Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 17 FLESTIR sem komnir eru til vits og ára munu fylgjast spenntir með fréttum af ferð Apollo 8 umihverfis tunglið nú um jólin, þessari mestu æfin- týraferð vorra tíma. Allt sem í mannlegu valdi stendur hef- ur verið gert til að tryggja öryggi geimfaranna, en hætt- urnar verða samt alltaf á næsta leiti, og margfaldast vegna fj arlægðarinnar. E»að eru þrjú stig geimferð- arinnar sem talin eru hættu- legust: ljúka, og þeir nálgast guiu- hvolfið. Vegna þess hve geim- farið verður á gifurlegum hraða (40 þúsund km. á klst.) verður það að fara á ská inn í gufuhvolfið og hallinn verð- ur að vera nákvæmlega réttur. Ef það fer of bratt, brennur lent á því eða lent mjúklega og haldið áfram að senda gögn til jarðar. Þrír Ranger gervihnettir sendu (áður en þeir splundr- uðust á yfirborði tunglsins) myndir til jarðar, sem gáfu fyrstu vísbendinguna um að sumsstaðar væri yfirborðið svo slétt, að þar mætti lenda mönn- uðum geimförum. En það voru Surveyor og Lunar gervihnett- irnir sem sendu til jarðar beztu myndirnar af tunglinu og ýmis önnur gögn um gerð þess. Surveyor-hnettrirnir se.m lentu mjúki lendingu höfðu t.d. um borð sjálfvirka efna- rannsóknarstofu og sjálfvirka skóflu sem gröf upp jarðveg (eða tunglveg) fyrir hana. Það verður því ekki sagt að geimfararnir þrír ani af stað án undirbúnings Eins og áðui hefur verið skýrt frá, á Aipollo 8 að hefja ferð sínu kL 12.4)5 að íslenzk- um tíma í dag (laugardag). Ef ekki verður hægt að skjóta geimfarinu á nákvæmlega þeirri mínútu hafa menn 4 Vá klst. í bakhöndinni. Bf hins vegar verður alls ekki hægt að skjóta þann 21., er enn hægt að koma geimfarinu af stað allt fram til 27. des. (á vissum tíma dag hvern), en eftir það verður að fresta ferðinni þar til eftir áramót. Annað stigið verður þegar geimfarið er búið að fara 10 hringi umhvenfiiS tunglið og geimfararnir beina því aftur til jarðar. Ef eldflaugahreyfl- arnir starfa ekki rétt í það skiptið, heldur geimfarið áfram hringferðum sínum og menn- irnir þrír eru strandaðir í geimnum. Þriðja stigið er svo þegar þessari sex daga ferð er að 1) Að koma geimfarinu á rétta braut um tunglið. 2) Að koma því af tungl- brautinni og áleiðis til jarðar. 3) Að koma farinu inn í gufulhvolf jarðar. Fyrsta stigið verður fram- kvæmt um 66 klukk.ustundum eftir að geimfarinu er skotið á loft frá Kennedy-höfða. Það verður 'þá í um 5.600 km. fjar- lægð frá tunglinu og aðdrátt- arafl þess búið að ná tökum á Appollo 8. Við það hefur hraðinn aukizt upp í rúmlega 9000 kílómetra á klukkustund. Geimfararnir þurfa þá að snúa Apollo við, þannig að úbblást- ursopin snúi að tunglinu og setja vélarnar í gang til að minnka hraðann. Ef þær ganga ekki nógu lengi fer geimfarið inn á það sem kallað er „óregluleg braut“. Það fer þá framhjá tunglinu og slöngvast aftur í átt til jarðar, en hrað- inn er ekki nógu mikill til að sleppa út fyrir aðdráttarafls- sviðið. Það stöðvast því fljót- lega og byrjar svo að dragast aftur að tunglinu unz það sundrast á yfirhorði þess. það upp við núninginn og ef það fer of grunnt, skoppar það af yztu lögum gufuhvolfsins (eins og sé verið að fleyta með því kellingar) og sendist aftur út í geiminn, framhjá jörðinni. Geimfararnir hafa þá hvorki nægilega mikið súrefni eða eldsneyti til að gera aðra tilraun. En hvorki geimfararnir sjálfir né aðrir á Kennedy- höfða hafa miklar áhyggjur af þessu; þeir éru sannfærðir um að allt fari vel. Borman seg- ir sjálfur, að hann miyndi ekki „stíga upp í þennan hlut ef ég teldi hann ekki öruggan". i e Vd 1 r umhve rfis tung-liS Apollo 8 er alls ekki fyrsta bandaríska geimfarið sem kemst í námunda við tunglið, heldur aðeins það fyrsta sem hefur menn innaníborðs og snýr aftur til jarðar. Fjórtán geimför frá þeim hafa sent til jarðar 102 þúsund ljósmyndir af yifirborði tunglsins. Þessi för hafa annað hvort farið á braut umlhverfis tunglið, brot- BORMAN Eftirfarandi viðtal var tek- ið við Frank Borman, stjórnanda Apolio 8, fyrir skömmu. — Hvernig lízt