Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1998 17 ERLENT YFIRLIT fyrst og fremst til Vioa-e og nálægrar kafbátastöðvar, sem Rússar notuðu á sínum tíma. Formaður nefndarinnar var Hu- ang Yung-shen, forseti kín- verska herráðsinS, og í nefnd- inni voru háttsettir foringjar úr öllum greinum heraflans. sem hafa aukizt að mun á undan förnum mánuðum. í Beth Shean- dalnum, sem hefur orðið fyrir hörðustu árásunum, hafa íbúar þorpanna og samyrkjubúanna þar neyðizt til að hafast við í neðanjarðarbyrgjum svo að segja hverja einustu nótt á undan- fömum átta mánuðum. ★ Mótsagnakennd utanríkissteina Rússa ★ Kinverskar eldflaugar í Albaníu ? ★ ísraelsmenn óttast nýja styrjöld ★ ítalskir verkamenn óþreyjufullir Tvö sjónarmid sem togast á ÞÓTT utanríkisstefna Rússa hafi greinilega harðnað virðast þeir ekki vilja að hætt verði tilraunum til að draga úr spenn- unni í sambúð austurs og vest- urs. Þannig er stefna þeirra mjög mótsagnakerund um þessar mund- ir. Ástæðan er sú, að þeir vi'lja í fyrsta lagi tryggja öryggi Sov- ótríkjanna, en skilyrði þess er gott samkomulag við Banda- ríkin svo að vígbúnaðarkapp- hlaupinu verði haldið í skefjum, og í öðru lagi tryggja aukin áhrif Sovétríkjanna í heiminum, en það sést meðal annars á efl- ingu sovézka flotans á Mið- jaðrarhafi. Hér er í rauminni um staer stefnur að ræða varnar- stefnu og herskáa stefnu, sem togast sífellt á. í síðustu viku tóku Rússai mjög fjandsamlega afstöðu gagn- vart Bretum eins og fram kom í orðsendingu til brezku stjórn- arinnar, þar sem hún var sökuð um að hafa vísvitandi spillt sam- búðinni við Sovétríkin með inn- rásina í Tékkós'Ióvakíu að yfir- varpi. Ástæðan til þess að Rúss- ar hafa þannig veitzt að Bretum en ekki einhverjum öðrum vegna andúðar þeirrar sem innrásin í Tékkóslóvakíu hefur hvarvetna vakið, virðist vera sú, að Stew- art utanríkisráðherra tók mjög eindregna afstöðu gegn þeim á ráðherrafundi NATO í Brússel, Á hinn bóginn tók Rusk ekki síður ákveðna afstöðu á fund- inum, og bandarísku stjórninni hefur ekki verið send svipuð orð sending. Rússar hafa þvert á móti gert Bandaríkjamönnum ljóst, að þeir vilji að aftur verði hafizt handa um tilraunir til að draga úr spennunni og að hald- ið verði áfram viðræðum um tak mörkun á smíði eldflaugavopna. ALIÐ Á SUNDRUNGU Um leið hafa Rússar sýnt Frökkum mikil vinahót og hald- ið áfram árásum á vestur-þýzka hernaðarstefnu. Zorin, sendi- herra Rússa í París hefur tví- vegis gengið á fund de Gaulles forseta og virðist hafa látið í ljós von um, að atburðirnir í Tékkó- íflóvakiu spilli ekki sambúð Frakka og Rússa. Aftur á móti hefur sovétstjórnin sent banda- rísku stjórninni harðorð mótmæli vegna siglingar bandarískra tundurspilla inn á Svartahaf. Sovézka stjórnarmálgagnið Pravda hefur gert harða hríð að NATO vegna yfirlýsingar Brúss- el-fundarins og sakað bandalag ið um að reyna að auka áhrifa- svæði sitt. Eitt af því sem getur vakað fyrir Rússum er að reyna áð reka fleyg milli Banda- fikjamanna og bandamanna þeirra og bandamannanna í NATO inmbyrðis,enda hafa kom ið fram ólíkar skoðanir á því hvernig bregðast skuli við at- burðunum í Tékkóslóvakíu. E>n hvað sem því líður virðast Rúss- ar gera sér grein fyrir því, að það er þeim sjálfum í hag að dregið verði úr spennunni í sam- búðinni við Bandaríkin ti'l að komizt verði hjá eyðingarstyrjöld Bæði stórveldin vilja stemma stigu fyrir áhrif Kínverja. Þess vegna virðast Rússar hafa lagt hart að Norður-Vietnömum að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenm. Þess vegna hef ur vakið ugg í Moskvu, að frétt- ir herma að Kímverjar hafi áhuga á því að friðmælast við hina nýju stjórn Nixons í Washing- ton og að þeir hafi lagt til að viðræður fulltrúa landanna í Varsjá verði teknar upp að nýju. Ef Kínverjar koma á friðsam- legri sambúð við Bandraíkja- menn þá geta þeir einbeitt sér að árásum á Rússa. GAMALKUNNAR AÐFERÐIR Heima fyrir í Sovétríkjunum hefur greinilega risið upp nýr stalínismi, aðállega í menningar- málum. Kommúnistaflokkurinn hefur hert á aga í röðum sín- um og aukið eftirlit sitt með lífi borgaranna og hinum ýmsu þátt- um þjóðlífsims síðan innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu. Fátt sýnir betur afturhvarfið til gamal- kunnra stalínistískra aðferða en það, að löggæzlumálaráðuneytið, sem Krúsjeff kom á fót 1961, hefur verið lagt niður og að við því tekur hið gamla innanríkis- málaráðuneyti, MVD, sem var beinn arftaki hinnar il'lræmdu leynilögreglu Cheka, GUP og NKVD, sem laut stjórn manna eins og Yagoda og Beria. Fleiri stalínistísk heiti hafa verið end- urvakin á undanförnum tveim ár um. Dæmi um hina hörðu stefnu í menningarmálum eru dómarnir yfir Pavel Litvinov, Larissa Dan jel, Babitski og fleirum sem dæmd voru í margra ára útlegð og fangelsisvist fyrir að mótmæla hernámi Tékkóálóvakíu. Kinversk áhrif aukast i Albaniu ALBANIR virðast hafa fall- izt á dvöl kínverskra hersveita á albanskri grund og leyft Kín- verjum að koma á fót herstöðv- um fyrir flotadeildir og eldflaug ar samkvæmt varnarsamningi, sem nýlega var undirritaður í Tirana. Að því er brezka blaðið Observer hefur eftir júgóslavn- eskum heimildum, virðist hér vera um mótleik að ræða af hálfu Kínverja og Albana vegna hótania, sem Rússar hafa haft í frammi gagnvart Albönum, sem hafa verið bandamenn Kínverja síðan þeir sneru baki við Rúss- um fyriir sjö árum. Hermálasérfræðingur blaðs- ins segir, að hinar hernaðarlegu afleiðingar, sem fylgja muni í kjölfar þess að Kínverjar komi sér upp herstöðvum í Evrópu, fari eftir því hve eldflaugafram- leiðsla Kínverja verði mikil á næstu árum. Búizt er við að þeir hafi tilbúna fyrir árið 1972 eldflaug, sem dregur 2.500 kíló- metra, og skömmu síðar muni þeir eiranig ráða yfir eldflaugum, sem draga yfir 10.000 kílómetira og má því skjóta heimsálfa á milli. NÝTT KÚBU-ÁSTAND? Ef og þegar slíkum eldflaug- um verður komið fyrir í Alban- íu, munu ríki Vestur-Evrópu og Sovétríkin standa andspænis álíka ógnun og Bandaríkjamenn árið 1962, þegar Rússar sendu eldflaugar til Kúbu. Talið