Morgunblaðið - 01.12.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.12.1968, Qupperneq 3
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 3 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Konungur þinn kemur MANST þú eftir konungskomu til Reykjavíkur? Þá var mikið um að vera, var það ekki? Nú er ísland ekki lengur konungsríki og fær ekki framar heim- sókn konungs síns. ísland varð frjálst og fullvalda fyrir 50 árum. Þá var að- eins lokaskrefið eftir að því marki, að vér yrðum að fullu lausir úr því sam- bandi við konung, sem lengstum hafði verið þjóðinni lítil blessun. Samt þóttu það mikil tíðindi, þegar konungar vorir komu hingað, enda komu þeir góðra erinda. En í dag minnumst vér hins, að frelsið kom, og vér biðjum þess, að það fari aldrei aftur. En í dag er ekki aðeins 1. desember, heldur líka fyrsti sunnudagur í að- ventu. Og aðventa þýðir konungskoma. Guðspjallið, sem lesið er í dag í öllum kirkjum, segir frá því, að Jesús kom tiR höfuðborgarinnar í landi sínu. Og þá rifjuðust upp fyrir fólkinu orð, semspá maður hafði sagt fyrir löngu: Sjá, kon- ungur þinn kemur til þín. Hann hafði flutt fyrirheit um það að einhverntíma mundi koma sannur konungur, einhver, sem gott væri að lúta og láta ráða yfir sér, alveg gott, Og þegar Jesús niálgað- ist, fátækur farandmaður, ríðandi á asna, sá fólkið allt í einu konung sinn, þennan sanna konung, hann var að koma. Og það varð gripið fögnuði og söng: Blessaður sé hann, sem kemur. Hvernig stóð á þessu? Ekki var Jesús neitt líkur þeim konungum, sem þetta folk kannaðist við. Hann var ekki held ur í samræmi við þær hugmyndir, sem það gerði sér um hinn væntanlega mikla konung. En það skynjaði, að yfir hon- um hvíldi tign og að hann hafði vald. Tign, sem gerði mann ekki uggandi né óttasleginn, heldur öruggan. Vald, sem þvingaði ekki, heldur gerði mann frjáls- ari, glaðari. Vegsemd, sem varpaði ekki frá sér neinum skugga, heldur aðeins birtu. Þetta birtist eins og í leiftri. En sýn- in 'hvarf, hrifningin hvarfi. Jesús féikk kórónu af þyrnum, kross í stað hásætis. Og hélt samt áfram að koma. f dag kemur hann. Og einhverjir ganga til móts við hann og blessa hann fyrir að mega lifa undir valdi hans. Aðventa — konungur þinn kemur. Þú veizt sjálfsagt, að með aðventu hefst nýtt ár, kirkjuárið. Það er nýjárs- dagur kirkjunnar í dag. Hann er mán- uði á undan nýjársdegi almanaksársins. Kirkjan minnir á eilífðina og konung- inn eilífa. Eilífðin var áður en tímarnir hófust og hún verður, þegar allir tímar eru á enda. Kristur er konungur tím- ans og eilífðarinnar. Hann var krýnd- ur konungur þinn áður en árin þín hóf- ust. Þú mætir honum sem konungi þín- um, þegar árin þín eru öll að baki. Árið hefst með aðventu af því, að all- ir dagar ársins eiga að beina þér til móts við hann. Jóiin, páskarnir, hvíta- sunnan, allir sunnudagarnir, eiga að gera þig varan við, að hann er kominn til þess að vera í nánd þinni, og kem- ur þér til hjálpar hvenær, sem þú veit- ir honum færi á að liðsinna þér. Þetta á að helga og blessa alla dagana þína. Heimspekingurinn Pascal sagði einu sinni: Vér þekkjum konunglega tign og yfirburði af ýmsum gráðum. Fyrst tign valdsins. Þar er Alexander mikli. Hann er fulltrúi þeirra yfirburða, sem fólgnir eru í