Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968 21 Er Island að verða grið- land afbrotanna? inn tími til að efla útlendinga- eftirlitið og gefa því þá meira vald til brottvLsunar óæsikilegra útlendinga úr landinu. Erlendis hafa slíkar stofnanir mikið vald og tel ég víst að í þróuðum ríkj- um hefðu þessir þrír ofangreind- ir menn verið taldir PERSONA NON GRATA. Sævar Þ. Jóhannesson. SAMÚÐ með afbrotamönnum virðist vexa nokkuð ríkjandi meðal sumra og gengur stundum svo langt að surnt fólk reynir jafnvel að verja gerðir afbrota- mannanna. Því fólki miá þó virða það til vorkunnar að það talar í flestum tiilfellum um þessi mál án þess að hafa hafa nokkur kynni af þeiim, nema af vörum náungans eða af fréttum út- varps, sjónvarps og blaða. Hins- vegar heyrir maður sjaldnar minnzt á fórnardýr afbrota- manna og virðist þá ekki skipta máli hvort þau hafa beðið lík- amlegt, andlegt eða fjárhagslegt tjón af völdum þeirra. En samúð með afbrotamönnunum finnst ekki aðeins hjá aiknenniingi, sem hefur engin tök á að kynna sér feril þeirra, hún virðist einnig eiga ítök meðal manna, sem flestum betur eiga að þeikkja sögu afbrotamannanna, þeirra sem ákvarða hvort um fangelsis- vist eða náðun verður að ræða fyrir dæmdan afbrotamann. Fleira en það, sem að framan greinir, kemur til kasta þessara manna, svo sem eftirfarandi dæmi sýna: Fyrir nokkrum árum kom hingað til lands erlendur ríkis- borgari, sem íslenzk yfirvöld munu hafa vitað lítil deiM á fyrr en hann varð uppvís að um einum tug innlbrota, en það kom að sjálfsögðu til kasta rannsókn- arlögreglunnar að kanna það mál. Maðurinn játaði þessi afbrot og fékk frestun á ákæru, svo sem venja er. Þeir urðu ekki margir mánuðirnir, sem liðu, þar til þessi sami maður var handtekinn fyrir svipaðan fjölda innbrota og í fyrra skiptið, sem hann og viðurkenndi að hafa framið og enn er „refsingin“ honum til handa frestun. Það þarf ekki að spyrja að því að hann notaði tíman-n vel eftir að hann varð l'aus við „forvitnina" lögreglumenn og „aðfinnslu- sama“ dómara. Hann hófst handa að nýju og nú urðu innbrotin hátt á annan tug þegar „afsikipta- samir“ lögreglumenn handtóku kauða. Hafi hann haldið að hann miundi sleppa við alvörurefsingu í þriðja sinn, þá skjátlaðist hon- um, hann hlaut nefnilega ca. 18 m-ánaða „fangelsi". Refsitíminn leið og töldu aillir sem ekki vissu betur að að hon- um loknum yrði útlendingurinn sendur á kostnað ríkisins til síns föðurlands, og hefði það orðið öllu heppilegra, því að sá kostn- aður er aðeins Mtið brot af því tjóni, sem hann var búinn að valda og átti eftir að valda, en óhætt er að fullyrða að sú upp- hæð (þ.e.a.s. tjónið reiknað í peningum) muni nema nú sam- anlagt hátt í 300 þús. kr., en þeir, sem urðu fyrir þessu tjóni, hafa margir hverjir aldrei fengið neinar bætur og er ekki líklegt að svo verði. Einungis þeir, sem höfðu þjóftryggt, fengu einhverj ar bætur. Ekki hefur enn þótt ástæða til að vísa þessum mikla athafna- manni úr landi, en með slíku að- gerðarileysi ráðandi manna finnst mér að verið sé að níðast á borgaranum, þvi enginn veit hvar næsta högg ríður eða hver verður fyrir því, einnig finnst mér lögreglan og dómarar hafa nóg að gera við það að fást við innlenda afbrotamenn þó að er- lendur afbrotalýður bætást ekki þar við. Fyrir um það bil 18 árum var rikisfangslausum manni vísað héðan úr landi vegna kynferðis- afbrota, er hann hafði framið á ungum drengjum. Nokkrum ár- um síðar birtist þessi maður hér að nýju, þá bregður svo ein- kennilega við að hann fær að vera, og þegar hann er búinn