Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUÞ 12. DESEMBER 1968 15 Bækur um Jón Ara- son og Jón Loftsson KOMNAR eru út tvær nýjar bækur í 'bókaflokknum „Menn í öndvegi“. Þórhallur Guttorms- son, cand. mag., skrifaT um Jón biskup Arason og Egili J. Star- dal, cand. mag. um Jón Loftsson samtíð hans og syni. Bókin um Jón biskup Arason skiptist í 23 kafla og er 123 bls. að stærð. Á kápusíðu segir m. a.: „Fáir íslendingar hafa átt jafn stórbrotna ævi sem Jón Arason biskup og engir lokið henni á jafn dramatískan hátt. Hann var um skeið voldugasti maður lands ins, hafði eins og hann sjálfur komst að orði „undir sér allt ísland nema hálfan annan kot- ungsson". Jón Arason var hinn einasti forystumaður íslendinga, sem reyndi að hefja vopnaða mót- spymu gegn hinu erlenda valdi, er það færðist í aukana, rauf forna samninga og teygði gráð- ugar klærnar til fjármuna þjóð- arinnar undir yfirvarpi trúar- legra umlbóta. Leið sú, er Jón biskup valdi, hlaut að liggja annað hvort til sigurs og sjálfstæðis þjóðarinn- ar — eða á höggstokkinn. Þjóðin hefur harmað örlög þessa mikil- mennis í fjórar aldir. Reiði henn- ar yfir dómsmorðinu sem framið var hinn 7. nóv. 1550, birtist í drápi Kristjáns skrifara og allra danskra manna, sem til náðist veturinn eftix, — síðustu blóð- hefndinni, sem framin hefur ver- ið á íslandi." Bókin um Jón Loftsson skipt- ist í 17 kafla og er 119 bls. að stærð. Á kápusíðu segir m. a.: „Jón Loftsson var kallaður aí einum helzta andstæðingi sínum „dýrastur maður í landi þessu“ og af sumum sagnfræðingum síð- ari tíma „hinn ókrýndi konung- ur íslands." Allan síðari hluta 12. aldar var hann voldugasti stjórmmálamað- ur landsins, friðsamur höfðingi, sem skar úr flestum stórdeilum og kom á sáttum manna í mill- um. Hann var forystumaðurinn sem stöðvaði innrás erlends kirkju- valds svo hreif í heila öld, fóstur faðir Snorra Sturlusonar, fræg- asti ritsnillings sem ísland hefur eignazt, heimsmaður sem hreif hugi kynbræðra sinna með stjórn vizku og höfðingslund og konur með glæsimennsku. Þessi bók, sem fjallar um ís- lenzkan forystumann á 12. öld, verður hin fyrsta í bókaflokkn- um, MENN f ÖNDVEGI, miðað við tímaröð. Áður hafa komið HURÐIR - HURÐIR Innihurðir úr eik. Opið til kl. 19 ailla daga. HURÐIR OG KLÆÐNINGAR Dugguvogi 23, sími 34120. BRISTOL Bankastrœti 6 Mikið úrval af konfektkössum, pípustatífum, tóbakskrukkum * ÚRVAL CÓÐRA JÓLACJAFA * Vindlakassar — allar tegundir * Komið og verzlið í okkar nýju húsakynnum á gamla staðnum í Bankastrœti 6 — á móti Verzlunarbankanum Rúmgóð verzlun — fljót og góð afgreiðsla BRISTOL Bankastrœti 6 út bækur um Gissur Þorvalds-- son jarl, eftir Ólaf Hansson próf- essor, og Skúla fógeta Magnús- son, eftir Lýð Björnsson. Þetta eru bækur sem ætlaðar eru ung- um sem gömlum, einkum þó fróð leiksfúsu skólafólki sem þekkja vill fortíð þjóðar sinnar og kynn ast þeim mönnum sem skipað hafa öndvegissess í sögu henn- ar.“ ísafold gefur bækurnar út. VELJUM ÍSLENZKT KOPAVOCSBUAR Bæjarstjóri boðar til kynningar á bæjarmálum í Kópa- vogsbíói laugardaginn 14. desember 1968 kl. 14. Fyrirspurnum svarað eftir föngum. Félag íslenzkra snyrtisérfræðinga heldur jólafund föstdaginn 13. des. kl. 8.30 í Prentara- húsinu, Hverfisgötu 21. Fundarefni: Bryndís Pétursdóttir, húsmæðra- kennari heldur sýnikennslu. STJÓRNIN. HEKLA— GEFJUN DRALON PRJÓNA SAMKEPPNIN 1968 VE RHLAUNAAFHE ND1N6 SÝNING Á PRJÖNAVÖRUM ÚR SAMKEPPNINNIÁSAMT DRALON VÖRUM FRÁ HEKLU 06 6EFJUN ÁHÖTELSÖGU í DAG KL.3 Ruth Magnússon syngur Árnt Elfar píanó Jdn Páll gftar ' drálori BAYER Úrvals trefjaefni 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.