Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 196« 3 FLOKKSMNG Alþýðuflokks- ins stóð um síðustu helgi og virð ist þar hafa verið nokkuð óróa- samt að tjaldatoaki, þótt allt færi friðsamlega fram á yfir toorðinu — að mestu leyti a.m.k. Um leið og Emil Jóns- son lét af formennsku Alþýðu- flokksins urðu merk þáttaskil í sögu hans. I>ar með hvarf úr flokksforustunni hinn síðasti þeirra manna, sem nokkuð komu við sögu í klofningnum 1190® og er löngu orðið tíma- toært að þeir atburðir verði brotnir til mergjar og leitast við að leiða í ljós hvað raun- verulega gerðist í Alþýðu- fiokknum þá, því að það hefur haft mikil áhrif á stjórnmála- .þróunina síðan. Emil Jónsson hefur tvímælalaust verið einn virtasti stjórnmálamaður lands ins hin síðari ár. Hann naut mikils trausts, sem forsætisráð herra minnihluta stjórnar Al- þýðuflokksins 1959 og ég minn jst þess sérstaklega, þegar Matthías Á. Mathíesen vann frægan kosningasigur í Hafn- arfirði það ár, að einn af meiri háttar at'hafnamönnum borgar- innar og harðsnúinn Sjálfstæð- ismaður, sagði við mig, að það væri til háborinnar skammar að fella mann eins og Emil Jónsson. Gylfi Þ. Gíslason, sem kjör- inn var til formennsku í stað Emils hefur lengi átt erfitt uppdráttar í flokki sínum en thin síðari ár hefur hann vaxið mjög sem stjórnmálamaður og er tvímælalaust einn snjallasti atkvæðaveiðari Alþýðuflokks- in.s. En þótt formannskjörið yrði ágreiningslaust er ekki það sama að segja um vara- formennskuna. Mér skilst, að Eggert G. Þorsteinsson hafi í rauninni notið mun meira fylgis til þess að verða varafor- maður en Benedikt Gröndal, sem hlaut hnossið, en þeir hafi gert út um málið sín á milli. Meginástæðan fyrir fylgi Egg- erts mun vera sú, að mörgum Aiþýðuflokksmönnum hafi þótt við hæfi að maður upprunninn í verkalýðshreyfingunni yrði varaformaður flokksins. Nokkr ar sviftingar urðu einnig við kjör til miðstjórnar með þeim afieiðingum að maður á borð við Guðmund R. Oddsson, sem setið hefur í miðstjórninni í 'áratugi féll og einnig einn af þingmönnum fiokksins, Sigurð ur Ingimundarson, en yngri menn voru kjörnir í þeirra stað. Þessar breytingar urðu ekki sárindalausar og eru þess- ar sviftingar ef til vill skýring in á því, að hinn nýkjörni for- maður talaði mikið um eining- una í flokknum í viðtali við Mbi. sl. þriðjudag. Sumir segja raunar, að jafnan þegar vel gangi fyrir Alþýðuflokknum heíjist þar innbyrðis deiiur með hinum alvarlegustu af- leiðingum. Fyrsta umræða um fjárlögin fór fram sl. fimmtudagskvöld og ef þær umræður eru nokkur vísbending um það sem í vænd um er á næstunni sýnist mér stjórnarandstæðingar ekki vera í miklum baráttuhug. Ræður talsmanna þeirra í umræðan- um báru þess ekki merki, að stjórnarandstöðuflokkarnir telji vígstöðuna sín mun betri en ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir þá geigvænlegu erfiðleika, sem við blasa í efnahags- og at- vinnumálum. Ef til vill ætla stjórnarandstæðingar að bíða átekta, þannig að líta beri á framlag þeirra til þessara um- ræðna, sem eins konar biðleik. En hvað sem um það er held ég að staða ríkisstjórnarinnar hafi batnað mjög mikið á síð- ustu vikum. Fyrir svo sem tveimur mánuðum var ríkis- stjórnin mjög veik og nokkuð almennir spádómar um, að hún sæti ekki út árið. En það er at- hyglisvert, að úmræðurnar um þjóðstjórn virðast hafa styrkt stöðu ríkisstjórnarinnar í landinu mjög mikið. Þjóð- stjórnin hefur hlotið slæmar undirtektir og almenningur virðist ekki vilja eiga slíka stjórn yfir höfði sér. Fari svo, að það falli í hlut þessarar ríkisstjórnar óbreyttr- ar að fylgja fram nauðsynleg- um ráðstöfunum í efnahags- málum og að það takist vonum framar, er ég samt sem áður þeirrar skoðunar að endurskipu leggja