sem tvífættum, — ekki að
gleyma tóbaksblöðunum í kjöft
urnar á mér. . . og feginn vildi
ég geta slysað ennþá eina og
eina refkeilu. . . sem annars _
kynni að gera einhvern af þín-
um kyngóðu sauðum snopp-
unni styttri."
Minnumst þess, að hér er kot-
ungur að heilsa efnabónda. En
óðaisbóndinn má vara sig á þess
um karli, sem blandar svo kæn-
lega saman lítiílæti og laun-
drýldni, að óðalsbóndinn veit
eiginlega hreint ekki, hvar hann
hefur karlinn.
Það er þessi undirtónn, sem
gerir stíil Hagalíns kostulegan,
þegar bezt lætur. Og það er með-
al annars vegna stílsins, að verk
hans eru girnileg til lestrar og
eftirminnileg, þó hinu megi að
sjálfsögðu ekki gleyma — og
enn vitna ég í blaðaskrif Haga-
líns frá Seyðisfjarðarárunum, að
„allar bækur, sem listamanns-
mörkin eru á, kenna listina að
lifa, ef sá, sem les, kann að
hagnýta sér vit það og snilld
þá, er þar kemur fram.
VIII
Rithöfundur, sem staðið hef-
ur hálfa öld í sviðsljósinu, hef-
ur óhjákvæmilega undirgengist
margháttað og breytilegt mat á
verkum sínum. En Hagalin
hefur alltaf verið sjálfum sér
samkvæmur bæði sem rithöfund-
ur og áhrifamaður í menning-
armálum þjóðarinnar.
Stemmingin hefur sveiflazt
tií og frá og þar með hvort
tveggja: gengi verka hans með-
a'l þjóðarinnar og áhrifamáttur
þeirra sjálfra, en það tvennt
fylgist gjarnan að.
En svo mikil eru verk hans
nú orðin að vöxtum og fjöl-
breytni, að í greinarkorni sem
þessu er í rauninni ókleift að
virða þau fyrir sér nema frá
einni hlið eða svo.
Vitanlega má skoða þau frá
mörgum öðrum sjónarhornum og
finna þeim margt til gildis, sem
ekki hefur verið vikið að hér.
Ég hef ekki einu sinni nefnt á
nafn sumar beztu bækur Haga-
líns eins og Blítt lætur veröíd-
in, né héldur hina margfrægu
Sturlu í Vogum.
Fáir íslenzkir höfundair hafa
átt að baki svo risavaxið og fjpl
þætt ævistarf sem Hagalín á nú,
siötugur.
Þó liðin ævi sé sá lagaboð-
inn, sem aldrei verður endur-
tekinn, hlýtur að vera nokkuð
ffamain að hafa lifað svo langan
dag, að hafa s krifað fimmtíu
bækur og vera þó nýíega búinn
að senda frá sér eitt af sínum
hugþekkustu verkum.
Erlendur Jónsson.
Nauðungarupphoð
annað og síðasta á hluta í Barmahlíð 28, hér í borg,
þingl. eign Gunnars Þórarinssonar, fer fram á eign-
inni sjálfri, laugardaginn 12. okt. 1968, kl. 11 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 4., 6. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins
1968 á hluta í Faxaskjóli 24, þingl. eign Þorsteins Þór-
arinssonar fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands og
Útvegsbanka íslands, á eigninni sjálfri, laugardaginn
12. okt. 1968, kl. 10,30 árdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Hauks Jónssonar hrl., fer fram nauðungar-
uppboð í vörugjymslu vélsm. Héðins, Seljavegi 2, hér í
borg, mánudaginn 14. október 1968, kl. 2 e.h. og verður
þar seldur rennibekkur TOS-SU 32, talinn eign Stál-
vinnslunnar h.f. Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á 'nluta í Kjartansgötu 8, hér í borg,
þingl. eign Steinþóru Ólafíu Jónsdóttur, fer fram á
eigninni sjálfri, laugardaginn 12. okt. 1968, kl. 11,30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
ELECTOR
ryksugurnar margeftirspurðu komnar aftur, verð
aðeins kr. 2.167.— með söluskatti. Pantanir óskast
sóttar sem fyrst. Einnig strokjám með hitastilli og
Ijósi, kr. 405.— Ársábyrgð. Varahlutaþjónusta.
. Verzlið þar sem verðið er lægst. — Póstsendum.
Ingþór Haraldsson hf
Grensásvegi 5, sími 84845.
Kjólamarkaðurinn
á Laugavegi 2 (Laufið).
Nýtt fjölbreytt úrval af kjólum.
Mjög ódýrir morgunkjólar á kr. 130.—
Kvöldkjólar ciffon á 400.— kr.
Prjónakjólar á 300.— kr.
Ullar og ullarjerseykjólar á 700.— kr.
Alullarkjólar tvískiptir. Stærðir frá 38 til 44
kr. 1500,—
Crimplenekjólar tvískiptir á kr. 700.—
Slá á kr. 800.—
LAUFIÐ Laugavegi 2.
íbúð óskast
Ung reglusöm hjón utan af landi með 1 barn óska
eftir 1 herb. og eldhúsi á leigu í vetur. Húshjálp kemur
til greina. — Upplýsingar í síma 40572.
Röskiu sendisveinn ósknst
hálfan daginn, he’zt með skellinöðru. — Uppl. hjá
AGLI GUTTORMSSYNI
Vonarstræti 4 — Sími 14189.
VIKING
SNJÓHJÓLBARÐ-
ARNHl eru komnir.
Látið ekki dragast að
setja bílinn á snjó-
hjólbarða þar til
hálkan er komin.
Allar stærðir, með
eða án snjónagla.
Gúmm'ivinnustofan hf.
Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík.