Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÖVEMBER 1968
7
^tn&óhjólin ónúaót
Ljóst er af fréttum — úr fjarlægum ömtum,
a'ö framámenn heimsmála þykjast nú sjá,
að árás úr lofti — í of stórum skömmtum
er eins þeim til rauna, — sem kemur hún frá.
En heiðloftið víkkar, — sem við er að búast,
og veröldin rúllar sinr eilífðarveg.
Hvarvetna sjá menn þó stríðshjólin snúast,
— og stjórnin í Saigon er viðræðutreg!
Þó er vor andi til upphæða stemmdur;
— Hvort ekki má vænta neins — himninum frá?
Því Humphrey var illa í kosningum klemmdur.
— Já, — köld er vor filvera — stundum — og grá!
Og alltaf má búast við ólgu í Kína
því enn berast fréttir um hreinsunar-störf.
Og svo birtir Hannibal heimsstefnu sína
en hún er sögð berorð — og mannleg — og djörf ! !
— Já, — ýmislegt fleira í fréttum er núna;
— Fallbyssuskothríð á hungraðan lýð.
— „Sæfarinn“ Onassis „setti í“ frúna
og sigraöi aldeilis makalaust stríð ! !
Guðm. Valur Sigurðsson.
75 ára er I dag frú Maria Al-
bertsdóttir, Urðarstig 3 Hafnar-
firði. Hún dvelst á afmælisdaginn
á heimili sonar síns Alberts Krist-
inssonar, Sléttuhrauni 16 í Hafnar-
firði.
Gul'.brúðkaup eiga í dag hjónin
Vigdís Bjarnadóttir og Theodór
Einarsson, Bæjarsker 1. í Miðnes-
hreppi.
Sextíu ára er í dag frú Eva
Andersen.Bústaðaveg 103.
Áttræður er 1 dag Magnús Vil-
mundarson Norðurgötu 30 Akur-
eyri.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band af séra Siguiði Hauki Guð-
jónssyni í Langholtskirkju frk Jón-
ína Ástráðsdótiir Miðtúni 36 og
Heimir Svansson, Langholtsveg
106. Heimili brúðhjónanna verður
í Miðtúi 36.
Gefin verða saman i hjónaband
I dag af séra Jóni Auðuns, ung-
frú Björg Árnadóttir bankaritari
og Kristján Ólafsson nemi. Heimili
þeirra verður á Klapparstíg 17
í dag verða gefin saman í Há-
teigskirkju af séra Jóni Þorvarðs-
syni ungfrú Sólveig Þorsteinsdóttir,
íþróttakennari, Laugarásvegi 47 og
Gunnar Valtýsson, stud med. Álfta
mýri 58. Heimili þeirra verður að
Laugarásvegi 47.
FRÉTTIR
Boðun fagnaðarerindisins
Almenn samkoma sunnudag kl.
8, Hörgshlíð 12, Reykjavík.
Háteigskirkja
Morgunbænir og altarisganga
kl. 9.30. Séra Arngrímur Jóns
son.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Kristilegar samkomur sunnud.
10/11. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h.
Almenn samkoma kl. 4. Bæna-
stund alla virka daga kl. 7 e.h.
Allir velkomnir.
St. Georgsskátar, 2. gildi-Vestri.
Munið fundinn að Frikirkjuveg
II mánudaginn 11. nóv. kl. 8.30.
Rædd verða gildismál. 2. flokkur
sér um veitingar og skátaþátt. Tak
ið með ykkur nýja meðlimi.
Æskuiýðsstarf Neskirkju
Fundur fyrir stúlkur og pilta,
13-17 ára verður í Félagsheimil-
inu mánudaginn 11. nóv. kl. 8.30.
Opið hús frá kl. 7.30. Frank M.
Halldórsson.
Kristileg samkoma
í samkomusalnum Mjóuhlíð 16
verður sunnudagskvöldið 10. nóv.
kl. 8. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Dregið hefur verið í skyndihapp-
drætti Hólmavíkurkirkju
og vinningar téllu á þessi núm-
er: 1. (flugfar), 361 (svefnpoki),
722 (bækur), 1135 (hraðsuðuket-
ill), 683 (gastæki), 1005 (myndafél),
1508 (eitt lamb) og 1416 (kulda-
skór), Vinninga má vitja til Jakob
ínu Áskelsdóttur, sími 22, Hólma-
vík.
Langholtssöfnuður
i Óskastund barnanna kl. 4. Kynn-
ingar- og spilakvöld verður í safn-
aðarheimilinu sunnudaginn 10.
nóv. kl. 8.30. Kvikmyndir og sögu-
lestur verða fyrir börnin og þá,
sem ekki spila.
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju
heldur fund í Alþýðuhúsinu kl.
8.30 mánudaginn 11. nóvember
Kvenfélag Bústaðasóknar
Aðalfundur íélagsins verður í
Réttarholtsskóla mánudagskvöld 11.
nóv. kl. 8.30
KFUM og K, i Hafnarfirði
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8.30. Réra Frank M. Hall-
dórsson talar. Allir velkomnir. UD-
fundur kl. 8 á mánudagskvöld.
