Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968
19
Á slóðum
œskunnar
I UMSJA
Steídns Halldórssonar
og Trausta Valssonar
MARY HOPKIN
Hún er lagleg, ljóshærð átján
ára stúlka, lítil — gæti jafnvel
verið fjórtán ára — og gagntekin
þeim lotningarótta, sem fylgir
nafnbótinni: Popstjarna. Heppin
hingað til, en ákve'ðin samt. Hún
lítur hugrökk fram á við.
Það var beinagrindin hún
Twiggy, sem uppgötvaði hana og
sagði Paul McCartney frá henni.
„Stórkostlegur söngvari," sagði
hún. Og þegar Paul heyrði fleiri
minnast á hana, ákvað hann að
hringja í hana — til Wales. „Þeg
ar ég hringdi," sagði Paul, „svar
aði elskuleg rödd 1 símann —
það var hún .— og spurði ég,
hvort hún hefði áhuga á að
syngja inn á Apple-plötu, þ.e.a.s.,
ef hún reyndist vel. Mary sagði
já við því og kom nokkrum dög-
um síðar til Lundúna.“
„Við fórum strax í stúdíóið,"
hélt Paul áfram, „og fannst mér
hún vera alveg eins og Twiggy
lýsti henni: Stórkostleg. Þó
fannst mér eitt að henni; hún
var of lík Joan Baez. Hún sagðist
geta sungið öðruvísi — og trúði
ég því — eins og kom líka á dag-
inn, — því að hún er það heil-
steypt.“
Paul sagðist hafa heyrt lagið
„Those Were The Days“ fyrir
nokkrum árum í Bláa Englinum
í London — og ekki gleymt því
síðan. Hann kvaðist reynt hafa
fengið það spila’ð irm á hljóm-
plötu, t.d. með the Moody Blues,
en það hafi ekki reynzt nógu vel.
Þá hafði hann spilað lagið fyrir
Donovan í Indlandi, sem fékk
strax ást á því, en einhvern fórst
það fyrir, að hann spilaði lagið
inn á plötu. Þegar Mary kom svo
fram á sjónarsviðið, talaði Paul
við Essex Music, útgefendur lags
ins, og fékk nauðsynleg leyfi hjá
þeim fyrir laginu, en í raun og
veru er „Those Were The Days“
gamalt, rússneskt þjððlag.
„Síðan sýndi ég Mary, hvernig
ég hafði hugsað mér útsending-
Lesendur
Kæru lesendur. Nú þegar
þessi sfða 'hefur verið hér í
blaðinu um nokkurt skeið,
langar okkur til að fá ykkur
til þess að stinga upp á efni,
sem hægt væri að birta hér
á síðunni.
Við höfum reynt að hafa
efnið fjölbreytt í þeirri von,
að sem flestir hafi haft
ánægju af. Það eru vinsamleg
tilmæli til ykkar, að þið látið
okkur vita, hvaða efni ykkur
finnst skemmtilegast og hvaða
efni vantar. Ef þfð hafið ein-
hverjar óskir eða tillögur
fram að færa, þá sendið okkur
línu.
Utanáskriftin er:
Á slóðum æskunnar, Morg-
unblaðið, Aðalstræti.
Mary Hopkin.
una,“ sagði Paul, „og skildi hún
undireins, hvað ég var að fara.
Það hefði mátt halda, að hún
hefði þekkt lagið í fjölda ára.
Síðan tókum við lagið upp. Hún
var dálítið taugaóstyrk fyrst,
enda var þetta hennar fyrsta upp
taka, en annars gekk þetta eins
og í ævintýrunum."
Mary Hopkin er eins og hver
önnur brezk skólastúlka; góð í
sér og róleg, hlédræg, ro'ðnar
öðru hverju og brosir feimnis-
lega. Foreldrar hennar eru vel
metnir í sinni sveit, sómafólk í
alla staði — eins og það heitir.
En hvað segir Mary sjálf við
öllu þessu? „E.t.v. var ég svona
heppin vegna þess, hve ég er
eðlileg og venjuleg. Ég held, að
fólki líki það vel. Mig langar
ekki til þess að vera stjama á
borð við Sandie Shaw eða Dusty
Springfield; ég myndi ekki njóta
mín þannig. Það hefði engin út-
sett „Those Were The Days“ bet-
ur en Paul gerði. Ég er viss um,
að fólk kaupir plötuna vegna
lagsins og útsetningarinnar, ekki
vegna söngs míns og raddar."
