Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 17 - í VESTURVÍKING Framhald af bls. 10 þiggjum við hálfan bolla gegn því að mega spyrja frúna einnar spoirningar. — Hvernig lízt svo frúnni á? spyrjum við. — Mér finnst nú sök sér fram að jólum, segir hún. Það er í sjálfu sér efkkert lengri útivist en þó hann vseri hér við land. En það verður erf- iðara að fá fréttir af þeim, býst ég við. — Eitthvað verður að reyna segir Ingólfur. f>að er að verða vandamál, hvað gera skuli við þessa stóru báta, sem keyptix voru til að ausa upp síldinni, ef hún heldur áfram að bregðast hér við land. Það þýðir ekkert annað en bregðast rétt við og leita fyrir sér á nýjum slóðum. Ef þessi tilraun okkar gefiur já- kvæða raun, er sjálfsagt að hafa í huga, að það er lika kostnaður að láta bátana hanga yfir engu lengst norð- ur í hafi. aði Örn fyrir um 3,4 milljónir króna, en í ár fyrir um 2,3. Þetta segir lika sína sögu og ég held, að við þurfum ekki að verða ýkja heppnir vestra til að útgerðin (haíi það að minnsta kosti ekki verra, en þó við væirum að reyta hér land. Sem sagt: þessi tilraun er allra góðra gjalda verð. — Ætli BandarSkjamenn hafi hug á að læra tæknina af ykkur? — Eftir því sem ég hef heyrt, eru Bandaríkjamenn ekki miMir sjómenn. En ef þeir hafa áhuga .... Rúss- arnir nota nú nákvæmlega sömu aðferðir og við. — Á hvernig samning farið þið í þessa ferð? — Yið förum á sams konar samningi og ef við værum hér við land, en þó er sú breyt- ing, að nú hefst nýtt úthald hjá okkur, sem að öðrum kosti yrði ekki fyrr en um áramót. — Hvaða verð fáið þið fyr- ir aflann? — Að þvl er ég bezt veit er verðið mjög nálægt því að vera það sama og fyrir síld- ina ^em við settum í flutn- ingaskip í sumar, en það var 1 króna og sex aurar fyrir kílóið. Ég held, að samning- ar um verðið fyrir vestan gildi út maímánuð nk. — f>ið brugðuð ykkur í Norðursjóinn? — Já, við fórum eina ferð þangað, meðan Sævar var fyrir vestan að athuga að- stæður. Við vorum 3—4 sólar- hringa á miðunum við Hjalt- landseyjar, fengum 71 tonn og seldum aflann til bræðslu í Leirvik. — Fyrir? — Við fengum 1 krónu 37 aura fyTir kílóið. — En ef þið hefðuð selt aflann í bræðslu hérlendis? — í>eir borga 1 krónu 28 aura fyrir kílóið. I>að var farið að líða á kvöldið, þegar hér var komið samræðunum. Við lukum úr 'kaffibollanum og kvöddum. 'Ingólfur fylgdi okkur til dyra og um leið og við skutumst 'út í rigninguna sagði hann: „Auðvitað er ég sPenntur." — „Hver er það ekki?“, kölluð- um við til baka — og hver er það ekki? - ALÞINGI Framhald af bls. 11 Norðurlandaþjóðirnar hlotið miarkað fyrir sauðfjárafurðir á hagstæðara verði en þeir eiga nú kost á erlendis. Þá er þess að geta, að meðan íslendingar standa utan Fríverzlunarsamtak anna, verða þeir að greiða tolla af öllum vörum, sem þangað eru fluttar, meðan framleiðendur sam keppnisafurða t. d. í Noregi og Danmörku geta selt sínar afurð- iir tollfrjálsar, þ.e.a.s. fyrir mun hærra verð. Þannig hlýst bein verðhækkun á íiflenzkum útflutn ingsafurðum af aðild að Fríverzl unarsamtökunium. Mundi það t. d. hafa veruleg áhrif á síldar- lýsisverðið. Einnig mundi það t. d. hafa hagstæð áhrif á freð- fiskmarkaðinn