Morgunblaðið - 01.12.1968, Side 7

Morgunblaðið - 01.12.1968, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 7 „Strákunum okkar fannst, að alltaf væri verið að flagga fyrir henni mömmu þeirra”, — segir Sigþrúður Friðriksdóttir, eirsi Reykvíkingurinn, sem fœddur er I. desember 1918 „Eiginlega er það nokkuð hart aðgöngu fyrir konu að þurfa að láta alþjóð vita, hve gömul hún er orðin, en ég get raunar ekkert gert að því sjálf að vera eina konan í Reykjavík sem fæddist á fullveldisdaginn 1918, og þá geta allir reiknað á fingrum sér, hvað ég er gömul“ sagði Sigþrúður Friðriksdóttir, þegar við hittum hana að máli á fimmtudaginn í tilefni þess, að hún er eins og hún sagði, eini Reykvíkingurinn sem fædd ur er 1. des 1918, á sjálfan Full- veldisdaginn. Úti á landi segir Hagstofan okkur, að muni vera tvær aðr- ar konur fæddar þann hinn sama dag. Við börðum að dyrum kl. 6 á fimmtudag, hjá frú Sigþrúði að Hvassaleiti 133. Frú Sig- þrúður er eiginkona Arinbjörns Kolbeinssonar læknis, sem þekkt ur er fyrir læknisstörf og félags störf, en hann er m.a. formaður Læknafélags íslands og Félags íslenzkra bifreiðaeigenda. „Ég man auðvitað ekkert eft- ir þessum fyrsta fullveldisdegi", heldur frú Sigþrúður áfram brosandi, þegar við erum sezt við kaffidrykkju og kökuát inni í vistlegri stofu þeirra hjóna, þar sem mikið notaður arinn, er miðpunktur heimilisins, en veggir stofunnar þaktir mál- verkum eftir okkar þekktustu listamenn. „En hún móðir mín hefur sagt mér það, að ijósmóðir mín hafi verið Þórdís Carlquist, en viðstaddur fæðingu mína hafi einnig verið Sæmundur Bjarn- héðinsson læknir en hann og faðir minn voru kunningjar. í þá daga var erfitt að fá lækni 1 Reykjavík. Þeir fáu læknar, sem þá voru, höfðu lagt nótt við nýtan dag til þess að lækna alla þá mörgu sem Spánska veikin lék grátt þessar vikur. Raunar hef ég heyrt að þau hafi sagt, að það væri undarlegt, að heil- brigt barn skyldi fæðast á þess- um voðatímum, sem þá gengu yfir ísland. Móðir mín hafði tekið veikina snemma, og var aftur orðin frísk, þegar ég fædd ist“. ★ „Mig langar til að fræðast um ætt þína og uppruna svona í upphafi, frú Sigþrúður. Hvað kanntu að segja mér frá því?“ „Það ætti nú að vera auðgert. Ég er dóttir Friðriks Jónssonar guðfræðings og síðar kaupmanns í Reykjavík. Friðrik var sonur Jóns háyfirdómara Péturssonar prófasts á Víðivöllum, en kona hans var nafna mín, Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz, prests í Akureyjum. Faðir minn andað- ist 1938. Móðir mín er Marta Maria Bjarnþórsdóttir, systur- dóttir Haralds prófessors Niels sonar." „Þá er nú auðrakið lengra, og föðursystir þín hefur verið kona Jóns Magnússonar, sem einmitt var forsætisráðherra 1. des. 1918, þegar þú fæddist. Póst- stjórnin heiðrar minningu Jóns um þessar mundir með útgáfu frímerkis með mynd af honum. Segðu mér Sigþrúður, manstu eftir Jóni Magnússyni?" „Ég man auðvitað eftir hon- run sem krakki. Ég kom oft á heimili hans. Hann var góður við okkur krakkana. Jón var hæglátur og dagfarsprúður, hinn mesti öðlingsmaður. Mér þykir vænt um, að merkisafmæli mitt skuli bera upp á sama dag og hans er minnzt sérstaklega". „Hvenær gerðirðu þér fyrst Ijóst, að þú værir jafngömul fullveldinu, að afmælisdagur þinn væri um leið einn af helg- ustu minningardögum þjóðar- innar?" „Auðvitað var það ekki fyrr en ég fór að hafa svolítið vit, en fljótlega var það ,samt og sjálfsagt hefur það hjálpað til hinn náni umgangur heimilis míns og Jóns Magnússonar Mér fannst snemma skemmtilegt að alltaf voru flögg á lofti á af- mælisdeginum mínum, og nú finnst Strákunum mínum hið sama, og -héldu lengi vel, að ver ið væri að flagga fyrir henni mömmu þeirra, þegar þeir sjá Frú Sigþrúður Friðriksdóttir. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. tók myndina á heimili hennar í vikunni). strætisvagnana með íslenzk flögg á þessum degi. Þú getur imyndað þér, að þeir hafa „lúmskt" gaman af því. Auk þess hefur mér alltaf þótt gott að allir skuli eiga frí á afmælis- deginum mínum. Nei, við höf- um ekkí sótt nein stúdentahóf í tilefni dagsins, en hinsvegar hefir það alltaf viðgengizt, að vinir okkar óg kunningjar hafa sótt okkur heim á þessum degi, og þá er jafnan glatt á hjalla" - „Fimmtíu ár er sjálfsagt ekki langur tími í lífi eins Reykvík- ings, en segðu mér, frú Sig- þrúður, finnst þér ekki borgin okkar hafa breyzt?" „Jú, það má nú segja Þar sem við búum nú var bara mýri áður, og ég man það hér áður að ég fór í gönguferðir með Friðriki föður minum og Sturlu föðurbróður mínum og þetta var eins og að fara upp í sveit. Við fórum í berjamó í öskjuhlíð, s'uður undir Bene- ventum, og upp við Sunnu- hvol, lékum við okkur stelpur- nar, en það var þá ógnarlang- ur gangur yfir Norðurmýrina. í einni þessari gönguferð lenti ég í sannkölluðu ævintýri. Þá vorum við stödd suður í öskju hlíð. Þá var eina járnbrautin, sem verið hefur hér á íslandi, að flytja grjót í hafnargerðina. Við fengum leyfi til að sitja I. fá okkur „salíbunu". Það var mjög spennandi, og ég man enn, hvað pabba brá þegar eim pípan flautaði. Hann hrökk í kút“. ,Hvar fæddist þú í Reykja- vík, Sigþrúður?" ★ „Ég er fædd í húsinu þar sem danska sendiráðið er við Hverf- isgötu. Seinna áttum við heima við Laufásveg Mér er minnis- stætt, að beint á móti okkur var líkkistusmiðja Eyvinds Árna- sonar. Sífellt var verið að fara af stað meðj líkvagninn, en hann drógu tveir svartir hest- ar klæddir svörtu áklæði. Móð- ir mín hefur sagt mér, að hún hafi vitað hvað til stóð, dag- inn þann, sem ég fæddist, en þetta hafi verið ömurlegur tími I Reykjavík. Sýknt og heil- agt var kirkjuklukkum hringt, líkaböng heyrðist allan daginn, þegar jarðarfarir voru, og dag- blöðin voru þakin dánarauglýs- ingum. ★ „Sumur komu þó eftir þessa plágu og hvað manst þú frá þeirn"? „Við áttum og eigum enn sum arbústað við Laxfoss í Borgar- firði. Ég var ekki orðin eins árs, þegar við fórum þangað til sumardvalar. Fórum við með skipi upp í Borgarnes, en síðan með kerru dreginni af hesti, þangað til veginn þraut, en það an mun móðir mín hafa reitt mig á hesti. Um haustið hafði menningin og nútíminn hafið innreið sína í Borgarfjörð, og þá sótti okkur bifreið, sem flutti okkur til Borgarness — Breytingin á öllu er gífurleg á ekki lengri tíma. Þegar ég hugsa til þessa fæð- ingardags mins, þessa baráttu- dags, finnst mér stundum, að ég hefði átt að verða baráttumann eskja sjálf. Það hef ég ekki orðið, en ég hef hinsvegar átt því láni að fagna að eignast baráttumann fyrir eiginmann, og nú er það mitt að styðja við bak hans, og ég held ég hafi frekar hvatt hann en latt, að láta ekki deigan síga“, sagði frú Sigþrúður að lokum, ein- asti Reykvíkingurinn, sem fædd ur er á fullveldisdaginn, 1. des. 1918, þegar við þökkuðum fyr- ir kaffið og héldum leið okkar. Fr.S. FRÉTTIR Húsmæðrafélag Reykjavíkur Jólafundurinn verður að Hótel Sögu miðvikudaginn 4. des. kl. 8 Aðgöngumiðar afhentir að Hall- veigarstöðum mánud. 2. des. kl. 2—5 Prentarakonur Basarinn verður 2. des. Gjörið svo vel að skila munum sunnu- dag 1. des. milli kl. 3—6 1 Félags- heimili HÍP. Konur í Styrktarfélagl vangefinna. Basar og kaffisala verður 8. des. í Tjarnarbúð. Vinsamlegast skilið basarmunum sem fyrst á skrifstofu félagsins, Laugavegi 11 Til leigu stórt kjallaraherb. alveg við Miðbæinn. Vel með far inn barnavagn og kerra til sölu. Sími 11065. Akranes Gólfteppahreinsun. Hreins- um teppi og húsgögn. Verð um á Akranesi næstu daga Upplýsingar í síma 37434. Til leigu Trésmíðaverkstæði til leigu Nokkuð góður vélakostur. Húsnæði um 80 ferm. Tilb. sent Mbl. sem fyrst merkt: „Verkstæði 6360“. Keflavík — Suðurnes Herrar, dömur. Komin heim. Opið kl. 1—6. Andlits hreinsun, fótasnyrt., mani- cure, augnlitun, Sauna-böð og nuddbelti. S. 2574, 2383 Hafnfirðingar Get bætt við nokkrum nem endum í þýzku og ensku. Hentugt fyrir skólafólk. — Kristján Stefánsson. Sími 52.543. Lítill sendaferðabíll óskast í skiptum fyrir góð- an 6 manna bíl. Uppl. í síma 20517. Önnumst alls konar ofaníburðar- og fyllingar- verk. Seljum 1. flokks fyll- ingarefni frá Björgun hf. Vörubílastöðin Þróttur Sími 11471 — 114174. Kaupum eir og kopar Járnsteypan hf. Ánanaust. Geymið auglýsinguna. Þórður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrísateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.) Sími 83616 • Pósthólf 558 - Keykjavík. Bergsæti Hið mikla ættfræðirit (3 bindi, 1600 bls.) eftir Guðna Jónson, prófessor, fæt enn heima hjá höfundi í Drápuhlíð 5, sími 12912. Ritið verður sent í póstkröfu þeim sem þess óska. ÚTGEFANDI. Góð Ijósmynd af barnabörnunum er irinr, m ÉrL Énnírsrt&j sern cf ogamma kunna aó meta pantið myndatöku og/eða stœkkanir laiigavegi 1S sími 17707 BEZT ab auglýsa i Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.