Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 18
r 18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 Páll Nikulásson bóndi Kirkjulæk „FÖGUR er hlíðin, og mun eg hvergi faTa“. Svo mælti Gunnar á Hlíðarenda forðum og svo mundi Páll á Kirkjulæk einnig hafa mælt ef honum hefði verið skipað að fara á brott frá Kirkiu læk og úr Fljótshlíðinni. Svo heitt unmi hann óðali sínu og sveitinni sinni, hlíðinni fögru. Hann andaðist í Land- spítaíanum í Reykjavík 30 f.m., eftir frekar stuttk en stranga sjúkdómslegu. í dag verða jarð- neskar líkamsleifar hans lagðar til hinztu hvíldar í kirkjugarð- inum á BTeiðabólsstað, þar sem þær munu samlagast þeirri gró- andi jörð, er hann sem bóndi unni og helgaði allt sitt Mf. Páll Nikulásson var fæddur að Unhól í Þykkvabæ 27. september 1899, og voru foreldrar hans Ragnhitdur Guðrún Pálsdóttir og Nikulás Þórðarson kennari og hómopati. Ragnhildur var dóttir Páls Einarssonar bónda og gull- smiðs og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur Waage. Var Ragn- hildur komin af hinni kunnu ætt Finns Jónssonar biskups. (Finnsætt). Nikulás Þórðarson vax ættaður úr Ranigárþingi. Af Bolholtsætt. Er margt merkra manna og kvenna komið af þeim ættstofni. Árið 1902 fluttu þau Ragn- hildur og Nikulás frá Unhóli að Kirkjulæk, þar sem þau bjuggu unz Nikulás andaðist 13. júní 1927, en Ragnhildur bjó áfram með bömum sírnum til vorsins 1901, en það vor tók Páll við jörð og búi og bjó þar tiiL dauða- dags. Ni'kulás faðir hans stundaði ásamt búskapnum kennslu á vetr um og fékkst einnig mikið við smáskammta laökningar. Var hann af mörgum dáður kennari og eftirsóttur læknir, mun hon- um oft hafa heppnazt að lækna sjúkdóma sem aðrir honum lærð ari gátu ekki fundið ráð við. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í stómm systkinahóp. Ungur varð hann oft að leggja hart að sér við vkunu, þar sem faðir hans var mikið fjarverandi frá heimilinu við kennslu og lækningar. Gat það varla öðru- vísi verið en að bústörfin hvíldu injög á herðum Ragnhildar og þeirra systkina. Þó ekki sízt á honum, sem var næst elztur syst- kina sinna en þau vom átta, sex systur og bræðurnir tveir. En nú eru aðeins fjögur þeirra á lífi. Þau systkinin á Kirkjulæk voru alin upp í guðstrú og góðum sið- um, enda ríkti ávallt á milli t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, Halldórs Ásgríms Guðmundssonar frá Æðey. Sigríður, Asgeir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Guðrúnar Jónsdóttur. Torfhildur Jónsdóttir og frændsystkin. þeirra eining og kærleikur. í febrúarmánuði 1931 kvænt- ist Páll eftirlifandi konu sinni, Helgu Metúsalemsdóttur, úr Reykjavík, og eins og áður er sagt, tóku þau þá um vorið við jörð og búi af Ragnhildi móður hans og hafa búið þar óslitið síð- an. Þau Páll og Helga eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi og verða talin hér eftdr aldri: 1. Sigrún Fríður húsfreyja á Hvolsvelli. 2. Ragnhildur Guðrún húsfrú í Reykjavík. 3. Kristín Ásta, húsfrú í Reykja vík. 4. Regína, heima á Kirkjulæk (vanigefin). 5. Eggert búfræðingur, heima á Kirkjulæk. 6. Viðar Metúsalem heima á Kirkjulæk. Öll em þau systkin, æm heil- brigð eru, mesta efnis og mynd- arfólk. Þeim hjónum búnaðist vel á Kirkjulæk þrátt fyrir 'heilsuleysi Helgu og fíeiri erfið- leika. Hefiur hún margsinnis orð ið að ganga undir uppskurðl og meðal annars höfuð uppskurð í Kaupmannalhöfn. Það er flestum undrunarefni hvílíkt feiknar sál- arþrek henni hefur verið gefið. Páll var nettmenni á velli. Greindur vel og hafði yndi af lestri góðra bóka, þó einum þjóð- legra fræða. Hann hafði gott minni, og var fróður um margt, sagði skemmti lega frá, og var jafman glaður og reifur, bæði heima og á mannnamótum. Hann var harð- gerður og óvæginn við sjálfan sig. Ör skapgerðarmaður, en að saima skapi tilfinninganæmur og hlýr í viðmóti. Hann var laus við alla undir- hyggju. