Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 3
MORGU.NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1&68 3 LOFTLEIÐIR fluttu nýlega starfsemi sína í Englandi frá Heatbrow flugvelli til Gat- wick flugvallar sem er 45 km fyrir sunnan London, og buðu þá einum starfsmanni flug- vallarins, J. R. Bradbury, að koma hingað til lands til að hann gæti kynnt völlinn og að stæður þar fyrir starfsmönn- um félagsins. Fréttamaður Morgunblaðs- ins ræddi lítillega við Brad- bury sem sagði að hinm upp- haflegi Gatwick fLugvöllur hafi verið opnaður 1936. Haxrn var mjög nýtízkulegur á þeirra tíma mselikvarða sem sjá má á því að enn í dag eru mörg atríði í gierð hanis höfð til hliðsj ónar við byiggingiu Loftleiðavél á Gatwick flugvelli. Gatwick flugvöllur flugvalla. 1956 var honum samt lokað og hafizit handa við þyglgingu nýs vallar sem opnaður var í júmí 1968. Eftir það var enn haldið áfram við- byggingum og endurbótum eftir því sem farþegum fjölg- aði og hefur bygging hans niú kostað samtals um fimmtán J. R. Bradbury. milljón steriingspunda. Far- 'þegafjöldi í ár verður líklega um 2 mitljónir. Þetta er þó langt frá þvi að vera endanlegar tölur. Þegar Gatwick flugvöllur verður fullnýttur er igert ráð fyrir að um hann fari 20 miHjónir far- þega á ári og þá verður búfð að verja einum 60 milljónum sterlingspunda til stækkunar og endurbóta. Bradbury kvaðst sannfærð- ur um að Gaitwick ætti mikla framtíð fyrir sér, aðstaðan væri einstök. Það tekur far- þega oft langan tíma á stórum flugvöliium, að komast leiðar sinnar inn í borgima, þetita vandamál er ekki fyrir hendi á Gatwick. Bradbury sagði að þeir sem kæmu þangað fljúgandi gætu verið komnir inn á Viktoríiustöðina í Lond- on, rúmlega klukkustund eftir a‘ð vélin §töðvaðist. Þeir sem vilja fara með leigubíl geta það að sjálf- sögðu, en þar fyrir utan eru stöðugar áætlunarferðir inn í miðborgina og siðast en ekki sízt er járnbrautarstöð í flug- vallarbyggingunni. Með lest tekur ferðin frá vellinum til Viktoríustöðvar aðeins 40 mín útur. Bradbury sagði að það liði brátt að því að flugfélög sem hefðu starfsemi sína á stórum filugvöllum eins og Heathrow, þyrftu að flytja a.m.k. ein- hvem hluta hennar til ann- arra staða, umferðin væri orð- in svo gífurleg. Loftleiðamenn hefðu verið heppnir að flytja srvona snemma og geta komið sér vef fyrir Þar að auki hefði það verið mjög heppi- legt fyrir félagið að fá brezka flugfétagið Briitish United Airways, til að annast um farþega sína á flugveilimum. BUA væri frægt fyrir frá- bæra þjónustu og hún gerðist ekki betri. Fanþegar sem eru á leið frá Englandi t.d. þurfa aðeins að koma farangri sín- um — og sjélfum sér — til Viktoríustöðvar og þar er gengið frá öllum þeirra mál- um á einu bretti. Þeir „tékka inn þar“, fá sin fllugnúmer og afhenda farangurinn. Eftir það þurfa þeir ekki að hafa neinar áhyggjur, geta bara sezt upp í lestina og farið beint út á flugvöll og þaðan upp í vélina. Þetta er eins og sjá má til mikilla þæginda því fátt er eins leiðinlegt á ferða- lögum og að dröslast fram og aftur um fluighafnir, klyfjaður farangri. Bradbury drap á annað atriði sem gæti verið athug- unarvert fyrir íslenzk fllug- málayfirvöld. Stjóm Gatwick flugvaUar notar um 10 þúsund sterlingspund á ári til að aug- lýsa flugvöllinn, bæði heima og eriendis og ef hún fréttir um flugtfélag sem er að hefja nýjar áætanir sendir hún fuil trúa sína til þess til að kynna völiinn og starfsemina þar. Hann sagði að vegna legu Is- lands, þyrflti sjálfsagt að vera eimhver annar háttur á hér, við að kynna t.d. Keflavíkur- flugvöll, en kvaðst