Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 15

Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 15
1 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Höfundur: Þýðandi: Leikstjóri: Witold Gombrowicz Magnús Jónsson Sveinn Einarsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson ÞAÐ var vel og innilega klapp- að í Iðnó á miðvikudagskvöldið að lokinni frumsýningu Leik- félags Reykjavíkiur á sjónleikn- um „Yvonne Borguindarprins- essa“ eftir pólska útlagaskáldið Witoíd Gombrowicz, og voru þó víst fsestir fyllilega á því farein-a með, hvað þeir hefðu verið að horfa á. Það fór ekki milli mála, að áhorfendur skemmtu sér hið bezta, að minnstakosti framanaf, og að þeir tóku þessum nýstár- lega og torskilda höfundi opnum örmum og fordómalausum huga — kannski ekki sízt fyrir þá sök að hann bauð þeim uppá ósvikið leiksviðsverk, . hvað sem öðru leið. Witold Gombrowicz hefur áunnið sér alþjóðlega frægð á 'síðustu árum bæði fyrir skáld- sögur og sjónleiki. Lei'kritum hans þykir svipa tii absúrd- verka samtímahöfunda einsog Ionescos, Becketts, Adamovs og jafnvel Darios Fos, en sannleik- urinn er sá að Gombrowicz er fremur andlegur ættfaðir þeirra en arftaki, því hiann kom firam í þessu gervi á miðjum fjórða tug atdarinnar — leikritið sem hér um ræðir var t.d. samið ár- ið 1935, en ekki sýnt á leiksviði fyrr en 1957, og vaktí. þá mikla hrifningu í Póllandi. Menningartengsl milli Frakk- lands og Póllands hafa allia tíð verið mjög náin, og ekki er ósemnilegt að Gombrowicz hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum írá fyrstu frönsku fjarstæðuhöf- undunum, t.d. Alfred du Jarry sem samdi leikritíð um Úbú konung fyrir aldamót og stað- setti það einmitt í Póllandi, og svo kannski frá Appollinaire (sem vaor af pótskum ættum) og súrrealistuinum. Hvernig sem þeim tengslum kann að vera háttað (og má vera að þýzku expressjónistarnir komi líka inní myndina), þá hefur Gombro- wicz samsamað áhrifin sinni eig- in lífssýn og skapað sér nokkurs- konar eimkaheim eða „hug- myndakerfi“ þar sem tiltekin lögmál eru allsráðamdi. f heimi Gombrowicz eru það atvikin og aðstæðurmair sem öllu máli skipta, en ekki „sagan“, persónurmar eða mannlegur vilji. 'Hann virðist vera sama simrnis og Heraklítos til forna (d>g raun- ar eðlisfræðingar nútímans líka) um það, að allt sé í stöðugri hreyfingu, emginn fastur punkt- ur í tilverunni, hvaðeima sé ofur- selt sífelldum umskiptum, mynd- hvörfum. Hvert nýtt aitvik breyti því sem fyrir var, nýjar aðstæður skapi ný viðhorf og nýja einstakiinga. Þessi lífsskitn- ingur hefur verið nefndur sitúa- sjónalismi, og Gombrowicz talar um „formbindandi röikvísi að- stæðnanrna“: hver afhöfn manns- ins ákvarðast atf aðstæðunum sem hann er í hverju sinini, en jafnframit breytir athöfnin hon- uim í nýjian mann; vilji einstakl- ingsins er bundinn af aðstæðun- um, persónuleiki hans er sí- breytilegur, og hann fær einung- is kynnzt sjálfum sér með því að atfhuga viðbrögð sjálfs sín við umhverfi og atvikum, kanna áhrifin sem hann hefur á aðra og aðrir hafa á hann. Það er í þessu látlausa samspili aðstæðna og gagnkvæmra viðbragða sem einstaklingurinn „fæðist" í hverri líðandi andrá. Pólski gagnrýnaindinn Andrzej Wirtti hefur orðað það svona: „Sí- breytiteiki atburðaráisarinnar er driffjöðurin sem ákvarðar hvaða atefnu gerðir manna taka. iÞetta er alls óskylt sálfræðilegri leik- ritun — þar sem persónuleiki mannsins ræður hegðun harns — og jafnframt óskylt epískri leik- ritun — þar sem hegðun manms- ins ræður persónuleikanum. Hjá Gombrowicz er hegðun mannis- ins ekki aðalatriði í samanburði við atburðarásina, heldur undir- orpin henni. Gombrowicz lætur atburðarásina ákvarða hegðun mannsins — hann lætur því staðar numið þar sem epíska leikritið hefst“. Vissulega eru þetta álhuga- verðar kenningar og frjóar, bæði að því er varðar nýjar víddir í leikhúsiinu og ekki síður fyrir hitt að við þykjumst kannast við réttmæti þeirra úr eigin reynslu. Eða hvar ætli við finn- um raunverulega „heiísteyptar persónur“ nerna í skáldverkum? Gombrowicz er ekki þræll kenninga sinna. 