Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 16
16 MORGrTJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 - BORGARSTJÓRI Framhald af bls. 13 ari Pálssyni verkfræðingi um endurskoðun á Öllu leiðakerfinu. Þær tillögur eru nú eða verða á næstunni til meðferðar hjá stjórn strætisvagnanna og hjá borgarstjórn, um leið og þær verða gerðar opinberar til þess að almenningi gefist kostur á að kynna sér þær og koma með ábendingar, ef þurfa þykir. f þessu sambandi vil ég geta þess að strætisvagnar Reykjavíkur eiga við mikinn vanda að stríða það. er eina borgarfyrirtækið, er hefur misst viðskiptavini. Farþeg um strætisvagnanna hefur fækk að á nokkrum árum úr 18 millj. farþega á ári í 14 millj. á ári. Um leið hefur bærinn vaxið að víðáttu og þjónustutími strætis- vagnanna hefvn lengst. Afkomu skilyrði þessa fyrirtækis eru þess vegna ekki sem bezt og sú við- miðun, sem gilt hefur að borgar sjóður greiddi um það bil 10% af rekstrarútgjöldum þeirra á- samt öllum fjarfestingarútgjöld- um þeirra til vs-kstæðisbygginga og vagna á nýjum leiðum mun ekki nægja í L-amtíðinni. Meira mun burfa að koma úr borgar- sjóði til þess að strætisvagnarn ir geti sinnt hlutverki sínu, að halda góðum samgöngum við inn an borgarinnar. Enda er það e.t. v. ekki óeðlilegt að borgar- sjóður greiði eitthvað til þess að auðvelda þeim er strætisvagna nota ferð um borgina á sama veg og töluverðir fjármunir fara til einkabílaeigenda með gerð bílastæða og aðaiumferðaleiða. En ’biðskýlamálin eru auðvitað ná- tengd endurskoðun leiðakerfis og vonandi ve-oa þau bætt og staðsetning þeirra í samræmi við nýtt og betra leiðakefi. Bjarni Benediktsson: Ég tek Undir þakkir til borgarstjóra fyr ir þennan fund og þau greiðu svör, sem hann hefur veitt. Það eru mjög óveruleg atriði, sem ég ætlaði að minnast á, og raunar áður átt tal um það við borg- arstjóra, en ekki fengið undir- tektir. En vegna þessara um- mæla vil ég þó rifja það upp. Borgarstjóri gat þess, að það væri vandi við byggingu bæjar ins að tengja saman gamalt og nýtt. Þetta er rétt en þetta á sér ekki einungis stað um hús, heldur einnig um örnefni. Nú nefndi borgarstjóri í inngangs- ræðu sinni, að minnsta kosti tvis var, Miklatún, sem er hér opið svæði, sem við öll könnumst við en er algjört nýnefni. Og borgar stjóri hefur gefið þessu svæði það nafn. Og það er út af fyrir sig fallegt og ekkert við því að segja. En við, sem erum kunn- ugir á þessum slóðum vitum, að meginhluti þessa svæðis til- heyrði býli, sem hér var a.m.k. hálfa öld og hét Sunnuhvoll. Pét ur heitinn Hjaltested kaupmað- ur og iðnaðarmaður, einn laf mestu framfaramönnum bæjar- ins á sinni tíð ræktaði þarna upp óræktarmóa og varð einn fremsti forgöngumaður í ræktun bæjarlandsins, kallaði sitt býli Sunmuhvol. Og ég hygg, að það sé enginn vafi á því, að mestur hluti eða að minnsta kosti stærsti hluti þessa opna svæðis, sem nú er kallað Miklatún, til heyrði býiinu Sunnuhvoll eða tilheyrði því stærra svæði held ur en nokkur önnur. Það eru mörg smátún þarna sameinuð. Mér hefur fundizt að það væri verðugt til minningar um