Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 21
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 21 - KAL í TÚNUM Framhald af bls. 19 um betur uppleystur. Það virð- ist þurfa miklu minna magn af honum og hann verkar strax þótt þurrkar gangi. Óuppleystur verkar áburðurinn „negativt“ í þurrkatíð og virðist beinlín- is stórhættulegur, þar sem ein- hver vottur er af kali. Hver og einn, sem við ræktun fæst, getur sjálfur sannprófað fullyrðingar mínar um sérstakt notagildi uppleysta áburðarins. Hann getur tekið fyrir svolít- inn blett og notað svo mína „prí- mitivu" aðferð við upplausn og dreifingu áburðarins. Kæmi til smágarða er að ræða og sáð hef- ir verið í beinar raðir. Því minnist ég á matjurtagarð, að mér finnst hálf ömurlegt að þeir skuli víða hafa verið lagð- ir niður á seinni árum. Verður þó að viðurkenna að margir þess ara garða voru eigendum þeirra hvorki til frægðar né framdrátt ar. Yfirfuilir af arfa eða svart- ir af tröllamjöli. Hinsvegar eru matjurtagarðar þótt ekki séu stærri en 100-300 fermetrar mik- il og ánægjuleg búbót, ef þeir eru hirtir eins og vera ber. Vissulega er stór munur á því fyrir húsmæður, að nota eigin uppskeru, seinni hluta sumars, heldur en fljótvaxnar og oft stórskemmdar útlendar karöflur. greina að leysa upp áburðinn í stærri stíl, yrðu að sjálfsögðu notaðar sérstakar aðferðir og á- höld. Hvar sem farið er um landið, eru framræsluskurðir sumir gamlir og hálffallnir saman. Upp gröfturinn, sem oft er mór eða að minnsta kosti mókenndur, hef ir legið á skurðbökkunum árum saman. Þarna geta bændur tek- ið sýnishorn til þess að sann- reyna gildi mós og moldar til á- burðar á tún, sem þjást af efna- skorti. „Er ekki gert fullmikið að því að bíða í hálfgerðu úrræðaleysi og kalla á visindi og rannsókn- ir“? Þannig komst hr. Árni G. Eylands að orði í Morgunblað- inu í ágúst. Hvað áburðarverksmiðjunni viðvíkur, þá ætti að mega vænta þess að hið einkennilega hluta- félags-fyrirkomulag verði afnum ið í þeirri mynd, sem það er nú Verksmiðjan verði síðan endur- bætt og þannig rekin, að fram- leiddar verði þær áburðablönd- ur, sem bezt henta þeim er áburð inn nota. Herra Jóhannes Bjarna son, verkfræðingur, hefir skrif- að mjög athyglisverðar greinar, um þessi verksmiðjumál í Morg- unblaðið. Að lokum langar mig til að fara nokkrum orðum um mat- jurtagarðinn, sem ég minntist lauslega á hér að framan. Ég bar í hann mó og sag ásamt dá- litlu af þangi og mykju. Upp- skeran var ágæt fyrstu árin, en fljótlega fór að bera töluvert á arfa, sem erfitt var að eiga við sökum þess hve þétt var sáð og óneglulega. Breytti ég því um á- burð og notaði nálega eingöngu garðáburð (verksmiðju-áburð). Arfinn varð viðráðanlegri og uppskeran sæmileg, en strax á öðru ári fannst mér einkenni- legt bragð af kartöflunum, enn- fremur hurfu allir ánamaðkar úr garðinum. Mér fannst þetta hvorttveggja hættumerki. Breytti ég nú um sáningarað- ferð og sáði í þráðbeinar raðir með sjötíu sentimetra millibili. Aftur á móti hafði ég kartöfl- urnar mjög þéttar í röðunum. Garðáburðinn hætti ég svo að segja alveg við en notaði aðal- lega síldarmjöl og dálítið af sagi annað slagið. Þetta reyndist á- gætlega. Ánamaðkarnir fóru að koma aftur, og þegar arfinn gjörði vart við sig fór ég yfir bilið milll raðanna með garð hrífu eða skóflu og helzt í sól- skini, var það auðvelt verk og fljótunnið. Hver er svo ávinningurinn við að sá svona reglulega og hafa svona langt bil milli raða? Það eru engir erfiðleikar við að hreinsa garðinn og geta jafn vel 10-12 ára börn annast það með sköfu. Moldin milli raðanna hitnar í sólinni þegar hún er arfa- laus. Arfinn kælir jarðveginn og dregur til sín næringu úr mold- innL Meiri vöxtur verður undir hverju grasi (stærri kartöflur). Grösin verða sterkari og þola betur hauststormana. Upptakan gengur miklu greið ar, þegar reglulega er sáð og geta börn vel annast hana Þeim þykir gaman að taka upp kart- öflur Ef skyndilega kólnar og vænta má mikils næturfrosts er hægt að raka moldinni að grös- unum með garðhrífu, þegar um -REYNIR ODDSSON Framhald af bls. 10 hneykslað suma, og þó eru þeir örstuttir, samanborið við lengd myndarinnar. Fólk tek- ur þessu alltof hátíðlega. Telja þessa „parrodiu" mína vera aðalatriði, sem er í rauninni sárasaklaust aukaatriði. Að eins til að lífga uppá. Jafn- vel hneykslast menn á kon- unni, sem „falleraði“ aðeins einu sinni, telja það