eigi stjórnina, þegar þessi hryðja er gengin yfir. Með því er ég ekki endilega að segja, að einhverjir ráðherr ar eigi að fara úr stjórninni. Ný verkefnaskipting milli þeirra væri hins vegar heilsu- samleg fyrir menn, sem hafa ef til vill farið með sömu mála- flokka um áratugar skeið. Það er einnig fyllsta ástæða til að velta því fyrir sér, hvort ráð- herrarnir eru nægilega margir. Fyrir aldarfjórðungi voru þeir 6, nú eru þeir 7. Á þessu tíma- bili hafa gífurlegar breytingar orðið á þjóðfélaginu og við- fangsefni æðstu stjórnar lands ins margbreytilegri. Er það t.d. ekki nægilegt starf fyrir einn mann, að annast yfirstjórn sjávarútvegsmála, þýðingar- mesta atvinnuvegar lands- manna. Núverandi ráðherra’ sjávarútvegsmála fer einnig með gífurlega umfangsmikinn málaflokk, þar sem eru félags- málin. Eða er það ekki nægi- legt starf fyrir einn mann að annast yfirstjórn iðnaðarmála. Núverandi ráðherra þeirrá mála þarf líka að sinna svo mikilvægum málaflokki sem 'heilbrigðismálum svo og dóms- málum og öðrum málaflokkum. Ráðherra landbúnaðarmála fer einnig með svo viðurhlutamik- inn málaflokk, sem samgöngu- mál og einn maður 'á bæði að hafa yfirumsjón með viðskipta málum, sem hafa auðvitað grundvallarþýðingu fyrir land og þjóð og menntamálum, sem verða stöðugt umfangsmeiri. Ef til vill finnst mönnum það hneykslanlegt að leggja til fjölgun ráðherra í því árferði sem nú er, en hve mikla þýð- ingu hefði það ekki fyrir þjóð- ina ef einn maður gæti t.d. al- gjörlega helgað sig sjávarút- vegsmálum og annar iðnaðar- málum, málefnum þessara tveggja atvinnuvega, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir okkur á næstu árum og áratugum. Á þriðjudaginn var flutti Jó- hann 'Hafstein, heil'brigðismála ráðherra, mjög fróðlega ræðu um það vandamál að fá lækna til starfa út á landstoyggðinni. Líklegt þætti mér, að flestai- aðrar stéttir fengjust til starfa á hvaða útskeri sem væri, ef þau kjör og hlunnindi stæðu til boða, sem héraðslæknum hlotnast. En hér þarf greini- lega meira til að koma. Launa- kjör lækna hafa tekið stökk- breytingum á síðustu árum og þeir eru nú tvímælalaust tekjuhæsta stétt þjóðfélagsins. Til þess liggja auðvitað sterk rök að svo sé. Læknanámið er langt og erfitt og læknanemar geta lítið unnið með námi. Læknavísindin eru í stöðugri framþróun og lækniv, sem vill fylgjast með í sinni grein, verð ur að mér skilst að fara til út- landa við og við til frekara náms. Engu að síður verða læknar að gera sér ljóst, að fá- mennið í okkar þjóðfélagi ger- ir erfitt um vik að veita einni stétt lífskjör, sem eru langt umfram það sem tíðkast með öðrum stéttum. Ég held að bog- inn 'hafi þegar verið spenntur nokkuð hátt að því er lækn- ana varðar og að þjóðfélagið sætti sig varla við ýkja meira. Það sem af er þinghaldinu hefur lítið sem ekkert af nýj- um málum komið fra*n úr röð- um óbreyttra þingmanna. Þau mál sem lögð hafa verið fram eru yfirleitt gömul, endurflutt frá fyrri þingum. Mér heyrist vera heldur þungt hljóð í fiest- um þingmönnunum utan af landi, og gildir þá einu, hvort þeir tilheyra stjórnarflokkun- um eða stjórnarandstöðuflokk- unum. Flestir þeirra hafa þung ar áhyggjur af atvinnumálum í sínum byggðarlögum og eru önnum kafnir við að reyna að greiða fyrir atvinnufyrirtækj- um, sem eru á heljarþröm. Það er sum sé ekkert sældarbrauð að vera þingmaður um þessar mundir. Þeim þykir líka ung- ir menn í stjórnmálaflokk- unum hafa þá fyrir rangri sök, þegar þeir tala um of mikil völd þingmanna. Þeir halda því fram, að óbreytt ix þingmenn hafi mjög tak- mörkuð áhrif en hin raunveru- legu völd 'liggi í höndum ráð- herra og embættismanna og þá ekki sízt þeirra sem stjórna lánastofnunum. Þeir telja sig eiga undir högg að sækja í þeim efnum. Ur kjördæmunum sé stöðugur þrýstingur um úr- lausn erfi'ðra mála en embættis menn og lánastofnanir séu erfið ar viðfangs og hafi takmarkað- an skilning á þörfum byggðar- laganna. Líklega er sitthvað til í þessu — og kannski er þarna verk að vinna fyrir hina ungu reiðu menn stjómmálaflokk- anna í bandalagi við hina óbreyttu þingmenn? Styrmir Gunnarsson. Sinióníutónleik- nr í Gnrðokirkju FYRSTU tópleikar fyrir styrkt- arfélaga og aðra velunnara Tón- listarfélags Garðahrepps á þess- um vetri verða haldnir í Garða- kirkju. 