Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 8

Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 8
8 MORGUNBLiAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 Alexander Vilhjdlms- son — 70 ára í dag Víkingurinn Alexander Vil- hjálmsson er sjötugur í dag, en þvl á hver bágt með að trúa er sér manninn og fær að reyna hvað hann er kátur, frískur og fjörugur, en staðreynd er það ei að síður þvi hann er fæddur á ísafirði 9. nóvember 1888. AUi Villi, en svo er hann oftast kallaður af sínum kunningjum hefur stundað sjó frá því hann var unglingur að árum, því ung- ur í anda hefur hann allan sinn aldur verið og enn í dag er hann á sjónum því hans einkunnar- orð eru, allt er sjötugum sjens, ég fer á sjóinn. Undanfarið hefur hann búið á Gesta- og sjómanna- heimili Hjálpræðishersins, en þar hefur mér ekki tekizt að hitta þennan sjötuga ungling því svo fast hefur hann sótt sjóinn þrátt fyrir misjöm veður, að illmögu- legt er að henda rei'ður á hann heima eins og hann kallar Her- inn nú í seinni tíð, og hefur mér oft dottið í hug síðan hann fór að búa þar, og ég hef heyrt dá- læti hans á Hemum að þó hann sé ekki hár í lofti né ýturvaxinn, mundi hann með sínu riddara- lega og tígurlega yfirbragði hafa borið herklæðin vel, hefði til þess komið á hans lífsleið, en til þess er AIli Vill of frjálslyndur og víðsýnn í skoðunum, svo það hefði orðið of þröngur rammi fyrir hans líf. Alli Vill hefur skilað þjóðfélag inu þrem mannvænlegum böm- um, allir starfandi sjómenn, fork ar að dugnaði, sem þeir ekki eiga langt að sækja. Það væri margs að minnast, þegar kynni okkar Alla Vill bar á góma, en það er ekki meining mín að vera margorður xim allar þær ánægjustundir sem við höf- um átt saman eða um afreksverk hans í lífinu, enda veit ég honum líkaði það miður, það er aðeins meindng min með þessum fáu línum að minna alla þá mörgu víðsvegar á landinu sem hafa kynnzt homun, á þennan merkis- dag í lífi Alexanders Vilhjálms- sonar. Fyrstu kynni okkar Alla upp- hófust vestur í Ólafsvík, þá vor- um við þar kokkar á sitt hvorum bátnum, en hittumst samt oft þann vetur og var þá oft glatt á hjalla, því aldrei brást kátínan þar sem AIIi ViU var nærstadd- ur, en Alli hefur alltaf verið mjög músikalskur maður oghann hafði frétt að ég hafði haft með mér nokkur hljóðfæri í verið, og þá varð Alli strax að fá að Kaffisala Kristniboðsfélags karla hefst í Betaníu Laufásvegi 13 kl. 3.00 á morgun sunnudaginn 10. nóv. Allur ágóði rennur til íslenzka kristniboðsins í Konsó. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 55. og 56. tbl. Lögtoirtingablaðsins 1968 á hluta í Grensásvegi 22, hér í borg, talin eign Iðnplasts h.f. fer fram eftár kröfu Tryggingastofniunar ríkisins, Jóhanns Þórðarsonar hdl., og Þorvaldar Lúðvfks- sonar lírl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 12. nóvemiber 1968, kl. 14.30. ______________Borgarfégetaembaettið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Löigbirtingablaðsins 1968 á hluta í Rauðalæk 8, hér 1 borg, þingl. eign Sigiur- páls Jónssonar fer fram eftir kröfu Hákonair H. Krist- jónssonar hdl., og Gjaldheimtunnar í Reykjarvík á eign- inni sjáifri, þriðjudaginn 12. nóvember 1968, kL 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 40. tbl. Lögtoirtingablaðsins 1968 á hkita í Rauðalæk 65, hér í borg, þingL eign Guð- mundair Kairlssonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og lífeyrissjóðs Hlífar á eigninni sjélfri, þriðjudaginn 12. nóvember 1968, kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Réttarholtsvegi 69, hér í bong, talin eign Halldórs Gunnarssonar, fer fram efir kröfu Sfcúla J. Páimasonar hdl., Veðdeildar Landsbankams og Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, þriðjudag- inn 12. nóvember 1968, kl. 16.00. _____________Borgarfógetaemhættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43. 45. og 48. tbl. Lögbirtinigablaðsins 1968 á hlnta í Nökkvavogi 58, hér í borg, þingl eign Hlöðvers Ingvarssonar, fer fraim eftir kröfu Þorvaldar Þórarinssonar hdl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 12. nióv- emíber 1968, M. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. kynnast þessum furðufugli, mér, og var það auðsótt, en þá áfti hann sjálfur ekki nema munn- hörpu, sem hann blés eins og fýsibelgur ótt og títt, svo í Ólafs vík á fegri músík enginn hafði hlýtt, en Alli vildi standa ungu mönnunm að sporði í músíkinni sem öðru, svo það var ekki langt liðið á vertíðina þegar hann hafði fært út kvíarnar og var búinn að fá sér forláta Skandalí harmonikku og á lokadaginn var masserað um plássið með höfð- ingjann Alla Vill í farabroddi í gegnxun plássið og nikkan óspart þanin, svo margir héldu að það yrði hennar síðasta, en svo varð þó ei því sumarið eftir var ég staddur norður á Siglufirði þegar kallað var á mig og var þar ekki kominn AIIi Vill. Já nú bar vel í veiði sagði hann, nú tökum við lagi'ð vinur, nú og hér út á götu? Sagði ég og við hljóðfæralausir eigum við að syngja Alli minn? Já kannski líka, en ég á geymd- an kassann minn hér rétt hjá í porti sunnanundir Lögreglustöð- inni, komdu bara ef þú þorir, jú reyndist rétt vera. Er við höfðum gengið spölkorn dró Alli upp sína góðu nikku upp úr mér vel þekktum kassa, og nú var slegið í án annarra afskipta lögreglunn ar, en þeir opnuðu glugga til að geta heyrt það er fram fór betur, já svona er AHi ViU, allstaðar geislar af lífsgleðinni í kringum hann, vfð höfðum víða hitzt um landið eins og títt er með sjó- menn og alltaf hefur fyllt hon- um sama lífsfjörið og gáskinn. Jæja Alli minn ég ætla nú að slá botni í þetta núna, þó þú ættir skilið að meira verði um þig skrifað, en til þess þyrfti að fá mér ritfærari menn og þyrftir þú að kynnast manni á borð við Jónas Árnason, því þið gætuð tekið í blökkina saman, og væri það vel, því slíkir kvist- ar sem þú, eiga og mega ekki gleymast úr okkar þjó’ðlífi, en að endingu sendi ég þér hug- heilar kveðjur og hamingjuóskir á þessum merkisdegi þínum, og bið þess að þú megir lengi enn halda lífi og heilsu og eigir enn eftir að draga mikið af þeim gula í land, og ég veit að það hugsa margir vinir þínir hlýtt til þín í dag og reyndar alltaf er minnast þín. Lifðu heill og lengi vinur minn. Ásgeir H. P. Hraundal. Gagnrýnin er tímabær Síðustu daga hefur Morgunblaðið eytt miklu rúmi í skrif um þær deilur, sem uppi eru innan samtaka vinstri manna í landinu og leggur sig fram um að skýra allt það baktjaldamakk sem þar á sér stað, einkum þó áð koma á framfæri skoðunum og yfirlýsingum Hannibals Valdimarssonar í þeirri baráttu. Út af fjrrir sig er ánægjulegt eða öllu heldur átakanlegt, að Hannibal skuli lýsa því yfir eftir 12 ára samstarf, að með kommúnistum sé ekki hægt að