Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORCrUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 Almennur borgarafundur um heilbrig&ismál f LOK nýafstaðinnar heilbrigðis málaráðstefnu á vegum Lækna- félags íslands gat formaður fé- lagsins, Arinbjöm Kolbeinsson, þess að fjölmargir einstaklingar aðrir en þeir, sem ráðstefnuna sátu, hafi látið í ljós mikinn á- huga og sumir viljað að haldinn yrði almennur borgarafundur um heilbrigðismál á næstunni. Ef til slíks fimdar kæmi væri ekkl úr vegi að kynna almenningi sem flestar hliðar málanna fyrst hleypidómalaust en af hrein skilni, svo að fjrrirspumir og til lögur megi verða sem viturleg- astar og tíl gagns. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu fslands vorum við fslend- ingar um það bil 200.000 talsins í lok síðasta árs og í desem- ber byTjun s.I. var skipting í aldursflokka þannig: 15 ára og yngri 70.971 eða nær 57% þjóðarinnar 16—66 ára 113.873 eða nær 57% jþóðarinnar 67 ára og eldri 14.682 eða nær 7,3% þjóðarinnar. Af þessum tölum má sjá að þjóðfélagslegar þarfir okkar mið ast að all veruíegu leyti við æskulýðinn, þótt hjá okkur sem víðar í heiminum færist hlutfalls tala aldraðra sífellt í aukana ár frá ári. Hvort heldur við fullorðna fólkið erum foreldrar eða frænd ur yngri borgaranna er það okk ar ábyrgð að móta og skapa lifn aðarhætti samtíðarinnar og um leið að leggja grundvöH að fram tíðinni. í lífsbaráttunni höfum við komizt að þeirri niðurstöðu að góð heilsa sé dýrmætasta eign hvers manns. Mikils er því um vert að standa vörð um þau verðmæti. f þeim opinberu umræðum, sem fram hafa farið á vettvangi heil brigðismála undanfarin ár hér á fslandi, hefur töluvert borið á á- sökunum í garð þessa og hins fyrir getuleysi, áhugaleysi, klaufaskap o.s.frv. f þessum dúr hefur verið minnst á yfirstjóm af hálfu ráðherra og landlækn- is, kennslu innan Háskóla fs- lands, framkvæmdaatriði í hönd um yfiríækna og héraðslækna, fé græðgi ungra lækna, dvínandi læknahug hjúkrunarkvenna o.s. frv. Þótt ekki sé reynt að bera blak af starfsmönnum heilbrigðis þjónustunnar, þá finnst mér hiran óbreytti borgari sleppa alltof átölulítið frá borði, þegar draga skal duluna ofan af áhugaleysi og sofandaskap. Skoðun mín byggist á þeirri trú, að sann- leikanum sé hver sárreiðastur og fari svo að einhverjum gremjist orð mín kemst blóð hans e.t.v. á örari hreyfingu, svo að hann hugsar skýrar og með aukinni framsýni. Við vitum að hvar í heimi sem er reynist mönnum nauðsynleg- ur agi, aðhald, hrós og hvatn- ing til að þeir afkasti eftir beztu getu. f stjórnmálum og þjónustu greinum hverskonar verður eft- irspurn, aðhald og hvatning að koma frá fjölda hinna almennu neytenda til að skriður komist á framkvæmdir og hagur manna batni. Sé varan eða þjónustan góð hlýtur hún að kosta sinn skilding. Ef fjárhagurinn er þröngur ríður á að verja hverj- um eyri með hagsýni. Þótt greiðsl ur falli í hlut ríkissjóðs eða sveitarsjóðs, þá erum við, borg- ararnir, eftir sem áður hinir einu sönnu greiðendur, að minnsta kosti ef við viljum halda áfram að teljast sjálfstæð þjóð. Þessi sanninidi þekkjum við raunar öll ofboð vel, þótt marg- ur landinn hafi oft hagað sér eins og ábyrgð hins opinbera komi einstaklingunum hreint ekki víð og sömuleiðis að at- hafnir einstaklinga, sem búa í lúxus villum með æmum rekstr- arkostnaði til viðbótar fleiri mill jóna stofnkostnaði, séu algjört einkamál þjóðarhag óviðkom- andi. Svo vikið sé raú beint að sviði heilbrigðismálanna, þá skal þess minnst að svo háttar til að full- trúar hinna almennu borgara