Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 10.10.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968 bíða bara átekta og ætlast til að forlögin sjái um framhaldið. Og forlögin eru oftast sama sem fyrsta stúlkan, sem tekur fyrsta skrefið í áttina til þeirra, án þess að láta ofmikið á því bera. — Ég ætti þá að fara niður að sjó, eða hvað? — Því ræðurðu auðvitað sjálf, góða mín. Ég er bara að benda þér á að Graham er hlédrægur maður. Kannski ekki alveg reynslulaus, að vísu, en samt ekki maður, sem skilur sálarlíf kvenna. Ef þú sækist eftir honum í fullri alvöru, verður þú sjálf að eiga frumkvæðið. Jill stóð upp og tók saman víða pilsið. — Þakka þér fyrir, Oliver. Ég held ég verði að labba niðureftir og skoða bátana — Gangi þér vel, Jill. Og ef ekki fer allt eins og þú óskar, þá er öxlin á mér sæmilega breið Jill hljóp léttilega yfir garð- inn og inn í húsagarðinn. Hún rataði niður að sjónum. Hún hvorki heyrði né sá til Olívers, sem elti hana hljóðlaust á þykku ilskónum. Þegar hún kom niður að bryggjunni, stóð hún þar sem lítið bar á í skugganum, og horfði og hlustaði. Kappklæddir menn voru að ganga til vinnu sinnar við bát- ana, skrafandi hávært og hlæj- andi um leið og þeir settu net og körfur um borð og bjuggust til að ýta frá landi. Það var auðvelt að greina tvær vestrænar manns myndir meðal þeirra, þrátt fyrir dimmuna . . . Ljóskerið uppi á stó'lpa við hafnarbakkann sendi geisla sína á höfuð Grahams, þar sem hann stóð við hliðina á Söndru, og hélt hendinni um mittið á henni, rétt eins og til þess að vernda hana, þar sem hún sat á lága veggnum. Hún hafði dregið síða pilsið upp og var að dingla fótunum fram og aftur. Þegar Jill nálgaðist þau, sneri Sandra anidlitinu að Grah- am og horfði upp meðan hún talaði við hann. Það var ekki nógu bjart til þess, að JiU gæti greint svipinn á andliti hennar, en hún þóttist viss um, að hann væri ginnandi. Og hún varð því ekkert hissa, þegar Graham laut niður og kyssti hana beint á munninn. En það, sem Jil'l varð hissa á, voru viðbrögð Söndru. — Elska . . . elskan . .. heyrði sún hana kumra. Graham greip Húseigendur — viðhaldsþjónusta Húsasmíðameistari getur tekið að sér mánaðarlegt eftirlit og viðhaid íbúða og fasteigna í einbýlis- og fjölbýiishúsum gegn föstum mánaðargreiðslum. Tilboð sendist blaðinu fyrir þriðjudagskvöld merkt: 2106“. Ehhi er rád nema I tima sé tehið Mamma, tengdamamma og amma hekla hespu- lopateppi í jólapakkann. Þér sparið tíma og pen- inga með því að hekla sjólf hin sérstæðu ullar- teppi úr íslenzkum lopa. Höfum fyrirliggjandi bækl- inga með miklu úrvali af mynsturuppskriftum. Uppskriftir nr. 201 og 202 UMBOÐ UM ALLT LAND ALAFOSS IGHOLTSSTKÆTI 2 . SÍMI 13404 . REYKJAVÍK hana báðum höndum og þrýsti henni enn fastar upp að sér, svo að líkamir þeirra snertust er hann kyssti hana aftur og aftur. Þeim virtist alveg standa á sama þó að fiskimennirnir horfðu á þau forvitnir. Þau voru ein í sínum eigin einka- heimi, og gleymdu öllu nema hvoru öðru. Jill greip andann á lofti og kreppti ósjálfrátt hnefana. Hún fann að hún þoldi ekki að horfa á þetta sekúndunni lengur, svo að hún sneri sér undan og flýtti sér hurt, yfir hafnarbakk ann og aftur inn í mjóu göturn- ar. Það var ekki fyrr en hún var komin inn í húsagarðinn, að hún stanzaði loksins og gerði sér fullkomlega ljóst, það sem hún hafði séð og svo þýðingu þess. Oliver kom nú fram og leit á hana. — Mér þykir fyrir þessu, Jill. Ég vissi ekki, að þetta væri svona langt komið hjá þeim. — Þú sást þau þá líka? — Ég elti þig. Ég gat ekki hugsað mér að láta þig fara eina út í borgina á þessum tíma sólar hrings. Get ég nokkuð gert ti’l að hjálpa þér? Jilil svaraði ólundarlega: — Reyndu bara að gleyma því. Og talaðu aldrei um það við mig framar, Oliver, ef þú vilt vera svo vænn. 6. kafli. Sex kraftmiklir bílar með styrktum hjólbörðum og átján flutningabílar fóru í einni lest, þegar Fallowman-leiðangurinn lagði loksins af stað til Khali- da. Að meðtöldum burðarkörl- um og þjónum var þetta tuttugu og níu manna hópur, og hafði meðferðis allt sem leiðangurinn þurfti á að halda næstu vikurn- ar, sem honum var ætlað að dvélja fjarri alLri siðmenningu. Rasmid stýrði einum bílnum og Hammond sat við hliðina á honum. en Jill var troðið á bak sætið ásamt heilmiklu af mynda vélum, pökkum og kössum. Sandra sat við hliðina á Enid Cater í öðrum bíl, en prófess- orinn og frúin í aftursætinu. Stúlkurnar tvær höfðu ekki sézt mikið undanfarna daga meðan unidirbúningurinn stóð sem hæsit. Sandra var alltaf í skrifstof- unni að fást við spjöld og skýrsl ur og undirbúa flát undir sýn- ishorn, en Jill var önnum kafin við eldhúsáhöldin. Hún var nú tekin að venjast éldavélunum