Morgunblaðið - 07.11.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 07.11.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 19«« Þingmannafundur Nato — r Brussel II.-15. nœsta mánaðar ÁRSFUNDUR Þingmannasam- bands Norður-Atlantshafsrikj- anna verður haldinn í Brussel 11-15. þ.m. Auk venjulegra aðalfundar- starfa munu í upphafi fundar- ins flytja ræður, auk forseta sambandsins, sem hefur verið yf- irstandandi ár Matthías Á. Mat- hiesen alþm., þeir Manlio Brosio framkvæmdastjóri NATO, Hal- vard Lange, fyrrv. utanríkisráð herra Noregs, og Lyman L. Lem nitzer yfirmaður herafla NATO Einnig mun Pierre Har- mel, utanríkisráðherra Belgíu flytja ávarp í upphafi fundarins. Af íslands hálfu sækja fund- inn alþingismennirnir: Matthías Á. Mathiesen, Benedikt Gröndal, Einar Ágústsson, Friðjón Þórðarson. Af þeim nefndarskýrslum, sem þegar hafa verið lagðar fram, má m.a. sjá, að Tékkóslóvakíu- ■málið verður mjög á dagskrá auk framtíðarstarfsemi NATO. Veturgamall risahrútur KRISTINN bóndi Jónsson' á Seljanesi og Magnús bóndi Jak- obsson í Ingólfsfirði fóru hinn 30. október norður í Reykja- fjörð til að huga að kindum, sem reyndist ekki unnt að handsama í fyrra, en síðastliðinn vetur var einn hinn versti, sem verið hefur þar norður frá um langt árabil. Fundu þeir félagar tvær kindur, tvævetlu og veturgamlan hrút Hefur ærin haldið sig bæði í Reykjafirði og Skjaldarvík. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns Guðroundssonar, hrepp stjóra á Eyri í Ingólfsfirði, er hrúturinn hvorki meira né minna en 100 kg — sú stærsta veturgamla kind, sem þeir bænd ur hafa séð. Við Drangaskörð lentu þeir félagar í sjálfheldu og urðu að skilja kindurnar eftir. Ætla þeir að ná þeim við tæki- færi, en erfitt er að komast um Ivar Eskeland Drangaskörðin. Guðjón lét þess getið að fróðlegt væri, ef sauð- fjárræktarráðunautar lifcu á kind urnar, sem svo vel eru á sig komnar eftir erfiðan vetur. Olympíuskákmótið í Lugano: íslendingar sigruðu Mongólíu í 12. umferð —Hlutu 2Vi vinning og eru í 7.-8. sœti í B —Sovétríkin hafa þegar unnið keppnina í 9. sinn í röð ÍSLENZKA skáksveitin sigraði Mongóliu í næstsíðustu umferð á Olympíuskákmótinu í Lugano, Sviss. íslendingarnir hlutu 2*4 vinning gegn 114. Úrslit ein- stakra skáka urðu þau að Ingi R. Jóhannsson vann Uitjumen, Guð mundur Sigurjónsson tapaði fyr- ir Miagmarsuren, Bragi Kristjáns son vann Zorigt og Jón Kristins- son gerði jafntefli við Purevjav. Önnur úrslit í B-úrslitum í 12. umferð: Holland - Finnland 3% : %, England - Belgía 3 :1, Aust- urríki - Brasilía 3:1, Svíþjóð - Skotland 2 : 2, Kúba - Spánn 2 : 2 og Ísrael - Sviss 2 : 2. Aðeins ein umferð er nú eftir í mótinu og er staðan þessí í B-úrslitum: England ........... 31% : 16% Holland ........... 31 :17 Islands minnzt í Noregi 1. desember NORSKA ríkisútvarpið hefur farið þess á leit við framkvæmda stjóra norræna hússins, Ivar Eskeland, að hann tæki að sér að gera fimmtíu mínútna út- varpsdagskrá um lýðveldið fs- land, sem flutt yrði í norska útvarpið fyrsta desember. Hefur hann þegar þekkzt boðið, og vinnur nú að þessu. Eskeland er nýikominn frá Stokkhólmi, þar sem hann ræddi um sambúð norrænna stúdenta, tungumálin og fleira og má með - SUKARNO Framhald af bls. 1 heppnað valdarán kommúnista 1965. Það hefur ekki verið staðfest opinberlega