Morgunblaðið - 07.11.1968, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.1968, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 RICHARD Milhous Nixon, hinn nýkjörni forseti Banda- ríkjanna, hefur á eftirminnileg- an hátt hefnt ósigurs síns í forsetakosningunum fyrir átta árum. Þá, og eins tveimur ár- um síðar, þegar hann beið ósig ur í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu, sögðu allir, að stjórnmálaferli hans væri lokið. Nú hefur hann afsannað þess- ar hrakspár og unnið afrek, sem réttmætir þau ummæli Jam es Restons, hins kunna stjórn málafréttaritara New York Tim es, að „upprisa Nixons sé hin sögulegasta síðan Lazarus var vakinn upp frá dauðum“. Nixon náði skjótum frama eft ir að hann hóf afskipti af stjórnmálum: hann var kjörinn í fulltrúadeildina 33 ára gam- all, í öldungadeildina 37 ára og varaforseti 39 ára gamall, en ef til vill er mesta stjórn- málaafrek hans fólgið í því, að honum hefur tekizt að viðhalda áhrifum sínum síðan hann beið ósigur í forsetakosningunum fyrir átta árum. Þótt hann sé aðeins 55 ára að aldri er hann eini valdamaðurinn frá þeim tíma, þegar Churchill var enn forsætisráðherra Bretlands og Stalín drottnaði yfir Rússlandi, sem enn er í eldlínunni. Þrautseigja Nixons er ein- Stök. Heil kynslóð bandarískra kjósenda man ekki þá tíma, þeg ar enginn Nixon kom við sögu. Þetta hefur í senn verið styrk- ur hans og veikleiki. Margir hafa fengið leið á honum, og hann vekur ekki hrifningu. Auk þess hefur hann átt erf- itt með að eyða þeirri skoðun sem komst á kreik eftir ósigra hans 1960 og 1962, að hann hafi glatað hæfileikanum til að sigra í kosningum. En á hinn bóginn hefur Nixon „verið svo lengi í eldinum, að hann er varla um- deildur lengur", eins og einn færasti stjórnmálafréttaritar- inn í Washington, Mary Mc- Grory, hefur komizt að orði. SAKAÐUR UM HARÐFYLGI Á fyrri hluta stjórnmálafer- ils síns var Nixon eitt helzta skotmark frjálslyndra manna í Bandaríkjunum og sífellt sak- aður um harðýðgi og henti- stefnu. Þá var hann kallaður „Tricky Dicky“ og sætti heift- úðgum érásum. Þessar ásakan- ir hafa andstæðingar hans reynt að endurvekja í kosn- ingabaráttunni, en með furðu- litlum árangri. Ef til vill er skýringin s ú, að í raun og veru hefur hann aðeins túlkað þær skoðanir, sem almennastar hafa verið á hverjum tíma. Nixon hefur alltaf tekið mik- ið tillit til almenningsálitsins og hagað stjórnmálabaráttu sinni samkvæmt því. Á tímum Joseph McCarthys öldunga- deildarmanns var hann einn ákafasti andkommúnistinn í bandarískum stjórnmálum, en þá túlkaði hann aðeins þær skoðanir, sem almennastar voru á þeim tíma. Samanburð- ur á ræðum þeim, sem hann hélt þegar hann tók við út- nefningu flokks síns í forseta- framboðið 1960 og í sumar, eru fróðlegar í þessu sambandi. Á flokksþinginu fyrir átta árum veittist hann harðlega að komm únistum og sagði, að eina svar- ið við siguraðferðum kommún- istarikjanna væru aðferðir, sem tryggðu hinum frjálsa heimi sigur. í sumar sagði hann: „Við réttum rússnesku þjóðinni og kínversku þjóðinni vinar- hönd“. í bæði þessi skiptitúlk- aði Nixon þær skoðanir, sem almennastar voru þá stundina, þótt niðurstöðurnar væru ólík ar. Þessi dæmi skýra að nokkru leyti hvers vegna Nixon hefur hörð kosningabarátta í Kali- forníu. Sú saga hefur verið sögð, að John F. Kennedy hafi lagt fram fé í kosningasjóð Nix ons. Nixon sigraði með 600.000 atkvæða mun í þessum kosning um. Enn sætti Nixon hörðum árásum og var sakaður um mannorðsmeiðingar. VARAFORSETI Nixon var einn ötulasti bar- áttumaður þess, að Dwight D. Eisenhower hershöfðingi var til nefndur forsetaframbjóðandi repúblikana 1952 og hershöfð- inginn valdi hann varaforseta efni sitt, mörgum stuðnings- mönnum sínum til sárrar gremju. Ýmsir andstæðingar Nis ons héldu því fram, að hann hefði þegið stórfé úr sjóði, sem auðmenn í Kaliforníu hefðu stofnað handa honum. Minnstu munaði að Eisenhower varpaði Nixon fyrir róða, en honum tókst að