eiga sæti í heilbrigðisnefndum, er skulu vera starfandi í hverj- um kaupstað og hverju kaup- túni með yfir 500 íbúa, ennfrem ur í öðrum sveitarfélögum, ef hreppsnefnd eða ráðherra mælir svo fyrir. Heilbrigðisnefndir beita sér fyrir því, að settar séu heilbrigðissamþykktir fjrrir um- dæmi þeirra og þær endurskoð- aðar svo oft sem ástæða er til, sjálfkjömir aðilar að hefibrigð- isnefndum eru héraðslæknar og lögreglustjórar eða hreppstjórar, sumstaðar líka bæjarverkfræð- ingar, en aðra nefndarmerm kýs hlutaðeigandi sveitarstjóra. f nú gildandi lögum er engin fyrir- mæli að firrna um, hvemig heil- brigðissamþykktir skuli tryggja sem bezt heilbrigði þjóðarinnar í heiild, né íbúa þess svæðis, sem hvert umdæmi spannar. En í lög unum er heldur ekkert sem bannar heilbrigðisnefndarmanni að sýna framtak og dag við að stuðla að framgangi þeirra mála sem sveitungar hans hafa falið honum. f þeirri heilbrigðissamþykkt, sem ég hef hér fyrir framan mig, þ.e. heilbrigðissamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað frá 1955, segir um hlutverk og valdsvið heilbrigðisnefndar: „Heilbrígðis nefnd sér um, að haldin séu á- kvæði þessarar reglugerðar, svo og annarra laga og reglugerða, er að heilbrigðismálum lúta". Ætla má að gildandi lög og reglugerðir nái yfir þau atriði, sem við ætlumst til af heilbrigð- isþjónustunni í landinu, og fara þau hér á eftir í stórum drátt- um. Við viljum að á meðal okkar finnist sérlærðir einstaklingar, sem skipulagsbundið fræða okk- ur og leiðbeina um allt það, er glæða má vit vort og vilja til hefisuræktar og heiísuverndar. Kennslan þarf að ná til verð- andi mæðra og feðra, uppalenda, skólaæskunnar, hins vinnandi manns og gamla fólksins. Við viljum að öll þessi fræðsla lúti öflugri stjórn heilbrigðisyfir- valdsins og heilbrigðisstarfs manna, en með aðstoð skóla, út- varps, sjónvarps og blaða, svo að framkvæmdir hennar verði markvissar og víðtækar meðal allra aldursflokka. Við viljum að sérfræðingar fylgist vel með heilsufari barns- hafandi kvenna og að öryggi þeirra og barnanna sé sem bezt tryggt, þegar að fæðingu kemur, hvar sem búseta þeirra er á landinu, án þess að skapa íbú- um einangraðra héraða óhóflega f járhagslega byrði. Við viljum að bömin okkar frá fæðingu til fulíorðinsára eigi kost eftiriits sérhæfðra lækna, sálfræðinga og annarra, er bezt til kunna að fylgjast með líkamlegum og andlegum þroska vaxtarskeiðsins, þannig að vak- að sé yfir velferð barnanna á hehnilum, í skólum, i leik og í starfi með gát og samvizkusemi. Við viljum eiga þess kost að læknar fylgist svo vel með heilsufari voru, að skaplegir sjúkdómar verði greindir á byrj unarstigi og að lækningu sé beitt 1 tæka tíð ef sjúkleika ber að höndum, þar með taldir tann- sjúkdómar. Við viljum geta leitað læknis — eða að minnsta kosti héraðs- hjúkrunarkonu — ef þörf kref- ur, án óhólegra tafa eða óvið- ráðanlegra útgjalda. Rannsóknir og aðra þjónustu, sem unnt er að framkvæma án sjúkrahúss- leigu, viljum við sem mest fela heimilislæknum, því að þótt sjúkrahús séu talin ómetanleg til árangursríkra lækninga, finnst flestum bezt heima að vera sé þess nokkur kostur, ekki sízt gamla fólkinu, enda er slíkt fyr- irkomulag líklegt til mikils spamaðar. Samfara þessu vex þörf okkar fyrir heimahjúkrun á vegum heilsuvemdarstöðva. Við viljum eiga völ góðr- ar sjúkrahússþjónustu, sem eng an veginn þarf að vera til húsa í höllum með turnum og mar- maratröppum eða forsölum, sem helzt minna á álfasali ævintýr- anna — öllu fremur eiga þessi sjúkrahús að vera búin örugg- um tækjum og í