þér á þessa geimferð? — Ég held að eftir því sem nær dregur aukist spenningurinn, og við vilj- um ljúka þessu af sem fyrst. Því meira sem biðin styttist, því ákafari verður maður að fljúga. — Þegar talningin hefst á skotpallinum, eftir alla þessa vinnu og allan þenn- an undirbúning, um hvað hugsarðu þá og hvað verð- iir þú að gera? — Síðustu mínúturnar fyrir skot gerum við ekki mikið. Við förum um borð í geimfarið um tveim klst. og fjörutíu mínútum áður og þá eru tæknifræðing- arnir enn að fara yfir tæk- in og öryggisbúnað. Við sitjum bara og bíðum, efst í þessu fimm milljón kílóa farartæki. Um níu sekúnd- um fyrir skotið heyrum við eldflaugarhreyflana fara í gang, og það er anzi mik- ill hávaði- Svo finnum við hæga hreyfingu þegar við Iyftumst af pallinum en hraðinn eykst fljótlega. Ellefu sekúndum eftir að við lyftumst finnum við farið snúast um leið og það tekur rétta stefnu og 99 sek úndum síðar er komið að hættulegasta augnablikinu- Þá fjórfaldast þyngdar- krafturinn, en það er mesta þyngdarkraftsaukning sem við finnum í ferðinni. 16 sekúndum síðar förum við í gegnum háþrýstiaflsvæð- ið, í um 40 þúsund feta hæð. - — Hringferðirnar um- hverfis tunglið verða geysi lega spennandi fyrir okk- ur hér á jörðinni, hvað finnst þér um þær? — Þær 20 klukkustund- ir sem við eyðum í hring- ferðirnar verða hápunkt- ur ferðarinnar. Ástæðan fyrir ferðinni er jú sú, að við viljum komast á braut umhverfis tunglið, og læra eitthvað nýtt um aðdráttaraflssvið þess- — Hvert verður þitt hlut verk, sem stjórnanda geim farsins, þegar þið eruð að komast á braut umhverfis tunglið? — Mitt aðalhlutverk þá verður að stjórna geimfar- inu inn á brautina. Jim (Lowell) sér um siglinga- fræðina og Bill (Anders) verður við myndatökur. — Heimkoman, inn í gufuhvolf jarðar verður lík lega einn mest spennandi hluti ferðarinnar. Þið ferð ist þá með 40 þúsund kíló- metra hraða, hraðar en nokkrir aðrir menn hafa nokkru sinni farið. Get- urðu sagt okkur eitthvað nánar frá því? — Urn tveim klukku- stundum áður en við kom um niður í 400 þúsund feta hæð, snúum við geim- farinu á þann veg sem það á að vera þegar við förum inn í gufuhvolfið. Höfuð okkar snúa þá niður og breiðari endi geimfarsins. Um 18 mínútum áður en við náum þessari hæð los- um við okkur við eldflaug- arhreyfilinn og þá lítur Appolo 8 út eins og ístopp- ur með breiðari endann nið ur. Þegar við komum inn í gufuhvlofið förum við með harða sem er um 10 kíló- Frank Borman metrar á sekúndu. Þetta er nokkuð mikil ferð og ytra borð geimfarsins hitnar óskaplega jafnframt því sem þyngdarkrafturinn eykst. Viðnámið minnkar ferðina, en hún eykst aft- iir og minnkar svo enn á ný. Þetta er eiginlega ekki ósvipað því að vera á rennibraut (Rutschebane), — Og hvað átt þú að gera á meðan? — Vonandi þarf ég ekk- ert annað að gera en fylgj ast með sjálfvirka stjórn- kerfinu. Ef það reynist ekki nógu vel, eða ef það bilar, tek ég sjálfur' við stjórninni. — Appolo 8 ferðin er áreiðanlega djarfasta geim- ferðin hingað til og þið hljótið að hafa hugsað eitt hvað um hana frá mann- legu sjónarmiði? — Það er rétt hjá þér, en orð eru bara svo lítils megnuð þegar lýsa á einhverju í sambandi 'við svona ferðalag. Ég held, að Jim, Bill og ég vonum allir að myndin af jörðinni, sem við sendum til sjónvarpsstöðva á jóla- dag beint utan úr geimn- um, hjálpi mönnum á ein- hvern hátt að skilja, að þótt landamæri og skoðan- ir aðskilji þá eru óneitan- lega til bönd sem binda þá saman. Ég vona að þessi mynd af jörðinni á jóladag geti hjálpað fólki við að skilja hvert annað og lifa saman í sátt og samlyndi. — Þótt þetta sé banda- rískt geimfar, fáið þið hjálp frá mörgum löndum. — Það er alveg rétt, ég lít á þessa ferð sem sam- cinað átak alls heimsins. Það eru t.d. hjálparstöðv- ar og fjarskiptastöðvar víða um heim sem fylgjast með okkur. Við höfum lært mikið af geimferðum Rússa og ég vona að þetta starf sem við vinnum geti orðið vísir að óeigingjarnri alþjóða samvinnu. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.