í Bretlandi. Það er á hinn bóginn fjarri mér að gera lítið úr þeim erfið- leikum, sem aðild að Fríverzl- unarsaimtökunum mundi hafa í för með sér. Þeir erfiðleikar lúta að þrennu. Við yrðum á ein- hverju tilteknu tímabili að af- nema alla verndartolla. Öllum tollum, sem eingöngu er ætlað að afla ríkissjóði tekna eða svo- nefndum fjáröflunartollum, mætt um við halda. Afnám þeirrar toll verndar, sem íslenzkur iðnaður hefur notið jafnvel þótt á til- tölúlega löngum tíma væri, mundi að sjálfsögðu hafa ýmsa erfið- leika í för með sér. Um leið ber að geta þess, að tollvernd ís- lenzks iðnaðar er minni en marg ir telja, og samtök iðnaðarins sjálfs telja afnám allra verndar tolla enga frágangssök, ef hún gerist á löngum tíma samkvæmt fyrirframgerðri áætlun og henni fýlgir mótun alhliða stefnu í iðn aðarmálum, sem tryggir vöxt og viðgang iðnaðarins á grundvelli jafnræðis við aðrar atvinnugrein ar og út á við. í þessu sambandi er og þess að geta, sem ég nefndi áðan, að í stað verndaðra iðn- greina sem sumar hverjar myndu e. t.v. verða að leggjast niður, a. m. k. í núverandi mynd, skap- ast skilyrði fyrir stofnun nýrra iðngreina til útflutnings. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þegar á heildina er litið, mundi aðild að Fríverzlunarsamtökunum ekki leiða til minnkandi iðnaðar, held ur þvert á móti til aukins iðn- aðar á íslandi og þá fyrst og fremst til fjölgunar stórra fyrir- tækja í iðnaði, en hins vegar hlutfallslegrar fækkunnar smá- fyrirtækja, sem mörg hver hafa þróazt í skjóli totlverndar og innflutningshafta. f EFTA-skýrslunni er frá því greint, að miðað við árið 1966 sé áætlað, að um 3800 manns hafi unnið að iðnaðarframleiðslu þar sem mætti ætla, að beinna áhrifa mundi gæta af afnámi tolla og hafta samfara aðild að EFTA. Eru það tæp 5% atls vinnandi fólks á íslandi og um 19% þeirra, sam þá istörfuðu í iðnaði. Þær framleiðslugreinar £ matvælaiðnaði, sem einkum eru taldar verða fyrir áhrifum af breytingu verndar, eru kex- og súkkulaðigerð, drykkjarvöruiðn aður, kaffibræðsla og matarefna gerð. Ýmsar aðrar greinar í mat- vælaiðnaði skipta hér ekki máli, þar sem þær fálla ekki undir ákvæði EFTA-sáttmálans, svo sem smjörlíkisgerð og vinnsla íslenzk ar landbúnaðarafurða. Reyndar á þetta eimnig við um kaffi- brennslu, þar sem kaffið er ekki EFTA-vara. Aðrar iðngreinar, er ákvæðin um fríverzlun taka til og mundu verða fyrir beinum áhrifum af niðurfellingu tolla, þótt í mjög mismunandi mæli sé, eru gólfdreglagerð,prjónles- húsgagniasmíði, innréttingasimíði, skinna- og leðuriðnaður málning óu-gerð, sápugerð, sementsfram- leiðsla, raftækjasmíði, sútun, og spuni og vefniaður. Með hliðsjón af þeim breytingum, sem gera má ráð fyrir á næstu áratugum á tölu atvinnufólks og skiptingu þess milli atvinnugreina verður ekki talið, að vandamálin varð- andi atvinnu 3800 manns á næstu áratugum sé alvarlegt. Efnahags stofnunin hefur gert ráð fyrir því, að atvinnufólki muni fjölga um 45% á ánuinum 1905—1986 eða um 34 þús. En á þessu tíma bili verður fyrirsjáanlega um að ræða önari aukningu en áður hefur átt sér stað. Hinn mikli mannfjöldi, sem bætist á vinnu- markaðinn á komandi