Morgunblaðið - 28.11.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBBR 1968
einusinni skein vasaljósið hans
á nokkuð sem hann hafði ekki
búizt við að rekast á, þarna í
stofunni.
Hún brosti. — Og hvað gæti
það svo sem verið?
— Lík af miðaldra konu, sem
vel hefði getað verið tengda-
dóttir yðar.
— Sagði hann yður það?
Hann leit á hvíthönskuðu
hendumar á henni, og þær
skulfu alls ekki.
— Hversvegna komið þér
ekki með manninn og látið hann
endurtaka þessar ákærur á mig?
— Hann er ekki í París.
— Er ekki hægt að ná í hann
hingað?
Maigret kaus heldur að svara
þessu engu. Hann var ekki allt-
of ánægður með sjálfan sig.
Hann tók að velta því fyrir sér,
hvort hann væri ekki að lúta í
lægra haldi fyrir áhrifavaldi
þessarar konu, sem var róleg
eins og einhver abbadís.
Hún stóð ekki upp, iðaði ekk-
ert og sýndi heldur ekki af
sér neina móðgun.
— Ég hef enga hugmynd um
hvað þér eruð að fara, og ætla
heldur ekki að spyrja um það.
Kannski hafið þér einhverja
gilda ástæðu til að trúa þessum
manni. Hann er innbrotsþjóf-
ur, er ekki svo? En ég er hins-
vegar bara gömul kona, sjötíu
og átta ára, sem hef aldrei gert
ketti mein. Leyfið mér nú —
þegar við vitum hvernig mál-
in standa — að bjóða yður að
koma heim til okkar. Ég skal
opna fyrir yður allar dyr og
sýna ^yður hvað sem þér viljið
sjá. Og þegar sonur minn fær
Nýkomnir
kvenkuldaskór,
margar gerðir
af kvenskóm,
Gód Ijósmynd qfbarnabörnunum e>
|"0’
&
sem qfi ogamma
kunna að meta
pantið myndatöku
og/eda stœkkanir
langavegilS sími 17707
að vita allar kringumstæður, þá
mun hann heldur ekki skorast
undan að svara spurningum yð-
ar.
— Hvernær þóknast yður að
koma hr. Maigret?
Nú hafði hún staðið upp, salla
róleg, og það var engin grimmd
í framkomu hennar — aðeins
vottaði fyrir dálítilli gremju.
— Kannski seinnipartinn í
dag, annars veit ég það ekki
enn. Hefur sonur yðar notað bíl
inn sinn síðustu dagana?
— Það getið þér spurt hann
um, ef þér viljið.
— Er hann heima núna?
— Það er vel hugsanlegt. Það
var hann þegar ég fóp.
— Og Eugenie líka?
— Já, hún er áreiðanlega
heima.
— Þakka yt ur fj ir.
Hann vísaði heuni fram að
dýrum, en þegar hún kom þang-
að, sneri hún sér við.
— Mig lfjngar. uð biðja yður
greiða, sagði hún hóglega. Þegar
ég er farin, reyi ið þá að setja
ítt
yður . min s, ir, og gleyma því,
að þér hafið eytt ævinni í að
fást við glæpi. Hugsið þér yður,
að það séuð þér sjálfur, sem hef-
ur verið spurður þessara spurn-
inga sem þér hafið lagt fyrir
mig, og þér séuð sjálfur grun-
aður um að hafa drepið mann
með köldi < blóði.
Meira var það ekki. — Hún
bætti að ins við:
— Sjá.umst þá í eftirmiðdag,
hr. Maigret.
Eftir að hurðin féll að stöf-
um, sí óð hann í heila mínútu
hreyfi'Agarlaus við dyrnar. Síð-
an gekk hann út að glugagnum
og eftir andartak sá hann gömlu
konu.ia ganga með stuttum en
hröð im skrefum út í sólskinið og
stefr<a að Mikjálsbrúnni.
Hs nn tók upp símann.
— Gefið mér lögreglustöðina
í Nei illy.
Hann bað ekki um samband
við yfirmanninn, heldur við lið
þjálfa sem hann þekkti.
— Vanneau? Þetta er Maigret
Jú, þakka þér fyrir, ég er frísk-
ur. Hlustaðu nú á. Þetta er dá-
lítið vandasamt. Stökktu upp í
bíl og farðu að nr. 43. í Bæjar-
götu.
— Er það húsið tannlæknis-
ins? Hann Janvier, sem ég tal-
aði við í gær, var eitthvað að
minnast á það. Eitthvað í sam-
bandi við hollenzkan kvenmann,
var það ekki?
— Það getur nú verið sama.
En tíminn er naumur Og náung-
inn er ekki auðveldur viðureign
ar, og ég get ekki fengið hand-
tökuúrskurð, enn sem komið er.
En þú verður að flýta þér og
vera kominn þangað á undan
henni móður hans.
— Er hún langt burtu?
— Hún er við Mikjálsbrúna,
og ég get búist við, að hún taki
bíl.
— Hvað á ég að gera við
manninn?
— Taktu hann á stöðina, á
einhverri átyllu. Þú getur sagt,
að þú þurfir hans með sem vitn-
is. . . .
— Og svo?
— Ég skal koma þangað. Ég
þarf bara að komast út og ná í
bíl.
En ef tannlæknirinn er ekki
heima?
— Þá stendurðu á verði og
grípur hann áður en hann
kemst inn.
— Er þetta ekki dálítið óform
legt?
— Jú mjög svo.
