Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 19 Kal í túnum og áburðarnotkun Eftir Gest Jóhonnsson NÚ ER mikið skrafað og skrifað um margskonar hallæri og þreng ingar til lands og sjávar, hafís- inn, kal í túnum og erfiðleika í sambandi við aflabrögð og af urðaverð. Hugurinn hvarflar til baka og ég minnist hafísáranna um og fyrir aldamótin á æskustöðvum mínum norður á Vatnsnesi. Hafís iinn kom venjulegast á þorra, eða góu og lá langt fram á sumar. ísinn varð samfrosta landinu, strá-drap æðarfuglinn og hreins aði fjörurnar af ö'llum þara- gróðri. Þegar ísinn var orðinn landfastur var veður oft stillit, en frosthörkur miklar. Vermenn fóru þá fótgangandi til 'sjóróðra á Vestfjörðum, gengu frá Vatns nestánni og yfir á Strandirnar. Enginn ísbrjótur hefði getað rof- ið þessa íshellu og oft var kalt í baðstofunni, enda ekki um neina upphitun að ræða. Svo komu vorannirnar, litlu lömbin og folöldin. Mikið var af kargaþýfi í túninu og var mykj- an og það sauðatað, sem ekki var haft til eldsneytis 'lamið í sundur með klárum, sem ekki voru einu sinni alltaf járnbrydd ar. Eftir að áburðurinn hafði verið mulinn, var honum ausið á þúínakollana úr trogum. Það sem slétt var af túninu var slóða dregið og var það ólíkt verk- legra. Slétturnar voru á þessum árum unnar með ristuspaða og reku. Ég var látinn vaka yfir vellinum og hafði þá aukavinnu að bera afrakið af túninu. Á næt urnar var oft þoka og allt renn- blautt og þessi afraksturhreinsun því heldur leiðinlegt verk, en allt í einu kom blessuð sólin upp, þokan hörfaði á svipstundu, loftið var tært og hreint og óm- aði af fuglasöng. Spóinn og ló- an voru mínir eftirlætisfuglar. Þetta voru dásamlegar og ógleym anlegar stundir. Fráfærurnar voru leiðinlegar, jarmur lambanna var svo sár. Ég var látinn sitja hjá einsamall all- langt frá bænum. Ég undi þessu starfi sæmilega, þegar veður var gott, en gamanið fór af þegar il'l viðri og þoka réðu ríkjum. Á þessum árum var einhver slæð- ingur af álfum og öðrum yfir- náttúrulegum verum, sem tóku á sig sérkennilegar myndir í þok- unni. „Káraborgin" var bústað- ur álfakonungsins. í Káraborg- inni er fegursta og reglulegasta stuðlaberg, sem ég hefi séð. Óhugnanlegasta fyrirbrigðið í sambandi við búskapinn á þess- um árum var bráðapestin eða bráðafárið, eins og það var kall- að. Féð, venjulega það vænsta, hrundi niður úr þessari pest. Missti faðir minn oft margt fé. Aldrei sá ég, né heyrði talað um kal í túnum á þessum árum, svo teljandi væri, enda var þá aðeins um að ræða lífrænan á- burð og túnin yfirleitt ekki beitt að vorlagi. Þá var heldur ekki búið að gjöra ánamaðkinn útlæg an, eða drepa hann með gerfiá- burði. Flestir munu vita að ána- maðkurinn er bezti samherji þeirra sem við ræktun fást. Hann er sístarfandi, losar jarð- veginn og flytur jurtaleifar frá yfirborðinu niður í moldina. Þess utan framleiðir hann sjálfur tölu vert af fínasta áburði. Ánamaðk urinn er einnig einhver ör- uggasta tryggingin fyrir því, að jarðvegurinn sé nokkurnveginn mettur af þeim efnum, sem jurt- ir og garðávextir þarfnast, ef góð uppskera á að fást. Hverfi hann af sviðinu má ganga út frá því sem vísu, að eitthvað sé at- hugavert við ástand og efnaskift ingu ræktunarlandsins. Um og uppúr aldamótunum fer að rofa til. Nýbakaðir og áhuga samir búfræðingar. frá búnaðar- skóla Torfa í ólafsdal, komu með plóga og herfi. Taðkvarnir voru smíðaðar til að mala áburð- inn. Farið var að bólusetja fé gegn bráðafári. Hafísinn hætti að fylla flóa og firði. Áhuginn fyr ir Ameríku-ferðum dvínaði, en trúin á landið og framtíðina óx að sama