Já, Mary Hopkin er vissulega
venjuleg, welsk og hlédræg skóla
stúlka. En hváð um það, Paul
sagði, að bráðum hæfist vinna
við upptöku stórrar plötu með
henni. Skulum við vona, að það
verði sem fyrst.
Eric vill ekki koma til íslands
Fyrir nokkru átti S.H. þess
kost að ræða við hinn heims-
þekkta söngvara, Eric Burdon.
Viðtalið fór fram í búnings-
herbergi söngvarans áð aflokn
um hljómleikum, og var hann
ekki sem bezt upplagður til
þess að spjalla við blaðamann
frá íslandi — bæði andlega og
líkamlega útkeyrður. Því að
Eric leggur sig allan fram um
að skemmta áheyrendum, og
það getur vissulega verið
mjög þreytandi. En hann
reyndi þó eftir beztu getu að
svara nokkrum spumingum.
Blm.: Hafið þér haft nokk-
ur kynni af íslandi?
Eric: Já, ég þekki ísland af
afspum. Nokkrir vinir mínir
voru þar, og létu þeir vel yfir
dvölinni. En ég man alls ekki,
hvað staðurinn hét, sem þeir
héldu sig á.
Blm. reyndi að telja upp
helztu' kaupstaði og síldar-
kauptún landsins — en án
árangurs. Því næst spurði
hann, hvort Eric hefði áhuga
á að koma til landsins með
hljómsveit sína, the Animals,
og skemmta unga fólkinu.
Eric: Nei, eiginlega ekki.
Það er nefnilega með ísland
eins og Ítalíu; þar er ekki
hægt að spila á hljómleikum,
því að unglingarnir hlusta
alls ekki á hljómsveitina og
það, sem hún hefur upp á að
bjóða, heldur láta þeir öllum
illum látum, ráðast á sviðið,
rífa og tæta föt átrúnaðargoða
sinna og brjóta hljóðfærin og
? magnarana! Vissulega væri
1 gaman áð geta látið Islend-
inga njóta þess, sem við flytj
um, en það er bara ekki unnt,
á meðan unglingarnir haga
sér svona.
Blm.: Hvar er þá bezt að
spila?
Eric: í Bandaríkjunum. Þar
hlusta áheyrendur á okkur
F.ric, Rurdon.
og klappa aðeins á eftir lög-
unum, en þegja, á meðan
hljómsveitin spilar. Háskóla-
stúdentar eru beztu áheyrend
urnir, og eyðum við mestu af
tíma okkar í að spila fyrir
þá.
Blm.: En hvernig eru brezk-
ir áheyrendur?
Eric: Þeir eru einnig ágætir,
flestir. En þó er alltaf eitt-
hvað af stúlkum, sem álíta
það heilaga skyldu sína að
öskra og ólátast sem mest.
Blm.: Hefur frægð hinna
gömlu Animals haft eirrhver
áhrif á vinsældir hinna nýju
Animals?
Davn Clark Five.
Dave Clark og
Raymond Frogatt
ÞAÐ var í júní sL, sem Dave
Clark heyrði lagið „Callow La
Vita“ í fyrsta skipti. Hann var á
heimleið í bílnum sínum og
heyrði þá hljómsveitina „Ray-
mond Frogatt“ flytja þetta lag í
útvarpið. Honum leizt vel á lagið,
og það virtist ekki fráleitt að
álíta að það gæti orðið vinsælt,
EF það væri útsett öðruvísi, nafn
inu breytt, nýr texti saminn og
Jaime Robbie Robeitson, Rick
Danko, Richard Manuel, Garth
Hudson, Levon Helm
Mörgum þótti nóg um, þegar
hljómsveitin Dave Dee, Dozy,
Beaky, Mick og Tich kom fram
á sjónarsviðið, enda var nafnið
það lengsta, sem menn þekktu á
einni hljómsveit. En tíminn leið,
og nú eru allflestir búnir að
læra þessa runu og finnst hún
ekkert voðaleg lengur.
Vestur í Bandaríkjunum er
frægur söngvari og lagasmiður,
sem heitir Bob Dylan. Hann hef-
ur leikið og sungið inn á margar
hljómplötur, sem hafa náð mikl-
um vinsældum. Á þeirn síðustu
hefur hann haft aðstoðarmenn
við undirspilið, hljómsveitina
The Band (Hljómsveitin). En
hann er enginn vinnuþjarkur og
hljómsveitin hefur fengið nóg af
fleiri breytingar gerðar. Hann
fékk leyfi hjá útgefendum lags-
ins til að gera þessar breytingar
á því, og síðan lék hljómsveit
hans, „The Dave Clark Five, lag-
ið inn á hljómplötu. En þetta tók
allt saman sinn tíma, eina tvo
mánuði, og á þeim tíma kom út
ný plata með hljómsveitinni
„Raymond Frogatt“, sem talin er
mjög efnileg. Nokkru seinna kom
Eric: Já, því miður. Margir,
sem voru ekki hrifnir af hin-
um gömlu Animals og litu á
þá sem hverja aðra háværa
bítlahljómsveit, hafa þetta
sama álit á hinum nýju Ani-
mals. En þeim skjátlast.