'Hljómburður í kirkjunni er afburða góður og allur flutn- Jón Engilberts með mynd sína, „Við hafið*. Jón Engilberts 1 Hliðskjúlt t GÆR kl. 14, opnaði Jón Engilberts, listmálari, mál- verkasýningu í Hliðaskjálf, Laugavegi 31, 4. hæð. Á sýningarskránni segir, að þar hafi áður verið hásæti Óð ins, en nú hásæti myndlistar, og þar sýni Jón Engilberts. Á sýningu listamannsins, sem er sölusýning, eru 21 mynd, og er verð þeirra frá fimm þúsund krónum, upp í 35.000. kr. Verður sýningin opin til 7. nóvember, og er opin daglega frá klukkan 14-22. Listamaðurinn kvaðst hafa í hyggju að halda aðra sýn- ingu með vorinu, og þá í sýn ingarsal menntöskólans í Casa Nova. Þar hyggst hann sýna eingöngu stærri verk. Ingstad til Á FU'NDI, sem Ivar Eskiland, framkvæmdastjóri Norræna húss ins, hélt með blaðamönnum í gær, skýrði hann frá því, að Helge Ingstad, fornleifafræðing- ur, muni koma. hingað í fyrir- lestraferð. Hafi hann fyrir ítrekaðar beiðn ir, og þrátt fyrir annríki og tíma- skort, látið til leiðast að koma, ag verður kona hans með í för- inni. Fyrirlestrarnir verða tveir, hinn fyrri þann 7. nóv., kl. 20. Sýnir Ingstad einnig myndir með til skýringar. Meðlimir Norræna félagsins eiga forgangsrétt að fyrri fyrirlestrinum, en meðlimir félaganna, ísland—Nóregur, og ingur tónlistar nýtur sín þar mjög vel. Mun Sinfónuhljómsveit ís- lands leika undir stjórn Sverre Bruland. Einleikari með Sinfón- íunni að þessu sinni verður Kristján Þ. Stephensen, óbóleik- ari. Á hljómleikunum verða flutt verk eftir Purcell, Grieg, Beilini, Joihann Svendsen og Mozart. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 31 .október n.k. og hefjast kl. 20.30. Islands Helge Ingstad fornleifafræðingur Nordmannslaget, að hinnm, og verða allir aðgöngumiðar afhent- ir í Norræna húsinu. Báðir fjalla fyrirlestrarnir um síðustu uppgötvanir Ingstads í L’Anse aux Meadows á norðan- verðu Nýfundnalandi, og nefnast „Om den norröne oppdagelse av Amerika". Verður forseti íslands viðstadd ur hinn fyrri, en hann hefur sem kunnugt er unnið áður að forn- leifarannsóknum með Ingstad. ísleiiur Konrdðsson opnnr mdlverknsýningu í Hrninistu ÍSLEIFUR Konráðsson opnaði málverkasýningu í Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna að Hrafn- istu í gær klukkan tvö. Sýning- »n verður opin næstu tvær vik- ur frá klukkan 14-22. Öll mál- verkin utan eitt eru til sölu. ís- leifur er 79 ára að aldri og er þetta fimmta málverkasýning hans. Hann byrjaði ekki að mála fyrr en hann hætti að vinna sem verkamaður á Eyrinni fyrir tæp um tíu árum og að eigin sögn var það eftir hvatningu Jóhann- esar Kjarval. Myndir af má’.verkum ísleifs hafa verið sendar víða um heim og mörg listasöfn hafa keypt myndir eftir hanti. Fyrsta málverkasýning ísleifs var í Bogasal Þjóðminjasafnsins fyrir tæpum tíu árum, og vakti hún verulega athygli. Hann hef- ur verið vistmaður á Dvalarheim ili aldraðra sjómanna undanfar- in ár, og eru flestar myndanna á sýningunni málaðar þann tíma. Flest málverkannu eru landslags myndir og frá ýmsum stöðum á landinu, m.a. frá Austfjörðum, úr Skagafirði og úr Mýrdal. lsleifur Konráðsson við tvö málverka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.