þenn- an framfaramann, sem þar að auki á fjölda afkomendur hér í bænum að kalla þetta svæði, það sem það var kallað í gamladaga, þá var þetta kallað Sunnuhvols- tún. Það er hægt að stytta það og kalla það Sunnuhvol. Svo vi'll vel til, að bærinn hefur látið reisa þama hvol á túninu til þess að gera mögulegt fyrir ung limga að leika sér að vetri til, svo að nú er þetta sannarlegt sannnefni. Ég veit að borgar- stjóri hefur valið hitt nafnið en þar sem hann hefur þetta sjálf- ur í hendi sér, þá vil ég nú skora á hann að breyta til og velja það gamla nafn, minnsta kosti þegar þarna verð ur vígt listasafnið sem bráðum verður og það fer miklu betur að tengja saman gamalt og nýtt. Slíkt er óneitanlega fegurra og rifjar upp afreksverk sem þarna var unnið. Borgarstjóri: Ég heyri á öllu, að vö'ld borgarstjóra hafi minnk að frá því að Bjarni Benedikts- son var borgarstjóri. Því að ég mun nú ekki hafa vald til þess að breyta þessu í einu vetfangi nafninu á þessum stað. Ég minn ist þess að á sínum tíma, þegar stytta Einars Benediktssonar var afhjúpuð og nafnið Mikla- tún var fyrst notað þá var tölu verð rannsókn á því gerð hvaða nafngift ætti að fylgja þessu úti vistarsvæði. Og þá var nú svo komið, að þótt Sunnuhvolsíbúð- arhúsið hafi rétt nýlega verið rifið að því er mig minnir, þá gekk þetta svæði undir nafninu Klambratún og ýms örnefni þarna um slóðir komu til álita í nafnanefnd og meðal norrænu- fræðinga, sem borgin hefur sér til ráðuneytis, áður en götum og Sveinn Benediktsson ber fram opnum svæðum er gefið nafn, og niðurstaðan varð að kenna túnið við þá braut, sem fram hjá því fer. Hitt er svo alltaf rétt, að kanna hvort ástæða sé til breyt inga og ég skal gjarnan láta þessa tillögu forsætisráðherra fara rétta boðleið um hendur norrænufræðinga, nafnanefnda, byggingarnefndar og borgaryfir valda, en fyrirspumin gefur mér tilefni til þess að nefna það, að Reykjavíkurborg hefur í lík ingu við það að rannsaka varð- ■veizlugildi gamalla húsa, einn- ig gert ráðstafanir til þess að safna örnefnum, áður en svæði er tekið til bygginga og ýmis náttúruummerki, sem gætu verið til stuðnings að rekja upphaf örnafna sem eru afmáð. Þanmig eni gerðar skipulegar safnanir á örnefnum hér á stóru svæði í kring um Reykjavík og það er víst og rétt það sem bent er á, að tengsl okkar við forfeðuma og sögu staðarins mundu verða langtum sterkari og reyndar götunöfn og nafngiftir í bænum skemmtilegri, ef við tengjum þetta gömlum ömefnum úr Reykjavik. Jón H. Björnsson: Herra borg- arstjóri, vilduð þér gjöra svo vel og fjalia örlítið um, hvað er að gerast í skipulagi Vatnsmýr- arsvæðisins, sunnan Landsspital- ans um gatnagerð og fleira? Borgarstjóri:' Ég býst við því, að þarna sé um að ræða svæðið fyrir neðan Landspítalann og fyr ir austan Umferðamiðstöðina. Ég hef að vísu hér kort aðal- skipulagsins en ég held að það sjáist ekki út í sal, en ég skal reyna að skýra frá í höfuð atrið um hvemig gatnakerfi þessa svæðis mundi verða háttað í framtíðinni. Ætlast er til að Frí kirkjuvegur og Sóleyjargata framlengist yfir Hringbrautina, og sú gata fari