skapi. Þrátt fyrir hafís, harðæri, frumstæð verkfæri, frumstæðar vinnuaðferðir og allskonar erfið leika er eins og minningarn- Gestur Jóhannsson. ar frá þessum árum séu sveipað- ar einhverjum dýrðartjóma, sem verður skærari og hreinni, eftir því sem árin færast yfir. Fyrir tæpum fjörutíu árum keypti ég hús á Seyðisfirði, fylgdi því dálitið tún og garð- hola. Seinna fékk ég allmikla viðbót af óræktuðu landi, sem var mestmegnis skriðuhlaup og lítt gróið. Ég byrjaði á að brjóta og ryðja ca 200 fermetra, fyrir matjurtagarð, í hallanum fyrir of an aðalskriðuna. Var þarna grýtt mjög og varð ég því nær ein- göngu að nota haka og járnkarl. Á milli steinanna var þó töluvert af mold, sem var nokkuð leir- kennd. Ég gætti þess að vinna garðinn sem bezt. Úr aðalskrið- unni tók ég stærsta grjótið og fékk því næst nokkur bílhlöss úr skurðum, sem bærinn var að láta grafa, og var þetta að mestu leyti mór. Dreifði ég þessu yfir skriðuna, en bar einnig dálítið af því í garðinn ásamt sagi. Mín reynzla er siú, að bæði sag og mó sé ágætt að nota í matjurta- garða, enda þarna um juxtaefni að ræða, sömu tegundar og gras og garðávextir þurfa að hafa. Hvorttveggja er lengi að rotna og endizt því sem áburður svo árum skiftir. Hin fyrstu kynni mín af verk- smiðju-áburði voru þau, að ég keypti tvo poka af útlendum á- burði, sem mér var sagt að myndi vera svipaðrar tegundar, enda sama verð. Útkoman varð þó sú, að annar pokinn skilaði kafgrasi en innihald hins pokans reyndist ná'lega alveg áhrifalaust, eða jafnvel eins og visnun kæmi fram sumstaðar, sem líktist helzt kali. Var þó um nákvæmlega eins jarðveg að ræða. Þetta vakti mig til umhugsunar um, að trygg ara myndi að vita einhver deili á samsetningu jarðvegsins og á- burðarins, áður en borið væri á. Hélt ég svo áfram að bera dálít ið af verksmiðjuáburði á túnið, en venjulegast ásamt mykju og síldarmjöli. Ég hafði hálfgjörða ótrú á þessum verksmiðju-á- burði, fannst túnið vilja brenna undan honum, ef hann var bor- inn á í þurrkatíð. Væri sumarið þurkasamt, sáust áburðarkorn- in óuppleyst þegar álegið var. Þá rakst ég á grein í amerísku tíma- riti, þar sem fullyrt var, að all- an verksmiðjuáburð ætti helzt að bera á uppleystan, sparaði það áburðarmagnið um ca 5-6. (fimm sjöttu), þessutan verkaði upp- leystur áburður miklu fljótar. Ég ákvað að reyna sannleiksgildi þessara upplýsinga strax. Fyrir neðan hús mitt, sem byggt er á gamalli skriðu, er móldarlagið mjög þunnt, og vildi túnið brenna í miklum þurrkum. Spretta var aðeins byrjuð, en brakandi þurrkur hafði verið und anfarna daga. Var þegar farið að votta fyrir bruna aða visnun. Ég tók hálfan poka af áburði og skifti innihaldinu í einn á móti fimm. Skifti svo blettinum í tvo jafna hluta með línu, sem ég strengdi niður hann miðjan. Setti því næst sjötta hluta áburðar- ins í tunnu, lét vatn renna í hana og hrærði í með spaða. Jós ég því næst vatninu með skjólu á þann hluta blettsins, sem hærra bar og byrjaður var að skrælna. Tunnuna færði ég til eftri þörf- um. Sjálfsagt þykir þetta frum- stæð aðferð, eða jafnvel hlægi- leg, en hún náði tilgangi sínum. Loks dreifði ég óuppleysta áburð inum (5-6. af heildarmagni) yf- ir hinn blettinn. Þurrkarnir héldust áfram Á fimmta degi kom í ljós, að sá hluti túnsins, sem hafði fengið uppleysta áburðinn var allur að lifna og skilaði endanlega ágætis grasi. Hinum hlutanum hafði stórhrakað. Þessi blettux náði sér aldrei og varð með graslausum smáskellum, sem líktust kali. Hafði hann þó feng- ið fimm sjöttu áburðarmagnsins. Ég hélt svo þessum tilraunum á- fram og al'ltaf með svipuðum