Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 1 Hvað segja fulltrúar á Iðnþingi Islendinga? Um áttatíu fulltrúar sitja nú þrítugasta Iðnþing íslendinga, sem haldið er á Suðurnesjum. Við hittum sex þeirra að máli í gær og spurðum þá frétta. Skúli Jónsson „Iðnskóli kjördæmisins verði á Siglufirði" Skúli Jónasson, bygginga- meistari, er fulltrúi Iðnaðar- mannafélags Siglufjarðar. — Hvað er að frétta af iðn- aðarmönnum í Siglufirði, Skúli? — Ja, ástandið er ekki vel gott hjá iðnaðarmönnum í Siglu firði og útlitið lakara en oft áður. Er nú svo komið, að við teljum að okkur komið í sam- bandi við úrbætur því nokk- uð að siglfirzkum iðnaðarmönn um, einkum trésmiðir verða nú að stunda vinnu utan byggðar lagsins, einkum við Búrfell og hér í Reykjavík. Iðnaðarmenn á Siglufirði standa á nokkurs konar tíma- mótum því nýlokið er við ýms- ar stórbyggingar og vart er um neina nýsmíði að ræða. Að undanförnu hefur sáralítið ver ið um aðra iðnaðarvinnu, en viðgerðar- og viðhaldsvinnu. Sl. vor gerðum við okkur góðar vonir um nokkrar íbúð- arbyggingar á vegum bygginga sjóðs ríkisins. Úr þeim varð þó ekkert vegna fjárskorts, en vonir standa til að framkvæmd ir hefjist næsta vor. Þegar hef ur verið sótt um yfir 20 íbúð- ir og mundi þetta því skapa góða atvinnu, ef af yrði. — Hvaða mál þessa þings vekja mesta athygli þína? — Ég býst við, að atvinnu- málin verði þar þyngst á met- unum hjá mér sem fleirum. — Hvert er brýnasta áhuga- mál siglfirzkra iðnaðamranna, ef atvinnumálunum er sleppt? — Tvímælalaust iðnskólinn. Samkvæmt lögum, á að vera einn iðnskóli í hverju kjördæmi f Siglufirði hefur verið starf- ræktur iðnskóli í 33 ár og við getum boðið upp á fyrsta flokks húsnæði og gott kennaralið. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið, að fyrst um sinn skuli starfræktir tveir iðnskólar í kjördæminu: á Sauðárkróki og í Siglufirði. Við teljum það okkar brýnasta áhugamál, að þegar lögin um iðnskóla verða látin ná yfir Norðurlandskjör dæmi vestra verði iðnskóli kjör dæmisins staðsettur á Siglu- firði. „Takmarkið er fullkomin skipasmíðastöð“ Eggert Ólafsson er fulltrúi Iðnaðarmannafélags Vestmanna eyja en 1 því eru nú um 150 félagsmenn. „Það má segja að mikill sam dráttur hafi átt sér stað i véla ®g byggingariðnaði í Vestmanna eyjum“, segir Eggert. „Nú er að allega unnið við að ljúka ýms- um verkefnum, en lítið er um ný verkefni." — Þannig að atvinnumálin koma til með að vekja mesta at hygli þína á þessu þingi? ^ — Já, ætli það ekki. Ég býst við , að svo sé um flesta full- trúana á þessu þingi. — Hvar hafið þið iðnaðar- menn í Vestmannaeyjum til mál anna að leggja? — Ja, okkur dreymir um skipasmíðastöð. Nú eru tveir litlir og gamlir slippar í Vest- mannaeyjum þar sem hægt er að taka upp um 150 lesta skip. En við viljum geta tekið upp allt að 500 tonna skip. Hvort sem farið verður út í að byggja við þessa tvo slippa, sem fyrir eru, eða nýr slippur verður byggður, er því mál, sem þarf að athuga gaumgæfilega sem fyrst. Eggert Ólafsson Við verðum að sætta okkur við