Morgunblaðið - 01.12.1968, Page 12

Morgunblaðið - 01.12.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 LARK FILTER CIGARETTES ekkert á við Lark." ALLIR ÞEKKJA HAUK FLUGKAPPA Þetta er nýjasta bókin um hann Nútíma drengjabók um flug og tœknilega leyndardóma. HÖRPUÚGÁFAN Lark filterinn er þrefaldur. Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sígarettuna Árni Úla áttræður ÁRNI ÓLA, aldursforseti ís- lenzkra blaðamarina og heiðursfé lagi Blaðamannafélags fslands, verður áttræður á morgun. Því skyldi enginn trúa, sem sér hann og ræðir við hann en er auð- skilið þeim, sem fylgzt hafa með blaðamennskuferli hans allt frá j)ví Morgunblaðið hóf göngu sína árið 1913. Síðan þá, eða þau 55 ár, sem blaðið hefur komið út, hefur hann starfað við það að undanskildum örfáum árum upp úr 1920. Árni Óla er Þingeyingur, fædd- ur á Víkingavatni í Kelduhverfi 2. des. 1888. Foreldrar hans voru óli Jón Kristjánsson, bóndi og smiður og kona hans Hólm- fríður Þórarinsdóttir. Árni ólst upp í foreldrahúsum þar til hann fór ti'l Reykjavíkur og settist í Verzlunarskóla fslands. Þaðan lauk hann burtfararprófi 1910 og stundaði verzlunarstörf þar til hann réðst til Morgunblaðs- ins nokkru áður en blaðið hóf göngu sína, og fyrstu skrif hans birtast í fynsita töluiblaði þess. Árni var rits'tjóri Lesbókar Morg- unblaðsins um langt skeið og auglýsingastjóri blaðsins í átta ár. Auk blaðamennskunnar hefur Árni Óla verið afkastamikill rit- höfundur. Flestar bækur hans hafa verið tengdar landinu og þjóðinni, ritaðar af næmum skiln ingi þess manns, sem vel hefur fylgzt með. Þá hefur hann lagt mikla rækt við að forða frá gleymsku margvislegum fróðleik um liðinn tíma, og á það jafnt við um mannvirki og fólkið, sem lagði grundvöllinn að því þjóð- félagi, sem við nú búum í og lifnaðarhætti þess. Nægir þar að benda á Reykjavíkurbækur hans, sem verða komandi kynslóðum dýrmætur sjóður. Hefur Reykja víkurborg veitt honum sérstaka viðurkenningu fyrir þær bækur. Árni Óla hefur unnið heill að hverju því verkefni, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Auk starfa hans við Morgunblað ið og Lesbók og fræðistarfa hef- ur hann reynzt Góðtemplararegl unni drjúgur liðsmaður. Átti hann sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands í allmörg ár og er nú heiðursfélagi hennar. Árni Óla er maður hlédrægur og lítt fyrir það gefinn að ota sjálfum sér fram, þó er hann löngu landskunnur, enda starf hans unnið fyrir opnum tjöld- um. í þessari stuttu afmæliskveðju verður ferill hans ekki rakinn. Það hefur hann sjálfur gert í bók sinni „Erill og ferill blaða- manns", sem er jöfnum höndum sjálfsævisaga hans og saga Morg unblaðsins fyrstu fimmtíu árin. Síðustu árin hefur Árni að mestu unnið heima að ritstörf- um sínum, en hann er samt tíð- ur gestur hér hjá okkur á blað- inu. Þær heimsóknir kunnum við vel að meta. Hann er alltaf jafn hress og kátur í bragði og ótæmandi fróðleikssjór, ef eftir er leitað. „Þar var alltaf sama glaða viðmótið og viljinn til að leysa vandann", eins og Valtýr tímarnir órímilega margir, jafn- vel þótt hann tæki það upp á sína arma að leysa þyngstu vanda málin, sem við komu daglegum rekstri blaðsins, sem reyndust mér torleyst." Þannig var og er Árni Óla, þótt aldurinn hafi létt af honum mörgum störfum. Morgunblað- ið á honum miklar þakkir að ÁRNI ÓLA. Myndin er tekin í ritstjórnarskrifstofum Morg- unblaðsins fyrir nokkrum dögum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Stefánsson kemst að orði, er hann skrifaði um Árna Óla sjö- tugan. Og Váltýr segir ennfrem ur: „ ... var hann sá hollvinur, sem ég gat alltaf treyst, þegar mér lá á í málefnum blaðsins ... Hann breyttist aldrei í dagfari sínu, þótt stundum yrðu vinnu- gjalda — og ekki síður þeir, sem með honum hafa unnið. Hann hefur verið okkur öllum hollvinur. Á vináttu hans hefur engan skugga borið — og við er um stolt af því, hve annt hann lætur sér enn um hag okkar og blaðsins. Því hyllum við hann af heilum hug nú, þegar hann fyll- ir áttunda tuginn. Afmæliskveðjo Aftanroða gjarna gylla góð verk sæmdarmanna skeið. Trúa þjóna þjóð skal hylla þegar hallar æfileið. Að við hyllum, allt það sanni, íslands blaðamanna gram, heilla biðjum heillamanni er horfir af áttræðistindi fram. Þú hefir, Árni, þjóðar sögu þrotlaust ræktað langan dag. Greindin ljós og hendur högu höfðu’ á öllu sama lag. Margt er sjón var flestra falið fránu sáu augun þín, steinninn grár og gulnað skjalið gáfu þér leyndarmálin sín. Einkum skyldi á það minna, út það hrópa’ um stræti og torg, að snauðari væri’ án verka þinna Víkin — okkar höfuðborg. Þú að litlu lúta kunnir — úr litlu’ eru stóru verkin gjörð — fortíð skildir, fortíð unnir, um forna arfinn stóðstu vörð. fslands fortið, íslands samtíð, ófstu’ í myndum-fjallað lín. Þá er illa’ ef ekki framtíð auðug geymir verkin þín. Þar er auður ótal mynda okkar þjóðlífs fyr og nú, mun og naumast margur binda meira’ af slíkum heldr en þú. Þú hefir vaxtað þannig pundið, þú hefir mikið lagt í sjóð, verk þitt lengi verður fundið, víða spora þinna slóð. Þú skalt sanna það og finna að þín eru verkin mörgum kær, enda’ að baki orða þinna ætíð mannlegt hjarta slær. Þú hefir starfað þjóð til nytja, þjóðar tungu virtir æ. — Vinarþel og þakkir flytja þér ég læt um reginsæ. Sn. J. Það jafnast V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.