'Hinsvegar er auðsætt að þær veita óstýrilátu hugmyndaflugi hans og ærsla- fenginni kímni verulegt svigrúm. En glettni hans er einatt grá og nöpur; hann hefur óhugnanlega næmt auga fyrir brestum imann- kindarinnar og því fáránlega í fari hennar. Bakvið ytra borð ærsla og skoplegra atvika glittir alsstaðar í grimmiiegcin veru- leik, mennskt eðli í ölluim sín- um nakta óhrjáleik. Gombro- wicz hefur verið nefndur tragí- kómískur höfundur, sem má til sanns vegar færa, en þá verður áherzlan að vera á fyrra lið orðs- ins, og er jafnvel ekki frítt við að tragísk tilfinning leiksins sé venzluð „leikhúsi grimmdarinn- ar“. hinar göfugu hvatir ævintýrsins — öðru nær. Eða ef við höldum okkur við „hugmynidakerfi“ Gombrowicz, þá eru persónurn- ar ekki sjálfum sér ráðandi, heldur leiksoppar atvikanna, þeirra margvíslegu kringum- stæðna sem sífellt eru að breyta eðli þeirra og ætlunum, skapi þeirra og tilfinningum. Kannski má líka líta á leikinn sem dæmisögu um fólk í álögum steinrunnins kerfis, fjötirað úr- eltum og lamandi hefðum. Og ennfremur má taka hann sem dæmisögu um saimskipti óMkra kynþátta, einsog leikstjórinn bendir á í leikskránni. Leikur- inn hefur semsé marga kosti að bjóða, og engin skýring hans er einhlít. Það sem er ótvírætt er afturámóti rey.nslan sem sýniing- in færir manni, tilfinningin fyrir mannlífinu sem verkið vekur svo sterklega, og þá ekki sízt sú tiltfinning að allair okkar gerðir, jafnvel þó þær séu ósjálfráðar, dragi á eftír sér stórain diiLk, og að allar tilfinningar sem við vekjum í öðrum feli í sér óend- anlega möguleika til góðs og iHs. Leikrit einsog „Yvonne" út- heimtir velþjálfaða áhöfn sem búi yfir mikilli leiktækni. Þar má helzt hvergi skeika ef allt á að koma til skila .Var vissu- laga í mikið ráðizt af Leikfélagi Reykjavíkur að taka svo viða- mikið og vandmeðfarið verk- efni til sýningar, og ber að virða og þakka þá dirfsku, en hinu verður ekki neitað að sýniingin varð leikendum í sumum greiin- um ofviða. Umgerð henniar frá hendi Steinþórs Sigurðssonar var hreinasta augnayndi, ljósir vegg- irnir og margbreytilegar mynd- irnar mögnuðu fram glæsiíeik ævintýrahallarininar. Búnimigar Unu Collins voru ákaflega lit- ríkir og féllu vel að ljósum bak- Jón Sigurbjörnsson (kóngurinn), Jón Aðils, hirðstjórinn) og Sigríður Hagalín (drottningin). miðuð og útsmogin, kannski fyrst og, fremst vegna þess að við eigum enga eiginlega Shake- speareJhefð til að miða við og skopfæra. Eintal drottningar missti t.d. að mestu manks og yfirleitt allur undirbúningur „morðsins“. Hitt var einkar fróð- legt, þó það segi að vísu meiri sögu um leikhúsgesti en sjálfa sýninguna, að stam Ragnars Kjartanssonar vakti einna mesta hrifningu, þó það væri algert aukaatriði í samhengi leiksiins. Af einstökum leikendum bar Jón Sigurbjörnsson af fyrir sak- ir leiktækni, öruggrar fnam- göngu, kostulegrar og marg- slungimnar túlkunar á hinum heimska kóngi. Má segja að Helga Jónsdóttir (lsabella), Borgar Garðarsson (Filippus) og Þórunn Slgurðardóttir (Yv- onne). Hverskonar leikrit er þá „Yvonne“? Það er nú það. Ætli því sé svo auðsvanað? Ævin- týraleikur kannski. Við erum leidd inní heim