ýms takmörk, sem fylgja því að byggja eyju. Þess vegna getum við aldrei orðið sam- samkeppnisfærir í ýmsum fram leiðsluiðngreinum, en skipaiðn aðurinn er okkar framtíð. Á því er enginn vafi. Þar getum við flutt hráefnið beint inn og um flutningskostnað á markað er ekki að ræða. Stór báta- floti stundar veiðar umhverfis Vestmannaeyjar allt árið um kring og því þyrftum við að hafa aðstöðu til að veita hon- um alla þá þjónustu sem við mögulega getum, að ég tali nú ekki um nýsmíði. Þá erum víð líka vel sam- keppnisfærir á sviði vélaiðnað ar til útflutnings og get ég nefnd sem dæmi Sigmund-fisk verkunarvélarnar, sem fram- leiddar eru í Vestmannaeyjum og hafa verið fluttar út, m.a. til Skotlands. „Aðstöðumunur málmiðn- aðarfyrirtækja og verzlunarfyrirtækja.“ Guðjón Tómasson frá Reykja- vík er fulltrúi Meistarafélags járniðnaðarmanna: — Hvað er helzt tíðinda í ykkar málefnum? — Á okkar sviði er helzt um að ræða könnun á rekstrar- grundvelli málmiðnaðarfyrir- tækja. Þar hefur að undan- förnu verið unnið að saman- burðarrannsóknum á rekstri málmiðnaðarfyrirtækja annars vegar og rekstri innflutnings- verzlana hins vegar. Þessi at- hugun hefur að vísu verið mjög lausleg, en niðurstöður hennar benda skýrt til þess að um verulegan aðstöðumun sé að ræða, sérstaklega hvað varðar opinber gjöld. Sem dæmi um þessa athugun get ég nefnt að við tókum 10 fyrirtækja úrtak úr hvorri grein og niðurstaða þeirrar athugunar leiddi í ljós að af veltu sinni greiðir verzl unarfyrirtækið um 1.4prs. af veltunni í opinber gjöld á meðan málmiðnaðarfyrirtæki Guðjón Tómasson greiða 3.7prs. Af þessu sést að um mikinn aðstöðumun er að ræða hvað varðar opinber gjöld. f þessum tilfellum er lagt á eftir sömu skattalöggjöf og því verka hinir ýmsu skattar, svo sem launaskattur, mun þyngra í iðnaðinum, heldur en innflutningsverzluninni. Það virðist þurfa um 6 sinnum meiri eignir og þar af leiðandi 6 sinn um meiri eignasköttun til þess að ná upp sömu veltu og verzl unarfyrirtækin. „Tryggja ber réttindi faglærðra málara“ Við ræddum einnig við Krist in Guðmundsson málara, sem er fulltrúi fyrir Málarafélag Suðurnesja: — Eigið þið við einhver sér stök vandamál að glíma? — Það hefur verið nokkuð mikið um það að ófaglærðir menn hafa stundað málarastörf og við reynum að tryggja rétt stéttarinnar með því að tak- marka það á eðlilegan hátt og einnig koma í veg fyrir að ein staklingar og fyrirtæki semji sín á milli, þannig að ófaglærð ir menn séu látnir vinna mál- arastörf. Kristinn Guðmundsson Má í því dæmi nefna samn- ing, sem Loftleiðir hafa nýlega gert við Verkalýðsfélag Kefla víkur en samkvæmt þeim samningi eiga félagar í verka lýðsfélaginu að vinna málara- störf, sem við teljun að brjóti í bága við lög um iðju og iðnað. — Hvað um vinnuhorfur framundan? — Við reiknum með því að það verði mjög lítið um at- vinnu hjá okkur í vetur og þó að veturinn sé alltaf fremurlé legur miðað við aðrar árstíðir, þá er þetta sérstaklega áber- andi núna. „Allt er undir sjávarútveg- inum komið“ Við ræddum við Þórð G Jóns son