Morgunblaðið - 10.10.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
21
AREKSTUR RETTAR OG RETTLÆTIS
í HINU margslungna þjóðfélagi þróaðra
ríkja fer um réttindi og skyldur manna
hverra gagnvart öðrum, eða einstakl-
inga gagnvart þjóðfélaginu, samkvæmt
lögum, sem sett eru af sérstökum lög-
gjafa. Ætíð getur risið ágreiningur um,
hver séu réttindi og skyldur hvers aðila,
því engin lög eru fullkomin. Dómj^ólar
hafa það hlutskipti að kveða á um það,
þegar ágreiningur rís, hvernig úr þræt-
um skuli leyst skv. gildandi lögum og
rétti. Nú hefur Hæstiréttur talið, að
vegna skýlausra ákvæða í lögum nr. 58,
24. apríl 1954 beri að staðfesta áfrýjað-
an dóm vegna upptöku v.b. Ásmundar
GK 30 ríkissjóði til handa. Nú er það
grundvallarregla í löggjöf allra þjóða,
að eigi skuli refsa saklausum manni.
„Dómsmorð" í víðtækustu merkingu er
átakanlegt hugtak í þróuðum réttarríkj-
um. Tilhugsunin um það, að saklaus
maður sé sakfelldur í nafni laganna er
sárari en svo, að menn geti rólegir við
það unað. Það er vegið að réttlætis-
kennd manna og samvizku, þegar sak-
lausir eru dæmdir til refsingar. Lögin
segja að vísu, að upptaka eigna að ís-
lenzkum lögum verði ekki talin refsi-
tegund, heldur sem sérstök viðurlög refs
ingar. Samkvæmt því er ekki verið að
refsa eiganda bátsins í skilningi lag-
anna. Stjórnarskráin mælir fyrir um
friðhelgi eignarréttarins, þ.e. að enginn
verði sviptur eignum sínum án fullra
bóta og 'þá því aðeins að almennings-
heill krefjist. Fræðimenn telja í þessu
tilviki, að upptökuákvæði laganna séu
á sviði réttarvörzlu, aðallega varnar-
vörzlu, og að þetta markmið valdi því,
að ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar
um eignarsviptingu taki ekki til hennar.
Með þessu móti smýgur þetta rangláta
lagaákvæði framhjá tveimur af grund-
vallarreglum íslenzks réttarfars — að
saklausum skuli ekki refsað og að eign-
arrétturinn sé friðhelgur. En hvers er
sökin? Jú, Alþingi hefur hér sett lög,
sem eru orðuð á þann veg að það sé
skylt að gera skip upptæk, þegar farm-
ur þess sé að verulegu leyti áfengi, en
ekki að það sé heimilt, eins og eðli-
legra hefði verið. Af umræðum á Al-
þingi árið 1925, þegar lagafrumvarp
þetta var til umræðu er hins vegar ljóst,
að allir þeir þingmenn, sem til máls
tóku um lagafrumvarpið, töldu að með
þessu væri verið að heimila dómstólum
að gera skip upptæk. Þannig segir fram
sögumaður frumvarpsins, þáverandi
forsætisráðherra, Jón Magnússon, um
þetta ákvæði frumvarpsins: „Loks vil
ég benda á ákvæði, sem ég tel hafa
mikla þýðingu, en það er, að skip, sem
flytur hingað ólöglega áfengi, svo að
telja megi það verulegan hluta af farmi
þess, megi gera upptækt með dómi.“
Magnús Torfason ræðir einnig um
„ákvæði 4. gr. frv. þessa, þar sem segir
að skip megi gera upptækt, ef veruleg-
ur hluti farmsins sé áfengi“. Jónas Jóns-
son sagði m.a. við 2. umræðu í Efri
deild: „Það ber bæði við hér og annars
staðar erlendis, þar sem hömlur eru
lagðar á verzlun með áfengi, að þangað
koma oft skip hlaðin áfengi og bíða úti
fyrir stöndum landsins tækifæris til að
koma áfenginu í land og selja það þar.
Þegar bannlögin voru sett hér, var ekki
gert ráð fyrir þessháttar athæfi, og þess
vegna vantar í lögin viðeigandi hegning
arákvæði um þvílíka lögbrjóta, eins og
t.d. „Marian“ og „Veiðibjölluna" o. fl.
Það voru engir staðir til í lögum vor-
um, sem þessi skip yrðu dæmd eftir. Á
þessari vöntun bannlaganna ræður frv.
það, sem hér ræðir um, nokkra bót, er
það heimilar að dæma skipin upptæk.
Eykur það áhættuna við slíka verzlun
og ætti að miða til þess að draga úr
ásókninni um að koma víni hér á land“.
Augljóst er að Alþingi hefur í þessu til-
felli samþykkt lög sem hljóða á annan
veg en til stóð. Þingmenn tala ætíð um
að það „megi“ eða það sé „heimilt" að
gera skfp upptækt undir þessum kring-
umstæðum. Af síðustu tilgreindu orð-
um Jónasar Jónssonar er einnig aug-
ljóst, að flutningsmenn frumvarpsins
hafa alls ekki í huga slíkt tilfelli sem
„Ásmundarmálið", því ekki er hægt að
segja að það „auki áhættuna" fyrir
smyglarana þó skip einhvers annars
manns sé gert upptækt.
