Morgunblaðið - 07.11.1968, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968
Sextugur:
Ágúst Leós
kaupmaður
Hinn 5. þ.m. átti einn af góð-
borgurum ísafjarðar, Ágúst Le-
ós., kaupmaður, sextugsafmæli.
Hann er fæddur á ísafirði 5.
móvember 1908, og hefir alið all-
an sinn aldur þar. Hann er af
traustum vestfirzkum bændaætt-
um kominn í báðar ættir. For-
eldrar hans voru hjónin Kristín
Halldórsdóttir, Jónssonar, bónda
á Rauðamýri, Halldórssonar,
bónda að Laugabóli, og Leó Eyj-
ólfsson, söðlasmiður og kaupmað
ur á ísafirði, bónda að Kleifum
í Gilsfirði, Bjarnasonar, prests í
Garpsdal, Eggertssonar, prests
að Stóruvöllum og í Stafholti,
Bjarnasonar, landlæknis, Páls
sonar.
Ágúst Leós. ólst upp í fjölmenn
Hlutafjárloforö nærri
1 milljón króna —
— 8 þús. kynningarbrét Aimenna
Útgerðarfélagsins til unga fólksins
Skipstjóri ráðinn á togarann Cylfa
A BLAÐAMANNAFUNDI, sem
Almenna útgerðarfélagið boðaði
til í gær, kom það fram, að hluta
fjárloforð almennings nálgast 1
milljón kr., en sem kunnugt er
byggst hlutafélagið kaupa tog-
arann Gylfa og gera út til fisk-
veiða. Að stofnun þessa félags
standa ungir menn og þessa dag-
ana eru þeir að senda út um
8 þús. kynningarbréf tii ungs
fólks í Reykjavik og víðar og
bjóða þar þátttöku í hlutafélag-
inu. Hlutabréfin eru 1 þús. kr.
og 5 þús. kr.
Undirbúningsstjóm hefur
ákveðið aðalfund og verður
hann haldinn 7. des. n.k. Hluta-
fjárapphæð er áætluð alls 5
milljónir kr., en kaupverð skips-
ins mun vera um 11 millj. mið-
að við að það sé tilbúið til
veiða. Theodór Jónsson, skip-
stjóri, hefur verið ráðinn skip-
stjóri á togarann Gylfa og einn-
Ig hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri fyrir félagið fyrst
um sinn og er það Guðlaugur
Tryggvi Karlsson, hagfræðing-
ur.
Stöðugt er unnið að viðgerð á
togaranum Gylfa og búast félags
menn við að togarinn geti hafið
veiðar strax eftir áramót.
Almenna útgerðarfélagið h.f.
var stofnað hinn 10. okt. sl.
Fljótlega eftir stofnfund hófst
sala hlutabréfa á almennum
markaði. Hafa nú á 4. hundrað
manns gerzt hluthafar auk stofn
enda. Aðalfundur félagsins verð-
ur haldinn 7. des. n.k.
Kynningarstarf er á byrjunar-
stigi, og sá árangur, sem þegar
hefur náðst, lofar mjög góðu.
Þessa dagana er sent út dreifi-
bréf til 8 þús. ungra manna í
Reykjavík á aldrinum 20—30 ára
og þeim kynnt framtíðaráform
félagsins.
Sfðan verður félagið kynnt
með sama hætti úti á landi.
Stjóm félagsins hefur ráðið
Guðlaug Tryggva Karlsson, hag-
fræðing, framkvæmdastjóra fé-
lagsins fyrst um sinn og Theodór
Jónsson hefur verið ráðinn skip-
stjóri á Gylfa.
Það er von stofnenda félags-
ins, að allur almenningur sjái
nauðsjm þess að styðja grund-
vallaratvinnuveg þjóðarinnar og
vilji hagnýta það tækifæri, sem
nú býðst, til þess að gerast virk-
ur þátttakandi við gjaldeyrisöfl-
un, og fylgja þessari tilraun á
almenningshlutafélagi úr garði
með því að taka þátt í hlutafjár-
söfnim.
