Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 13
MOftGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 27. OKTÓBER 1»68 13 „Við verðum að vona að þessir erfiðleikar leysist sem fyrst" — Rœtt við Eystein stjóra á Flateyri Það var síðasta suimudag;- inn í september, sem Vetur konungur kom til sinnar ár- vissu dvalar á Vestfjörðum. Þegar við litum út um glugg- ann um morguninn var ekki annað að sjá en gráan hríðar- vegg. Horfnir voru haustlitirn ir gullnu og fjöllin, sem í blíðviðrinu höfðu virzt svo hlýleg og verndandi í tign sinni, birtust nú öðru hverju bak við hríðina eins og dökk- ir ógnandi múrveggir. Önund- arfjörðurinn, sem við höfðum svo oft séð sneisafulian af fjöllum, sem spegluðust í sléttum vatnsfletinum var nú úfinn og óaðlaðandi i alla staði. Það var næstum ótrúlegt hvað staðurinn hafði breytzt og eins og nú horfði, fannst mér fráleitt, að fólk skyldi una á slíkum stað til lengdar. En allar slíkar hugleiðingar hurfu morguninn eftir eins og dögg fyrir sólinni, sem glamp aði nú á heiðskírum himni og hafði breytt sjó og landi í glitrandi ævintýraheim. Þá fannst mér ekki Iengur furða bótt fólkið á Flateyri og öðr- um kauptúnum Vestfjarða hugsaði sig oftar en tvisvar um. áður en það hyrfi brott frá „krummavíkunum" sínum, eins og sumir kalla þessa staði. Þessi landsvæði hefur löng- um byggt har'ðgert fólk og hugrakkt. Það hefur ræktað sinn garð og sótt fisk úr sjó og er víst, að fleiri en Vest- firðingar einir hafa notið góðs af því starfi. En mörgum hefur hætt tii að þiggja án umhugsunar, hvað þá þakk- lætis, þær fórnir, sem Vest- firðingar hafa fært hafinu við öflun þess auðs, er afkoma þessa lands byggizt á — og möglað, er þeir hafa krafizt einhvers á móti, er geri þeim lífið þægi'legra. Allt líf þessa fólks er undir því komið, sem aflast úr sjó. Lifæðar þess eru bátarnir og frystihúsin og þó það sé éf til vill að bera í bakkafullan lækinn að minnast á fisk og útgerð hér, verður ekki hjá því komizt svo algerlega sem þessi mál eru samtvinnuð öllu lífi í slíku samfélagi. í útgerðarmálum Flateyr- inga hefur á ýmsu gengið um dagana, allt frá því Norðmað- urinn Ellefsen setti upp hval- veiðiverksmiðjuna á Sólbakka um síðustu aldamót. Kaup- túnið hefur átt sín blóma- skeið og sínar lægðir og nú undanfarið hefur vissulega blásfð heldur óbyrlega. Eng- inn einn aðili getur tekið við rekstri frystihússins og út- gerðarinnar og er nú talið helzt til ráða, að íbúarnir sameinist um þessi atvinnu- Jónsson, sveita- við Önundarfjörð tæki, stofni hlutafélag, sem eigi atvinnutækin og reki þau. Ella blasir ekki við annað en atvinnuleysi og auðn staðar- ins. Tii þess að afla frekari upp- lýsinga um þetta mál sneri ég mér til sveitastjórans á Flateyri, Eysteins Jónssonar, sem jafnframt sveitastjóra- störfunum hefur séð um rekst ur frystihússins að undan- förnu, samkvæmt bráðabirgða fyrirkomulagi er á var komfð til að halda uppi atvinnu, meðan ráðgert væri hvað til bragðs skyldi taka til að koma þessum málum í viðunandi horf. Eysteinn Jónsson er ungur maður og aðfluttur frá Reykja vík — kom til Flateyrar fyrir u.þ.b. ári. En ekki ber á öðru en hann uni hag sínum vel enda ærið að starfa og ótal verkefni að teysa. Eysteiinn tjáði mér að í fyrrasumar hafi farið að bera á talsverðu atvinnuleysi á Flateyri sök- um stopullar vinnu í hrað- frystihúsinu. Um miðjan sept ember stöðvaðist svo rekstur hússins algerlega og jafn- framt þeirra báta, sem lögðu upp hjá því. Síðari hluta september og í októbermán- uði lagði aðeins einn bátur upp afla á Flateyri en hann var fluttur til vinnslu á ísa- firði. — Þessi bátur, sagði Ey- steinn, Hinrik Guðmundsson, hélt síðan áfram róðrum og var nú aflinn salta'ður hér á staðnum. Þá tók Kaupfélag Önfirðinga á leigu bát, Ásgeir Torfason, sem einnig lagði upp afla sinn til söltunar á Flateyri. En þetta dugði ekki tiL atvinnuleysi var eftir sem áður og fóru margir til vinnu utan Flateyrar, einkum á næstu firði. — Þegar hér var komið var nokkuð ljóst, að Fiskiðja Flat eyar, sem var eigandi hrað- frystihússins mundi ekki geta hafið rekstur þess á ný. At- vinnumálin voru því mikið rædd, á hreppsnefndarfund- um, hjá verkalýðs og sjó- mannafélaginu, á almennum borgarafundum og manna á meðal. Hreppsnefnd og stjóm verkalýðs- og sjómannafélags ins sendi nefnd manna til Reykjavíkur til þess að kanna nánar, hvort hugsanlegt væri, að hraðfrystihúsið hæfi rekst- ur að nýju. Það kom í ljós, að útilokað