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn, enda oft til hans leitað af sveitumgum og öðrum, sérstaklega til hjálpar s'kepnum, en hann virtist hafa erft læknis- hæfileikana frá föður sírnum. Búhöldur var Páll góður, enda fjármálamaður að upplagi. Hann sat jörð sína vel og ræktaði t Við þökkum vináttu og sam- úð, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför, Dagbjartar Guðmundsdóttur Túngötu 32. Sérstakar þakkir færum við samstarfsfólki hennar og nán- ustu vinum fyrir allt, sem gert var til að létta henni erfið veikindi. Guðmundur H. Guðmundsson og fjölskylda. mikið og húsaði myndarlega. Það má segja að í búskapartíð hans hafi Kirkjulækurinn breytzt úr meðalbýli í höfiuðfoól. Páll Nikulásson kunni vel þá list að gíeðjast með glöðum og hryggjast með hryggjum Enda var hann einlægur trúmaður. Með þessum fáu og fátæklegu nnium kveö eg pal, mag- minn, hinztu kveðju, og þakka honum samverustundirnar. Megi nú ljós eilífðarinnar lýsa honum á leið til meiri þroska og fullkotmnun- ar. Guð huggi þá sem hryggðin slær hvort sem þeir eru fjær eða nær. Lárus Ág. Gíslason. Guðrún Magnúsdóttir - Minningarorð F. 1. des. 1884 D. 1. nóv. 1968. „ ... Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðings-lund af enni skein, svipur, athöfn — allt nam skarta, af því sálin var svo hrein.“ (M. Joch.) Föstudaginn 1. nóvember s.l. andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammtlanga, Guðrún hús- freyja Magnúsdóttir á Stóru- Borg í Vestur Húnavatnssýslu, eftir langa og stranga sjúkdóms- legu. Guðrún var fædd að Hafnar- nesi í Nesjum 1. des. 1884, dótt- ir hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur og Magnúsar Sigurðsson- ar. Móðir hennar kvaddi þenna þeim í sama mund og dóttirin leit fyrst dagsins ljós, og var barnið þá tekið í fóstur af vina- fólki foreldra þess, þeim Kat- rínu Jónsdóttur og Jóni Guð- mundssyni, sem þá bjuggu að Þinganesi í Nesjum, Austur Skaftafellssyslu, og var telpan heitin eftir móður sinni. Nokkru fyrir fermingu flutt- ist hún að Hoffelli í sömu sveit, til hjónanna Halldóru Björns- dóttur og Jóns Guðmundssonar, sem var bróðir Jóns í Þinganesi. Þar átti hún síðan heima, þar til hún 17 ára fór á kvennaskól- ann á Blönduósi, en þar var hún við nám í 2 vetur. Fyrir frumkvæði Guðríðar Sig urðardóttur frá Lækjamóti, sem um þær mundir var að taka við forstöðu skólans og síðar varð húsfreyja á Holtastöðum í Langa dal, réðist Guðrún kaupakona að Lækjamóti, en þar kynntist hún mannsefni sínu, Birni Tryggva Guðmundssyni, sem var uppeldisbróðir Guðríðar og hinn mesti efnis- og atgervismaður, enda kominr af sterkum, húnvetnskum bændastofni í ætt- ir fram. Til fróðleiks má geta þess, að faðir Tryggva og faðir Guðmundar Björnssonar land- læknis voru albræður. Þau Guðrún og Tryggvi giftu sig í júní 1905 og hófu þá bú- skap á Klömbrum í Þverár- hreppi. Að Stóru-Borg fluttust þau 1911 og þar hefir Guðrún búið síðan. Mann sinn missti hún eftir 13 ára sambúð. Hann andaðist 1. maí 1918, á bezta aldursskeiði, einmitt þegar allt virtist leika í lyndi og framtíðaráform hinna uneu os dugmiklu hjóna vorn að mótast. í ágætri afmælisgrein um Guðrúnu áttræða, kemst Skúli Guðmundsson alþingismað ur svo að orði, er hann minnist látins manns hennar: „ . . hörm- uðu hann allir, er hann þekktu". Lýsa þessi fáu orð Skúla vel þeim sáru geðhrifum, er sorgar- fregnin um andlát þessa ágæta manns, vakti með vinum hans og sveitungum. Börn þeirra Guðrúnar og Tryggva voru 4. Elzt var Mar- grét, sem lézt á 5. ári úr barna- veiki, næstur var Guðmundur skrifstofumaður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Helgu Kol- beinsdóttur frá Kollafirði, þá Margrét húsfreyja á Stóru- Borg, gift Karli H. Björnssyni frá Gauksmýri, og yngstur Ólaf- ur Ingimundur, sem dó 7 ára gamall. Það mun hafa verið árið 1920, að til Guðrúnar á Stóru-Borg réðist ungur ráðsmaður, Jóhann Líndal Helgason, frá Litla Ósi í Kirkjuhvammshreppi. Jóhann hafði hlotið nokkra lýðskóla- menntun og var prýðis vel gef- inn. Jafnframt ráðsmannsstarf- inu gerðist hann barnakennari þar í sveitinni og ávann sér hvarvetna traust og virðingu Þau Guðrún felldu hugi sam- an og eignuðust 2 syni, Björn Tryggva, sem ólst upp í foreldra