framhjá Loft- leiðahótelinu og Flugturninum, suður fyrir öskjuhlíð og liggi síðan eftir Fossvogsdalnum og tengist þar Reykjanesbraut, þeirri braut, sem nú er leiðin upp í Breiðholt. Þá hefur verið byggður í sumar vegur, sem ligg ur fyrir neðan nýju Slökkvistöð ina og til Loftleiðahótels. Þetta svæði, sem, takmarkast af þessum flugvallarvegi, framhaldi Sóleyjargötu og Himgbrauitinn- ar mun verða býst ég við þann- ig, að Umferðarmiðstöðin mun fá athafnarými, nokkrar lóðir verða við Hafnarfjarðarveginn, þar sem Sölufélag Garðyrkju- manna er og upp að Slökkvi- stöðinni en að öðru leyti verður svæðið væntanlega til umráða fyrir stækkun Landspítalans og læknadei'ld Háskólans. í þeim efnum hefur komið til greina að flytja Hringbrautina úr stað, sveigja hana meira til suðurs frá Hljómskálagarðinum og að Miklatorgi, með það fyrir augum hvort tveggja í senn að nýta betur þetta svæði fyrir spítala- byggingarnar, sem fyrir eru og eiga eftir að koma og sömuleið- is til að auðvelda umferðina og gerð umferðarmannvirkja við Miklatorg. Ég vonast til að ég hafi skilið spurninguna rétt. Þorkell Sigurðsson: Vegna þess, að hið áðurnefnda Klambra tún kom ti'l umræðu hér, og Sunnuhvoll, þá langaði mig til þess að minnast ofurlítið á styttu Einars Benediktssonar í því sam fyrirspurn til borgarstjóra. bandL Ég get ekki neitað því, að það hefur alltaf komið ein- hvern veginn óþægilega við mig þegar ég hef átt leið um Miklu- brautina að þessi mesti braga- snillingur í sögu íslenzku þjóð- arinnar, sennilega allra frá fyrstu tímum, að hann skuli snúa bakinu í sólina. Mér hefði fundizt hæfa betur í sambandi við hans minnismerki, að hann 'horfði til sólar, því að hann hugsaði hátt. Þess vegna hef ég viljað bera fram þá ósk og jafn framt fyrirspurn um það, hvort ekki væru tök á því að færa þetta til betri vegar annað hvort að flytja hann algjörlega úr stað eða þá að snúa henni við, þannig að þessum tilgangi væri náð. Borgarstjóri: Það hafa margir haft orð á því, að rétt væri að stytta Einars Benediktssonar snéri að Miklubrautinni, en stað setningin eins og hún er gerð, er með gerð framtíðarskipulags Miklatúns fyrir augum og menn átta sig ekki á því e.t.v. á þessu stigi málsins, hvernig umhverf- ið verður, þegar búið er að ganga frá gróðri og öðrum mann virkjum þar í kring til full- nustu. Ég hefi heyrt líka þá gagnrýni að styttan standi of lágt og sjá'lfsagt er að kanna allar slíkar ábendingar. Ég held nú alla vega, að ef snúa eigi styttunni að Miklubrautinni, þá verði að flytja hana úr stað, vegna þess að fljótlega kæmi fram gagnrýni að styttan snéri baki í meginhluta skrúðgarðsins þar sem hún á í raun og veru að standa Björn Vigfússon: Ég vildi minnast á eitt, sem ég hef tal- að um við marga og margir eru óánægðir með, að einhver mis- ’heppnun hefur átt sér stað við stillingu umferðarljósanna við Miklubraut og Lönguhlíð. Þar var ir svo stutt græna Ijósið. Þar eru tvær akreinar, en þeir sem ganga hratt og geta gengið hratt eða hlaupið þeir koanast yfir en aðrir ekki. Mér findist ógköp viðkunn- anlegt ef Sunnuhvolsnafnið fengi að