I kynningarbréfi félagsins,
sem sent hefur verið út til al-
mennings, segir m.a. svo:
„Stofnendur félagsins er hóp-
ur manna — fyrst og fremst
ungra manna — úr ýmsum stétt-
um, sem vilja leggja meira af
mörkum til þjóðfélagsins, en
venjulegan vinnudag í viðkom-
andi starfi. Liggur þá beinast við
að styðja þann atvinnuveg þjóð-
arinnar, sem er grundvöllur
fyrir tilveru hennar sem menn-
ingarþjóðar — þ.e. sjávarútveg-
inn.“
um systkinahópi og fór ungur að
starfa í verzlun föður síns og
eftir lát föður síns hefur hann
veitt forstöðu Skóverzlun Leós.
h.f., sem þau systkini eiga. Er
það nú stærsta skóverzlun á
Vestfjörðum. Hann var einn af
stofnendum Neista h.f., raftækja
verkstæðis og verzlunar, og hef-
ir veitt því fyrirtæki forstöðu í
20 ár. ÖU verzlunarstörf Ágúst-
ar hafa einkennzt af festu og á-
reiðanleik. Loforð hans þurfa
ekki að vera skrifleg, til þess
að við þau sé staðið.
Ágúst Leós. hefir haft mikil
afskipti af félagsmálum á fsa-
firði frá unga aldri, eins og
bræður hans margir. Var hann
um fjölda ára virkur knatt-
spyrnumaður í Knattspyrnufélag
inu Herði, og síðan þjálfari og
dómari í knattspyrnu og hand-
knattfleik. Hann var einn af stofn
endum Skátafélagsins Einherjar
árið 1928. Var hann lengi í
stjóm og einn af forystumönn-
um félagsins fyrsta áratuginn.
Var þar eins og annars staðar,
að mikið þótti um muna, þar sem
hann beitti sér. Árum saman hef-
ir hann verið virkur félagi í
Rótarýklúbbi fafjarðar og sótt
þar fundi manna bezt.
Eins og áður segir, er Ágúst
innfæddur fsfirðingur, og þótt
hann hafi ekki setið í bæjar-
stjórn eða verið í stjórnmála-
vafstri, hefir hugur hans hneigst
að framfaramálum bæjarfélags-
ins og hvað verða mætti bæn-
um til góðs og prýði. Hefir hann
um árabil verið mjög virkur að-
ili í Skógræktarfélagi fsfirð-
inga og á mörg handtök
innan skógræktargirðingarinnar
í Stórurð. Á síðari árum hefir
áhugi hans mjög beinzt að leit
að heitu vatni í nágrenni bæjar-
ins, og það, sem gerzt hefir í
þeim málum, er beinlínis fyrir
hans atbeina.
Margir gamlir Harðverjar og
Einherjar, sem og fjöldi annara
vina og kunningja, munu senda
honum beztu árnaðaróskir á sex
tugsafmælinu með ósk um, að
fsafjörður fái notið starfskrafta
hans um langa framtíð.
R. S.
Fasteignasalan
Ilátúin .4 A, Néatúnshúslð
Símar Z1870 - 20998
I smíðum
2ja—4ra herb. íbúðir í Breið-
holtshverfi seljast fullgerð-
ar með sameign allri fullfrá
genginnL íbúðirnar verða
afhentar á næsta sumrL
Efri hæð í tvíbýlishúsi í Kópa
vogi, selst fokheld, útb. 200
þús., eftirstöðvar 7’—8 ára.
Stór hæð í Kópavogi, fok-
beld, góð lán fylgja.
Raðhús í Fossvogi á ýmsum
byggingarstigum.
Raðhús á Seltjarnarnesi, fok-
helt.
Ódýrar lóðir í Arnarnesi.
Til sölu
2ja herb. íbúðir m. a. á 2.
hæð við Úthlíð, bílskúr.
2ja herb. risíbúð við Silfur-
teig í góðu standL
3ja herb. 1. hæð við öldu-
götu, útb. um 200 þús. Laus.
3ja herb. kjallaraábúð við Brá
vallagötu. Laus.
4ra herb. íbúðarhæðir við
FeUsmúla, Álftamýri, Háa-
leitisbraut, Stóragerði, Guð
rúnargötu og víðar.
5 herb. íbúð við Freyjugötu,
Melabraut, Rauðalæk og
Hvassaleiti.
5 herb. 130 ferm. hæð nýleg
í góðu standí við Þórsgötu.
Stórglæsiieg 7 herb. efri hæð
við Stóragerði ásamt bíl-
skúr og meiru.
