Morgunblaðið - 01.12.1968, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBBR 1968
Halla Einarsdóttir
Minningarorð
Fædd 4. júlí 1914
Dáinn 24. nóvember 1968
Kveðja frá fóstursystkinum
og f jölskyldum þeirra.
Á morgun verður jarðsungin
hér í Reykjavík Halla Einars-
dóttir frá ísafirði, er andaðist
á Landsspítalanum þann 24. þ.
m., eftir skamma en erfiða legu.
Þannig er gangur lífsins, að
þegar kallið kemur, þá yfirgef-
um við hið jarðneska líf okkar
kveðjum ættingja og ástvini, og
kverfum til hins eilífa lífs, sem
okkur er gefið í gegn um trú
vora á guð og kærleika hans.
Á þessum tímamótum minn-
umst við elskulegrar systur í
barnæsku okkar, sem unglingar
og fullvaxta fólk.
Halla Einarsdóttir var fædd
hinn 4. júlí 1914 og ólst upp
hjá móður sinni Guðbjörgu Magn
úsdóttur til 4 ára aldurs, en þá
giftist Guðbjörg Pétri Sigurðs-
Mólðurbróðir okkar
Pálmar Finnsson,
Stardal, Stokkseyri,
andaðist 30. nóv. á sjúkrahús-
inu á SelfossL
F. h. systkinanna.
Sigurfinnur Guðnason.
Útför fósturföður míns,
Sigurðar Ólafssonar,
Suðurgötu 64, Akranesi,
fer Érafm frá Akranefskirkju
þriðj«daginn 3. des. ki. 2.
Guðmundur Þór
Sigurbjömsson.
Við þökkum innilega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Jónasar Jónassonar
frá Flatey á Skjálfanda.
Guríður Kristjánsdóttir,
böm, tengdabörn og
barnaböm.
Þökkum auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og jarð-
arför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og fóstursystur
Feldísar Felixdóttur
Máskeldu, Dalasýslu.
Alúðarþakkir sendum við
sveitungum hennar fyrir sdlt,
læknum og hjúkrunarliði
Landspítalans fyrir góða
hjúkrun og umhyggju. Einn-
ig þökkum við öllum vinum
hennar fyrir hlýhug og heim-
sóknir í veikindum hennar.
Óskar Guðbjömsson
Kristín Ólafsdóttir
Hulda Guðbjömsdóttir
Fjóla Guðbjörnsdóttir
Feldís Lilja Óskarsdóttir
Jón Helgi Óskarsson
og fósturbræður.
syni frá Bolungarvík og ólst
Halla upp á heimili þeirra sín
uppvaxtarár frá því, lengst af
í Bolungavík og á ísafirði. Halla
stundaði nám á Héraðsskólanum
að Núpi og lauk þaðan prófi
1931. Hún var greind kona og
víðsýn. f hógværð sinni lagði hún
málin niður fyrir sér, og hitti
ávallt á rétta lausn.
Árið 1938 igiftist Halla eftirlif-
andi manni sínum Kristjáni Leós,
verzlunarmanni og var heimili
þeirra ávallt á ísaiirði.
Á heimili Höllu og Kristjáns
ríkti ávallt ástúð og vinátta, til
allra hinna mörgu vina og skyld
menna, er þar komu og dvöldu
lengri eða skemmri tíma. Þar
ríkti hin rétta heimilisást, sem
ekki hvað síst kom fram í u*n-
hyggju hjónanna til aldraðrar
móður Höllu, og í uppvexti og
menntun einkasona þeirra, tví-
burabræðranna, Leós Geir jarð-
eðlisfræðings og Kristjáns Pét-
urs, byggingaverkfræðings. Náms
saga þeirra bræðra, sem hefir
verið afburða góð, er gleggsti
votturinn um æskuheimili þeirra
og þá ástúð og umhyggju er for
eldrarnir veittu þeim.
Halla tók mikinn þátt í félags
starfi í kvennfélagssamtökum á
ísafirði og sat oft þing Vest-
firskra kvennfélaga samtaka.
Þessi hógværa en þó skemmti
lega, elskulega kona er horfin
úr jarðnesku lífi á bezta aldurs
skeiði, og manni kemur í hug
spakmæli Hávamála:
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjalfr et sama.
En orðstirr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Þannig var hennar líf, þess
minnast allir sem því kynntust.
Við fóstursystkini þín Halla,
og fjölskyldur okkar færum þér
þakkir fyrir liðin ár. Við vitum
það sem orðið er, því verður ekki
um breytL Við biðjum guð að
styrkja aldraða móður þína í
þungri raun.