Þegar Vanneau ætlaði að fara
að leggja símann, bætti Maigret
við:
— Taktu mann með þér og
settu hann á vörð við þessi hest
hús, sem hafa verið gerð að bíl-
skúrum og eru í sömu götu.
Tannlæknirinn hefur einn skúr-
inn á leigu.
— Allt í lagi.
Andartaki síðar var Maigret
að hlaupa niður stigann og
stökkva upp í einn lögreglubíl-
inn, sem stóð í húsagarðinum.
Þegar bíllinn beygði að Ný-
brúnni kom hann auga á græna
hattinn hennar Ernestine. En
hann var ekki alveg viss um
það, og vildi ekki eyða neinum
tíma til ónýtis. Sannast að segja,
var hann orðinn hálfgramur í
garð Lengjunnar.
Þegar hann var kominn yfir
brúna, tók hann að iðrast, en
þá var það um seinan.
Það var ekkert við því að
gera. Hún mundi bíða hans.
TTS Sigrún.
4. KAFLI.
Lögreglustöðin var á neðstu
hæð í ráðhúsinu, sem var ljót
bygging eins og ferhyrndur
kassi við eyðilegt torg, þar sem
ekki óx annað en nokkur rytju-
leg tré, og óhreint flagg dinglaði
á störug. Maigreit hefði getað
gengið beint inn í varðstofurn-
ar, en ti'l þess að standa ekki
augliti tiá auglitis við Guillaume
Serre, lagði hann leið sína iim
í gang nokkurn og villtist brátt.
Einnig hér hvíldi þessi sumar-
deyfð yfir öllu. Dyr og gluggar
stóðu upp á gátt, og skjöl fuku
til á borðunum, en snöggklæddir
skrifstofumenn skröfuðu saman
um baðstaðina, og einstaka skatt
borgari leitaði fyrir sér til þess
að fá einhverja uppáskrift.
Maigret tókst loks að hitta á
einhvern 'lögregluþjón, sem
þekkti hann í sjón.
— Hvar er Vanneau liðþjálfi?
— Aðrar dyr til hægri í gang-
k-.um,
— Gætuð þér náð í hann fyrir
mig? Það á að vera einhver inni
hjá horuum, en nefnið þér ekki
nafnið mitt upphátt.
Rétt á eftir var Vanneau kom-
.«n til hans.
— Er hann þarna?
— Já.
— Hvernig fór þetta?
— Nokkurnveginn. Ég var svo
forsjáll að hafa stefnu með mér.
Ég hringdi. Vinnukona kom til
dyra og ég bað hana um að fá
að tala við húsbónda hennar. Ég
varð að bíða nokkra stund í for-
stofunni. Þá kom náunginn nið-
ur og ég sýndi honum stefnuna.
Hann las hana og fékk mér hana
aftur án þess að segja orð.
Ef þér viljið koma með mér,
hef ég bíl hérna úti, sagði ég.
— Hann yppti öxlum, tók Pan
amahatt ofan af snaga, setti hann
upp og gekk svo út með mér.
— Nú situr hann á stól og er
ekki enn farinn að segja orð.
Mínútu seinna gekk Maigret
inn í skrifstofu Vanneaus, og
fann þar fyrir Serre, sem svældi
svartan vindil. Maigret settist í
stólinn liðþjálfans.
— Mér þykir fyrir því að hafa
gert yður ómak, hr. Serre, en
mig langaði að biðja yður að
svara nokkrum spurningum.
Einis og fyrra daginn, leit tann
28. NÓVEMBER Hrúturinn 21 marz — !). apríl
Ákvarðanir sem teknar eru núna, munu eiga sér langa ævi.
Fólk er fremur ruglað, svo að gott er að hugleiða málin í kvöld.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Þú ert á krossgötum, og það sem þú aðhefst verður lengi haft í
minnum.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Þér verður ljóst, að þú hefur sparað þér og öðrum mikið
ómak. Einhverjar tafir verða.
Krabbinn 21. júní — 2 . júlí
Láttu berast með straumnum, og þegar aðrir eru orðnir upp-
gefnir, hefur þú meira en nóg þrek.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Þér gengur vel að byggja upp, en allt annað virðist fara úr
skorðum. Gerðu ráð fyrir því að fólk sé með mótþróa.
Meyjan 23. ágúst — 22. september.
Þér býðst eitthvert tækifæri, en þérð þð, að það er ekki
mjög glæsilegt. Merkilegar fréttir eru í vændum.
Sporðdrekinn 23. október — 21 nóvember
í Þér gengur vel að heimsækja og fara í smáferðalög. Þú ert
samt alltaf með hugann við rlnisleg málefni. Hafðu augun hjá
þér.
Bogmaðurinn 2 . nóvember — 21. desember
Gerðu ráð fyrir talsverðum veðrabrigðum. Reyndu að hvílast
en hlustaðu vel!
Steingeitin 22 desember — 19. janúar
Óskir þínar kunna að standa þér fyrir þrifum í fjöldkyldumál-
efnum. Þar á móti kann það að koma, að fjölskyldan fari að
blanda sér I áform þín. Bjargaðu þessu strax með því að gera
hreint fyrir þínum dyrum gagnvart fjöldkyldunni.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Fólki leikur forvitni á að vita, hvað þú tekur næst til bragðs.
Þú kannt að gera ýmsar skyaeur í dag, og hefur nóg að husga
!í kvöld.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. mafB
Enginn virðist valveg viss um, hvenær hlutirnir eiga að ske.
Kannski færðu óvænt tækifæri á því að sanna hæfileikana, notaðu
það!