ár- angri, þótt ég tæki fyrir önnur svæði í túninu. Uppleysti áburð- urinn sýnidi jafnan sína yfir- burði. Ég reyndi að koma þess- um athugunum mínum á fram- færi, en árangurslaust að ég hygg, enda skal sú saga ekki rakin hér. Kal í túnum og orsakir þess hafa verið mjög ofarlega á dag- skrá undanfarið. Haft er eftir hr. Pálma Einarssyni, landnáms- stjóra, að misnotkun verksmiðju áburðar og skortur ýmissa nauð- synlegra efna í jarðveginn myndu vera ein af höfuðonsök- um kalsins. Tilraunir á Hvann- eyri, Egilsstöðum og víðar benda einnig til þess, að víða skorti kalk í jarðveginn. Hitt er minna rætt, að gjöra má ráð fyrir til- finnan'legum skorti hinna ýmsu tegunda snefilefna, sem jarðveg- urinn þarfnast, ef sæmileg upp- skera á að fást. Eftir hina hóf- lausu notkun hins kalklausa köfn unarefnisáburðar (,,Kjarnans“) á liðnum árum, skyldi engan undra, þótt gengið hefði veru- lega á þann forða snefilefna, sem í jarðveginum kann að hafa verið. Þegar litið er yfir tún í dag, ber graslagið á fjölda þeirra þess greinilega vott, að það er kyrkingur í grasinu, sem ætla má að orsakist meðal annars, eða ef ti'I vill fyrst og fremst af því, að í jarðveginn vanti t.d. kalk, eða ýms snefilefni, nema hvort- tveggja sé. Hey af slíkum tún- um er þyrkingslegt og hart, og vantar ylm og mýkt þess heys, sem ræktað er með líf- ræ num áburði. Sem fóður er þetta hey varhugavert. Hvað er svo helzt til úrbóta í þessum ræktunarmálum? Það spursmál verða bændurnir sjálf- ir, sérfræðingar þeirra og ráðu- nautar að leysa. Ljóst er að allan húsdýraá- burð verður að nýta, sem al’lra bezt. Af öðrum lífrænum áburði má t.d. nefna síldarmjöl, loðnumjöl og beinamjöl. Ekkert virðist vera betra en síldarmjöl, þar sem kal eða einhverjar veilur eru í túnum. Síldarmjölið verk- ar mjög fljótt og tel ég því bezt að bera það á mjög snemma að vorlagi, með sérstöku tilliti til seinni sláttar, en tæplega kem- ur til greina að vorbeita þann hluta túnsins, sem síldarmjöl hef ir verið borið á. Fé sem vant er síldarmjöli myndi ganga of nærri rótinni. Lýsi og grútur er ágætur á- burður, en naumlega mikið fram boð af þeirri vöru til áburðar. Þarinn og fjörugróðurinn er tilvalinn áburður í matjurta- garða og ætti að mega gjöra ráð fyrir hliðstæðu notagildi hans í sambandi við nýræktun og end- urræktun. Þá er það mórinn, sem hlýtur að te'ljast lífrænn áburður. Er þarna ef til vitl lausn gátunn- ar? Á uppvaxtarárum mínum var brennt miklu af mó heima, enda virtist ótæmandi uppspretta af honum. Ég tók eftir því, hve vel spratt þar sem hann var þurrkaður. Sumt af þessum mó varð mjög hart við þurrkun, en ekki virtist spretta miður undan þessum mó heldur en hinum, sem torfkenndari var. Ekki ættu að vera nein veruleg vandkvæði á því að vinna móinn til áburðar. Ef til vill þarf ekki annað en ryðja honum í hauga með viðeig andi vélum, og blanda svo haug- ana einhverjum rotnunar- eða gerjunarefnum til þess að gjöra móinn meðfærflegri til áburðar. Einnig mætti mala hann. Gjöra má ráð fyrir að mór- inn sé ágætis áburður í alla ný- ræbtun, eða þar sem um endur- ræktun er að ræða. Það verð- ur því naumlega sagt að þeir sem við ræktun fást þurfi að verða með öllu úrræðalausir, þótt eitt- hvað yrði dregið úr notkun „Kjarnans". Eins og áður fram tekið, þá þykist ég hafa sannreynt, að verksmiðjuáburður nýtist langt- Framhald á bls. 21 Það jafnast ekkert á við Lark." IARK FILTER CIGARETTES MADE tN U. S. A Lark filterinn er þrefaldur. RICHLY REWARDING UNCOMMONLY SMOOTH Reynið Lark, vinsælustu nýju amerísku sigarettuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.