Það má reyndar færa rök að því, að
í slíku tilfelli eigi Hæstiréttur að túlka
lögin á þann veg sem samræmist skoð-
un og skilningi þingmanna, þegar um
mál þessi var rætt á Alþingi. En Hæsti-
réttur telur augsýnilega að ákvæðið sé
það fortakslaust orðið að ekki verði
fram hjá því vikið eða á annan veg
túlkað.
Af því sem að framan er sagt, virðist
sem Alþingi hafi af misgáningi orðað
tiltekið lagaákvæði á þann veg að lífs-
hamingju saklauss menn er ógnað.
Trausti almennings til löggjafarvalds og
íslenzks réttarfars er ógnað. Réttlætis-
kennd almennings er misboðið. Það er
aðeins ein leið til baka — og hún er sú
að Alþingi felli niður þetta lagaákvæði
og afhendi eigandanum bát sinn aftur
— og biðji hann velvirðingar.
Ragnar Tómasson.
- DANIR STORAUKA
Framhald af "bls. 20
itækjunum. Hann segir enn-
fremur, að þessi danski iðnaður
meti ástandið þanmig að bjartar
horfur séu með aukinn útflutn-
ing dansfcra húsgagna. Nú væri
ætlunin að leggja enn meiri
áherzlu á sölu og kynmingastarf-
semi erlendis en hingað til hefði
verið gert. Veitt yrði framlag til
þess að damskir framleiðendur
gætu sýnt húsgögn sín á sýning-
um erlendis, veirtt fé til áróðurs
og auglýsimga erlendis fyrir
dönskum húsgögnum, og enn
aukin áherzla lögð á að fá fram
góðar teikningar af húsgögnum
og vanda gerð þeirra.
„Damiish design" er löngu orðið
heimsfrægt slagorð danska hús-
gagnamarkaðsins og nú uppskera
danskir iðnaðarmenn vextina af
því hve þeir hafa verið hug-
kvæmir á undanförmum árum.
Allir þefckja dönsk húsgögn í
Evrópu og mairkaðurinn fyrir
slík húsgögn fer sdfellt vaxamdi í
Bandaríkjunum og S-Ameríku.
MÖGULEIKAR
ÍSLENDINGA
Við fslendingar flytjum inn
húsgögn fná Norðurlöndunum
aðallega fyrir um 30—40 millj.
kr. árlega. Væri nú ekki þjóðráð
að við reyndum eimnig að hefja
útflutning húsgagna í meira
mæli en hingað til hefur verið
gert? En það er nánast ekki
neitt.
Til þess þarf þó fyrst og'
fremst eina gru-ndvallarbreyt-
ingu. Fyrirtæki verða að slá sér
saman um framleiðslu ákveð-
inna húsgagna, sem boðin eru
til sölu erlendis, svo unnt sé að
afgreiða stórar pantanir á rétt-
um tíma — og tryggja vöru-
vöndun.
5 herbergja hœð
Til sölu er 5 herb. íbúð á 2. hæð í syðsta sambýlishús-
inu við Álfheima. Skemmtileg og vönduð íbúð. Suður-
svalir. Ágætt útsýni. Sérhitastilling. Teikning hér á
skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími 14314.
Kvöldsími 34231.
Skólastjórastaða — framtíðarstaða
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vill ráða skólastjóra
við heimavistarskóla fyrir fötluð börn, er félagið
hyggst setja á stofn nú í haust, í Reykjadal í Mos-
fellssveit. Tilvalið er þetta fyrir hjón ,sem bæði hefðu
kennaramenntun eða hitt að konan væri hjúknmar-
kona eða sjúkraþjálfari og gætu þá bæði starfað á
fullum launum. Á meðan hjónin búa í skólahúsinu
hafa þau frítt fæði og húsnæði en í náinni framtíð
mun félagið byggja skólastjórabústað, — lítið ein-
býlishú's í næsta nágrenni við skólann.
Allar upplýsingar veitir Svavar Pálsson, Suðurlands-
braut 10. Sími 38175.
SANDVIK
snjónagiar
SANDVIK snjónaglar veita öryggi í snjó og hálku.
Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla
þá upp. Það getur borgað sig.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35, sími 31055 — Reykjavík.
Aðvörun
til sauðfjáreigenda í Reykjavík.
Samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur, sbr.
auglýsingu skrifstofu borgarverkfræðings 6. ágúst s.l.,
verður gengið ríkt eftir því á þessu hausti að ályktun
imi bann við sauðfjárhaldi frá 23. september 1966
verði hlýtt. Bannið nær ekki til þeirra, sem leyfi hafa
fengið til sauðfjárhalds að Hólmi, Engi og Gufunesi.
Er hér með skorað á þá, sem halda sauðfé hér í
lögsagnarumdæminu án heimildar, að flytja það úr
umdæminu eða ráðstafa því nú þgear á annan hátt að
viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum um búfjárhald í
kaupstöðum og kauptúnum nr. 44, 1964 og reglugerð
um búfjárhald í Reykjavík nr. 148, 1964.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. október 1968.
Sigurjón Sigurðsson.
rsfindréssonar
sCaugavegí /7 - <2ramnesi/egÍ Z
Laugavegi 96 við hliðina á Stjömubíói.