6 herb. raðhús við Sæviðar-
sund, nú fokhelt með bíl-
skúr, vil taka upp í 3ja og
4ra herb. íbúð.
Höfum kaupendur að góðum
eignum af öllum stærðum.
Ingólfsstræti 4. Sími 16767.
Kvöldsími 35993.
Jón Bjamason
hæstaréttarlögmaðnr
Hilmar Valdimarsson
fasteignaviðskipti.
Akranes
Til sölu strax 4ra herb. íbúð í steinhúsi við Vesitur-
götu. Sérinngangur, sérkynding, bíLskúr. Hagkvgemir
greiðsluskilmálar. — Upplýsingar gefur
HERMANN G. JÓNSSON, HDL.,
Vesiturgötu 113 — Sími 1890.
Gólfdúkur — plast- vinyi og línólíum.
Fostulíns-veggflísar — stærðir 714x15, 11x11 og 15x15.
Amerískar gólfflisar — Gold Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflisar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur.
Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp-
fél. Reykjavíkur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nælonteppi.
Fúgavaraarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti og inni.
Veggdúkur — Somvyi, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóður — br. 55 cm.
Veggfóður — br. 50 cm.
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
;
Tónabíó
AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA
(The Fortune Cookeie)
Stöku sinnum kemur það fyrir,
að saman koma menn, eins og
Jack Lemmon og Walter Matt-
hau, menn sem vinna saman á
svo skemmtilegan hátt, að út-
koman verður ógleymanleg.
Jack Lemmon er kunnur úr
fjölda gamanmynda, en frammi-
staða hans hefur orðið lakari,
eftir því sem myndirnar hafa
orðið íburðarmeiri. Kannski er
ekki réttmætt að segja hann lak
ari, heldur hlutverkin. En hér
fær hann viðfangsefni, sem hent-
ar honum, mann, sem er ráðalaus
i framrás viðbui'ðanna og lætur
stjórnast af öðrum, gegn betri
vitund.
Walter Matthau er ekki einis
kunnur úr kvikmyndum, enda
hefur hann leikið meira á sviði.
1 þessari mynd leikur hann ófyrir
leitinn lögfræðing, sem svífst
einskis til að ná peningum út úr
stórfyrirtækjum, í skaðabætur
eftir að mágur hans Jack Lemm-
on, hafði orðið fyrir smávægi-
legu óhappi. Leikur hans er
fágað snilldarverk, bæði innblás-
inn og fullur kunnáttusemi raun
verulegs atvinnumanns. Það er
lífsreynsla að sjá hvemig hann
fullnýtir andlit, rödd og hreyf-
ingar.
Leikstjóri, framleiðandi ásamt
ö'ðrum manni, sem einnig skrifar
með honum handritið, er Billy
Wilder. Myndi hann því senni-
lega vera nefndur höfundur
myndarinnar, ef hann starfaði í
Evrópu. Hann er nú einn af beztu
leikstjórum, sem starfandi eru í
Ameríku, enda ber myndin þess
merki. Tónlist gerir Andre Prev-
in af venjulegum ágætum.
AF HVERJU
VELJA FLEIRI OG FLEIRI
Hér er á ferðinni mynd, sem er
ekki aðeins frábær gamanmynd,
heldur mikil kvikmyndalist að
auki. Er óhætt að ráðleggja öll-
um að sjá hana, því að þeir sem
ekki hafa gaman af að líta á
hana sem leiklist og kvikmynda-
list, geta hlegið af hjarta.
VELJUM ÍSLENZKT
SOMVYL veggdúk?
VEGNA ÞESS AÐ
SOMVYL ER SÉRSTAKLEGA HLÝLEGT.
SOMVYL ER MJÖG GOTT AÐ HREINSA.
SOMVYL ER STERKT OG ENDINGARGOTT.
SOMVYL ER UM LEIÐ HLJÓÐEINANGRUN.
SOMVYL ER LÍKA HITAEINANGRUN.
SOMVYL MÁ LEGGJA Á ÓSLÉTTA Á VEGGI,
OG FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ BYGGJA
SPARAR SOMVYL FÍNPÚSSNINGU.
FJÖLBREYTT LITAÚRVAL.
AÐEINS ÞAÐ BEZTA.