bjarga stjórnmál'aferli sínum í örlagaríkum sjónvarps- þætti, þar sem hann rakti vott- festa skrá yfir allar tekjur sín- ar og eignir, sem námu ekki há- um upphæðum. Honum barst mikil'l fjöldi stuðningsyfirlýs- inga, meðal annars frá Eisen- hower. Varaforsetaembættið er valdalítið, en þó er það mál manna að fáir varaforsetar í sögu Bandaríkjanna hafi verið eins áhrifamiklir og Nixon, og sýndi Eisenhower forseti hon HINN NÝKJÖRNI FORSETI BANDARÍKJANNA: RICHARD MILHOUS NIX0N átt erfitt með að þvo af sér stimpilinn „brögðótti Dicky“. En einn helzti styrkur Nixons sem stjórnmálamanns hefur ver ið sá andlegi skyldleiki, sem hann hefur alltaf fundið til við hinn venjulega Ameríkumann. Hann skilur þrár hans og ósk- ir og aðhyllist sama smekk og sömu skoðanir og hann. SJálf- ur byrjaði hann með tvær hend ur tómar. Hann fæddist í smá- bæ í Kaliforníu 9. janúar 1913 og er kominn af fátæku milli- stéttarfólki. Hann var annar í röð fimm bræðra og fluttist ásamt fjölskyldu sinni níu ára gamall til bæjarins Whittier í sama ríki. HISS-MALIÐ Nixon stundaði nám í mennta skóla bæjarins, hlaut styrk til framhaldsnáms og lagði síðan stund á lögfræði. Hann lauk em bættisbrófi með ágætiseinkunn frá Duke-háskóla í North Caro lina. Að því loknu hóf hann störf hjá lögfræðingafyrirtæki í heimabæ sínum. Á þessum ár- um gekk hann að eiga konu sína. Thelmu (,,Pat“) Ryan. í heimsstyrjöldinni gekk Nixon í flotann og var sendur tilKyrra hafsvígstöðvanna, þar sem hann dvaldist að mestu leyti til stríðsloka og var sæmdur sjóliðsforingjanafnbót. Að stríði loknu hóf Nixon af skipti sín af stjórnmálum og bauð sig fram fyrir repúblik- ana í kosningum tfl fulltrúa- deildar bandaríska þingsins í Kaliforníu. Hann sigraði vinstri sinnaðan demókrata með um 15 þúsund atkvæða mun og var endurkjörinn tveimur árum síð ar með miklum meirihluta at- kvæða. Nixon lét snemma mikið að sér kveða á þingi og átti þátt í setningu Taft Hartley-laganna umdeildu, sem eru bandarísku verkalýðshreyfingunni mikill þyrnir í augum. Frægastur varð hann þó fyrir setu sína í óam- erísku nefndinni svokölluðu og afskipti sín af Hiss-málinu svo- nefnda. Whittaker Chambers, fyrrum einn af ritstjórum fréttaritsins „Time“ og félagi í neðanjarðarhreyfingu kommún ista, bar í réttarhöldum fyrir nefndinni, að hann hefði verið leynilegur milligöngumaður milli rússnesku leynilögregl- unnar og njósnahrings, sem starfað hefði í þremur ráðu- neytum í Washington. Hann nefndi Alger Hiss sem einn þeirra manna, er hann hefði haft samband við, en Hiss var háttsettur starfsmaður í utan- ríkisráðuneytinu og meðal ann- ars aðstoðarmaður Roosevelts forseta á Yalta-ráðstefnunni. Nixon hafði rannsóknina með höndum og varð landsfrægur. í bók sinni um sex helztu æviatriði hefur Nixon eftir ein um vina sinna: „Ef Hiss-málið hefði ekki komið til hefðir þú áldrei orðið varaforseti og ekki helcjjar frambjóðandi í forseta- kosningum." En annar vinur hans sagði: Ef Hiss-málið hefði aldrei komið upp hefðir þú verið kjörinn Bandaríkjafor- seti.“ Hvað sem þessu líður lagði Hissmálið grundvöllinn að frægðarferli Nixons, en um leið bakaði hann sér óvild vinstri- sinna og frjálslyndra fyrir harðfylgi í rannsókn málsins. ins. Árið 1950 bauð Nixon sig fram til öldungadeildar Banda- ríkjaþings gegn kunnum vinstri sinna, frú Helen G. Douglas, og hefur sjaldan verið háð eins um mikið traust. Veikindi for- setans gerðu að verkum, að Nix on fór einn með æðstu völd mánuðum saman. Hann ferðað- ist til 56 landa í varaforseta- tíð sinni og hafði mikil áhrif á mótun utanríkisstefnunnar. Fræg varð heimsókn hans til Suður-Ameríku, þar sem víða var efnt til óeirða vegna komu hans, og eitt sinn var ráðizt á bifreið hans í þeirri ferð og slapp hann við illan leik. Fræg ust varð þó heimsókn hans til Sovétríkjanna og „eldhúsum- ræður“ hans við Nikita Krúsj- eff, en þar þótti frammistaða hans með ágætum. ÓSIGRARNIR Nixon hlaut tilnefningu flokks sins til framboðsins í