halda sér. Svo er ann- að býli þarna fyrir ofan, Há- teigur, það á meira í þessu túni heldur en Klambrar einnig, bæði Sunnuhvol og Háteigur. Borgarstjóri: Ég þakka Birni Vigfússyni fyrir upplýsingar hans. Hann spurði og beniti á ljósastillingu við Miklubra-ut. Það er alveg rétt, að stilling um ferða’ljósanna hefur engan veg- inn verið í lagi, sérstaklega ekki við gatnamót Miklubrautar og ýmissa þeirra gatna er skera hana. Það er svo, að umferða- kannanir um umferðaþunga og akstursstefnur gátu ekki farið fram fyrr en eftir H-daginn og gögn sem af þeim könniunum leiddu voru síðan send seljend um ljósanna til úrvinnslu á vís- indalegan hátt, svo að allt mæbti vera stillt í samræmi við um- ferðaþungann og ekki er vænt- anlegt að endanleg stilling verði komin á ljósin fyrr en eftir 4-5 vikur. Hins vegar er reynt að gera bráðabirgðalagfæringar nú. Þá nefndi Björn ráðhúsið eins og ýmsir aðrir. Ég skal ekki fjölyrða frekar um ráðhúsið eða staðsetningu þess, en ég vildi aðeins geta þess, að ég hygg, að í ræðum þeirra þriggja manna, sem á ráðhúsið hafa minnzt komi einmitt fram athyglisverð stað- reynd. Það er rétt, að þeir eru ekki allir á einu máli um stað- setningu ráðhúss við norður- enda Tjamarinnar. Þeir þremenn ingar eru sammála um, að það sé ekki góð staðsetning. En hver þeirra um sig hefur sína tillögu að gera um staðsetningu ráð- húss. Þeir hafa sitt hverja til- löguna, Björn Vigfússon vildi Eskihlíðina, Guðmundur Alfreðs son nýja miðbæinn og Sveinn Benediktsson Höfða eða .svæðið þar í kring. Og sanrileikurinn er sá, að þetta verður ávallt vandamálið í sambandi við stað setningu ráðhúss, að það kann vel að vera, að það sé ekki hægt að sameina alla borgarbúa um eina sérstaka staðsetningu, það koma ávallt háværar mótmæla- raddir, en ef mótmælendur eru spurðir, hvað viljið þið, þá koma jafnvel jafn margar skoðanir eins og mótmælendurnir eru margir. Þannig að skoðanakönn un í borginni um einin tiltekinn stað mundi ekki gefa rétta hug- mynd um hug borgarbúa. Varð aridi staðsetningu ráðhúss í gamla miðbænum þá hafa ein rökin fyrir henni verið sú, að eðlilegt væri einmitt vegna sögu borgarinnar og landnáms Ing- ólfs og fyrsta bæjarstæðis í Reykjavík að ráðhúsið væri í kvosinni milli Tjarnarinnar og hafnarinnar. Það er svo gert ráð fyrir því í hugleiðingum aðal- skipulags, að höfuðaðsetur rík- is og borgar sé þarna í gamla miðbænum, þótt sömuleiðis sé gert ráð fyrir einstaka borgar- stofnun í nýjum miðbæ eða ann ars staðar í borginni. En sem sagt ráðhúsbygging fer nú ekki af stað á næstunni og við skul- um halda áfram að ræða um stað setningu sáðhúss, byggingu ráð- húss í þeirri von að þegar til framkvæmda dregur, getum við gengið heils hugar og ánægð að því verki. Björn Stefánsson: Nokkuð stórt opið svæði er á milli Hamrahlíðar og Grænuhlíðar. Er ekki hægt að laga þetta svæði og gefa unglingum og börnum kost þar á fótbolta og öðrum leikjum. Jafnframt vil ég taka undir orð Thor Brand um að banna iðnað og fleira í bílskúr- um, seui er víða í Hlíðunum. Borgarstjóri: Á þessu svæði, sem fyrirspyrjandi nefnir, hygg