að hann sé veikur, en hann er undir ströngum her- verði í einni af fyrrverandi höll- um sínum í úthverfi Jakarta. Sukarno var sjálfur yfirheyrður í tvær vikur í síðasta mánuði. Orðrómur er á kreiki um, að hann sé ennþá í stofufangelsi, en það hefur ekki fengizt staðfest. Eftir því sem vinir hans segja var hinn 68 ára gamli stjórn- málamaður hress og kátur fyr- ir yfirbeyrslurnar. Talsmenn hersins segja, að yfirheyrslurnar hafi farið „hófsamlega" fram, Sukarno hafi verið sýnd full virðing og þriðju gráðu yfir- heyrslur alls ekki viðhafðar. sanni segja að hann hafi í ærið mörg horn að líta. LEIÐRÉTTING RANGHERMT var í frétt Morg- unblaðsins í gaer af árekstri, sem varð á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar, að ökumaður fólks- bílsins hefði beygt þvert í veg fyrir sendiferðabílinn. Það rétta er, að ökumaður sendiferðabíls- ins ætlaði að beygja til vinstri inn á Dalbraut og ók þá beint á fólksbílinn, sem stórskemmdist. Eru viðkomandi beðnir afsökun- ar á þessum mistökum. Margrét Indriða- dóttir íréttastjóri útvarps Eskeland þýðir bók eftir Laxness IV AR ESKELAND, fram- kvæmdastjóri Norræna húss- ins, vinnur um þessar mundir að þýðingu sinni á nýjustu bók Laxness, Kristnihald und- ir jökli. Blaðið sneri sér til hans með nokkrar spurningar í þessu tilefni, sem önnum kaf- inn framkvæmdastjórinn taldi ekki eftir sér að svara. — Hvað verðið þér lengi með þessa þýðingu? — Ég verð tilbúinn í febrú- ar eða marzmánuði með hana. — En hvenær kerour hún út? — Hún á að koma út haust- ið 1969. — Hjá hvaða forlagi? Norsk Forlag. Það er nefni- lega líka til sænskt forlag, sem einnig ber þetta nafn, og ekki má rugla þeim tveimur saman. — Hvað verður upplagið stórt? — Fyrsta útgáfa verður lík- lega svona fjögur til fimm þúsund eintök. Það er venja með bækur Kiljans. — En hvað hafið þér sjálf- Ur að segja um bókina? — Mér er það ávallt sönn ánægja að þýða Kiljan. Ég hef áður þýtt sex af bókum hans. Hann er svo mikill stíl- isti, að hver einasta setning veitir mér mikla gleði og ánægju. I FRÉTT frá Menntamálará'ðu- neytinu í gær segir, að frú Mar- grét Indriðadóttir, varafrétta- stjóri, hafi verið skipaður frétta- stjóri hljóðvarpsdeildar Ríkis- útvarpsins frá deginum í gær að telja. Margrét hefur fengizt við blaðamennsku í rúm 28 ár. Hún er fædd á Akureyri 1923 og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1943. — Hún stundaði síðan nám við Minnesota-háskólann í Bandaríkj unum en á næstu árum var hún við bla’ðamennsku hér heima, bæði hjá Morgunblaðinu og Tímanum. Árið 1949 hóf hún starf hjá fréttastofu útvarpsins og hefur starfað þar síðan. Margrét er gift Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi. Austurriki 29 : 19 ísrael 28% : 19% Spánn 26% : 21% Sviss 24% : 28% Island 24 : 24 Kúba 24 : 24 Finnland .... 23% : 24% Svíþjóð 20% : 27% Belgía ... 19 : 29 Skotland 18% : 29% Brasilía 18 : 30 Mongólía .... 16% : 31% Eddo hefur vetrarstarf Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kóuavogi hefur byrjað vetrar- starfið. Sauma- og föndurkvöld- in eru alla þriðjudaga kl. 20.30 en 17. nóv. verður hinn árlegi basar félagsins og er þar margt góðra muna til jólagjafa. Snemma í desember verður sýnikennsla í jólaundirbúningi. Fyrirhuguð er handavinnu- kennsla, kennt verður listsaum- ur, hvítsaumur, klaustursaumur, hedebo, augnsaumur, blómstur- saumur, orkering, mála á silki og tauprent. Þær félagskonur, sem -óska að sækja þessi námskeið, tilkynni þátttöku í síma 41286 eða 40159. 