Hljómsveitin er gjörbreytt, að
eins nafni'ð það sama. Mér
leiðist mikið að geta ekki
breytt þessu, en það er alls
ekki svo auðvelt. Tökum
Bandaríkin sem dæmi. Þar
var reynt að gera Beatles núm
er tvö úr hinum gömlu Ahi-
mals. En það tókst til allrar
hamingju ekki. Animals voru
rythm-and-blues hljómsveit,
og ekkert gat breytt þeim í
bítlahljómsveit. En það voru
margir, sem misstu álit á
hljómsveitinni, og það hefur
verið erfitt að vinna þá til
fylgis við okkur hina nýju.
Blm.: Eru þið rythm-and-
blues hljómsveit?
Eric: Já. Ég hef frá upp-
hafi hneygzt að - rythm-and-
blues og mun vafalaust halda
mig á þeirri línu framvegis.
Blm.: Hverjir eru uppáhalds
listamenn yðar?
Eric: Roland Kirk, jazz-leik
ari, er stórkostlegur — og svo
auðvita'ð Bítlamir, þeir eru
alltaf númer eitt. Annars á
ég erfitt með að nefna ein-
hverja einstaka sem bezta.
Það gerist svo asskoti margt,
að maður hefur ekki nógu
mikla yfirsýn.
Blm.: Og að lokum: Hverjar
eru framtíðaráætlanirnar?
Eric: Að reyna að skemmta
fólki og gera það ánægt. Ef
það tekst, þá er ég ánægður.
svo nýja platan frá Dave Clark
Five út og lagið hét nú „Red
Balloon". Allir virtust ánægðir,
ekki sízt þegar lagið flaug upp
vinsældarlistana. En þó var ekki
svo. Einhverjir útvarpsþulir
grófu upp gömlu útgáfuna og
töluðu mikfð um, að Dave Clark
væri viljandi að reyna að spilla
fyrir lítt þekktri en efnilegri
hljómsveit með því að stæla lag-
ið þeirra. Töluvert af fólki trúði
þessari sögu og snerist gegn
Dave. En þá var það hljómsveit-
in Raymond Frogatt, sem sendi
þekktu músíkblaði bréf og lýsti
þar yfir ánægju sinni með það,
að Dave valdi lagið þeirra, en
ekki eitthvað annað. Sögðu me'ð-
limir hljómsveitarinnar, að það
væri mikill heiður og uppörvun,
að svo þekkt hljómsveit, sem
Dave Clark Five, léki lagið
þeirra inn á hljómplötu. Þar með
var öllum deilum lokið og nú
eru allir ánægðir, ekki sízt Dave
sjálfur.
fríum. Hluta af frítímanum ver
The Band til að leika inn á
hljómplötur, sem gefnar eru út
í Bandaríkjunum og víðar. Á
þeirri nýjustu er lagið The
Weight, sem hefur orðið geysi-
vinsælt og er nú sem stendur í
Top 20 í Bretlandi. En hljóm-
sveitarme’ðlimirnir eru sérvitrir
í meira lagi, sem sézt bezt á því,
að þeir heimtuðu að nöfn þeirra
allra væru nefnd á plötumiðan-
um og það er engin smóruna:
Jaime Robbie Robertson, Rick
Danko, Richard Mcinuel, Garth
Hudson, Levon Helm. Og nú
mega lesendur spreyta sig á því
að læra þessa runu. Góða
skemmtun.
Barry hættir
ekki
Barry Gibb mun ekki yfir-
gefa the Bee Gees. Honum
höfðu borizt ýmis tilboð um
kvikmyndaleik í Bandaríkjun
um, og hafði hann þá ákveðið
að hætta í Bee Gees. En hljóm
sveitin hélt fund í Briisisel
fyrir nokkru og þar sam-
þykkti Barry að hætta ekki
næstu tvö árin. Hljómsveitin
fékk nýlega gullplötu, þá
fimmtu í röðinni, að þessu
sinni fyrir milljón eintaka
sölu á laginu „I Gotta Get A
Message To You.“