er, að Kínverjar hafi þegar sent til Albaníu kafbáta, sem talið er að gæti skotið aldflaugum bún- um kjarnaoddum. Samkvæmt öðrum heimildum, sem telja að Kínverjar noti nú Albaníu fyrir herstöð, hafa þeir þegar reist eldflaugastöð fyrir norðan bæinn Elbasan í Mið- Albaníu. Ókunnugum hefur ver- ið bannaður aðgangur að þessu svæði. Grunur leikur á, að fleiri heirstöðvum hafi verið komið á fót sunnar í landinu, þar sem flestir ráðunautar þeir og sér- fræðingar, sem Kinverjar hafa sent til landsins, dveljast um þessar mundir. Talið er, að þeir séu nú 5.000 talsins. Kínversk hermálanefnd dvald ist fyrir skömmu í Albaníu og undirritaði Tirana-samninginn. Athygli vakti, að raefndarmenn fóru í aðeins eitt ferðalag með- an á dvöi þeirra stóð og að þeir fóru tll suðurhluta landsins, KÍNVERJAR UMSVIFAMEIRI Haft er eftir austur-evrópsk- um heimildarmönnum, sem hafa góð sambönd í Kína, að Kín- | verjar muni áður en langt um ] liður láta meira til sín taka í [ utanríkismálum en áður eftir hlé | það, sem orðið hefur á virkum afskiptum þeirra af utanríkis- málum vegna menningarbyltingar iranar. Tirana-samningurinn er talinn dæmi um þetta, og annað dæmi er að þeir hafa sent 500.000 hermenn til landamæra Sovét- ríkjanna til þess að treysta varn ir sínar þar. Kíraverskar e'ldflaugastöðvar í Albaníu geta haft víðtæk áhrif á ástandið í Evrópu og á Miðjarðarhafi, þar sem efl- ing flotastyrks Rússa hefur valdið vesturvelduraum áhyggj- um. — Kínverjar hafa hreiðr- að rammlega um sig í Albaníu og ferðamenn, sem eru nýkomn- ir til Belgrad frá Tirana, segja að áhrif þeirra þar séu orðin ískyggilega mikil. Almennt er tal ið að Kínverjar hafi miklu meira lag á Albönum en Rússar á sín- um tíma. Að minnsta kosti eru Albanir ekki eins óánægðir með aðstoð Kínverja og aðstoð Rússa á sínum tíma, og til dæmis eru vé'lar þær, sem þeir hafa feng- ið frá Kínverjum, sagðar betri en vélar þær, sem Rússar létu þeim í té. Albanir eru sannfærðir um, að Kínverjar muni veita þeim stuðn ing, ef Rússar gera inrarás á Balk anskaga, og halda því fram, að árás á Albaníu verði svarað með hefndarárás á Rússa. Harðnandi átök á landamærum HÆTTAN á nýrri styirjöld Ar aba og ísraelsmanna heldur áfram að aukast. fsraelsmenn hafa ráðizt á jórdönsk þorp, sem notuð hafa verið til árása á ísra elsk samyrkjubú og bæi, en það- an hafa einnig verið sendir skemmdarverkamenn inn í ísra- el. Síðan sex daga stríðinu lauk hafa 250 fsraelsmenn fallið í við- ureignum við arabíska hryðju- verkamenn og 200 særzt, en 900 Arabar hafa fállið og 800 særzt. fsraelsmenn hafa miklar áhyggjur af árásum hryðjuverka manna þótt þær ógni naumast tilveru ríkisins eða yfirráðum þeirra á herteknu svæðunum, þar sem meirihluti hinna arabísku íbúa virðist neita að eiga sam- vinnu við hryðjuverkamenn. Þeir hafa jafnvel enn meiri áhyggj- ur af stóirskotaárásum Araba, Það sem fyrst og fremst vakir fyrir ísraelsmönnum með árásun um á þorpin í Jórdaníu er að eyða stöðvunum, sem notaðar eru til árása á Israel. En Arab- ar hafa jafnan