140 létu skrú sig atvinnulausa VIÐ atvinnuleysisskráningu á þriðjudag létu 111 karlmenn og 29 konur skrá sig atvinnulaus í Reykjavík. Karlmennirnir eru úr 9 starfs- greinum — 81 verkamaður, 9 verzlunarmenn, 5 sjómenn, 5 iðnverkamenn, 3 matreiðslu- menn, 4 málarar, 2 rafvirkjar, 1 stýrimaður og 1 trésmiður. Brúðkaupsljóð sent í konungsgarð SIGFÚS Elíasson orti ljóðabálk, „Brúðkaupsljóð", í tilefni af brúðkaupi Haralds ríkisarfa Nor- egs og Sonju Haraldsen 29. ágúst sl. Sendi hann ljóðið skrautritað í konungsgarð og bar,st að nokkr- um dögum liðnum þakkarbréf frá ólafi konungi V, þar sem brúðhjónin voru þá farin í brúð- kaupsferð sína. íslenzka skáksveitin téflir gegn Svíum í síðustu umferð. Sovézka gkáksveitin hefur þeg- ar sigrað í úrslitakeppni Olymp- íumótsins, sem er hið 14. í röð- inni. Sovézku stórmeistararnir hafa þegar hlotið 37% vinning af 48 mögiulegum vinningum og kemur vist fæstum á óvart, því þeir hafa mönnum á að skipa eins og heimsmeistaranum Petrosyan á 1. borði, Spassky á 2., Kortsnoi, Tal, Polugayevsky og Geller í sveit sinni. í öðru sæti eru Júgóslavar með 28% vinning og Bandarikin eru þriðj.u með 28. Ástralia er efst í úrslitaflokki C með 34% vinning, Noregur er í öðru sæti með 32, Ítalía í þriðja með 28 og Tyrkland fjórða með 28. f úrslitaflokki D er Singapore enn efst með 29% vinning og Frakkland í öðru sæti með 28%. Sjálfstœðis- skemmtun ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna á Hellisandi, Ólafsvík og Grund- arfirði, verður í Röst laugardag- inn 9. nóvember og hefst kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá verður, og á eftir verða stignir gömlu og nýju dansarnir. Aðgöngumiðar fást hjá formönnum félaganna. Sýningu Engil- berts lýkur í kvöld MÁLVEIRKASÝNINGU Jóns Engilberts, sem staðið hefur yf- ir í Hliðskjálf nú undanfarið, lýkur í kvöld kl. 10. Sýningin hefur verið fjölsótt. Þetta er sölusýning og hafa nokkrar myndir selzt. Guðlaugur Guðmundsson Bók um Reynis- staðarbræður — eftir Cuðlaug Cuðmundsson ÚT er komin bókin Reynistaðar bræður eftir Guðlaug Guðmunds son. Fjallar hún um afdrif Reynistaðarbræðra, sem urðu úti ásamt mönnum sínum og skepnum við Hraunhól í miðju Kjalhrauni. í formála segir höfundurinn Guðlaugur Guðmundsson m.a.: „Sterk löngun greip mig til þess áð kanna sögu þessa atburðar, og ég ákvað að kynna mér allar fáanlegar sagnir um hann. Þetta hef ég gert, og varð mér þá ljóst, að hinir ýrnsu sagnaþættir voru ósamhljóða í þýðingarmiklum atriðum. Upp úr þessari könnun minni fór ég æ oftar að velta því fyrir mér, hvort ég gæti ekki skrifað bók um þennan atburð. Loks ákvað ég að reyna þetta og styðjast þá við þær heimildir er ég taldi beztar, og hef ég því stuðzt mest viS Söguþætti Gísla Konráðssonar. Þá hef ég talað við gamlan fróðan mann úr Hreppum, sem hafði heyrt ýms- ar sögur af veru þeirra Reyni- staðarmanna þar í sveit, sem ekki eru til á prenti. Þegar heim- ildir þraut og þá sérstaklega þegar komið var upp í óbyggðir hefi ég ekki við annað að styðj- ast en mínar eigin hugleiðingar um atburðarásina og endalok mannanna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.