umsjá kunn- áttufólks. Við viljum að híbýli okkar stuðli að vellíðan og heifbrigði og viturlegri hófsemi. Við viljum að hirðusemi ríki í umhverfinu, hvort heldur er í þéttbýli eða strjálbýli og að með ferð neyzluvarnings okkar skapi heilsufarslegt öryggi. Við viljum fyrirbyggingu hverskonar smitsjúkdóma. Við viljum slysavamir á Iandi á sjó og í lofti. Við viljum að stuðlað verði að geðvemd meðal okkar og að geð sjúklingar, þar með taldir áfeng issjúMingar, fái ekki síðri sjúkrahjálp og félagsstoð en aðrir, er við vanheilsu búa. Við viljum að öryTkjar og van gefnir njóti styrktar, sem skapi þeim sem bezta mögulekia til lífs- hamingju. Við viljum fá aðstoð og fjrrir- greiðslu á sviði heilbrigðismáía eftir þörfum einstaklingsins, án beinna afskipta fleiri aðila en nauðsyn krefur, svo að við glöt- um sem minnstu af sjálfsvirð- ingu og öryggiskennd, án þess að fara þó á mis við kosti nú- tíma tækni og vísinda. Sú er raunin að í sumu ti'lliti eru lögin ágæt, en framkvæmd þeirra léleg, en líka eru til úr- elt eða vansmíðuð ákvæði laga og reghigerða, sem nauðsyn er að endurskoða og lagfæra. Nú nýverið hefur ríkisstjórn- in ákveðið að leggja til við Al- þingi að stofnað skuli sérstakt ráðuineyti fjrrir heilbrigðis- og tryggingamál. Þessu er mjög fagnað af mörgum og þeir hin- ir sömu leggja áherzlu á að heil brigðismál séu ófrávíkjanlega einn liður félagsmáía og að þjóð félagsleg heilbrigðisvísindi verði að efla til muna meðal okkar. Skortur sérfræðinga hefur háð landlæknisembættinu og háir enn mjög tflfinnanlega og það eitt að stofna sérstakt heilbrig- isráðunejrti leysir lítinn vanda. Sú ákvörðun að viðhalda og efla störf og aðstöðu heimilis- lækna fær nú mikið fylgi. Er þetta eitt dæmið um víðtækari viðleitni til að efla hið almenna meðai ýmissa vísindagreina. Á- hugi, einkum meðal yngri lækna, beinast að því að heimilislæknar fái aðstöðu til að starfa saman í hópum (minrast 2 saman) á svo- nefndum læknamiðstöðvum, sem þjóna eiga ákveðnu svæði, hvort heldur er í þéttbýli eða strjál- býíi. Sameiginleg spjaldskrá er þar fyrirhuguð yfir skjólstæðing ana. Sérstök simavarzla á að geta hindrað óþarfa truflanir á viðtölum læknis við sjúklinga í heimsókn. Timapöntunarfyrir- komulag á að draga úr löngum biðtíma eftir læknisviðtali. Menn eiga að velja sér ákveð- inn heimilislækni eftir sem áð- ur en ef á Iiggur má leita til hvaða tæknis stöðvarinnar, sem auðveldast er að ná til á hverj- um tíma. Samtímis læknamiðstððvunum er óskað eftir að upp rísi heilsu gæzlustöðvar til húsa á sama stað og með sameiginleg afnot af spjaldskrá, rannsóknarstofum o. fl. Verksvið stöðvanna ætti að vera í samræmi við þá hugsun, sem fram kom f almannatrygging arlögunum nr. 50-1946. í lögum þessum var hugtakið heilsu- gæzla látið ná yfir sjúkrahjúlp og heifsuvernd. Heilsugæzlu á vegum trygginganna áttu heilsu verndarstöðvar, sjúkrahús og lækningastöðvar að annast. Svo var kveðið á, að hlutverk heilsu verndarstöðva skyldi vera að rækja hverskonar heilsuvernd- arstarfsemi (sbr. heilsuverndar- 'lög rar. 44-1956, þar sem upp eru taldar 13 heilsuverndargreinar, og þó vantar þar á slysavarn- ir og almenna heilbrigðis- fræðslu). Á undanförnum áratugum hef- ur þjónusta heilsuverndarstöðva beinzt inn á brautir sérhæfing- ar, þar sem læknar og hjúkr- unarkomrr eða Ijósmæður hafa fvrst og fremst sinnt berkla- vörnum, mæðravernd, ungbama vernd og skólaheilsuvernd. Hver þessara liða hefur átt sitt út af fyrir sig, án ýkja mikils samstarfs við hina. Almennar þrifnaðarráðstafanir undir eftir- liti héraðslæknis (eða