var, að Fiskiðja Flateyrar hæfi rekstur að svo stöddu og var þá kannað, hvort unnt mundi að leigja húsið og bátana. í því skyni var stofnað hlutafélag, þar sem Flateyrarhreppur lag’ði fram 80% hlutafjár, Kaupfé- lag Önfirðinga 10% og Fisk- borg hf. 10%. I janúarmánuði tókust samningar um leigu á hraðfrystihúsinu og öðrum eignum, sem þurfti til fisk- vinnslunnar. Kaupfélagið tók á leigu einn bát fyrirtækisins, Fiskborg hf. annan og þriðji báturinn var gerður út af hluthöfum útgerðarfyrirtækis Fiskiðjunnar. Loks var keypt ur til staðarins enn einn bátur og þegar rekstur hraðfrysti- hússins hófst á ný í febrúar lögðu þessir fjórir bátar, á- samt Mb. Hinrik Guðmunds- syni, upp afla sinn hjá því. — Hvað var gert ráð fyrir að þessi skipan mála yr'ði lengi? — Leigusamningurinn var upphaflega til 1S. september í ár, en þá var gerður nýr samningur til áramóta. Upx>- haflega var samningurinn við Fiskiðju Flateyrar, en það fyrirtæki lýsti sig gjaldþrota sl. vor og uppboð á fasteign- um fyrirtækisins fóru fram nú í sumar. Urðu þau eigenda skipti, að Ríkisábyrgðarsjóður keypti hraðfrystihúsið, Trygg ingamiðstöðin hf., fiskimjöls- verksmiðjuna og Landsbanki íslands keypti beituhúsin, bátageymsluna og fleiri hús- eignir. Nýi leigusamningurinn var gerður- vfð Ríkisábyrgðar sjóð og Landsbankann en um leigu á fiskimjölsverksmiðj- unni var aðeins samið fyrir stuttan óákveðinn tíma. — Hefur þetta fyrirkomu- lag skapað fulla atvinnu? — Nei, það get ég ekki sagt. Það hefur að visu bætt mjög úr skák, en aflabrögð hafa verið rýr og atvinna því nokk uð stopul. Nú sem stendur róa aðeins tveir bátar héðan en vonir standa til að sá þrfðji geti hafið róður um miðjan þennan mánuð. Fleiri bátar róa ekki ti'l áramóta, hvað sem síðar verður. Það má segja, að atvinnu- lif á Flateyri standi og falli með rekstri frystihússins. Það greiðir í vinnulaun um 600— 800 þúsund krónur á mánuði og vinnulaun til sjómanna eru nálægt 200 þúsund krón- ur á mánuði á hvern bát. Því miður hefur rekstur frysti- hússins og bátanna þa'ð sem af er leigutímabilinu ekki gefið ástæðu til mikiUar bjant sýni en sömu sögu er víst að segja um önnur frystihús í grenndinni og út um landið. — En hvað hefur nú orðið ofan á um stefnuna í nánustu framtíð? — Það hefur orðið úr að stofna hlutafélag til þess að kaupa og reka eignirnar sem ég gat um áðan. Hlutafjár er safnað með almennu útbdði og erum við að vona að sem flestir taki þátt í félaginu. Lágmarkshlutafé félagsins, sem gefið var heitið „Hjálm- ur hf.“, var áikveðið 1% mildj. Flateyri við Önundarfjörð Eysteinn Jónsson króna. Á stofnfundi var búið að greiða nálega 300.000 krón- ur þar af höfðu einstakUngar á Flateyri lagt fram 200.000.00 en h'lutafjárloforð nema ná- lega einni milljón króna. Þar af hefur Flateyrarhreppur ákveðið að leggja fram allt að hálfri milljón króna. Raun verulega er þetta hlutafjar- lágmark, algjört lagmarks rekstrarfé til þess a’ð standa undir rekstri frystihússins og verður a'lls ekki hægt að skerða þá upphæð til kaupa á þeim eignum, sem nauðsyn- legar reynast til fiskvinnsl- unnar. Það þarf því að leysa mörg erfið vandamál, áður en útgerð og fiskvinnsla á Flat- eyri komast á eðUlegan og hraustan rekstrargrundvöll. — Það má telja kaldhæðn islegt, að undanfarið — á sama tíma og svo mjög hefur hallað undan fæti í atvinnu- málum — hefur Flateyrar- hreppur Staðið í hafnargerð, sem er dýrari en þær eignir, er nota þarf til fiskvinnslunn ar. Sú hafnargerð var nauð- synleg útgerð staðarins. en hætt verður við, að þær millj ónir, sem í hana eru komnar, komi að litlu gagni, af enginn bátur rær frá Flateyri. Við verðum að vona, að þessir erfiðleikar leyst. íbúar Flat- eyrar geta ekki annað gert en leggja sig alla fram um að koma efnahagsvandamál- um staðarins á traustan grund völl. Hér hefur verfð aflað útflutningsverðmæta fyrir ná lega þrjátíu milljónir króna á ári eða sem svarar 60.000 krónum á sérhvem íbúa — þeir eru um 500 talsins. Við hljótum að vona að hægt verði að halda því áfram. m. bj. Sigurður í við- gerð í Hollondi TOGARINN Sigurður er nú í Amsterdam, þar sem fer fram 8 árá flokkunarviðgerð á honum. Hefur hann verið þar í 4 vikur, en kemur væntanlega seinni hluta næstu viku. Mikil viðgerð þúrftí að fara fram á togaran- um, því han lenti i ís fyrir Vest- fjöí-ðum i fyrra og beygluðust plötur. GOLFTEPPI ALAF0SS WILTON-VEFNAÐUR ÚR ÍSLENZKRI ULL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.