árum, hlýt ur að hafa grundvallarþýðingu fyrir allt mat á þróun efnahags mála á íslandi og aðgerðir á því sviði. Samkvæmt áætlun Efna- hagsstofnunarinnar er gert ráð fyrir, að mannfjöldi, sem stund- ar fiskveiðar muni sstanda í stað og vera um 5000 manns. f landbúnaðinum mundi verða lítils háttar fækkun, hækkun í bein- um tölum, en hlutfalls'lega lækk un úr 19% árið 1966 í 13% 1985. Jafnhliða þetfsu er gert ráð fyrir nokkurri hlutfallslegri aukningu í úrvinnslugreinum eða úr 49% í 50%. En það mundi þýða beina aukningu þessa atvinnufólks úr 37 þús. í 55 þús., þ.e.a.s. um 18 þús. manns. f þjón- ustugreinum er gert ráð fyrir hlutfallslega mestri aukningu eða úr 31% árið 1965 í 37% árið 1985. En þá aukist fjöldi þessa atvinnufó'lks úr 23. þús. í 40 þús. eða um. 17 þús. manns. Auðvitað þarf að gena margs konar ráðstafanir til þess að iðn- aðurinin geti lagað sig að þeim breytinigum, sem eiga sér istað í iðnaði vestrænna landa. f fyrsta lagi þa-rf að ráða sérstalka bót á þeim fjánhagsvandamálum, sem verða á vegi iðnaðarins vegna aðlögunarinnar. í örðu lagi þarf að láta iðnaðinium í té aukna leiðbeiningarþjóniustu að því er varðar rekstrartækni og sölumál. Emnfremur getur saimvinna eja jafnvel samruni íslenzkra fyrir- tækja orðið til hagsbóta. Sam- 'Starf við erlend fyrirtæki, sem gætt hefur mjög á Norðurlönd- unum undanfarin ár mundu og geta haft aukna þýðingu. Lengd aðlögunartíma rain einnig veita verulegt svigrúm. Ekki verður nein skynditeg breyting á aðstöðu íslenzks iðm- aðar þótt -gengið yrði í EFTA. Hráefnis- svo ég vélatöllar, eru nú svo háir að nettóverndin þyrfti ekki að mininka til muna í mörgum tilvikum fyrstu árin. Þann tíma er hægt að nota til að endurbæta rekstur eldri fyrir tækja og afskrifa fjármagn í fyrirtækjum, sem þurfa að leggja út á nýjar brautir. Ef verndar- hráefnis- og vélatollar eru af- numdir á t.d. 10 ára tímabili í ákveðnum stigum samfara því að iðmaðurinn fengi strax að- gang að stóru markaðssvæði, mundu viðhorf öll í iðnaðar- málum breytast. Þá yrði hægt að hefja undirbúning iðnþróunar á ákveðnum forsendum, en ein- mitt óvissa um stefnuna í tolla- og viðskiptamálum hlýtur að draga úr áhuga manna á því að leita að nýjum verkefnum. Annað aðalvandamálið í sam- bandi við aðild að firíverzlunar- samtökunum eru þau áhrif, sem tollalækkunin hefur á fjármál ríkissjóðs. íslendingar hafa nú hærri tolla en nokkur nálæg þjóð, og þeir afla sér hærri hundraðshluta af ríkistekjunum með innheimtu tolla en nokkur önnur þjóð, isem um er vitað. Af- nám verndartolia miumdi því hafa gagnger áhrif á fjármál rík- isins, en það rnundi að sjálfsögðu draga úr áhrifum, ef samkomu- lag fengist um, að afnám vemd- artollanna ætti sér stað á tiltölu- lega löngum tíma. í EFTA- skýrslunni er þess getið, að te'kjutap ríkissjóðs við að allir verndartollar svo og hráefniis-, véla- og orkutollar iðnaðarins hefðu ekki verið lagðir á 1967, hefði að öðru óbreyttu numið um 1000 miíljónum króna. Þetta er þó ekki vandamál, sem mundi bera að í náinni framtíð. Hugs- anlegur aðildarsamningur að EFTA gæti þýtt, að tollalækk- anir okkar hæfust árið 1970. Þó ekki sé gert ráð fyrir lengra aðlögunartímabili en 