Filadelfia, Keflavík
Samkoma kl. 2 á sunnudag. All-
ir velkomnir.
Hin árlega kaffisala Kristniboðsfé-
lags karla
verður í Betariu sunnudaginn 10.
nóv. kl. 3. Allur ágóði kaffisölunn-
ar rennur til islenzka kristniboðs-
ins í Konsó.
Kristniboðsfélag karla
Fundur mánu.dagskvöld kl. 8.30 í
Betaníu. Séra Sigurjón Þ. Árnason
hefur Biblíulestur. Allir karlmenn
velkoimnir.
St. Georgskonur, Hafnarfirði
halda sinn áriega basar sunnu-
daginn 10. nóv. kl. 4 í Góðtempl-
arahúsinu. Konui, sem vildu styðja
basarinn eru beðnar að koma mun-
um eða kökum í Góðtemplarahús-
ið kl. I á sunnudag.
Fíladelfía Reykjavík
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8 Fjölbreyttur söngur.
Fórn tekin vegna kirkjubyggingar
innar.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8.30 Allir velkomnir.
Hjálpræðisrerinn
Kl. 11 Helgunarsamkoma. Kl.
8.30 Hjálpræðissamkoma. Siðustu
samkomur kapteins Löwer og frú
á íslandi. Herfólkið tekur þátt í
samkomum dagsins. Mánud. kl. 4.
Heimilasambandsfundur. Velkomin
Kafisala Kristni-
boðsfélags karia
Kristniboðsfélag karla
hefur sina árlegu kaffisölu sunnu
daginn 10. nóv. 1 Betaniu. Tekið
verður á móti kökum eins og vant
er á laugardagseftirmiðdag.
Kirkjunefnd kvenna Dómklrkj-
unnar
heldur kaffisölu og basar sunnu
daginn 10. nóv. kl. 2.30 í Tjarnar-
búð (Oddfellowshúsið).
Kvenfélag Lágafellssóknar
Bazarinn verður að Hlégarði
sunnudaginn 10. nóv. kl. 3.30 Vin-
samlegast skilið munum í Hlégarð
laugardag kl. 3-5
Kvennadeild Borgfirðingafélagsins
heldur fund þriðjudaginn 12.
nóv. kl. 8.30 í Hagaskóla. Ungfrú
Gerður Hjörleifsdóttir mætir kl. 9
og segir frá islenzkum heimilisiðn-
aði.
Áfengisvarnanefnd kvenna
í Reykjavik og Hafnarfirði held
ur fulltrúafund sunnudaginn 10. nóv
kl. 3.30 í Aðalstræti 12.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur sinn árlega basar laugar-
daginn 16 nóv. í Laugarnesskóla.
Félagskonur og aðrir velunnarar fé
lagsins, sem vildu gefa muni, hafi
samband við Nikólínu í s. 33136,
Leifu í s. 32472 og Guðrún í s. 32777.
Frá foreldra- og styrktarfélagi
heyrnardaufra.
Basarinn verður 10. nóv. Þeir,
sem vilja gefa muni, hringi í síma
82425, 37903. 33553, 41478 og 31430
Kvenfélagið Heimaey
heldur sinn árlega basar mánu-
daginn 11. nóv. í Hallveigarstöðum
kl. 2. Félagskonur og aðrir vel-
unnarar félagsins gjöri svo vel að
koma munum til Svönu, s. 51406,
Steinu, s. 41301, Guðrúnar, s. 20976,
Vigdísar S.32200 Guðrúnar, s. 15257
og Jónu s. 33091.
Kvenfélag Lágafellssóknar
Fyrirhuguðum basar félagsins er
frestað til sunnudagsins 10. nóv. Vin
samlega skilið munum laugardag-
inn 9. nóv kl. 3-5.
Frá Foreldra og styrktarfélagi
heyrnardaufra
Árlegur bazar og kaffisala fé-
lagsins verður 10. nóvember n.k. að
Hallveigarstöðum. Þeir sem vilja
styðja málefnið með gjöfum eða
munum. Vinsamlegast hafið sam-
band við Unni 37903, Sólveigu
23433, Báru 41478, Jónu 33553, eða
Sigrúnu 31430
Kvenfélag Neskirkju
heldur basar laugardaginn 9. nóv
kl. 2 í félagsheimiíinu. Félagskon-
ur og aðrir velunnarar, sem vilja
gefa mini ábasarinn, vinsamlega
komi þeim í félagsheimilið 6.—8.
nóvember frá kl. 2 —6.
Félagskonur í kvenfélagi Hreyfils
Basar verður 8. des. að Hallveig
arstöðum við Túngötu. Uppl. í sima
32403, 36418, 34336, 34716 og 32922
Kvcnfélag Langholtssóknar
Hinn árlegi basar félagsins verð
ur haldinn í safnaðarheimilinu við
Sólheima, laugardaginn 9. nóv. kl.