Við vitum að þungur harmur
er með elskulegum eiginmanni
þínum og sonum, og á þessari
stundu, og ávallt, vitum við að
guðs náðararmur gefur þeim
styrk og þrótt, til að skilja at-
burðás lífsins og minnast þín
sem fagurrar perlu, sem glóir
í þessu — og öðru lífi, sem við
öll horfum til, og hittumst aft-
ur um síðir.
Friður guðs og blessun veri
með þér í nýju lífi.
Á.
Nýr skdli
Hvítárholti 28. nóvember.
BARNASKÓLI hefur verið hér í
byggingu undanfarin ár. Bygging
hans hófsit árið 1964. Nú í dag
voru teknar í notkun 7 skólastof-
ur, en þar af eru tvær handa-
vinnustofur. Áður var kennt í
heimavistarálmu skólans, sem
enn hefur ekki verið fullgerð,
sem slík. Skólabyggingin öll er
um 1800 fermetrar, eða 6000 rúm-
metrar. Til samanburðar má geta
þess að gamli skólinn er úm 290
fermetrar, byggður 1929.
Upphafleg kostnaðaráætlun
var tæpar 18 milljónir, en kostn
aðaráætlun gerð í apríl 1968 var
tæpar 27 milljónir. Samkvæmt
þessari áætltm vantar tæpar 6
milljónir til þess að hægt sé áð
ljúka byggingunni miðað við
verðlag það, sem gilti í apríl
1968. Verður ekki annað sagt, en
að það sé allra tap að ljúka efcki
jafn nauðsynlegum byggingum
ef nokkur kostur er á styttri
tíma.
Yfirsmiður skólans er nú Guð-
mundur Magnússon. Skólastjóri
er Gunnar Guðmundsson. Hinn
23. nóvember sl. mættu: Helgi
Elíasson, fræðsilumálastjóri, Skúli
H. Nordal, arkitekt, og Magnús
Blöndal, eftirlitsmaður skóla-
bygginga ríkisins. Þarna voru af
irinansveitarmönnum ekki aðrir
mættir, en hreppsnefnd, skóla-
nefnd og nokkrir fréttamenn.
S. Sig.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ER Guð svarið við öllum vandamálum okkar eða
einungis þeim,. sem eru andiegs eðlis?
Mörgum er hulið, á hvaða hátt Guð er svar við
vandamálum okkar. Stundum boðar Guð lausnina
á vandamálum mannsins í boðskap Biblíunnar. Hann
hefur kunngjört svar sitt við vandamáli syndarinnar
á þann hátt. En til eru þau svið, þar sem vilji hans
og fyrirætlanir eru okkur hulin. Og margir kristnir
menn lifa ævi sína á enda, án þess að finna þá lausn
á gátum sínum, sem fullnægir þeim. Hér má nefna
Pál postula sem dæmi. Hann bað þess þrívegis, að
Guð fjarlægði einhvern flein, sem háði honum, en
bæn hans var ekki heyrð. Sumir segja, að annað
hvort hlusti Guð ekki á bænir þeirra eða hann beri
enga umhyggju fyrir þeim, og þeir fyllast beiskju.
En Páll uppgötvar andlegan leyndardóm, nefnilega
þann, að Guð er þess megnugur að gefa manninum
nægan kraft og þolinmæði til þess að standast erfið-
leikana. Þér getið uppgötvað sama sannleika varð-
andi yðar líf. Guð eyðir ekki alltaf vandamálunum,
heldur gefur okkur náð til þess að taka þeim og sætta
okkur víð þau.
j
Ein af myndum Svölu Þórisdóttur: „Snædrottningin‘
Málverkasýning Svölu
MÁLVERKASÝNING Svölu Þór-
isdóttur í Unuhúsi við Veghúsa-
stíg hefur verið mjög vel sótt og
15 myndir af 28 hafa selzt. Sýn-
ingin hefur verið opin í eina
viku, en henni lýkur þriðjudag-
inn 3. desember. Sýningin er opin
alla daga frá kl. 2-10 eJi.
NÝ SENDING
minkahúfur
HATTABÚÐ REYKJAVÍKUB
Laugavegi 10.
Mynda- og verðlisti
léttir yður val á jólagjöfinni
Til hagræðis fyrir viðskiptavini úti á landi
höfum við gefið út mynda- og verðlista yfir
úr — klukkur og alls konar gjafavörur.
Skrifið eða sírnið og biðjið um mynda- og
verðlistann.
Laugavegi 12 - Simi 22804