vopnasigrum, landvinningum. Sú tign er hörð, kuldaleg, grimm, — og hverful. Þá er vegsemd vitsins. Þar er Archimedes verðugur fulltrúi og aðrir konungar hugvits og snilli. Þetta vald- svið er æðra en hið fyrra. En æðst er það ekki. Það er líka svalt. Enginn viidi ganga í greipar þess valds, sem er aðeins vit, án tilfinninga, án hjarta. Tign góðleikans er æðst. Vald kærleik- ans er eina valdið, sem vér getum óhullt ir lotið og gengizt undir fyrirvaralaust. Og á þessu sviði, þessu æðsta sviði, er Jesús Kristur hæstur, þar ber hann yfir aila aðra, þar er hann konungurinn. Og þar með er hann konungur konung- anna. Þessi orð hins franska spekings eru sönn. Jesús Kristur birti tign góðleik- ans m.eð lífi sínu á jörð. Hann er mynd- ín af Guði, algóðum Guði. Hann hefur birt oss það, að valdið, sem er hinzt að baki alls og ræður efstu úrslitum í al- heimi, er kærleikur. Hann kom úr þeim heimi, þar sem allt er gott, allt fullkomið, kom hing- að til þess að vera með oss hér, þar sem margt er ekki gott og allt ófullkom- ið, og gefa þessum heimi ríki sitt. Góða valdið hans, bjarta ríkið hans, verður ekki bugað né brotið á bak aftur. Vér getum hver um sig neitað að gangast undir áhrif hans. Það er hið mikla tjón. En hann mun bera sinn kross fram til sigurs. Og við endalok aldanna mun harun og ríki hans rísa eins og sólin að liðinni nótt og enginn afkimi tilver- unnar komast undan geislunum. Mættum vér þá hafa þegið þau brot af birtu hans, að vér getuim fagnað og tekið undir gleðisönginn, sem fara mun um alla tilveru: Blessaður sé hann. Bið þú hann um þetta í dag. Þvf hann kemur til þín í dag, konungur þinn, til þess að heyra bæn þína og blessa þig. Sigurbjörn Einarsson. Fremur var tíðindalítið á Al- þíngi í síðustu viku, þingfund- ir voru yfirleitt stuttir og um- ræður litlar um þau mál, sem á dagskrá komu, enda flest minni háttar. Sennilega eru þessar daufu umræður lognið á undan þeim stormi sem skellur á, ef að líkum lætur, er ríkisstjómin leggur fram frumvörp um hliðar ráðstafanir vegna gengisbreyting arinnar, en samkvæmt þvi, sem fram hefur komið mun það ekki verða fyrr «n að loknum viðræð um ríkisstjórnarinnar við full- trúa ASÍ. Greinilegt var að al- þingismenn höfðu, margir hverjir hugann bundinn við ASÍ þing- ið í vikunni og fylgdust spennt ir með átökum og úrslitum þar. Á miðvikudaginn var fram haldið umræðum um þingsátykt- unartil'lögu Eysteins Jónssonar er fjallar um starfshætti Alþingis, en hálfur mániuður var þá liðinn frá því að flutningsmaðurinn mælti fyrir tillögu sinni, og gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum í þessu máli, en Eysteinn hefur, síðan hann lét af formennsku í F r aimisók n anf loklkum, venju- lega verið spakari í málflutninigi en áður og sleppt þeim leiðinlega nöldurtóni sem löngum hefur ein kennt ræður hans. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra flutti ræðu á miðvikudaginn og gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu, og kom fram, að hann er í grundvallaratriðum á önd- verðu meiði við skoðanir Ey- steins. Var fróðlegt að fylgjast með umræðum þessara manna, þar sem báðir hafa þeir að baki langan feril sem flokkisleiðtog- ar, þingmenn og ráðherrar og því flestum hnútum kunnugir. Það sem þeim Bjarna og Ey- steini greindi einkum á var til- högun umræðna á Alþingi og að staða þingmanna, en Eysteinn virðist í aðalatriðum ánægður með það fyrirkomulag sem nú tíðkast við umræður, en vill hins vegar bæta aðstöðu þingmanna til muna, m.a. með betri launa- kjörum, og segir það hugmynd sína að þau verði það góð, að þingmenn geti gert þingmennsk- una að aða'lstarfi sínu. Auk þess vill Eysteinn að formenn stjórn- arandstöðuflokkanna fái bætta að stöðu og betri laun. í ræðu sinni gerði forsætisráðherra að um- talsefni hinar löngu umræður sem nú tíðkast á Alþingi, og vildi setja á þær skorður, sérstaklega þó á fyrirspurnartíma og um- ræður utan dagskrár. Þá ræddi ráðherra einnig um stöðu Al- þingismanna og lýsti þeirri skoð un sinni að lífsnauðsyn væri fyr ir Alþingi að þingmenn hefðu sem nánust tengsl við atvinnu- lífið í landinu, og þau fengjust ekki betur á annan hátt, en þeir væru sjálfir virkir þátttakendur í því. Ánægjulegt er, að nú skuli hafnar umræður um starfshætti A'lþingis, og vonandi verður nú ®kki látið sitja við orðin tóm, held ur unnið að því að finna beppi- lega og skaplega lausn á mjög viðkvæmu vandamáli. Furðu- legt er, hvað mikillar þröngsýni gætir í afstöðu þingmanna til starfshátta þingsins, svo sem bezt má sjá af því að ekki náð- ist samkomulag nema um nokkr- ar minni háttar breytingar hjá nefnd þeirri er vann að endur- skoðun þingskapalaga. Nauðsynlegt er orðið að gera all róttækar breytingar á þings- sköpum, ef Alþingi á að halda nauðsynlegri reisn í augum al- þjóðar og geta sinnt h'lutverki sínu með æskilegum hætti. Það er ekki nóg fyrir þingmenn að hrósa sér af því að umræður séu nú miklu málefnalegri og lausari við persónulegan skæt- ing en áður var, en ekki var reyndar úr háum söðli að detta í þeim efnum. Þingmenn verða að breyta þeirri leiðinlegu venju sem skapazt hefur í umræðum um fjölmörg mál, stór og smá, að teygja lopann, enda virðist á tíðum eina markmiðið með slík- um ræðuflutningi að fylla svo og svo margar blaðsíður þingtíðinda Skylt er að taka fram, að ekki eru nærri því al'lir þingmenn undir sök seldir, en alltof margir flytja slíkar langlokuræður Aað flestir alþingismenn eru flúnir úr þingsölum áður en viðkomandi er hálfnaður með ræðu sína. Eink- um eiga hér hlut að máli nokkr ir e'ldri þingmenn Framsóknar- flokksins. Svo sem forsætisráðherra vék að í ræðu sinni væri hægt að ná fram betri skipan í þessum efn- um, með tiltölulega einfaldri breytingu. — Ákveða tíma til umræðna um hvert mál og skipta honum milli þingflokka, líkt og gert er í útvarpsumræðum. Vit- anlega þarf að vera tryggt að þingmenn geti komið tillögum sín um og skoðunum á framfæri, og ætti slíkt fyrirkomulag á eng- an hátt að koma í veg fyrir það enda sýnir reynslan það, að lengstu ræðurnar eru ekki efnis mestar. Það væri sannarlega ótíma- bær ráðstöfun ef farið yrði að ti'llögu Eysteins Jónssonar og al þingismenn gerðir að sérstakri stétt sem mundi verða ef þeir hefðu laun sín eingöngu fyrir þingmannsstörfin. Oftsinnis að undanförnu hafa þær raddir heyrzt, og ekki að ástæðulausu að tengsl alþingismanna við fólk ið í ilandinu, séu ekki nógu mik- il og fari stöðugt minnkandi. Hvað mundi þá verða ef á Al- þingi sætu 60 manna hópur at- vinnupólitíkusa . Fremur væri