2 Þeir, sem vilja styðja málefnið
með gjöfum eða munum hafi sam-
band við Aðalbjörgu, s. 33087, Ól-
öfu s. 83191, Oddrúnu, s. 34041, Mar
gréti s. 35235 og Guðbjörgu s. 33331
TURN HALLGRlMSKIRKJU
Útsýnispallurinn er opinn á laug
ardögum og sunnudögum kl. 14-16
og á góðviðriskvöldum þegar flagg
að er á turninum.
Bazar V.K.F. Framsóknar
verður 9. nóvember n.k. Félags-
konur eru vinsamlegast beðnar að
koma gjöfum til bazarsins á skrif-
stofu félagsins í Alþýðuhúsinu sem
allra fyrst. Opið frá 2-6
Orlofskonur,
sem nefndu slg Sólskinshópinn
og dvöldu að Laugum 11-21 júlí
‘67 halda skemmtifund í Tjarnar-
búð uppi miðvikudaginn 13 nóv.
kl. 8.30
Spakmœli dagsins
Aldrei setur að mönnum meiri
kulda en þegar þeir minnast
gleymdra velgerða. — Lincoln.
Sunnudagaskólar
Sunnudagaskóli KFUM og K f
Reykjavík hefst í húsum félag-
anna kl. 10.30 öll börn hjartan-
lega velkomin.
Sunnudagaskóli KFUM og K.
í Hafnarfirði
hefst kl. 10.30 í húsi félag-
anna við Hverfisgötu. öll börn
velkomin.
Sunnudagaskólar Filadelfíu
eru hvern sunnudag kl. 10.30
á eftirtöldum stöðum: Hátúni 2,
R., Herjólfsgötu 8, Hf.
Sunnudagaskóli Hjálpræðishers-
ins hefst kl. 2 Dagur yngri her-
manna. Þeir sjá um sunnudaga-
skólann að þessu sinni. ÖU
börn velkomin.
Sunnudagaskóli Heimatrúboðs-
ins hefst kL 10.30 að Óðins-
götu 6 A öll börn velkomin.
Stúlka óskar Volvo vörubíll
eftir vinnu i verziun. — Margt annað getur komið til greina. UppL í síma 52213. pall- og sturtulaus árg. ’5ö til sölu í stykkjum eða i heilu lagi. Uppl. í síma 50335.
Keflavík Til sölu
Leiguherbergj óskast. Upp lýsingar í síma 1695. hvítur Volkswagen. Uppl. 1 síma 36965.
Til sölu sjálfvirk Westinglhouse þvottavél í góðu ástandL Einnig 2ja manna svefn- sófi. Sími 30053. Skuldabréf 50 þús. kr. veðskuldabréf óskast, má vera til allt að 10 ára. Tilb. sendist blað- inu fyrir mánudagskvöld merkt: „6588“.
Þvottavél til sölu Barnagæzla
með suðu og þeytivindu. Hentug í baðherb.. Verð 4 þús. UppL í sima 84856. Tek að mér að gæta ung- barna ihálfan eða allan daginn. Uppl. í síma 83557.
Einbýlishús Ný 4ra herb- íbúð
Einbýlishús í fofcheldu ástandý til sölu í Garða- Ihreppi. Uppl. í síma 32777 næstu kvöld. (rúml. 80 fersn.) í Fossvogi til leigu. Tilb. merkt: „íbúð 6558“ sendist afgr. blaðsins.
Fyrirtæki óskast Lítið iðnfyrirtæki óskast, helzt vinnuvettlingagerð. Sniðahnífur þarf að fylgja Sími 40265 eftir kl. 5 á daginn. 2ja herb- íbúð óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 50369.
Atvinna
Viljum ráða hjón. Konan vinni við veitingar í félags-
heimilinu. Maðurinn við hestahirðingar. íbúð fylgir.
Skrifleg umsókn sendist skrifstofu Fáks fyrir 15. þ.m.
Ilestamannafélagið Fákur.
j<;
onur ct
tllUCýiÉ
ANDLITSBÖÐ — TYRKNESK BÖÐ
PARTANUDD — MEGRUNARNUDD.
ÁSTA BALDVINSDÓTTIR
Sími 40609 Kópavogi.
Saumavélar
Erum kaupendur að eftirtöldum saumavélum: 3 hrað-
saumavélum (1 zig-zag), 1 Blind Stitch Machin
(blindstunguvél), 1 Edge Baster Machin (þræðivél),
1 Over Lock vél, 1 hnappagatavél, 1 földunarvél og
einu gufustraujárni.
Upplýsingar í síma 18970 og 19847 allan daginn.
Vcrzlunarfyrirtæki í Austurbænum
óskar að ráia röska stúlku
til starfa við vélabókhald og önnur almenn skrif-
stofustörf. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf sendist MbL fyrir 14. þ.m. merkt: „Strax — 2394".
Húshjálp
Húshjálp óskast fyrir hádegi fimm daga vikunnar, á
heimili í Garðahreppi. Samkomulag gæti orðið um
fæði og húsnæði á sama stað.
Tilboð merkt: „Barngóð—Amames — 8167“ sendist
afgr. Mbl. fyrir hádegi n.k. þriðjudag.