borgar- læknis) hafa alls ekki talizt til starfsemi heilsuverndarstöðv anna og eiginlega er eins og að heilbrigðisnefndir hafi álitið að þetta væri sá eini liður heil- brigðismálanna, sem þeim til- hejrði að hafa nokkur afskipti af. Mér virðast tfilögur nefndar, sem undirbúið hefur frum- varp tfl laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit (lagt fjrrir síð- asta löggjafarþing en hefur enn eigi hlotið samþykktir) bera ein mitt þennan svip. f nefndu frum- varpi er lagt til að stofnað verði Heilbrigðiseftirlit ríkisins, sem ekki er ráðgert að sé innan ramma landlæknisembættisins. Ráðlegra hefði ég talið að orða- lag 8. greinar lagafrumvarpsins hljóðaði eitthvað líkt eftirfar- andi: Ríkið srtarfrækir stofnun, sem nefnist Heilbrigðisstofnun ríkis- ins (kemur í stað skrifstofu land læknis). Skal henni stjómað af Heilbrigðisráði ríkisins, sem í eiga sæti ... Æðsti maður fram- kvæmdastjórnar Heilbrigðis- stofnunar ríkisins skal vera landlæknir og undir stjórn hans lúta allar deildir stofnunarinn- ar. Deildaskipting stofnunarinn ar skal vera nægi'lega sveigjan leg til að sinna breytilegum þörfum hvers tíma, en í aðal- atriðum sem hér segir: o.s.frv. I o.s.frv. Þær fáu íslenzku hjúkrunar- konur, sem stundað hafa sérnám í heilsuvernd erlendis, hafa afl- ar lært að æskilegast sé að hver hjúkrunarkoraa við heilsuvernd starfi að alhliða heilsuvemd inn an afmarkaðs svæðis, fremur en iranan aðsky'ldrar sérgreinar. Slíkt er og í fullu samræmi við þá stefnu, er heimilislækningarn ar virðast vera að taka og að framan greinir. Eitt verðum við að gera okk- ur ljóst: Það er ekki nóg að óska eftir vel hæfum heimilislækn- um og heilsuveradarhjúkrunar- konum, til að sinna þörfum fjöl- skyldna okkar. Við verðum að skapa aðstæður tfi nægilega full komins náms, sem gerir þetta fólk hæft í starfi. Námið verð- ur að verulegu leyti að fara fram innan starfandi heilsuvemdar- stöðva og hjá heimilislæknum. í dag er mesta vandræðaástand í þessum málum, enda árangurinn harla lélegur. Æskilegt væri að aðilar innan Sambands íslenzkra bæjar- og sveitarfélaga tækju höndum sam an og leituðu samvinnu við heil- brigðisyfirvöldin um að hrinda í framkvæmd nýjungum og fram förum, t.d. með stofnun náms- styrkja og námslánasjóðs fyrir heilbrigðisstarfsmenn, hvort heldur er til náms hér heima eða erlendis, en hið síðamefnda er hhitfallslega erfiðara og dýrara fjrrir okkur íslendinga en þjóðir, sem veitt geta allt nám heimafyr ir. Félagslegar þjónustugreimar verða trúlega verr úti í þessu efni en flestar aðrar, vegna þess að hvert land miðar kennslu sína við eigin þarfir og þjóð- skipulag. Hvað hjúkrunarkon- um viðvíkur t.d. skal þess getið að staðgóð þekking væntaniegr- ar héraðshjúkrunarkonu ætti að byggjast á almennu hjúfcrun- amámi, ljósmóðurfræðum (þ.e. ljósmæðraprófi) og sémámi í heflsuvernd, mismunandi löngu, eftir því hver ábyrgð einstakl- ingsins er í srtarfL Verði ekki eitthvað fram- kvæmt í þessum málum af meiri festu og röggsemd en undanfar- ið er mér Ijóst að mikil bið get- ur orðið á æskilegum framför- um í heilbrigðismálum okkar og jafnvel ógnar afturför sem bitn ar bæði á okkur sjálfum og af- komendum okkar. Þessi atriði bið ég ykkur les- endur góðir að athuga alveg sér staklega áður en haldinn verður almennur borgarafundur um heilbrigðismál. Hafnarfi rði, 9. október 1968 EIín Eggerz Stefánsson. „JÚDAS## FRÁ KEFLAYÍK. SILFURTUNGLIÐ SILFURTUNGLIÐ UNGLINGASKEMMTUN KL. 4—7. POPS skemmta. í kvöld leikur hin nýia vinsæla hljómsveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.