ég að þegar sé komið dagheim- ili, Hamraborg og nokkurt leik- svæði, en það er rétt að auk þessa er óræktað svæði, sem ved mætti nýta í þeim tilgangi, sem fyrirspyrjandi nefndi, og því miður er þetta svæði eitt af mörgum dæmi þess hve ólökið er miklu í frágangi opinna svæða, sem nauðsynlegt er að vinda bráðan bug að því að ganga frá. Jón Sigurðsson: Við sem búum við Snarrabrautina, óskum eftir því, að þannig verði gengið frá eyjum á milli akbrautanna að þær séu ekki heilsuspi’llandi, Vegna þess, að þegar vindur er á norðaustan er mikið ryk, sem berzt inn í hús og inn um glugga. Óskum að fá þetta lagifært. x Borgarstjóri: Ástæðan fyrir eyjunni í Snorrabrautinni er sú, að til hefur staðið að endur- byggja Snorrabrautina, því mið ur þarf sennilega að taka eyj- una alveg í burtu nema sem smá- ræmu og nýta hana ýmist sem framtíðarbifreiðastæði eða braut, hún er að mestu leyti nýtt sem bifreiðastæði nú, en hún er ómalbikuð og ástæðan sem sagt til þess að hún er ekki frágeng- in er þessi fyrirhugaða endur- bygging Snorrabrautar á þessu svæði og ég vona að það verði fljótlega unnt að ráðast í þá úr bót svo að Snorrabrautarbúar losni við rykið. íslendingur—isafold — Nýtt vikublað hetur göngu sína NÝTT vikublað kom út í gær, íslendingur-ísafold, tvö elztu vikublöð landsins sameinuð í eitt. Útgefandi er Útgáfufélagið Vörður h.f. og er aðsetur þess á Akureyri. Ritstjóri blaðsins er Herbert Guðmundsson og fram- kvæmdastjóri Oddur C. Thorar- ensen. Fyrsta tölublaðið er 16 síður. ':W' ■ ,wn.rt..«,i - ~ -1 ~ í tjjgs : 4s»*;r4*. lillítr i.Kur .1 rmt.rl.m tij.i.Istj.ir.wir Sfidm 70 mii’ij hó ■■■■.■ itó áwnsóiöBiiá Það er prentað í Prentsmiðju Morgunblaðsins, en setning, um brot og önnur vinna við það fer fram á Akureyri. íslendingur-ísafold mun koma út tvisvar í viku megin hluta ársins, en annars einu sinni í viku. Tölublöðin verða 90 á ári og verður blaðið að jafnaði 8 síður, en 12 sxður stöku sinnum. í ávarpi til lesenda, sem birt er á forsiðu, segir m.a.: „Sjálfstæðismenn í strjálbýlinu hafa sameinast um útgáfu öfl- ugs blaðs til þjónustu við þá, sem þar búa, og aðra þá, sem skilja og styðja máls+að þeirra og hlut verk í þjóðfélaginu. „íslendingur-ísafold“ er helg- að viðburðum og málefnum í fjórum núverandi strjálbýliskjör dæmum Vestfjarða, Norðurlands og Austurlands. Frásögnum og stjórnmálaskoðunum er haldið að skildum, en blaðið styður grund vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskrif þess eru á á- byrgð ritstjórnar einnar, nema annars sé geúð“. Teknir VARÐSKIP stóð togbátinn Gull- faxa NK 6 að meintum ólögleg- 'um veiðuim í Þistilfirði í fyrri- 'nótt. Var báturinn um 14 mílur ’fyrir innan landhelgina, en þetta 'er í annað sinn ó skömmuim ’tima, sem þessi bátur er staðinn að meintuim ólöglegum veiðum ’í Þistilfirði. Mál skipstjóran>s 'verður tdkið fyrir í Neskiaupstað. Þá stóð varðskip togbátana Ólaf Tryggvason SF 60 og Ak/ur- ■ey SF 52 að meintum ólöglegum 'veiðum undan Ingólfshöfða 1 fyrrinótt. Mál skipstjóranna verða tékin fyrir í Hornafixði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.