frá ísafirði, en hann erfull trúi fyrir Iðnaðarmannafélag ísafjarðar: — Hvað er frétta af málum iðnaðarmanna á Vestfjörðum? — Vinnan hefur nú heldur verið að dragast saman, svona í heild, í iðnaðinum og sérstak- lega hjá trésmiðum. Á ísafirði eru nú í smíðum 5 hús og eig- endur húsanna vinna mikið við sín hús sjálfir. Annars hefur verið góð at- vinna í sumar, bæði hjá iðnað- armönnum og öðrum. Nú í haust aftur á móti virð- ist vera um fjárskort að ræða hjá öllum, sem hafa einhverja drift. En allt atvinnulíf á Vest- f jörðum byggist í raun og veru á sjávarútveginum og þó að það sé svolítið skuggsýnt í at- vinnulífinu eins og er þá rætist ugglaust úr því aftur. Nú er rækjuveiðin hafin og bátarnir fiska áfram og rækjubátarnir hafa veitt virkilega vel, þessa daga síðan veiði hófst. Þórður G. Jónsson — Við hvað vinnur þú? — Ég vinn við Steiniðjuna sem er hlutafélag.. Við fram- leiðum þar veggjasteina og gangstéttahellur og rör af öll- um stærðum upp í 24 tommur. Framleiðsluna seljum við um alla Vestfirði og við höfum haft nóg að gera og það liggja fyrir verkefni fram á næsta sumar. — Nú eru skipasmíðar stund- aðar á ísafirði. — f skipasmíðastöð Marselí- usar á ísafirði hefur verið unn- ið að skipasmíði í sumar og er nú verið að ganga frá brú og innréttingum. Skipasmíðameist- •arinn, sem er hjá Marselíusi, og er danskur sagði fyrir skömmu að hann hafi ekki unnið á þægi legri skipasmíðastöð en hjá Marselíusi, enda er maðurinn dverghagur. „Fagskóli til mikilla bóta“ Guðrún Magnúsdóttir hár- greiðslukona úr Hafnarfirði er fulltrúi Hárgreiðslumeistarafél ags fslands: — Hefur verið mikil aðsókn í hárgreiðslulæri? — Já, það hefur verið mjög mikil aðsókn í hárgreiðslustarf ið og það hefur ekki verið hægt að sinna eftirspurn í starfið og kannski er ekki markaður fyrir fleiri í hrágreiðslu í bili. Einn- ig er sú takmörkun á þessu, þar sem ekki má vera nema viss lærlingafjöldi bæði á sveina og meistara. Guðrún Magnúsdóttir — Er menntunaraðstaða full- nægjandi í þessari grein? — Já, ég myndi segja það. Fyrir tveim árum var stofnað ur sérstakur fagskóli fyrir hár- greiðslunema innan Iðnskólans og sú ráðstöfun hefur orðið til mikilla bóta og gefið góða raun f þessum fagskóla eru kennd ýmis undirstöðuatriði í hár- greiðslu. Skuldabréf ríkistryggð og fasteigna- tryggð. Kaupendur og seljendur, hafið samband við okkur. Miðstöð verðbréfaviðskipta. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Fasteigna- og verðbréfasala, Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson, heima 12469. MAY FAIR plastveggfóðrið eftirsótta kom ið aftur í miklu nýtízku mynsturúrvali. Klæðning hf. Laugavegi 164. BORGARSPÍTALINN Stöður yfirsjúkraþjátfara og sjúkraþjálfara, eru lausar til umsóknar. Upplýsingar varðandi sitöðurnar veitir framkvæmdastjóri spítal'ans. Stöðumar eru Lausar og veitast nú þegar, eða eftir nánari samkomuliagi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalan- um Fossvogi fyrir 15. okt. n.k. Reykjavík, 8. 10. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.