forsetakosningunum 1960 án erfiðismuna. Margir spáðu hon um sigri í kosningunum og skoð anakannanir voru honum hag- stæðar í upphafi kosningabar áttunnar eða allt þar til hann varð við þeirri áskorun and- stæðings sins, John F. Kenne- dys, að kappræða við hann í sjónvarpi. Kennedy kom mjög á óvart í þessum kappræðum, þar sem Nixon var talinn rök- fastur og reyndur í kappræð- um, og fór með sigur af hólmi í einvíginu. Nixon var í varn- arstöðu og varð að verja stefnu og athafnir stjórnarinn- ar, sem Kennedy gagnrýndi harðlega. En kosningarnar voru mjög tvísýnar og Kenne- dy sigraði aðeins með 113.000 atkvæða mun. Nixon sigraði í 26 ríkjum og fékk 220 kjör- menn kjörna, en Kennedy sigr- aði í 23 ríkjum og hlaut 303 kjörmenn Barátta hans fyrir því að verða kjörinn ríkisstjóri í Kali forníu tveimur árum síðar var enn torsóttari. Almenningur í Kaliforníu leit svo á, að Nix- on væri fallinn stjórnmálamað- ur, sem ætlaði að nota ríkis- stjóraembættið fyrir stökkpall til Hvíta hússins, og ósigur hans í forsetakosningunum var mönnum enn í fersku minni. Sagan endurtók sig, og Nixon tapaði fyrir Pat Brown ríkis- stjóra með tæplega þrjú hundr uð þúsund atkvæða mun. Eftir þessa kosningabaráttu hreytti Nixon skætingi framan í blaðamenn, sem hann hafði talið sér andsnúna, og sagði að þeir þyrftu ekki að baknaga sig framar. Margir töldu, að Nixon hefði kvatt stjórnmál- in fyrir fullt og allt, en hann tók sér aðeins stutta hvíld, gerðist meðeigandi í þekktu lögfræðingafyrirtæki í New York og efnaðist vel. En í for- setakosningunum 1964 tók hann virkan þátt í baráttu Barry Goldwaters, hélt margar ræður og beitti áhrifum sínum til þess að vegur flokksins yrði sem mestur. Hinn herfilegi ósigur Gold- waters í forsetakosningunum 1964 olli því, að tómarúm skap- aðist. í forustu Republikana- flokksins, og það notaði Nix- on til að tryggja sér undirtök- in í flokknum. f varaforsetatíð sinni var hann óþreytandi bar- áttumaður flokksins og tengilið ur milli hans og forsetans. Æ síðan hefur hann verið óþreyt- andi að ferðast um þver og endilöng Bandaríkin til að lið- sinna flokksfélögum repúblík- ana við starf þeirra, fjáröflun og stjórnmálabaráttu og til að hálda hvatningarræður fyrir frambjóðendur. f þessu starfi sínu hefur hann kynnzt þús- undum flokksstarfsmanna, há- um og lágum, en þetta fólk vel- ur frambjóðendur flokksins í forsetakosningum. Nixon hefur ætíð haft orð á sér fyrir að stuðla manna mest að einingu Repúblikanaflokksins. „NÝI NIXON“ í kosningabaráttunni hefur „nýr Nixon" komið til sögunn- ar. Hann hefur til að bera meira sjálfstraust en áður og er ró- legri og afslappaðri. Hann er nú sinn eigin herra og stendur ekki lengur í skugga Eisenhow ers. Kosningabarátta hans 1960 var flaustursleg og bar ein- kenni kvíða, taugaþenslu og fijótfærni. Að þessu sinni hef- ur kosningabaráttan verið frá- bærlega vel skipulögð og eng- in spenna hefur legið í loftinu. Nixon og stuðningsmenn hans hafa verið rólegir og sigurviss ir og ekki flanað að neinu. Eina alvarlega skyssan var af mörgum talin tilnefning Agn- ews í varaforsetaembættið, en hann hefur áreiðanlega dregið mikið fylgi frá George Wallace, þótt eftir eigi að koma í ljós, hvernig hann reynist í varafor setastarfinu. Sú ákvörðun að velja Agn- ew bar vott um varfærnina í fari hans, en hún er eitt rík- asta skapgerðareinkenni hans. Nixon er ekki eins miskunn- ariaus og samvizkulaus og látið hefur verið í veðri vaka. Hon- um fellur þungt ef hann sætir hörðum ásökunum og hagar skoðunum sínum eftir því sem almennt er viðurkennd rétt stefna. Hann hefur alltaf hagað seglum eftir vindi og hikað við að móta sjálfur stefnuna. Þetta er ef til vili mesti veikleiki hans sem forseta, þótt enginn dragi hæfileika hans og reynslu í efa. En allt bendir til þess að hann verði hófsamur forseti. Ekki er að vænta neinna stór- breytinga, hvorki í utanríkis- né innanríkismálum í forsetatíð hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.