atriði leikið og útlenzkt. Það er að- eins hálfur sannleikurinn, og nú þori ég ekki að segja meira um það. Já, mér er ljóst, að því er haldið fram, að með þessu sé ungu kynslóðinni í dag gefið í skyn, að hernám- ið hafi barasta verið ósköp spennandi og ákjósanlegt, en ekki sú grimmilega alvara, sem það var. Ég ólst ekki upp með þessu hernámi, átti heima í Grundafirði vestra, og það heyrði til undantekn- inga, ef við urðum þess vör, krakkarnir. Mætti segja mér, hefði ég alizt upp hér syðra með öll- um þessum gauragangi, hefði myndin mín orðið örlítið öðruvísi." „Sumir segja að það vanti ýmissa atburði í myndina til þess að hún gefi trúverðuga mynd af ástandinu." „Já, rétt er það. Öllum finnst vannta eitthvað. Eitt- hvað sem til er 1 þeirra minn ingu, í þeirra hugarheimi. Mætti ég benda mönnum á þá þessum árum eru engar kvik myndir til, ekki einu sinni ljósmyndir. Það var hrein- lega bannað að að taka mynd ir á þessum tíma. Þess vegna er þessi mynd mín alls ekki séð með augum íslendinga heldur með augum hernáms- liðanna. Ég vildi gjarnanhafa úr fleiri kvikmyndum að moða en því er bara ekki að heilsa Ég varð að vinna úr því efni, sem ég hafði á hendinni." „Þú hefðir ekki getað sett einstök atriði á svið?“ „Jú, sjálfsagt, hefði það ver ið hægt, en þá verður kostn- aðurinn óbærilegur. Hvert ein asta samtal við mann í mynd þessari kostar margar þúsund ir, hleypur oftast á tugum. Ég gerði mynd þessa fyrir mína eigin bjartsýni, af al- gerum vanefnum. Mér fannst þessar myndir forvitnilegar, hélt að fleiri vildu sjá en ég. Ég hef engan styrk hlot- ið enn til þessarar kvikmynda gerðar, þrátt fyrir umsókn mína til Menntamálaráðuneyt isins. Máske að borgin styrki mig að lokum fyrir að bjarga sögulegum menjum hennar hingað heim. Urn það hef ég enga hugmynd enn. Hef enda ekki fram á það farið.“ „Hvaðan eru þessar fall- egu landslagsmyndir fengnar í myndina?" „Þær eru aðallega fengnar úr danskri mynd, sem hér var tekin á árunum 1938—39. Sú mynd er að vísu í góðum höndum hjá Nordisk Film, en þyrfti svo sannarlega að kom ast hingað heim“. „Mér er kunnugt um, Reyn ir, að nú er einnig verið að sýna mynd þína, Hernámsár- in, á Akureyri. Hvenig stend ur á því?“ „Af mynd þessari eru til þrjú eintök. Og fyrir jól verð ur myndin auk þess sýnd í stærstu kaupstöðunum fyrir utan Reykjavík og Akur- eyri.“ „Hvernig hefur svo aðsókn verið?“ „Þetta hefur verið metað- sókn, og ég er ákaflega þakk látur fyrir það. Á einni viku hafa séð myndina rúm 7000 manns. Mér er sagt, að þeir í Nýja Bíói telji gott, ef góða mynd sæki 8000—11000 manns á mánuði, svo að þú sérð að ég er bjartsýnn, enda held ég að megi segja að ég lifi á bjartsýninni.*1 „Að lokum Reynir, þetta sígilda í blaðaviðtali, hvar hefurðu lært?“ „Fljótsvarað Ég er ekki út lærður kvikmyndatökumaður, hef engin pxóf. Hinsvegar nam ég leiklist og leikstjórn í Bandaríkjunum, Bretlandi og hér heima. Svo fékk ég að leika með í kvikmynd og þá sótti bakterían mig heim. Annars held ég að ég hafi lært mest á því að vera í París um eitt skeið og sækja kvikmyndasafnið, þar sem þeir sýndu 6 myndir á dag, mis- munandi gerðar og eðlis. Það var sá nægtarbrunnur, sem ég drakk af. Tæknina nema menn aðallega af bókum og þó mest af reynslunni. Annars er msr ákaflega ríkt í hug þakklæti til allra þeirra sem veitt hafa mér uppörfun í þessu starfi. Ég held, að þessi seinni hluti myndarinn- ar sé betur unnin. Hann er semsé unnin af íslenzkum höndum eingöngu. Hinn fyrri gekk í gegnum útlenzkar hend ur alltof mikið. Og auðvitað lærir maður af reynslunni,** sagði Reynir Oddsson að síð- ustu um leið og hann hvarf út í mannþröngina. Hann er einn af þeim mönnum, sem þessa daganna hafa engan frið. SÚLNASALUR turríáht-hvöld ÞJOÐA- KVÖLD KVOLD Austurrískir réttir mat- reiddir af austurrískum matreiðslumeistara. Reynið þá strax í kvöld. Austurrísk hljómlist og söngur. Dansað til kl. 1. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. KVOLDVERÐUR Feine Gemúsesuppe Wienerart —0— Klare Wildsuppe Saint-hubert —0— Gedunstete Eszterhazy-Rindsschnitzel —0— Sehweinsriicken gebraten nach Bauernart —0— Pochiert Steinbutt nach Tiroler Art —0— RenntierKeule gebraten auf Försterinart —0— Lammrúcken gebraten Sacher —0— Wienerapfelstrudel mit Vanillesauce —0— Coupe Johann Strauss HLJÓMAR spila í kvöld frá kl. 9-1 Sími: 83590 JIgsÍ DISKOTEK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.