á- stæða til að gagnrýna það hvað alþingismenn veljast nú úr til- tölulega fáum stéttum, og hvað hlutur opinberra embættismanna í þeim hópi hefur stöðugt farið vaxandi. Það er grundvallarnauð syn að sem allra flestar starfs- stéttir eigi sinn fulltrúa og mál svara á Alþingi, menn sem hafa af eigin raun kynnzt möguleik- um og þörfum viðkomandi at- innugreinar, og helzt þyrftu þeir að starfa við hana, þann hluta ársins sem þeir sitja ekki á Al- þingi. Rétt er að vekja athygli á því að ungt fólk hefur m.a. bent á þessa staðreynd og gert að kröfu sinni. Hitt er svo ann- að mál, að vel getur verið að laun alþingismanna þurfi að hækka, enda mundu þeir ekki vera ofsælir af launakjörum sín um. Kynlegt kapphlaup í ti'llögu- flutningi stendur nú yfir á Al- þingi milli tveggja reykvískra varalþinigim. F ramsóíknarflokks- ins, þeirra Tómasar Karlssonar og Kristjáns Thorlacius. Er sá leik ur háður meira af kappi en for- sjá, og mun sumum eldri þing- mönnum flokksins finnast nóg um, en aðrir hafa gaman af. Skúla Guðmundssyni þótti á- stæða til að setja ofan í við þann síðarnefnda, sem á mánu- daginn mælti fyrir frumvarpi er virtist flutt í þeim tilgangi ein- um að jafna örlítið metin við til’löguflóð Tómasar, þann tíma sem hann var á þingi. Sýndi Skúli fram á það með nokkrum dæmum hversu lítil rök voru að baki frumvarpi Kristjáns. Þing menn hafa löngum fengið orð á sig fyrir að vera lagnir að beina frá sér þeim spjótum sem að þeim eru send, en Kristján Thorla- cius virðist ekki vera bú- inn að læra þá list. Gat hann á engan hátt snúið sig út úr Hthugasemdum Skúla og brást því illur við. Urðu málalok þau, að þingheimur var farinn að hlæja að tilburðum varaþingmannsins og skeður það þó ekki oft. Hafði því Kristján hlaup en ekki kaup í ræðustólinn í það sinn, svo sem stundum áður. , Tveir ungir varaþingmenn hafa setið á Alþingi að undanförnu, þeir Haraldur Henrysson og Ragn ar Arnalds. Báðir eru þeir vara þingmenn Alþýðubandalagsins, en af ólíkum meiði. Kom glögglega fram er menntamálaráðherra skýrði frá áformum ríkisstjórnar innar um gengisfellingarbætur til handa íslenzkum námsmönnum, að hinn nýi formaður Alþýðu- bandalagsins mun reynast hlut- verki sínu trúr, enda greinilega orðinn vel skólaður af lærifeðr- um sínum, Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjantanssyni. SteinarJ. Lúðvíksson. GUNNAR M. MAGNÚSS ISLENZKIR AFREKSMENN A LEIKVANGI og I þrekraunum daglegs Kfs frá landnðmsSld tll 1911. ÍSLENZKIR AFREKSMENN á leikvangi og í þrekraunum daglegs lífs frá landnámsöld tii 1911 Fyrsta bindi. GUNNAR M. MAGNÚSS tók saman HRINGUR JÓHANNESSON, listmálari, myndskreytti BÓK UM HREYSTI — HUGREKKi — HUGPRÝÐI ÍSLENZKIR AFREKSMENN er einstæð bók. Hún nær yfir tímabilið frá upp- hafi íslandsbyggðar og fram til upp- hafs þessarar aldar. Efni bókarinnar er skipað niður á einfaidan og að- gengilegan hátt. Þar er að finna fróð- leik um kappa fornaldarinnar ailt til afreksmanna þessarar aidar. ÍSLENZKIR AFREKSMENN er hvort- tveggja í senn; fróðiegt heimildarrit og skemmtiiegt lestrarefni, sem mun gleðja jafnt unga sem aldna. BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Borgartúni 21, sími 18660. (hús Sendibílastöðvarinnar)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.