10 ámm, yrðu íslenzkir tollar enn tiltölu- lega mjög háir fyrstu 2—3 ár- in eftir gildistöku aðildarsamn- ingsins, og tekjur því ekki veru- lega skertar. Engu að síður er að sjálfisögðu tímabært að tekið verði tií gagngerðrar athugunar, hvernig bregðast megi við því vandamáli, sem ríkissjóði v-erð- ur á 'höndum ,vegna hugsanlegr- ar aðildar laindsins að fríverzl- un. Tveir möguleikar eru fyrir hendi að bæta ríkissjóði tekna- missinn veg-na afnáms vemdar tolla'laganna. Annars vegar kæmi til greina hækkun á söluskatti, en hann er víða um lönd mun hærri en hér. Hins vegar kæmi til greina hækk un fasteignagjalds, sem alls stað- ar í nálægum löndum er miklu hærra en hér tíðkast, þótt yfir- leitt sé þar um að ræða tekjustofn sveitarfélaga en ekki ríkissjóðs. í því sambandi væri þó til at- hugunar að tekjuskattur yrði fyrst og fremst skattur fyrir rík issjóð en hins vegar fengju sveit arfélögin fasteignagjöldin sem tekjustofn fyrir sig. í þriðja lagi mundu viðskipt- in við Austur-Evrópu verða nokk urt vandamál. Þó er þetta vanda mál ekki erfitt og miklu síður en áður var. Kemur þá hvort tveggja til, að þessi viðskipti eru ekki eins mikilvæg og áður og fara ekki að öllu leyti fram á jafnkeypis grundvelli. Austur- Evrópuþjóðirnar geta nú einnig háð miklu harðari samkeppni hvað snertir verð og vörugæði en áður var. Á það má einnig benda, að bæði Austurríkismenn og Finnar hafa getað haldið mikl um viðskiptum við Austur-Ev- rópu þrátt fyrir þátttöku í Frí- verzlunarsamtökunum. Samning- urinn gerir ráð fyrir að innflutn ingshöft séu afnumin en um 89% alls innflutnings til lands- ins er nú frjáls, 11% háð leyf- um. Verulegur hluti þeirra vöru tegunda, sem háðar eru leyfum eru á landbúnaðarvörulista EFTA., en fríverzlunarákvæðin taka alls ekki til hans, og mætti því beita innflutningshöftum að því er snertir þær vörur, þótt Island væri orðið aðili að sam- tökunum. Langstærsti flokkur- inn, sem háður er leyfum enn, er olíur og benzín, en nauðsyn- legt er að viðhalda óbreyttu fyr irkomulagi varðandi viðskipti með þær vörur, vegna viðskipta við Sovétríkin. Um þetta atriði yrði væntanlega að semja sér- staklega við EFTA. Aðrir vöruflokkar, sem háðir eru leyfum og falla undir fri- verzlunarákvæðin eru ef til vill ekki mikilvægir fyrir austur við skiptin. Gera þarf erm fremur sérstak- an gaum að þeim áhrifum, sem tollalækkun gagnvart EFTA- löndunum hefði á jafnkeypisvið- skiptin við Austur-Evrópu. Árið 1967 námu kaup okkar á vörum frá Austur-Evrópulönd- um, þar sem um tollamismun yrði að ræða um 163 millj. kr. Af þeirri upphæð námu skipa- kaup frá Austur-Þýzkalandi 111 millj. kr. Innflutningur skipa er tollfrjáls, þannig að sala þeirra frá löndum utan EFTA mun á engan hátt torveldast, þótt ís- land gerðist aðili að samtökun- um. Þau vörukaup, sem sæta mundu tollamismunun, ef ísland hefði verið aðili að EFTA árið 1967, námu því raunverulega að- eins um 50 millj. kr. eða rúml. 6% af heildarinnflutningnum frá þeim löndum, en hann var 1814 millj. kr. á þessu ári. Þessi 50 millj. kr. innflutningur var svo að segja allur frá öðrum Austur- Evrópulöndum en