svarað með því að herða á árásum sínum og þannig hafa átökiri harðnað stig af stigi. Enginn veit hvað fram- tíðin ber í skauti, en flestir ísra- elsmenn óttast að draga muni til nýrrar styrjaldar. Eins og ísru- elsstjórn hefur bent á í greinar- gerð minna atburðir þeir, sem nú eru að gerast á landamær- unum á aðdraganda styrjald- anna 1956 og 1967. Átök á landa mörum Sýrlands leiddu til sex daga stríðsins. Nú er Jórdan-dal urinn í brennipunktinum, en sem fyrr hafa ísraelsmenn mestar áhyggjur af Egyptum og stuðn- ingi Rússa við þá. Vilja ekki steypa kerfinu VERKFÖLLIN og óeirðirnar á ítalíu eiga að töluverðu leyti rót sína að rekja til þess, að kjör verkamanna og stúdenita hafa ekki batnað í réttu hlut- falli við aukraa velsæld þjóðar- innar í heild. Þótt kaup verka- manna hafi hækkað á undan- förnum árum, hefur það ekki verið nóg til að mæta kröfum þeirra um aukin lífsþægindi. Þótt ítö'lskum háskólum hafi fjölgað úr 20 í 32 á undanförnum hundr- að árum, búa þeir við þröngara húsakost, enda hefur fjöldi stúd- enta t.ífaldazt á þessum tíma, og nú er svo komið að aðeins einn kennari er á hverja 50 stúdenta. Gull varagjaldeyris'forði Itala nemur nú 5.6 milljörðum doilara og er sá þriðji mesti í heimi næst á eftir varagjaldeyr isbirgðum Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóðverja. Greiðslujöfn- urður ftala var hagstæður um 659 millj. dollara á fyrstu níu mánuðum þessa árs, og iðnaðar- framleiðslara jókst um 5prs. á sama tíma. En á hinn bóginn eru faglærðir iðnverkam. illa laun- aðir, dýrtíð er mikil, eftirspurn eru lág og 3.3.prs. vinnandi manna eða alls 658.000 manna eru atvinnulausir en það samsvar ar 12.6 aukningu á þessu ári. SPRENGING? Verkamenn eru óþreyjufullir, þar seih fyrirhugaðar umbætur eru eran á frumstigi og ný stjórn hefur enn ekki verið mynduð, en flestir hállast þó að því, að stjórnarráðstafanir til að mæta kröfum verkamanna um hækkun á kaupi og eftirlaunum muni koma í veg fyrir uppreisn í lík- ingu við uppreisn verkamanna og stúdenta í Frakklandi í vor. Verkalýðshreyfingin er klofin í þrjár andstæðar fylkingar, og margir verkamenn eru ekki í verkalýðsfélögum t.d. aðeins 35 prs. iðnverkamanna. Auk þess eru verkamenn og stúdentar ó- sammála. Viðhorf þeirra til fé- lagsmála og efnahagsmála stang ast á, og hugsjónir þeirra fara ekki saman. Foriragjar stúdentahireyfingar- innar, sem kunna að vera aðeins líti'll minnihluti, vilja kollvarpa núverandi kerfi félagsmála, stjórramála og efnahagsmála, en verkamenn vilja almennt meiri hagsbætur, sem þeir telja að nú- verandi kerfi geti veitt þeim. Stúdentum er nœstum því eins mikið í nöp við kommúnista og aðra stjórnmálaflokka, því að þeir eru taldir hafa óhreinkað sig á því að starfa innan hins þingræðislega kerfis. Þess vegna hefur kommúnistum yfirleitt ekki gengið vel að ná tökum á stúdentahreyfingunni og beita henini fyrir sér, þótt þeir hafi getað fært sér ólgu stúdenta í nyt. Frá mótmælaaðgerðum launþega í Róm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.