starfa. Hinsvegar kemur sú yfirlýsing til með að hafa sögulegt gi'ldi frekar en pólitískt. Og hún kemur andstæðingum þessara ágætu manna ekki á óvart. Ómögulegt er heldur að taka undir þá óskhyggju Mbl., að nú sé tækifæri til að einangra kommúnista í eitt skipti fyrir öll. Því miður virðast ætfð fjrrir- finnast nægilega margir nytsamir sak- leysingjar til að ganga á mála hjá þeim og færa þeim nauðsynleg lykilvöld. Og sú staðreynd má ekki gleymast, enda þótt ástæða sé til að hafa samúð með tilraunum Hannibals og félaga hans, til að hrista af sér og verkalýðs- hreyfingunni áhrif kommúnista, að báðir þessir hópar eru harðsnúnir sócialistar og lengst af í þeirra tólf ára samstarfi, hefur ekki mátt á milli sjá, hvor var harðari vi'ðureignar, Hannibal eða komm arnir. En því vekur þessi blaðamennska Morgunblaðsins athygli mína frekar en undrun, að á sama tíma eiga sér miklu mun markverðari umbrot í röðum þeirra stjórnmálasamtaka, sem a.m.k. hingað til hafa staðið Mbl. nær. Þau umbrot eru mun alvarlegri fyrir þá sök, að þau beinast að undirstöðum þjóðfélagsins, uppbyggingunni, valdakerfinu —• og mun ábyrgari, þar eð að þau koma frá mönnum sem næst standa Sjálfstæ'ðis- flokknum, að stuðningi og stefnu. Og síðast en ekki sízt er nefnd gagnrýni athyglisverðari með hliðsjón af þeim undirtektum, sem hún fær meðal al- mennings. Enginn vafi er á, að gagnrýni, margra Sjálfstæðismanna sem beinzt hefur m.a. að stjórn peningastofnana, starfi og skipulagi stjórnmálaflokkanna og ófrjó- um og þróttlausum málstofum Alþingis, hefur fundið hljómgrunn í ríkari mæli en svo, að komizt verði hjá að taka tillit til hennar. Af þeirri ástæðu er áriðandi fyrir alla aðila, að ekki verði látið við gagnrýnina eina sitja. Og þá má heldur ekki gleym ast, þrátt fyrir vissa og réttláta óánægju, að hér er ekki við neinn einstakan að sakast. Það fyrirkomulag sem við búum við og gagnrýnin beinist að, hefur þróazt hægt og sígandi, án meðvitundar eða vilja einstakra manna. Nú er a'ðeins spurningin, hvort og hverjir vilja taka þátt í óhjákvæmileg- um breytingum sem á þessum hlutum verður að gera. Við íslendingar stöndum á tímamót- um. Aðsteðjandi efnahagserfiðleikar hafa opnað augu okkar fyrir fallvaltleik sjáv- arútvegsins, sem bókstaflega einu undir- stöðu atvinnulífsins, og flestum er nú ljós nauðísyn á endurskoðun efnahags- og fjármagnskerfis, öruggara fjárfesitingar- eftirliti og fastmótaðri áætlunargerð, (sem n.b. er ekki aukin ríkisaf- skipti eða socialismi, svo framarlega sem fjármagnið og framkvæmdin verður áfram í höndum einstaklinganna.) Að afstöðnum naðsynlegum og vænt- anlega róttækum bráðabirgðaráðstöfun- um er ljóst, að við allsherjar endurnýjun og endurhæfingu atvinnulífs og efna- hags, verður að fara inn á nýjar brautir, beina fjármagni og starfskröftum að margvíslegri verkefnum og umfram allt að virkja þær hugmyndir, sem fram hafa komið. Þá er tækifærið til að taka tillit til og framkvæma þær breytingar sem auka þing ungra Sjálfstæðkmanna setti ný- lega fram. Það voru djarfar tillögux um vissar breytingar á og í valdakerfinu, auk margvíslegra og athyglisverðra hug- mynda um lefðir, sem til greina kæmu við uppbyggingu atvinnulífsins. Þær hug myndir voru hver gi tæmandi, en eru þó spegilmyndin af þeim viðhorfum, sem ríkir meðal imgs fólks. Framhald & bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.