Sovétríkjun- um, þ.e.a.s. Póllandi, Austur- Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu. Jafngildir þetti því, að breyting tolla vegna aðildar íslands að EFTA mundi engin áhrif hafa á viðskipti okkar við þá þessara þjóða, sem langmestu máli skipt- ir, Sovétríkin. Helztu vöruteg- undirnar, sem hér er um að ræða, frá þrem fyrrnefndum löndum eru vefnaðarvörur, en það er um 40% tollur, fatnaður með 65% toll, skór með 60-65% toll og súkkulaðivörur ferðabúnaður o. fl. með 90-100% toll. Augljóst er, að jafnhár tollur og er á þess- um vörum mundi torvelda mjög sölu þeirra hingað frá löndum utan EFTA. En ísland hefur að sjálfsögðu fullt frjálsræði til þess að lækka þessa tolla og aðra verndartolla að vild gagnvart löndum Utan Fríverzlunarsamtak anna. Væri eflaust rétt, að þess- ir tollar væru ekki hærri en svo, að þeir torvelduðu ekki austur- viðskiptin. Sjálfsagt er að gera á engan hátt iítið úr erfiðleikum þess fyrir ísland að tengjast frí- verzlunarsamtökum. Engu að síð ur er það skoðun ríkisstj., að við skiptahagræði, sem af því mundi hljótast bæði { nútíð og þó eink- um í framtíð, væri mun þyngra á metunum. Auk þess má ekki meta þetta mál, sem hér er um að ræða, út frá þröngum stund- arhagsmunum Hér er um stærri sjónarmið að tefla. íslendingar eru hluti af Vestur-Evrópu. Þar er ekki aðeins stærsta viðskipta svæði þeirra, heldur er menning Islendinga grein vestur-evrópskr ar menningar. íslendingar hafa komið á í ríki sínu þjóðfélags- háttum, sem eru grundvallaðir á sömu hugsjónum um frelsi og mannhelgi og mótað hafa iðnað- arríki Vesturlanda, og landið liggur miðsvæðis í þeim heims- hluta, sem lýðræðisrikin beggja megin við Atlantshaf hafa bund izt órjúfandi samtökum að vernda. Allt bendir þetta til þess, hversu ríka hagsmuni ís- lendingar hafa af því, að sú mik ilvæga þróun, sem nú á sér stað í Vestur-Evrópu verði ekki til þess að losa um tengslin milli ríkjanna, sem eru miðdepill þess- arar þróunar, ekki aðeins vegna þess að viðskiptahagsmunir séu í hættu í bráð, heldur einnig vegna hins, að þegar til lengdar lætur er um að ræða allsherjar- tengsl okkar. menningarsam- starf og stjórnmálasamstarf við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar og búa við líkt þjóð- félag því, sem hér er og við höfum öldum saman haft saman við að sælda. Aðildarumsóknin er leið til þess að kanna, með hvaða kjör- um ísland getur orðið aðili að Fríverzlunarsamtökunum. Þegar samningaviðræður hafa leitt það atriði í ]jós, kemur að því, að íslendingar taki ákvörðun um það, hvort þeir vilji gerast að- ilar eða ekki. Mun þá málið 1 heild verða lagt fyrir Alþingi og það taka endanlega ákvörðun. Ólafur Jóhannesson (F) Ég tel að ákvörðun um aðildarumsókn íslands að EFTA eigi að fresta. Ég er ekki andvígur því að kanna með hvaða kjörum ísland getur tengst EFTA en ég tel það ekki tímabært eins og sakir standa. Ég býst við, að það geti orðið óhjákvæmilegt að ísland tengist EFTA með einhverjum hætti en áður verðum við að lag færa margt hjá okkur sjálfum. Ég tel að við séum ekki tilbún- ir til þess að gera þær stökk- breytingai, sem þarf. Við stöndum frammi fyrir hrikalegri efnahagsvandamálum Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.