að vera hér tilsikilinn tíma er honum veittur íslenzkur ríkis- borgararéttur, og það þrátt fyriir fyrri brottvísun. Hann kemst svo næst í kast við lögin vegna sama brots fyrir nokkru. Fyrst mann- inum var ekki vísað úr landi, er hann kom hér í annað sinn, bar ráðandi mönnum, þó ekki væri nema siðferðileg skylda til að kynna sér fyrri feril mannsinis og taka tillit til hans, eða þá að koma manninum undir lækn- ishendur í þeirri von að hægt væri að lækna hanin af þessum afbrigðilegu kynlhvötum, þ.e.a.s., ef þeim var svo mikið í mun að veita honum ríkisborgararéttinn. Má telja fullvíst að af völdum þessa manns hafi nú, og áður, margir unglingar „smitast" og orðið kynvilltir. Hver skyldi í rauninni bera ábyrgðina á því hvernig komið er fyrir þeim? Það er ekki langt um liðið síðan Norðurlandabúi einn kom hingað til lands og hugðist taka sér hér bólíestu um óákveðinn tíma, með atvinnu í huga. Til- töluilega stuttu eftir hingaðkomu lenti hann í kasti við lögin, sem varð til þess að þeir, sem um * a mál hans fjölluðu, leituðu sér upplýsinga um fyrri feril manns þessa í heimalainidi hainis. Uppíýs- ingar fengust greiðlega og urðu til þess að lögreglumennirnir fóru þess á leit við viðkomandi aðila að manninum yrði vísað úr landi og því fyrr því betra. Ekki var orðið við þeirri beiðni, þótt ástæðurnar fyrir henni voru fullikomlega ljósar. Hverjar voru svo þessar upplýsingar? Jú, Norðurlandabúinn var marg- dæmdur afbrotamaður í sínu heimalandi, hafði einnig gerzt brotlegur í nágrannalandi, en verið vísað úr því laradi að af- lokinni fagneisisvist þar. Hann er nú eftirlýstur af lögreglunni í heimalandi sínu og má ætla, að hann verði fangelsaður þar, jafn- skjótt og til hans næst. Hvemig skyldi afbrotaferill hans svo Mta út? Hann hefur verið dæmdur fyrir innbrot, árásir, rán, nauðg- un o. m fl. Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum, sem lögreglan verður að glíma við ár hvert og manni verður á að spyrja, er ekki kom- SIKA Með aðstoð Sika efna getið þér haldið áfram steypuvinnu þó hsetta sé á frostimi. Verja steypuna niður í -h 10 C. J. Þorláksson & Norðmann hf. VIKAN í DAG: Jólabaksturinn Uppskriftir af 20 smákökum og 23 öðrum kökum. Forsyte-sagan Saga bítlanna LITAVER GRENSÁSVEGI22-24 SIMAR: 30280-32262 Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 714x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Gold Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Reykjavíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nælonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti og inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. Sendisveinn Sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar í síma 17100. FELAGSFUNDUR ' Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund, laugardaginn 30. nóvember n.k. kl. 14.00 í Tjarnarbúð (niðri). Dagskrá: 1. Uppsögn samninga. 2. Kaup á félagsheimili. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur Samsöngvar fyrir styrktarfélaga í Háskólabíói í kvöld fimmtudagog á föstudag kl. 19.15 alla dagana. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. Undirleik á píanó annast Kristín Ólafsdóttir og Litla lúðrasveitin. Einsöngvarar: Friðbjörn G. Jónsson, Gunnlaugur Þór- hallsson, Jón Hallsson og Vilhelm Guðmundsson. Þeir styrktarfélagar, sem af einhverjum ástæðum ekki hafa fengið aðgöngumiða sína, vinsamlegast vitji þeirra í Verzl. Fáfnir, Klapparstíg 40. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. CHAMPION l.|. Elill Vilhjdlmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.