ævintýrsins með kóngi, drottningu, prinsi, hirð, skarti og ströngum siðvenjum. Við könnumst við persónurnar, heimskan kóng, ráðríka drottn- irngu, lífsleiðan prins, smjaðrandi hirðfólk og svo „öskubuskuna“ sem dettur í lukkupottinn ófor- varandis — en það er einsog allt fái hér öfug formerki. Hvatim- ar sem ráða gerðum persónanna og gangi atburðanna eru ekki grunninum: stemningin úr æv- intýrinu var ósvi'kin. Sveinn Eimarsson leikstjóri hefur aug- sýnilega vandað mjög til svið- setningarininar; heildaráferðin var sérlega falleg og þokkafull, stílfærslan var hnitmiðuð og hugkvæm, ævintýrið fékk vissulega líf og lit á sviðinu, varð heill og heillandi heimur — en það vantaði samt þann mikil- væga herzlumun sem hrifi álhorfendur fullkomtega með, og gætbi þess einkanlega í síðasta þættí. Þar varð skopstæli/ngin á Shakespeare ekki nægilega hnit- hann bæri uppi sýninguna og gæfi henni þann rétta tón. Nýliðinn Þórunn Sigurðardótt- ir í hlutverki Yvonne prinsessu átti líka sinn góða þátt í heild- armyndinni. Túlkun hennar á vönkun stúlkukindarinuár og álappalegu útliti var næstum hrollvekjandi. Gervi hennar, svipbrigði og allt fas féllu full- komlega að hlutverkinu. Sigríður Hagalín lék drottn- inguna og átti marga góða spretti, einkanlega fyrir hlé, og voru svipbrigði hennar einatt mjög skopleg, er göngulagið hins vegar með köfium óþarflega ýkt. Samleikur þeirra Jóns Sigur- björnssonar vai yfirleitt mjög góður og var sem Jón magnaði leik hennar. Sem fyrr segir tókst Sigríði ekki að hefja eintal drottn ingar í fjórða þætti til listrænn- ar tjáningar, og kom þar satt að segja hálfge"ður antíklímax. Borgar Garðarsson lék prins- inn lífsleiða, Filippus, af umtals- verðum tilþrifum og náði oftast að túlka snöggar geðsveiflur hans á sannfærandi hátt — lakast tókst honum í rjórða þætti þeg- ar hann var að undirbúa morð unnustunnar. Jón Aðils lék hirðstjórann af mikilli stimamýkt með flærðar- fullu látbragði — sannur hirð- maður eiinsog við þekkj.um þá bezt úr íslenzku stjórnmálalífi. Helga Jónsdóttir, annar ný- liði, lék fsabeiiu og vakti strax athygli fyrir léttar og leikandi sviðshreyfingar, örugga fram- komu, þokkafulit látbragð og góða framsögn. Hér er greini- lega komin efmleg leikkona. Með hlutverk Cýrils, vildarvim- ar prinsins, fór Pétur Einarsson og gerði því viðunandi skil, en náði ekki að jafnaði eðlilegum raddbiæ í framsögn sína. Sama var að segja um Sigurð Karls- son íem lék Cýprian, annan lags- mann prinsins: maður fann að hann var að gera sig til. Kjartan Ragnarsson v.ikti einsog fyrr segir mikinn hlátur með stami sínu í hlutverki Innocentys, enda tókst honum það mætavel, en persónan sjálf varð einfhvernveg- inn utanveltu, skilaði sér ekki fullkomlega í sýningunni. Frænk ur Yvonne léku þær Emilía Jón- asdóttir og Þóra Borg á sinn gam- algóðlátlega hátt. Með minni hlutverk fóru Daníel Witliaims- son, Guðmundur Erlendsson, Jón Hjartarson, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Helga Kristín Hjörvar og Harald G. Haralds- son. Ég held að það hafi helzt stað- ið sýningunni fyrir þrifum hve sundurleitur leikarahópuTÍnn var, þannig að sum minni hlut- verkiin, sem mikið valt á, urðu ekki nægilega atkvæðamilkil. Hinsvegar var sýningin í heild ákaflega myndræn og lokaiatriðið nánast einsog helgimynd. Hvað sem öðru líður, er hér um að ræða leiklistarviðburð, sem eng- inn leiklistarunnandi má iáta framhjá sér fara. Þýðing Magnúsar Jónssonar er á lipru og lifandi máli, málblær- inn hæfilega háðskur og ísmeygi- legur. Sigurður A. Magnússon. Yvonne Borgundarprinsessa 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.