og steikingunum og var farin að skilja hversvegna fóikið vildi góðar ketkássur. Með eintómu niðursoðnu kjöti gat varla ver- ið um annað að ræða. Þegar Jill hafði tóm til, æfði hún sig á þessum undirstöðuatr- iðum í arabisku, sem Davíð hafði verið að kenna henni á kvöttd- in, en stundum las hún í bók- inni prófessorsins. Sandra virt- tannduftið sem gerir gular tennur HVÍTAR ist hafa háft eitthvað annað sér til afþreyingar, hún gekk burt eftir kvöldverð, en hvort hún fór til að vinna eða skemmta sér vissi Jill ekki.og forvitnað- ist heldur ekki um. Þegar komið var út úr borg- inni íá vegurinn upp undirhlíð- arnar, framhjá þyrpingum af litl um hvítum húsum, og svo var þarna einstaka moska og nokk- ur tré og blóm. Þau siluðust upp brattann og það var einna lik- ast því að ganga upp krókóttan stiga, og þá var komið upp í fjöl'lin þar sem aðeins fáar kind ur voru á beit í grófgerða gras- inu. Klukkustund seinna hallaði niður gegn um Anti-Líbanon sem var grýtt eyðimörk með ein kennilega löguðum klettum. Eft ir klukkustundar ferð enn, sást íoksins í ána, milli brúnu klett anna, og hún fór stækkamdi þangað til komið var í þröngan dal, grænan og vingjarnlegan. Þar voru svartklæddar konur að vinna við vínvið og hlóðu jarðaráöxtum á litla asna. Gam- all maður sat við vegarbrúnina og ar að gera við fötu. — Þetta er Ghouta, sagði Ras mid við Jill, yfir öxl sér. Dam- askusvinin. Hér förum við yfir landamærin og inn í Sýralnd. Þarna fór fram svoMtil athöfn. Einkennisklæddir landamæra- verðir störðu með forvitni á stúlkurnar, en töfðu samt ekk- ert fyrir þeim. Þau óku áfram dálítinn spöl, en fóru svo út af veginum og niður á árbakkamn. — Hér hvílum við okkur fyr- ir hádegissólinni og etum hádeg isverð. Sjáðu litla fossinn. Er hann ekki fallegur? Rasmid var það áhugamál, að Jill skyfdi ekki missa af neinu. -— Þetta er Gull áin, bætti hann við um leið og hann hjálpaði henni út. — Væri hún ekki, væri ekkert líf til í Damaksus — það væri óhugs- andi. Þau héldu áfram ferð sinni yf ir rykuga jörðina og til sveita- krárinnar, þar sem voru tréborð undir þéttum, skuggasælum trjám. Jill varð fegin því, hve svalt var þarna, því að sólin skein brennheit á himninum. Hún fór að hugsa um, að enn væri ekki nema aprílmánuður. Hvernig skyldi þetta verða um hásumarið? Hún var i vinnuföt- 10. OKTÓBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Nú er fjörugt. Leggðu málin vel niður fyrir þér, og síðan skaltu fylgja fast eftir í því, er þér er hugþekkast. Nautið 20. apríl — 20. maí. Allt kemst aftur í eðlilegt horf í dag. Byrjaðu snemma og vertu athafnasamur Reyndu ekki neitt nýtt, ef það má bíða. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Einbeittu þér að framförum, fremur en nýjungum. Haltu vel áfram, þótt aðrii virðist værukærir. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Ef þú getur, skaltu halda þig bak við tjöldin. Þér vinnsit verkið þá betur. Þú skalt skipuleggja dálítið betur framtíðina. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Notaðu tækifærið til að vinna upp, það sem á vantar. Sambönd þín við aðra má einnig lagfæra. Farðu að finna v ini þína í kvöld, og gerðu ráð fyár erfiðum degi á morgun. Meyjan 23. ágús t— 22. sept. Frestaðu mikilvægum breytingum. Vertu ekki að gera hlutina flókmari með nýjum viðbótum. Það er hentugra að gera slíkt á morgun. Vogin 23. sept. — 22. okt. Þetta verður rólegur dagur, og þér gefst tækifæri til að íhuga, hvernig þú ferð með æfi þína, og hvað þig langar að taka til bragðs í framtíðinni. Enginn bannar þér að hreyfa þig, heldur þveröfugt. Spoðrdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú ættir fremur að skipuleggja en aðihafast mikið I dag. Farðu vandlega yfir rcikninga þína, svo að þú vitir nákvæmlega, hvar þú ert á vegi staddur. Finndu þér frið, og reyndu að lesa, það sem á vantar. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Það réttir þér víst enginn hjálparrönd í dag. Taktu þig til og gerðu eitthvað, af því, sem þig langar SJÁLFAN til að gera. Síðan skaltu lesa í kvöld. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Notaðu þennan bjartsýnisdag til að koma frá því, sem tafbt hefur. Gerðu þetta sem fyrst, því að straumhvörf kunna að verða fyrr en varir. Vatnsberinn 21. jan. — 18. febr. Láttu aðra afskiptalausa í annríki sínu. Það mun gefa þér næg- an tíma og svigrúm til að leggja drög að framkvæmdum sem þú hefur áhuga á í framtíðinni. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Leggðu ekki til atlögu í dag. Ef þú rannsabar málið vel, kanan svo að fara, að þú sjálr margt nýtt og nýtllegL Notaðu hvert tseki færi til að ná þvi takmarid.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.