húsum og annan dreng, sem dó skömmu eftir fæðingu. Öllum má ljóst vera, hversu viðkvæmt það hlýtur ávallt að vera hálf- stálpuðum börnum, þegar nýr og lítt þekktur maður tekur við hlutverki heimilisföðurins, en í þessu tilviki er það þá líka til marks um fágaða framkomu Jó- hanns og enda hefir Guðmundur tjáð mér, að í hvívetna hafi Jó- hann reynst þeim eins og bezti faðir, umhyggjusamur og nærgæt inn, á meðan hans naut við, en árið 1927 veiktist hann af berkl- um. Fór hann þá að Vífilsstöð- um og átti þaðan aldrei aftur- kvæmt, nema sem gestur. Eftir fráfall Jóhanns bjó Guð- rún áfram með börnum sínum, þar til éldri systkinin stofnuðu sín eigin heimili. Eftir það bjó hún með syni sínum Tryggva, sem reyndist henni góður og nærgætinn, einkum komu þess- ir eðliskostir hans skýrt fram eftir að líkamsþreki hennar og heilsu tók að hraka og hún gat ekki lengur sinnt heimiUsstörf- unum, en varð að lúta þeim þunga dómi að vera ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Sama mátti reyndar segja um dóttur hennar, Margréti, tengdason og fjölskyldu þeirra, þar voru allir samtaka um að gera henni leg- una sem léttbærasta, meðan hún enn dvaldist í heimahúsum. Af framartskráðu sést, að Guð- rún hefir ekki álltaf baðað í rósum. Á miðjum aldri stendur hún í annað sinn uppi fyrir- vinnulaus og nú með 3 börn. Ein og æðrulaus gekk hún að sínum bústörfum með fágætum dugnaði og atorku. Eldri börnin voru þá reyndar komin nokkuð á legg og veittu móður sinni vaxandi aðstoð, en samt sem áð- ur hvíldi mestur þungi heimilis- starfanna og öll ábyrgð á herð- um ekkjunnar. Kom sér þá vel að hún var vel af guði gerð, bæði til munns og handa, þrekmikil, ráðdeildarsöm og verkhyggin, en þó fyrst og fremst hjartahlý, raungóð og hjálpsöm, væri ein- hver í nauðum staddur. Á þessa mannkosti Guðrúnar reyndi ekki svo sjaldan á hennar búskapar- árum. Hjá henni dvaldist löng- um fólk, sem átti sér fárra kosta völ og það duldist engum, sem til þekkti, hversu annt Guðrúnu var um hag og velferð þessa fólks, enda var hún elskuð og virt af því og öðrum, er höfðu af henni náin kynni og þekktu mannkosti hennar. Guðrún Magnúsdóttir var fríð og glæsileg kona, höfðingleg í fasi og framkomu. Hún var prýð is vel gefin, glöð og gamansöm í vinahópi og hafði gott lag á að segja skemmtilega frá ýmsu, er á daga hennar hafði drifið. Hún var trygglynd, vinföst og gest- risin með afbrigðum. Á skólaárum mínum var ég eitt sinn vetrartíma heimilis- kennari hjá Guðrúnu á Stóru- Borg og naut þá frábærrar um- hyggju og mannkosta. Varð dvöl mín þar upphaf þeirra kynna okkar og vináttu, sem ætíð síð- an hefir haldizt. Eftir að ég kvæntist, vorum við hjónin tíðir gestir á Borg hjá Karli bróður mínum og Mar- gréti konu hans. Þrátt fyrir að- skilinn búrekstur bjuggu þau lengst af í sama húsinu og var sambúð og samstarf á milli heim- ilanna ávallt eins og bezt varð á kosið. í þessum ferðum okkar nutum við því einnig mikiUar gestrisni Guðrúnar og móður- legrar hlýju og í samvistum við hana áttum við margar ógleym- anlegar ánægjustundir, sem við nú þökkum við leiðarlok. Megi hún í æðri veröld njóta í ríkum mæli þeirrar uppskeru, er hún sáði til hér á jörð. Guð blessi minningu Guðrún- ar Magnúsdóttur frá Stóru-Borg. Hallgrímur Th. Bjömsson. ATVINNA Ungan mann með reynslu í sölu- og skrifstofustörf- um vantar vinnu um lengri eða skemmri tíma. Góð meðmæli fyrir hendi. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. nóv. merkt: „6557“. Hugheilar hjartans þakkir til ykkar allra, sem glödduð mið með heimsóknum, gjöfum, fögrum blómum og símskeyt- um á 75 ára afmæli mínu 3. nóv. — Guð blessi ykkur öll. Helgi Þórðarson. Hjartanlegar þakkir öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmælisdaginn 31. októ- ber sl. — Guð blessi ykkur öll. Jón Sigurðsson Bugðulæk 17. Innilegar þakkir til allra vina minna, nær og fjær, fjrrir ágætar gjafir, heimsóknir og heillaskeyti og aðra vinsemd á 70 ára afmæli mínu þann 5. nóvember. Kærar kveðjur. Geir Gígja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.