Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 20
20
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÖVEMBER 1968
I nnanhúss-arkitektur
í frítíma yðar með bréfaskriftum.
Engrar sérsta-krar undirbúningsmenntunar er krafizt til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtízku eldhús, gólflagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar til’heyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni og fl.
Ég óska án skuldbindmgar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT, NÁMSKEIÐ.
Nafn ............................................
Staða ...........................................
Heimilisfang ....................................
Akademisk Brevskole
Badstuestræde 13, Köbenhavn K.
M.B. 9./11. ’68.
Bezt að auglýsa í IVIorgunblaðinu
Valgerður Guðmunds-
dóttir — Minningarorð
Fædd 26. sept. 1893.
Dáin 1. nóv. 1968.
FLATEYRI var dæmigert ís-
lenzkt sjávarþorp, heimur fyrir
sig. Lífið var hart og bauð fá
tækifæri til fjár og frama. Menn
unnu hörðum höndum og neyttu
síns brauðs í sveita síns andlits.
Svo sem í hverju öðru samfélagi,
þá unnu sig þó alltaf einhverjir
tii efna og álits með atorku og
forsjálni. Tíðum urðu heimili
slíkra framámanna miðstöð
þorpsins, vinsæl, veitul og glað-
vær.
Þannig hugsa ég mér heimili
þeirra Ólafs G. Sigurðssonar og
Valgerðar Guðmundsdóttur á
Flateyri, en í dag verður Valgerð
ur húsfreyja borin til grafar í
Reykjavík.
Börnin, hvert öðru mannvæn-
legra, uxu úr grasi. Þegar aldur
var til, var eitt af öðru stutt til
ýmiss konar náms, en að því
loknu bauðst ekkert starfssvið í
þorpinu þeirra kæra. Þau hurfu
burtu og hösluðu sér vettvang í
fjarska.
f lok styrjaldarinnar síðari
fellur húsbóndinn frá. Valgerður
stendur ein með yngstu dóttur-
ina enn á bernskuskeiði. Eignir
eru drjúgar og umsvif mikil. En
hvað stoðar það? Húsfreyjan
hafði ráðið innan stokks en
óvön veraldarvafstri. Það verð-
ur fangaráð Valgerðar að
leita suður, þangað sem eldri
börnin voru flogin. En nú stoð-
uðu lítt hús og lendur á Flat-
eyri. Hvorugt varð flutt suður
og enginn fannst kaupandi. Mun
Valgerður hafa stigið á land í
' &
■ ;•
Reykjavík með svo léttan sjóð,
að ekki nægði til kaupa á
minnstu ibúð. Valgerður lét
ekkj hugfallast. Yngstu dóttur-
ina studdi hún til náms, svo sem
fyrr þau eldri. Skyldi þar í engu
áfallast, þótt aðstæður væru
breyttar.
Það voru ekki einvörðungí ætt
menn Valgerðar, sem nutu ást-
úðar hennar og umhyggju. Fjöl-
skylda mín getur þar trútt um
talað. Valgerður var gædd þeim
fágæta eiginleika, að geta á efri
árum knýtzt órofa tryggðarbönd-
um framandi fólki.
Valgerður varð aldrei viðskila
við samtíð sína. Öll hafa börn
hennar orðið nýtir þegnar. Börn
hennar, tengdabörn og barna-
börn sýndu henni ávallt fyllstu
virðingu og ræktu frændsemi
með tíðum heimsóknum. Hús-
um réð hún til hinztu stundar
og að lokum aftur í eigin húsi.
Valgerður var fædd 26. sept,
1893 í Bakkaseli í Langadal. For-
eldrar voru Guðrún Sigurðar-
dóttir og Guðmundur Hafliðason.
Árið 1917 giftist hún Ólafi B.
Sigurðssyni frá Hríshóli í Reyk-
hólasveit. Þau Ólafur bjuggu
allan sinn búskap á Flateyri. I
aldarfjórðung var Ólafur hrepp-
stjóri, unz hann lézt 1948.
Börn þeirra Valgerðar og Ólafs
eru þessi:
Sigurður, skólastjóri, kvæntur
Guðrúnu Hansen, Guðrún. ljós-
móðir gift Magnúsi Ágústssyni,
Guðmundur, skipstjóri, kvæntur
Arnfríði Arnórsdóttur, Elín gift
Jónj Strandberg, tollverði, Guð-
jón, skrifstofumaður, kvæntur
Auði Þórðardóttur, Ásdis, gift
Ingimundi Guðmundssyni vél-
stjóra. Barnabörn átti Valgerður
tuttugu og fimm að leiðarlokum.
Fjölskylda mín sendir ættingj-
um og vinum Valgerðar innileg-
ar samúðarkveðjur.
Jón Á. Gissurarson.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
Veitingastaður
Tveir matreiðslumenn með
margra ára reynslu í veitinga-
og hótelrekstri, óska að taka
á leigu veitingastað. Kaup
koma til greina. Tilb. sendist
afgr. Mbl. strax merkt: „Sam
vinna 6721“.
T résmíðaverkstæði
— húsbyggiendur
Höfum opnað spónlagningarverkstæði að Ármúla 10. — Fljót og góð afgreiðsla.
ÆT
Almur st.
SÍMI 81315.
m ALLA LAUGARDAGA TIL KLUKKAN 6
KJÖTBÚe SUDURVERS
á horni Kringlumýrarbrautar, Hamrahlíðar og Stigahlíðar.