Morgunblaðið - 10.10.1968, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1968
Þessi mynd er tekin í leik
Vals og Benfica og- sýnir er
Simoes brýst í gegnum vöm
Valsmanna og sækir að marki
Vals. Simoes var einn af
beztu mönnum Benfica í leikn
um þó hann væri ekki skrif-
aður fyrir mörkum að ráði.
Simoes þótti einn af beztu
leikmönnum á vellinum þenn-
an dag, síógnandi og ævin-
lega byggjandi upp og alltaf
hættulegur. _______
• v . K
//;' . ■■ '/■:/
l',
'
■■
.
'y/'ys/tyÁff:y//fo.
/■///■':
wwíw.
Gott atvinnumannalið í
kðrfuboita hér á morgun
— Mœtir íslenzku úrvalsliði
Annað kvöld leikur hér at-
vinnumannalið í körfuknattleik
gegn ísl. úrvalsliði. Liðið sem
hingað kemur er úrvalslið Gil-
ette-verksmiðjanna en það ertal
ið eitt af beztu „verksmiðjulið-
um“ Bandaríkjanna.
LANDSLIÐSNEFND KKÍ hefir
valið úrvalslið það sem keppa á
við úrvalslið frá Gíllette-verk-
smiðjanna í Bandaríkjunum á
föstudagskvöld og verður liðið
þannig skipað: Agnar Friðriksson
ÍR, Birgir Örn Birgis Á, Birgir
Jakobsson ÍR, Gunnar Gunnars-
son KR, Hjörtur Hansson KR,
Jón Sigurðsson Á, Kolbeinn
Pálsson KR. Kristinn Stefánsson
KR, Ólafur Thorlacius KFR, Sig-
urður Helgason KFR, Sigurður
örn Thorstensen KR, í>órir
Magnússon KFR.
Þjálfari úrvalsliðsins er G>uð-
mundur Þorsteinsson. í þessu
liði leika fjórir menn sem ekki
voru í landsliði íslands á Polar
Cup, þeir Hjörtur Hansson, Ól-
afur Thorlacius, Sigurður Helga-
son, sem mun vera hæstur ís-
lenzkra íþróttamanna og Sigurð-
ur Örn Thorstensen, mjög efni-
legur leikmaður úr KR. Þessir
menn koma í stað Þorsteins
Hallgrímssonar, sem dvelur er-
lendis þessa dagana, Guttorms
Ólafssonar, sem er við nám í
íþróttakennaraskólanum, Sigurð-
ar Ingólfssonar og Einars Bolla-
sonar.
Allir bandarísku leikmennirnir
hafa leikið með vel þekktum há-
skólaliðum og er ekkj að efa að
þetta er sterkt lið, enda eru
hálfatvinnumannalið sem þetta
stökkpallur 'fyrir körfuknattleiks
menn er hafa í huga að gerast
atvinnumenn í íþróttinni.
Þjálfari bandaríska liðsins, Jim
Mcgregor, er ekki heldur neinn
aukvisi og vel þekktur bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum. Hef-
ur hann m.a. þjálfað nokkur
landslið í Evrópu á undanförnum
árum. Fyrir tveimur árum var
hann þjálfari liðs Gulf olíufé-
lagsins og fór með það í keppnist
ferð til Evrópu. Nokkrir leik-
manna þess liðs eru nú atvinnu-
menn í körfuknattleik í Banda-
ríkjunum.
Framhald á bls. 27
Leeds hefur eitt
stig yfir Arsenat
ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni
í gærkvöldi urðu þessi.
Skyltningar — Ljósm. Arnór Egilsson.
Enn er skvlmzt
Aðalfundur skylmingafélags
Reykjavíkur var haldinn föstu-
daginn 4. október. Félagið ernú
20 ára gamalt, en starfsemi þess
hefur verið takmörkuð síðustu
árin.
Aðalhvatamaður að stonfun fé
lagsins og fyrsti formaður þess
var Egill Halldórsson, sem jafn-
framt hefur verið aðalkennari fé
lagsins.
Ný stjórn var kosin og hana
skipa: Arnór Egilsson formaður,
Örn Clausen varaformaður,
Björgólfur Stefánsson ritari,
Guðlaugur Trgygvi Karlsson
gjaldkeri, Egill Halldórsson með
stjórnandi, Guðmundur Pálsson
meðstjórnandi.
Félagið kyggst koma á öflugu
starfi á næstunni og hefur feng
ið húsnæði fyrir starfsemi sína
hjá Júdófélagi Reykjavíkur í
Júpíter og Marz að Kirkjusandi
Félagið hyggst efna til nám-
skeiðs fyrir byrjendur í skylm-
ingum við fyrsta tækifæri og
stuðla með því og á annan hátt
að eflingu íþróttarinnar hér á
landi.
1. deild:
Leicester — Wolves 2:0.
Manchester C. — Arsenal 2:0.
Sheffield W. — Chelsea 1:1.
Stoke — Southampton 1:0.
Sunderland — Leeds 0:1.
To'ttenham - Manchester U. 2:2.
West Bromvich - Coventry 6:1.
2. deild:
Bolton Millwall 0:4.
Fulham — Sheffield U. 2:2.
Hull — Derby 1:0.
Norwich — Crystal Palace 0:1.
Oxford — Carlisle 0:1.
Portsmauth — Preston 1:1.
Loksins í Mexíkó
Myndin sýnir er Olympíu-
eldurinn kom á mexikanska
grund. Þarlendur íþróttamað
ur ber hann á land eftir að
eldurinn hafði farið langa
leið frá Grikklandi, - svipaða
þeirri sem ætlað er að Kolum
bus hafi farið þá er hann
sigldi til Ameríku 1492.
Það voru nokkrir sund-
menn sem báru Olympíueld-
inn i land eftir að tundur-
spillir hafði flutt hann frá
eyjum til lands.
Hilmar Björnsson
landsliðsþjólfari
Hilmar Björnsson handknatt
leiksmaður KR og íþróttakenn-
ari var í gær ráðinn landsliðs-
þjálfari í handknattleik. Tekur
hann við starfinu af Birgi Björns
5-0
SVÍAR unnu Norðmenn í lands-
leik í knattspymu í Stokkhólmi
í gær. Úrslitin urðu 5—0, eftir
að staðan var 1—0 í leikhléi.
syni í Hafnarfirði, sem baðst
undan því að gegna því áfram.
Hilmar hefur verið valinn í
'landslið íslands í handknattleik
og gerþekkir þá íþróttagrein.
Hann er að vísu yngsti landsliðs
þjálfari sem ráðinn hefur verið,
en vonandi tekst honum að sýna
og sanna að ungir menn eiga
heima í háum stöðum og geta
valdið þeim.
Mörg stórverkefni bíða ísl.
landsliðsins í vetur og ungur
þjálfari fær næg tækifæri.