telja að ef það færi hönd í hönd að kynna flugfélögum völlinn, og flugfélögum og akneninimgi landið, gæti náðst góðux ár- angur. STAKSTEIIVAR Oílæti á Alþingi í fyrradag gerðist sá atburður á Alþingi, skömmu eftir að um- ræða hófst um skuldamál bænda að framsögumaður, Stefán Val- geirsson, einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, stöðvaði ræðu sina um málið og sagðist vilja beina máli sínu sérstaklega til viðskiptamálaráðherra og land búnaðarráðherra en þar sem þeir væru ekki í salnum hyggð- ist hann bíða í ræðustól þar til þeir kæmu. Forseti neðri deildar gerði þegar í stað ráðstafanir til þess að boða ráðherrana á fundinn en eftir drykklanga stund var upplýst, að þeir væru bundnir við önnur störf og gætu ekki komið því við að sitja undir ræðu þingmannsins. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forseta fékkst þingmaðurinn ekki til þess að hefja mál sitt á ný og voru þó tveir aðrir ráðherrar úr ríkis stjóminni í salnum og hefðu auðveldlega getað komið skila- boðum til félaga sinna. Það fær- ist nú mjög í vöxt, sérstaklega meðal þingmanna Framsóknar- flokksins utan af landi, að þeir hefja ræðuverkfall á Alþingi, heimta að ráðherra hlýði á hvert það orð sem fellur af vörum þeirra og tef ja störf þings- ins með slíku tiltæki. Augljóst er, að svo getur staðið á, að ráð herra geti ekki hlýtt á ræðu til- tekins þingmanns. Ræður þing- manna eru hins vegar vélritaðar eftir segulbandsupptöku sama dag, þannig að ráðherra á auð- velt með að kynna sér þegar í stað ræðu þingmanns í slíku tilviki. Alvarlegust er þó sú van virða, sem einstakir þingmenn sýna sjálfu Alþingi og samþings mönnum sínum með tiltæki sem þessu. Með svona framkomu er t.d. Stefán Valgeirsson að gefa í skyn, að það hafi enga þýð- ingu, að flytja ræðu um skulda- mál bænda í áheym þingmanna heldur þurfi ráðherra til. Þetta lýsir furðulegu oflæti og jafn- framt smánar þingmaðurinn sam þingsmenn sína með slíkum skríp látum. Ætla mætti einmitt, að óbreyttir þingmenn vildu taka höndum saman um að hef ja störf sín til vegs, þannig að ráð- herrar verði ekki brennipúnktur í öllum störfum Alþingis. Svona skripalæti eru til þess eins að gera lítið úr Alþingi, og þeim þingmönnum, sem hlut eiga að máli. Kýnnið yður iXtvalið hiá 'Valbjörkjj Sófasettið P. 65 er í senn fallegt og vondað, þér getið valið úr ýmsum gerðum óklæða. Stálfætur eru undir sófa og stólum og stól- um má snúa að vild. Borðstofuskópur úr tekki, stílhreinn. Lengd R©ykjavik 170 cm. Sérstaklega gott verð kr. 7950,00. Og Glerárgötu 28, Akureyri Verzlunin VALBJÖRK Laugavegi 103, Simi 16414 Krafan um vaxtalækkun Alla stjómartíð núverandi rik- isstjórnar hafa Framsóknarmenn sí og æ klifað á því að vextir væru of háir hér á landi og kraf- izt þess að þeir yrðu lækkaðir. Þessi krafa var m.a. sett fram fyrir nokkrum vikum, þegar gengisbreytingin var á dagskrá og töldu forsvarsmenn Fram- sóknarflokksins þá, að vaxtalækk nn væri eitt þeirra höfuðráða, sem gripa bæri til. Þetta mundi að sjálfsögðu hafa í för með sér lækkun innlánsvaxta og rýra hag sparifjáreigenda. Það skýtur því dálítið skökku við þegar Framsóknarmenn harma um þess ar mundir kjör sparifjáreigenda og hafa stór orð um hve spariíé þeirra hafi rýmað mikið. Einn af þingmönnum Framsóknarflokks- ins gerði þetta sérstaklega að umtalsefni á Alþingi í gær og grét þar fögram tárum yfir hlut- skipti sparif járeigenda. Nú er spumingin hvernig hann og flokksmenn hans hyggjast tryggja hag sparifjáreigenda ef innlánsvextir yrðu lækkaðir skv. þeirra krófum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.